Íslendingur - 01.07.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 01.07.1861, Blaðsíða 5
53 menn árum saman óskemmd soðin matvæli, án þess að salta þau, nje sússa, nje reykja. Á herflota hinna nefndu þjóða er þess konar kjöt nú næstum eingöngu brúkað í staðinn fyrir saltkjöt, og þykir bæði hollara og drýgra en saltkjöt. Oppert heitir sá maður, sem bezta meðferð á þess konar matvæium þykir hafa fundið. Er meðferð hans sú, að fyrst lætur hann sjóða kjötið, fiskinn eða matjurtirnar, eins og þær ættu að vera, ef þeirra væri þegar notið; þá er maturinn látinn í sívalar pjáturdósir á þann hátt, að sem minnst lopt sje á milli, og að dósirnar sjeu troðfullar, þó svo, að hálfur þumlungur eða svo af dósaröndinni standi upp yíir allt í kring, svo dósirnar springi ekki, þegar maturinn bólgnar upp. f>ví næst er lokið lóðað við röndina. f>á eru dósirnar, eins margar og kom- ast, látnar í ketil fullan af söltu vatni (ekki sjóvatni), og, allt eptir stœrð dósanna og innihaldi, látnar fá suðu frá V4 til IV2 klukkustundar. Iijöt þarf meiri suðu en mat- jurtir. Meðan á suðunni stendur, þarf vandlega að hyggja að, hvort loptbólur stíga upp úr einum eða fleiri af dós- unum, því sje svo, þá er það vottur þess, að þær eru ekki vel þjettar, og á því að lóða þær, þar sem þær eru óþjettar, og þvi næst láta þær aptur ofan í ketilinn. Nú er ekki ætíð svo hœgt að sjá, hvort bólur stíga upp úr dósunum, og er því ætíð vissara, þegar búið er að sjóða dósiraar, að geyma þær á heitum stað, og er það þá víst merki um, að maturinn skemmist ekki í þeim, ef þær ekki gefa sig út að á hliðunum, en halda sinni mynd, því úldni það, sem þær hafa inni að halda, þá bogna dós- irnar út að. f>ess ber enn að geta, að dósirnar mega ekki vera stœrri en svo, að þær haldi 2 potta, og ríður á, að þær sjeu vel þjettar í löggunum og lokið þykkara en dósirnar sjálfar. Dýrt mundi vera, ef panta ætti öll þessi ílát erlendis. En þess mun heldur ekki við þurfa, því komist Islendingar að raun um, að það er gottí búi, að ge-ymamatá þennan hátt, þá munu nógir finnast smiðirnir, til að húa til góðar og heldar pjáturdósir. f>að gefur að skilja, þar sem cins er ástatt eins og á íslandi, sveitir strjálbyggðar, langt á milli bœja, örðugt aðdrátta, fá kauptún, og húendur ófúsir á að slátra kind, nema á haustin, hversu haganlegt mætti vera, að geyma forða sinn á þann hátt, sem hjer er um getið, í stað þess að lifa ár út og ár inn á eintómum flski, söltu og hangnu kjöti. Ekki þarf heldur annað til að hafa þá meðferð á mat, sem sýnd er lijer á undan, en kaupa sjer nokkuð af pjáturdósum, tini, og læra að tinkveykja. Ilafi maður 105 þegið þennan litla vott þakklátsemi sinnar. »Með því þjer fyrir hvern mun yiljið, að jeg þiggi fje þetta«, mælti Bay- nrd, »vil jeg eigi synja yður um bœn yðar. En gætijeg eigi fengið að tala við þær dœtur yðar, og kveðja þær?« Meyjarnar komu; hinn veglyndi hermaður þakk- aði þeim fyrir umönnun þeirra um sig, og kvað sjer illt þykja, að hann gæti eigi gefið þeim neinn grip til menja. »En herinenn hafa sjaldan dýrgripi", kvað hann, »er sœmilegir sjeu tignum meyjum, sem þið er- uð. Móðir ykkar hefur gefið mjer 2500 gullpeninga; af þeim gef jeg hvorri yðar 1000 í heimanmund; en þau 500, sem þá eru eptir, ætla jeg hinum veslu nunnum í bœ þessum, sem rændar hafa verið; og bið jeg ykkur, að útbýta fje þessu á meðal þeirra«. Hringur inn. (Sniiií) úr dönskn; sjí Berlingatíltndt 28. d. núvembermánaíiar 1860). f>egar drottning Nikulásar Rússakeisara var á unga aldri þetta, og kunni að brúka það, svo dósirnar sjeu loptheldar, þá má safna sjer á ári hverju í tœkan tíma forða af ferskum laxi, silungi, sauða- og nautakjöti, öndum, rjúpum og öðru fleira. í Noregi er bœndafólk til fjalla nú farið að tíðka sjer þessa meðferð, ogþykirbezti búhnykkur. Á suraum stöðum er orðinn varningur úr þessum geymda mat, og væri á voru landi eins gott, að þeir, sein búa á jörðum, þar sem er lax- og silungs-veiði, syðu sjálfir niður lax sinn og silung, eins og að selja hann útlendum kaup- mönnum fyrir lítið verð, og láta þá hafa hávaðann af á- batanum. Gr. f>. Ferðamennirnir Isaac Sharp og Ásbjörn Kloster. Af ferðamönnum þeim, sem hingað komu með næsta póstskipi, getum vjer lijer fremur, en áður er tekið fram, tveggja; heitir annar þeirra lsaac Sharp frá York-skíri á Englandi, en hinn Ásbjörn Kloster frá Noregi. Báðir þessir menn ætla að ferðast hjer um land, norður og vestur, en hafa nokkuð annan tilgang með ferð sína, en flestir aðrir ferðamenn útlendir, sem hingað hafa komið, nema herra Henderson, sem hjer var á ferð 1814, og þar á eptir; því þeir eru komnir hingað með ráði hins evan- geliska trúarflokks á líretlandi hinu mikla, sem kallar sig »vinina«, til að kynna sjer trúarástand og trúarsiði ís- lendinga, og stuðla að öllu því, sem geti orðið til þess, að vekja lyst almennings til biflíulesturs, og til að efla útbreiðslu hreins og ómeingaðs guðsorðs, samkvæmt orð- um ritningarinnar. f>eir hafa flutt bæði hjer í bœnum kenningu sína og fyrir utan hann, og munu flestir Ijúka upp einum munni um hana, sem á heyrðu, að liún hafi verið uppbyggileg og hreinu guðsorði samkvæm. jþessir ferðamenn auka hjer við sig einum manni íslenzkum, áð- ur en þeir byrja lijeðan ferð sína, til að túlka mál þeirra fyrir alþýðu, sem hvorki skilur ensku nje dönsku. Yfir höfuð leggja þeir svo mikið í sölurnar, að þeir eiga það skilið af oss íslendingum, að þeir fái bæði góðar ogljúf- mannlegar viðtökur hjá landsmönnum, og fari hjeðan apt- ur erindi fegnir; og treystum vjer því, að Iandar vorir láti þessa von ekki bregðast, og það því heldur, sem ís- lendingar eru almennt góðfúsir við ferðamenn, en þessir trúarbrœður vorir hvervetna að góðu kunnir og góðs mak- legir. ___________ IJtlendar frjettir frá 20. apr. til 1. júním. Danir og Pjóðvcrjar. »Frestur er á illu bezt- 106 og heimasæta í Prússlandi1, var kona sú frá Svissaralandi, er frú Wildermatt hjet, fengin til að kenna henni. Ein- liverju sinni var það, að frú Wildermatt tœmdist arfur í Svissaralandi, og tókst hún því ferð á hendur til ættjarðar sinnar, til að sœkja arfinn. j>egar hún Jtom aptur til Berlinnar, sýndi hún konungsdóttur ýmsa skartgripi, er hún liafði að erfðum tekið. Á meðal annara gripa var þar gullbaugur einn lítill, undarlega lagaður. »Baugur þessi hlýtur að vera afargamall«, mælti konungsdóttir, og dró hringinn á hönd sjer; »hann lítur út, sem hann haíi einhvern leyndardóm að geyma; getur og verið, að það sje einhver verndargripurK. Hún ætlaði, aðfáfrú Wilder- matt bauginn aptur, en gat þá eigi náð honum af flngri sjer. »Jeg vil gjarnan halda hringnum«, mælti hún, og 1) Hún var dóttir Frilriks Vilhjálms 3. Prússakonungs, systir Fribriks Vilhjálms 4., og Vilhjálms 1., sem nú er konnngur í Prúss- landi. Hún var fœdd 13. júlí 1798, og hjet C h a r I o t t e, eu er hún giptist Nikulási keisara 1817, tók hún nafniíi Alexandra. Hón dó í haust eb var 1. d. nóvembermánaíiar; var hún þá rúmra 62 ára.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.