Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 2
18 mikill fyrir hvert þing, sem haldið hefur verið, hve miklu í hvert skipti hefur verið jafnað niður á þá tvo lögboðnu gjaldstofna, fasteign og lausafje, og hve mikið hefur komið inn í jarðabókar- eður rikissjóðinn af gjaldstofnum þess- um hvorum fyrir sig ár hvert. Skyldi nú svo fara, sem vjer þó alls eigi gjörum ráð fyrir, að ekki haQ verið gætt hins lögskipaða hlutfalls millum fasteigna og lausafjár við niðurjöfnunina að undanförnu, eður eitthvað sje enn ó- greitt ríkissjóðnum af öðruin hvorum eður báðum gjald- stofnunum, og sje því annaðhvort hjá amtmönnunum eða sýslumönnunum, eða þá íþriðja lagi, að skulda-upphæðin yQr höfuð, sem stiptamtið hefur álitið hina rjettu, reynist of há, er það sjálfsagður hlutur, að þvílíkar misfellur ættu og gætu lagazt við næsta árs niðurjöfnun. Ilingað til höfum vjer talað um það, að hve miklu leyti það mundi ráðlegt fyrir almenning, að hann tregð- aðist við, að greiða aiþingistollana, sem nú eru jafnaðir niður, eins og væru þeir auðsjáanlega rangir og óvin- sælir. Allt öðru máli skiptir það, þó hlutaðeigandi sýslu- menn, sem þekkja nákvæmlega efnahag sýslubúa sinna, fœru því fram við stiptamtið, að sú linun yrði gjörð í niðurjöfnuninni, sem nauðsynleg væri til þess, að fátœk- lingum ekki væri gengið of nærri, svo sem með því, að gefa þeim gjaldfrest, og væntum vjer þess af stiptamt- manni vorum, að hann sjái ráð til þess, að slíku gæti orðið framgengt, án þess þó að hinum efnaðri yrði í þyngt fyrir þær sakir, sem væri með öllu lögum gagnstœtt. Yjer viljum nú ekki fara fleiri orðum um þetta mál, en vonandi er, að það sýni mönnum, hve nauðsynlegt það sje, að stjórnin haldi stiptamtmanninum stranglega tilþess, aðjafna alþingiskostnaðinum niður lögunum sam- kvæmt, og gjöra almenningi ljósa grein fyrir, hvað inn komi og hvað eptir standi. Ekki er ráð, nema í tíina sje tekið. |>að er kunnugra, en frá þuríi að segja, hversu ilia lítur út með bjargræði manna nú í ár í mörgum sveitum landsins, og ekki er annað sjáanlegt, en að til mestu vandræða horQ, einkum við sjávarsíðuna, þar sem Qski- leysið enn við helzt. Vjer verðum nú að álíta það skyldu valdstjórnarinnar, að sjá um í tíma, að svo miklar mat- bjargir komi sem fyrst til landsins, að enginn þurQ að deyja af bjargræðisskorti, er fje hefur til að kaupa fyrir, og að sveitirnar geti átt kost á, að kaupa matbjörg handa 85 pottinnn. J>að varð þá eitt sinn, er hann kom sunnan með lest sína, að hann rak hjá tjaldi í Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, að hann greip þar hest rauðan, varpaði á hann reiðingi og Qskaböggum sem hvatlegast; var hann allra manna snarráðastur í hvívetna, rak svo hestinn með lest sinni; en er hann var eigi alliangt kominn norður á heiðina, sá hann og lagsmaður hans, að 3 menn riðu á eptir þeim mikinn, og þóttist Jón vita, að leita mundu þeir hestsins, stökk af baki, greip krít úr vasa sínum og krít- aði blesu á hinn stolna hestinn; en er þeir, er eptir leituðu, gættu hestanna, sáu þeir hvergi Rauð, því blesan villti fyrir þeim, og ætluðu hann í aðra lest farinn, en Jón hjelt hestinum og fór heim norður. Öðru sinni var það, að hann greip hest brúnan í Iíúagerði innan Vatnsleysu og hleypti í lest sína, er áfram hjelt inn hraun, en Jón reið að tjaldi þeirra manna, er hestinn áttu, og lýsti fyrir þeim brúnum hesti sem líkustum þeim, er hann greip; Ijet hann mundi suður aptur strokinn, og allt reið hann suður í Voga, áður hann sneri aptur og reið norður á fjöll og heim. J>að var eptir að hann kom að Gröf, að fátœklingum sínum, er ekki geta sjálQr keypt sjer bjarg— ræði. Vonandi er og, að hinir fjáðari menn sýni veg- lyndi sitt og drengskap í því, að styrkja yQrvöldin og sveitirnar í þessu, að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur, með láni, ef til þeirra verður leitað. Kaupmannahöfn 28. febrúar 1861. Um mýrag’rœðsln. F y r s t a b r j e f. Mýraþurrkan og grœðsla á vatnssjúkri jörð er mjög svo ábatasöm. |>ví það er ekki nóg með því, að mýr- lendi og votsöm jörð lítinn eöur engan arð gefur af sjer; hún spillir einnig loptslaginu og hefur í för með sjer heilsuspilli og ill áhrif á rœktað land í nágrenninu. Á íslandi er margur blettur svo frostnæmur, að miklum skaða gegnir á högum og skepnuhaldi. Allir vita, hverjum fjár- missi gaddurinn veldur; en færri taka eptir, hversu loptið spillist og kœlist af mýrlendi, og hverjar iilar af- leiðingar af því leiðir fyrir grasvöxt og gróður. En sjeu mýrarnar, sem annars ekki bera annað en kostlítið og súrt gras, rœktaðar með skvnsemi og alúð, verða þær smásaman að beztu engjum og túnum, og borga þannig margfalt tilkostnaðinn við að þurrka þær upp. Til merkis um þetta ber þess að geta, hverja ávexti niýra- rœktuniní Sveitz, sjerílagi Glarus-hjeraðinu norðanverðu, hefur borið. J>ar sem áður voru eintóm fen og foræði, er nú fegursta akurland, hjer um bil á stœrð við alla Rangárvelli. Á mýrlendi í Ilannóver, auðu og óbyggðu þangað til 1840, búa nú 14000 manns. Á J>ýzkalandi norðanverðu, svo sem Austur- Fríslandi og sveitinni um- hverQs Brimaborg, var fyrir fáum árum óbyggt og órœkt- að mó-mýrlendi; nú fœðir þessi sveit nálægt 40000 manna. Á Englandi voru fyrir hjer um bil hundrað ár- um Lincolns-hjerað og Cambridge-sveit eintómar fúamýr- nr, að nokkru leyti undir söltu vatni; nú eru þessar sveitir taldar með frjóvsömustu hjeruðum Englands. Sama er aö segja um Dunármýrar í Bayern og ýms svæði á Hollandi, írlandi, Skotlandi, Prússlandi og Rússlandi. Land vort er, þótt fornt sje, ímörgu efninýtt land; þarf því bæði á þekkingu og fje að halda, til þess að geta komizt upp. Tjáir hvorugt að geyma á kistubotninum, ef vel á að fara. Til mýrarœktunarinnar eintómrar útheimt- ast œrið fje og rjett meðferð; en hitt er eins víst, að þvi fje er vel varið og að það kemur vonum framar aptur. 30 hann átti þar kýr góðar; er þar og he'ýskapur afar-mikill og œrnar ferginstjarnir; ljet hann gefa þeim fergin þrisvar á dag, batt og heyvöndul uppi í básum þeirra, ef þær vildu grípa í hann millum gjafa; er það almæli, að engin þeirra mjólkaði minna en pundfötu í mál, en ól reiðhesta sína á töðunni og gaf sýru að drekka; er og sagt, að sumum þeirra gæQ hann smjör; var enginn þá slíkur reið- maður sem hann; Ijek og orð á, að eigi væri hann lengi að bregða sjer bœjarleið, þá honum sýndist. Jón stal rauðum liesti, er brátt kvisaðist; var hans leitafarið; kom Jón honum svo undan, þá leitarmenn komu, að hann ljet liann inn í eldhúshorn, og hlóð skcklum fyrir framan. Vöruðu grannar hans hann við áður, því öllum þeirra var liann vinsæll. J>að sagði Jón síðan, að hann hræddist mjög fyrir því, að hesturinn hneggjaði, er leitarmenn komn í eldhúsið. Opt er sagt hann fœri á haustum vestur á Skagaströnd eða út á Skaga, og tœki á 1 eða 2 hesta Qsk úr hjöllum. J>að segja og sumir, að opt segði hann við Guttorm fóstra sinn: »Steldu, Gutti, skeifu, steldu hnappheldu«. En svo var Jón örlátur við snauða menn,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.