Íslendingur - 01.07.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 01.07.1861, Blaðsíða 8
56 ar liafa fastast rekið eptir, að Frakkakeisari kveddi her sinn burtu af Sýrlandi á tilteknum tíma. Hvorttveggja var, að Frökkum þótti IJretar gruna sig um skoll við vini þeirra Tyrki, enda kváðu þeir og llússar þetta vera ísjárvert, því þá yrðu kristnir menn á Sýrlandi sviptir þeim hlífiskildi, er þeir mættu eigi án vera. Engu að síður ijet keisar- inn að því koma, er orð hans skylduðu hann til, og kvaðst mundu sœkja liðið, en þá yrði hann án saka og ábyrgðar, ef vandræði hlytust af á Sýriandi.' Frakknesk blöð kváðu hann of eptirlátan við bandamenn sína, og sum bœttu því við, að lijer kœmi fram sami óttinn um samblástur móti Frakklandi, er Hlöðvi Filippusi hefði verið brugðið um, er hið sama varð á bugi á Sýrlandi (1840). Yið þessu guldu blöð IJreta ýmsar snuprur og linífdyrði, báru Frökk- um það á brýn, að þeir mundu liafa róið undir á Sýrlandi í fyrstu og haft óspektaráð frammi, til að koma Tyrkjum i vanda. Yoru að nýju getur leiddar að samdrætti með Rússum og Frökkum. Napóleon sendi herskip sín af stað, sum til að flytja heim liðið, sum tii að halda vörð við strendur Sýrlands, og verða til taks, ef vandræði hefð- ust þar að nýju. Bretar sendu og allmikinn flota, og er Touvenel spurði sendiherra þeirra Cowley að, hvað til þess bæri, svaraði hann, að það væri venja Englendinga, að ráða þar tveim skipum stöðvar í höfum, eraðrirrjeðu einu. (Framh. síðar). Innlendar frjettir. Tíðarfar var um hríð heldur stirt og stormasamt, opt með krapajeljum af útsuðri, líkast því, sem ís mundi á lirakningi skammt undan landi í útnorðurhafinu ; var þá því fremur gæftalítið á sjóinn og gróðurlítið til sveita. Nú hinn síðasta hálfan mán- uð hefur veður verið allblítt. Svo má kalla, að sœmi- lega liafi flskazt hér á Inn-nesjum í vor, en mestallt er það ísa og heldur smá, og þar eð þorskaflinn brást svo algjörlega á vertíðinni, eins og nú varð reyndin á, þá vita allir, sem til þekkja, að þar með var máttarstoðinni kippt undan bjargræði manna bjer umhverfis Faxaflóa, enda liefur verið og er mikið harðrjetti og horfir til hallæris hjer við sjóinn, nema hjálp, oghún taisverð, komi úr ein- liverri átt. Syðra hefur voraílinn verið miklu minni en hjer inn frá. Skepnuhöld til sveita eru sögð góð, en fjár- fæðin gjörir samt mörgum œrið þröngt í búi. Sigling og verzlun er með daufasta móti, eins og ræður að lík- indum í fiskileysisári. En úr því svo er nú komið, sem komið er og hallærið vofir yfir, þá er nú mest undir því komið, að menn láti ekki lmgfallast og leggi ekki árar í bát, heldur reyni til með öllu leyfiiegu móti að bjarga sjer og sínum með atorku, iðni og sparsemi, nota vel sumar- timann og búa sig undir komandi vetur. þeir vita það, ef til vill, ekki, sem fjær standa, en vjer vitum það vel, sem daglega höfum afskipti af hinum fátœku, aftómthús- mannagrúanum hjer við sjóinn, að einhvern veginn ktmna þeir að slóra af í sumar, en þegar vetrar að, þá kemur fyrst til alvörunnar, nema bæði œðri menn og lægri hafi fyrirhyggju, meðan sumarið Iíður yfir oss. Alþingið var sett í dag; hjelt prófastur Ólafur Pálsson fyrstrœðuí kirkjunni, og lagði út af 127. sálini Davíðs 1. v. Eptir það setti herra etazráð Th. Jónasson, sem gegnir stiptamtmannsembætti, þingið í umboði konungs. þing- menn eru nú 24; en 3 vantar: 1, hinn konungkjörna þingmann, kanselíráð þ. Jónsson, 2, þingmann úr ísa- fjarðarsýslu, og 3, þingmann úr Norður-IMúIasýslu. Nýir þingmenn eru: yfirdómari B. Sveinsson, konungkjörinn varaþingmaður, Árni Einarsson, varaþingmaður Vestmann- evja, og Björn Pjetursson, þingmaður Suður-Múlasýslu. Tilforseta varkosinn málaflutningsmaður Jón Guðmunds- son, en til varaforseta prófessor P. Pjetursson. þingskrifarar voru kosnir: skólakennari II. Iír. Friðriksson og sjéra IJ. þórðarson. Síðan voru lagaboð þau lögð fram, sem komið hafa, síðan alþingi var slitið 1859, og liöfum vjer þeirra flestra áður getið í blaði voru. Enn fremur voru lögð fram ný frumvörp: 1. Frumvarp til tilskipunar um vinnu- hjú, Iausamenn og liúsmenn. 2. Frumvarp til reglugjörð- ar um að gjöra Akureyri að kaupstað, og um stjórn bœj- armálefna þaF. 3. Frumvarp til opins brjefs um breyting á tilskipun 18. febrúar 1847, um fjárforráð ómyndugra á íslandi. 4. Frumvarp til opins brjefs, er löggildir á ís- landí lög 21. janúarm. 1857 um hegningu fyrir illameð- ferð á skepnum. 5. Frumvarp til tilskipunar fyrir ísland um sendingar með póstum. 6. Um löggildingu Skelja- víkur í Steingrímsfirði til verzlunarstaðar. Utgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Ilalldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson. ábyrgfcnnjuiW. Páll Páhson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. PrentaíUir í prentfmitjnnni í Hoj’kjavík lSfil. Einar pórtlnrson. 111 andi: »j»jer hjetuð mjer því, og lögðuð drengskap vðar \ið, og auk þess spilaði jeg ekki að eins að gamni mínu; því að hetði jeg unnið, þá liefði jeg tekið aldinblómið yðar, og eigi hikað við«. »En lítið blóm eitt á móti stór- eignumic, mælti liinn frakkneski maður. .Ilv&ð er þetta«? .mælti Englendingurinn; »voruð þjer .ekki fastheldnari á aldingarði yðar, þótt lítill væri, en þessum 800,000 franks ?« Ilinn frakkneski maður mótmælti enn harðlega; lögðu þeir þá málið í gjörð, og nefndu nokkra vini sína og kunningja til gjörðarmanna, og var það atkvæði þcirra, að hinn frakkneski maður skyldi viðtöku veita vinningnum. I m kveldið höfðu þeir allir gildi með sjer, spilendurnir og gjörðarmennirnir, og voru þá spilin brennd upp á björtu báli. Franz Frakkakonungur hinn fyrsti ljet það eitt sinn berast íit, að til sín væri kominn sendimaður frá Róma- borg meö þá fregn, að l’áll páfi væri dáinn, og sá hann um, að það var sagt Marcellio kardinála fyrstum manna. Kardmálinn vatt skjótt við og gekk fyrir konung til að 112 biðja hann um, að mæla fram með sjer, er nýr páfi yrði kosinn; gat hann þess, að Frakklandi mætti lið að verða, ef hann yrði páfi, þar hann væri hinn hollasti konunginum. »En til þess þarf íje«, mælti konungur, »þvíán þessmun veita örðugt að fá atkvæði, og nú, sem stendur, er mjer fjefátt<i. Iíardinálinn bauð að lána honum tvær tunnur gulls, í von um, að öðlast þreföldu kórónuna. Franz kon- ungur var svo náðugur, að hann þáði boðið, og lijet að veita kardinála það lið, erhannmætti. Brjef þau, er þessu næst komu frá Rómaborg fluttu þá fregn, að páfinn væri enn á lífi, væri við góða heilsu og hefði ekki svo mikið sem orðið veikur. Kardinála brá mjög við þessi tíðindi; liann gekk óðar fyrir konung, sagði honum tíðindin, og bað hann, að greiða sjer aptur fjeð. Franz konungur Ijet, sem sig furðaði mjög á þessu og mælti: »HvíIík tíðindi segið þjer I jeg skal svo sannarlega gjöra fulltrúa mínum harða áminn- ingu; en, hvað fje því viðvíkur, er þjer leigðuð mjer, þá hafið þjer einkis í misst, 6nn þá sem komið er; því, þótt páfinn sje enn þá ekki dáinn, þá hlýtur hann samt ein- hvern tíma að hrökkva upp af, og þá skal jeg trúlega efrta heit mitt«.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.