Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 7

Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 7
79 laus, og ekkert út á það að setja, hversu áherzluorðin eru sett í hendingunum, endaerbragur sá einkennilegur mjög og lítt hægt að villast um rjettan framburð hans. Nr. 5 hefur þann galla, að niðurlagshendingin í lwerju versi er of löng; hún er trokkeahending með kvennlegri sesúru á undan sjer og langri niðurlagssamstöfu, þegar rjett er, þannignefnilega: —v—v—u—-, t. d. jörð og him- in heiðri guð. þegar hendingin er svona, þá verður eng- in sesúra milli versanna, en verði hún höfð þannig: nheiðrum guð í himnaríki«, þá verður sesúra milli vers- anna og hún karlleg. í 4., 5. og 6. versi er þessi hend- ing öðruvísi. þar engin sesúra milii næst seinustu og seinustu hendingar, þvi hin seinasta er þar jambahend- ing, eða rjettara einhver sambreyskingur af jamba- og trokkeahending, sem aldrei hefur átt heima í þessum brag- arhætti. Hjer er því nauðsyn á breytingu, að minnsta kosti þannig, að hendingin verði eins í öllum versunum, og virðist þá einsætt að taka upp hið forna hendingarsnið sem að ofan er bent á. í byrjun 2. h. í 5. og 6. versi stillir, lægir eru hraparlegar áherzluvillur, enda er höf- uðstöfunum þar kastað á áherzlulaus atkvæði, svo að þeir eru með öllu burtu úr versunum á þessum stöðum. það sýnist mega laga hendingar þessar án nokkurs skaðafyr- ir meininguna þannig: svo strítt ei vinni meini, og lægir alla’ á hlið. J»á er og 4. hending í báðum þessumvers- um oflöng, og er hægt að víkja orðaröðinni lítið eitt við til að bœta úr því. í 11. v. 2. og 4. h. er samstöfu of aukið, og má einnig það hæglega leiörjetta. Nr. 6. 1. v. 2. h. höfuðstafurinn 1 er þar á áherzlu- lausri samstöfu, svo hann má telja af máðann; en fyrst svo er komið á annaðborð, þá er rjettara að víkja hend- ingunni þannig við: í fyrstu ljenað Iiefur, í stað þess að nú er lesið ljenað í fyrstu. í 4. h. er rangt ást þín í staðinn fyrir: þín ást, þvi svona kemur bæði höfuðstafurinn á rjettan stað og orðið: »ást« nær við það þeirri framburðar-áherzlu, er því ber að hafa sem atriðis- orði. í 6. h. þú allt gott lætur mjer í tje, rjettara enn allt gott o. s. frv. 2. v. 1. h. Minn guð, rjettara enn guð minn. 4. h. auk þess, sem áherzlan fellur hjer á miðju orðins: fullnaðar, er höfuðstafurinn f á áherzlulausu atkvæði. |>ó það reyndar ekki ætíð sje auðgjört að forð- ast falska og eðli málsins gagnstaðlega áherzlu á þeim orðum, sem hafa fleiri en tvær samstöfur, og þó þvílík á- herzla á þeim orðum steyti tilfinninguna minna, enn á tveggja atkvæða orðum, er það samt víst, að áherzlan: f nllnaðnr er eðli málsins samkvæmari heldur en : fulln- aðar, og þetta orð þvi ekki liafandi á þessum stað. 3. v. »Fagran«, óhafandi; sje hendingunni vikið þannigvið: þú fekkst mjer líkam fagran Ijeð, þá er framburðurinn rjettur og höfuðstafirnir komnir að rjettindum sínum, en þá kemur nú aptur furðuverk með skakksettum höfuð- staf og falskri áherzlu. Jeg vænti að ekki megi hafa »furða« í staðinn? J»á væri samt þessi lýti bætt þannig: »sem furða’ er þinna handa«. »Reglu og blóma« má ekki standa. Búsiað getur staðizt, af því orðið er saman sett, en höfuðstafurinn þó rangsettur. »Eyrað mitt« rangt; mitt eyrað, rjett. »Túngan þér«, rangt, fyrir: þjer tung- an. 4. v. fyrstu 4 hendingarnar eru ekki hafandi, eins og þær eru: Lofadfur, lífsins, hjálpa, hverja. Ekki vænti jeg það megi hafa þessar hendingar svona: Jeg syng þjer lof, er líf gafst mjer, alls lífsins guð valdandi (ekki: guð lífsins alls valdandi, því þá yrði atriðis-orðið »guð« áherzlulaust, sem það eptir meiningunni ekki má vera). Mjer hjálpa, svo til heiðurs þjer lífs hverja athöfn vandi? Nr. 7. Út á kveðskapinn á þessum sálmi er ekki margt að setja, það eru 2 seinustu hendingarnar í 1. v., sem þurfa umbótar við Skaparinn, himm. Breytingin yrði ekki veruleg t. d. Ó, skapari þitt mikla vald! Út þandir himin þú sem tjald. 2. v. 2. h. hvelfmgm, í staðinn fyrir: hið hvelfda loptið, m. v. 3. v. 6. h. þegar == frá því eða: úr því, sem verður rjettí framburðinum. 7. h. Fjali og dalur, i staðinn fyrir: úr bylgjam fjall og dalnr brauzt. 4. v. 6. h. lifandi: allstaðar þar sem áherzlan er svona röng í byrjun hendinga, er líka höfuðstafurinn á röngum stað og missir öldungis verkun sína og gildi. 5. v. 3. h. »áuöa:fum« má vera af því, að orðið er saman sett. 8. v. 4. h. Lýsingarorðið »öll« mætti ekki vera hjer á áherzlu- lausum hálfstuðli hendingar, því það mundií sundurlausri ræðu fá áherzlu þannig: öli jörð’m er full, og á því einnig að hafa sömu áherzlu í versinu. Auk þess er höf- uðstafur hendingariunar á »öll«, og er þannig einnig hann á röngum stað. 6. h. við Jlis- gleður sig, í staðinn fyrir við Þ*s: sig gleður. Nr. 8. I þessum sálmi eru versstuðlarnir þríliðaðir, ein sterk eða gild, og tvær rírar samstöfur í hverjum stuðli. í öllum hinum undanfarandi hafa þeir verið tvíliðaðir, ann- aðhvort stutt-langir eða lang-stuttir (u—, eða —u). 2. v. 4. h. Mjer allt til heills. bezt fœr gert. J»ó að eins at- kvæðisorð geti í kveðskap verið bæði stutt og löng eptir kringumstœðunum, stendur þó slíkt ekki á sama fyrir framburð hugsunarinnar; þannig er það vafalaust, aðfram- burðurinn verður betri, ef sagt er: fær bezt gert. 3. v. 4. h. allt sendir pú, hvað er heill mín, er rjettara fram borið en: allt hvað þú *endir er. 6. v. 3. h. í fyrsta hendingarstuðul vantar stutta samstöfu, og þarf ekki annað en finna tveggja atkvæða orð í staðinn fyrir »bót«, t. d. »ljettir« og er þá hendingin rjett. Nr. 9. l.v. 7. h., hjer virðist ekki orðið »en« nauð- synlega þurfa að standa, því þetta er fullskiljanlegt: »áð- ur biðjum, oss hann fœðir«. 2. v. 2. h. f»ó að eptir kringumstœðunum ekki sje neitt að setja út á framburð- inn fullríkur, hefði þó betur verið hjá því orði komist, með því áherzlan á »ríkur« þó er fölsk og eðli málsins gagnstaðleg. »Fullur nœgta’ og gœzku« gefur sömumein- ingu, en er vissulega betra fyrir framburðinn. (Framh. síðar). Bnrtfararpróf við prestaskólann var haldið 22—27. f. m. Undir það gengu þessir: Steinn Steinsen sem fekk fyrstu aðaleinkunn (43 tr.). Jakob Björnsson — — aðrabetri---------(35 tr.). Jón Thoraremen — — aðra -----(31 tr.). Ritgjörðaefni voru: Rœðutexti: Iíól. 3, 12.—15. v. Trúarfrœði: að sýna liið einkennilega í kristilegri kenn- ingu um sköpun heimsins. Siðafrœði: að útlista lærdóm kristindómsins um eðli og siðferðislega þýðingu heiðursins og sýna skyldu mannsins í tilliti til heiðursins. Biflíuþýðing: 1. Kor. 3, 10.—17. v. incl1. (.líísent). jþegar við í vor sáum hversu erfiðlega gjekk til i sveit okkar með fiskiafla á seinastliðinni vetrarvertíð, og 1) Fyrlr þí, sem ekki þekkja til, getum vjer þess: aí> Steinn Stein- sen er soimr Torfa heitins Steinsionar SoblasmÆs hjer í Reykjavík; Jakob Björnsson sonur Bjorns heitins lilfurimihs Jakobssonar smiTis Snorrasonar prests ab Ilúsafeili; Jún Thorarensen sonnr Bjarna heitins Thorarensens amtmanns.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.