Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. 10. september. Q Íítlendar frjettir frá 1. júní til 12. júlí. (Framh.). Ítalíu. Lát Cavours greifa bar að 6.júnímánaðar; það var eigi að eins harmafregn Italíubúum, heldur öllum, er unna þjóða framförum og þjóða frelsi. það væri oss ofvaxið að meta slíkan mannmissi, ef vjer ættum að eins vor met við að liafa. Vjer látum oss hlíta, að herma orð eins hins merkasta manns, er nú er uppi, Palmer- stons lávarðs. Hann sagði meðal annars, i málstofunni neðri, er fráfall Gavours var kynnt þíngmönnum: nmissir hans skiptir eigi að eins ættjörð lians, er sárt má sakna, heldur alla norðurálfuna, því þar er sá maður látinn, að endurminníng hans mun lifa i þakklátum lijörtum lands- manna, en lofstír og heiður hjá mannkyni um aldur með- an sagan endist til að geyma minningu stórverka hans«. Síðan tjáði hann í fögru og skýru máli, hversu mikið Cavour hefði starfað og unnið til framfara á Ítalíu í öll- um greinum, er landshagi og landstjórn snerta, hvernig honum hafði tekizt að vekja Itali af löngum svefni, og gjöra hugaðar hetjur úr mönnum, er áður voru huglítil vesalmenni. Máli sínu lauk hann á þessa leið : »þó hann sje of snemma kvaddur á burt frá landsmönnum sínum, er enn treystu honum til svo mikils, þá má þó eigi svo kveða, sem hann sje of snemma frá numinn heiðrinum, þar sem ókomnar aldir verða að minnast slíkra verka, er þær nefna nafn hans«. Seinustu dagana, sem hann lifði, var Italía, hagur og málefni ríkisins ávallt á vörum hans. Ilann hvatti til þolgœði og samheldis, og ljezt öruggur um að allt snerist til blessunar. Sagt er, að hann hafi nefnt þann til forustu eptir sig, er við tók, llicasoli barún. Meðan Cavour lá banaleguna komu öðru hverju órar á hann, en þess á milli mælti hann við menn með sama fjöri og ljettleik, er honum var við brugðið fyrir. Eitt sinn er hann raknaði úr óviti, spurði hann þá er í kríng stóðu, hvort læknarnir væru farnir burtu frá sje'r. Ilonum var svarað, að það hefði þeim eigi komið til huga. »Nei« mælti hann og brosti, »það er jeg sem á morgun snemma fer burt frá þéim«. Ricasoli, er nú er forseti ráðaneyti- sins og fyrir utanrikismálunum, er ættaður frá Toscana. Ilefir liann hvervetna sýnt, að hann er hinn liyggnasti og duglegasti maður. Hann lýsti yfir því, að hann í öllu mundi kosta kapps um að feta í fótspor Cavours og þræða stefnu hans; sagði, að vegurinn til Rómaborgar myndi bráðum greiðast, og svo myndi til hagast með tímanum, að fœri sæist á að leggja leiðina til Feneyja. Slíkt þótti alldjarflega mælt; en Viktor konungur sjálfur hefur miður af dregið. Til hans kom nefnd manna frá lVómaborg með ávarp frá 10 þúsundum staðarbúa, er báðu hann um að taka Rómaborg undir vernd sína og vald. Ilann svar- aði þeim á þá Ieið, að Rómaborg myndi eigi þurfa lengi lausnar að bíða; en þar er um Feneyjar rœddi, þá væri eigi hœgt að ná þeim öðruvísi en með stríði, og því stríði, er þjóðin yrði að kosta allra krapta sinna til. — Róslu- samt er enn á Púli, og er það eigi furða, þar sem her- menn Franz konungs, er heim var hleypt, fara í reyfara- riðlum yfir landið, en hann situr í Rómaborg og sendir þeim fe og fögur loforð, ef þeir geti sem mest óþarft nnnið og usla. Enda er nú haldið að Napóleon keisari reyni til að koma honum á burtu. í Itómaborg vesnar með degi hverjum samlyndið milli staðarbúa og páfa- stjórnar. 29. júní sló í áhlaup með fólkinu o^ hermönn- um páfans, og urðu Frakkar að skakka leikinn; séinna hefir frjettzt að páfasveinum og Frökkum hafi lent saman, og hafi Frakkar síðan fyrirboðið þeim ferðir um stræti á kveldum. Má nú uppápáfa heimfœra það, sem Jón Ara- son kvað; »heldur tekur að kárna fyrir Árna«. Sagt er að það bœtist á ofan, að hann hafi fengið það vanheilindi, að menn halda hann eigi skammt eptir ólifað, og bœta því sumir við, að breytíngin á stjórn Rómaborgar muni bíða þess, að hann falli frá. Tyrkjal'ónd. 25. júním. dó Abdul Meschid Tyrkja- soldán, og tók við stjórn bróðir hans Abdul Aziz, og kvað hann vera meiri kjarkmaður en bróðirinn, er mesthafðist við höll kvenna sinna, og á 17. aldursári, er hann tók ríki, var þegar orðinn veiklaður af munaðlífi. Abdul Aziz hefur þegar látið ryðja kvennaliöllina, og fengið konunum forrœði eða staðfestu; eínnig hefur hann hleypt tekjuux sínum niður frá Tomilj. pjastra til 12 miljóna. I ávarpi sínu til þegnanna hefur hann lofað öllum jafnrjetti, hverr- ar trúar sem væru. Má þetta kalla góða byrjun, og því betri, sem lengur endist. Frá Vesturheimi. Hjeðan eru sagnirnar svo margbreyttar, að erfitt veitir að sjá, hverju trúa má. En að því sagnir ganga hefur hingað til að eins lítið verið um vopnaviðskipti. Á sumum stöðum hafa Sunnanmenn ráð- ist á smádeildir af liði Norðurbúa og haft betur. Ein saga sagði frá bardaga, þar sem Suðurbúar hefði látið 500 manns, en eigi hefur neitt nákvæmar um hann heyrst. þó má ráða af seinustu frjéttum, að Norðurhúaherinn þokast áfram í Vírginíu, en liinir hörfa undan. Stöðvar þær, er suðurbúar höfðu tekið sjer og víggirt við Harpers Ferry, hafa þeir (að því sagt er) í mesta fáti upp gefið, og látið þar eptir nokkuð af vopnum. Sá heitir Scott, sem er fyrir liði norðurríkjanna, og er hann frœgur af her- ferðinni til Mexico, er hann vann alla með 7000 manna. A.lþing;i 1861. (Framhald). 18. fundur, 23. d. júlim. 1. Ályktarumrœða um spítalahlutina á Vestmannaeyjum. 2. Undirbúningsumrœða um málið viðvíkjandi þóknun handa þeim tveim mönnum, sem sátu í bjúalaganefnd- inni. 19. fundur, 23. d. júlím. (Kveldfundur). Rœddur fyrri hluti nefndarálitsins í fjárkláðamálinu nl. um áskorun þíngsins til stiptamtmanns. 20. fundur, 24. d. júlím. 1. 2 bœnarskrám úr Árnessýslu vísað til kláðanefndar- innar. 2. Undirbúningsumrœða um málið um löggildingu 3 nýrra kauptúna, Papóss í Skaptafellssýslu, Straum- fjarðar í Mýrasýslu, og Lambhússunds við Skipaskaga í Borgarfjarðarsýslu. 73

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.