Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 5
77
ur staðfest það heiðarlega traust, sem aptur í þetta skipti
rjeð honum til sætis sem þingsins forseta. Hann hefur
sjálfur næstum stöðugt gegnt sinni vandasömn köllun, og
sjaldan þurft að neyta aðstoðar hins heiðraða varaforseta,
en þiugið hefur þá í annan stað ekki heldur þurft að fara
á mis við þessa ágætismanns hluttekningu í sjálfum þing-
störfunum, sem kom sjer því betur, sem lumn er betri
liðsmaður til og færruin var á að skipa. Hvað sjálfan mig
snertir, flnn jeg mjer skylt að votta þíngsins heiðraða for-
seta mitt virðingarfullt þakklæti fyrir hans mjög mannúð-
legu samvinnu og stöðugu velvild mjer tii handa á þessu
þingi, og því fremur má jeg viðurkenna þessa mannúð
hans og velvilja, sem jeg, eptir því sem á stóð og að öðru
leyti, þurfti með þingsins og sjerílagi liins heiðraða for-
seta umburðarlyndis og aðstoðar.
Að svo mæltu kveð jeg yður, heiðruðu alþingismenn,
í fyrsta og síðasta skipti frá þessum stað, með þeirri
lijartanlegu ósk, að góður guð blessi og farsæli föðurland
vort, þetta þing og alla einlæga viðleitni, hvort heldur
yðar eða annara, sem miðar til heilla og framfara vorrar
elskuðu fósturjarðar«.
2. Ilæða alþingisforsetans (málaflutníngsmanns J. Guð-
mundssonar).
xlláttvirtu herrar og alþingismenn!
Samveru vorri er nú lokið og samvinnu í þessum sal,
þegar vjer kornum hjer fyrst saman fyrir 7 vikum, þá gat
það eigi dulizt fyrir neinum af oss, »að kornskeran væri
mikil en verkamennirnir fáir«. Nú vantaði á þíngbekkina
3 þá þingmenn er optast liafa verið á þingi síðan það
fyrst hófst og hafajafnan reynzt hinir ágætustu og afkasta-
mestu, og meðal þeirra sjálfan forvígismann alþingis, sem
jafnan hefur verið sál þess og styrkur bæði innan þings
og utan. Hins vegar aukast verkefni og störf alþingis ár
frá ári og þing af þingi, eptir því sem.þjóðleg meðvitund
og þjóðlegt líf smátnsaman glœðist með lýðnum og eptirtekt
á högum og þörfum landsmanna skýrist. |>á er nú það eigi
tiltokumál, þegar á allt er litið, öðrumegin á vaxandi og
fjölbreyttari verkefni þingsins. hins vegar aptur töiuvert
minni kraptar til starfa og afkasta, lieldur en ráðgjöra
mátti á þessu þingi, þótt eins dags þinglengingar þyrfti
nú fram yflr það, sem mest hefur verið. J>að fáort yflr-
lit yfir störf vor og þingmálin að þessu sinni, er eg nú
vil gefa eins og siður er til í þinglok, mun færa sönnur
á það, er eg nú sagði.
Alls eru það 44 mál er komið hafa lil inngangsum-
rœðu á þessu þingi. Voru 10 þeirra lögð fyrir þingið af
liendi stjórnarinnar: 7 lagafrumvörp og 3 álitsmál, hin
34 voru þegnlegar uppástungur og bœnarskrár. Voru
nefndir settar til meðferðar 20 af þeim málum, auk hinna
10, er komu fram af hendi stjórnarinnar; liafa því verið
settar á þessu þiugi samtals 30 nefndir; 2 sjerstaklegum
bænarskrám eða uppástungum var vísað til nefnda í öðr-
um málum; 10 voru annaðhvort felldar frá nefndarkosn-
ingu, eða teknar aptur af uppástungumönnum í umrœðu-
lok, en 2 bœnarskrám var vísað frá meðferð á þingi í
notum 49. gr. í alþ.tilsk. Af þeim 30 málum, er nefnd-
um hafa verið falin til meðferðar, er eitt málið ókomið
inn á þing frá nefndinni, það er málið um breytingu á
hjúskaparlögunum; hin 29 eru öll þrírœdd á aðalfund-
um og eitt þeirra 5 sinnuin, það var fjárhláðamálið, er
þinginu virtist nauðsyn á að tvískipta, og rœða sinn kafl-
unn þess í tvcnnu lagi lögskipuðum umrœðum livorn
þeirra. En í tveim af þessum 29 málum var engi bœn-
urskrá rituð til konungs, annað var fellf í lok ályktarum-
rœðu, en liinu var beint svo, að enga bœnarskrá þurfti
að rita konungi, það var um niðurjöfnun alþingiskostnað-
arins; rjettvíslegar og mannúðlegar undirtektir stiptamts-
ins undir það mál gjörðu bœnarskrá með öllu óþarfa.
þannig eru að eins 27 bœnarskrár og álitsskjöl rituð tii
konungs frá þessu alþingi. Ef að miðuð er tala þeirra
mála, sem þrírœdd eru og leidd til lvkta, við virku dag-
ana þessa þingtíma, þá telst svo til að tæpum 1 Vá degi
liafi verið varid til hvers máls að meðaltali, er ráðizt heíir
til lykta, en rúmum V/2 degi, ef helgidagarnir væri með
taldir, og má að vísu segja að það sje furðu mikið, eigi
af fjölskipaðra þingi en þetta þing er.
Af konungs málunum eru þau 3 frumvörpin yfirgrips-
mest og mest varðandi: um bœjarstjórn og kaupstaðar-
rjett Akureyrar kaupstúns, en einkum frumvörpin til vinnu-
hjiíalaga og tillagaum lausamenn og húsmenn, því þetta
eru mjög yfirgripsmikil lög og mikilsvarðandi, og vonandi
að af þeim megi margt gott leiða fyrir þetta land. Víst
hefði og mátt telja póstmálafrumvarpið mikilsvarðanda,
liefði stjórnin lagt það mál fyrir þingið að aðalefninu, en
eigi bundið það eingöngu við »sendingar með póstum«.
Meðal þegnlegu málanna erú og nokkur harla merkileg
og mikilsvarðandi; um launaból ýmsra embættismanna
hjer á landi, um fiskivciðar xítlendra við ísland, um úr-
rœði við læknaslwrti hjer á landi, Og einkum málið um
ýmsar endurbœtur við hinn lærða skóla, og um viðreisn
almennari og aðgengilegri skólamenntunar á annan veg;
er óvíst að þinginu hafi tekizt betur á öðru máli, og því
er vonandi, að konungur veiti því mildilega áheyrn. |>á
mun og fjárkláðamálið, þykja enn meðal hinna merkileg-
ustu landsmála pessa tíma, og víst eigi eins nauðsynja-
lau'st að því var nú hreyft af nýju, eins og sumir kynni
að halda fram. Undirtektirnar undir þetta mál í hinni
konunglegu auglýsingu l.júníþ. árs eru líka svo lagaðar,
að þíngið gat því síður haft að engu þær hinar mörgu
bœnarskrár er nú bárust því áhrærandi fjárkláðann. J>á
hefir stjórnarbótamálið lengi verið talið og mátt telja
allsherjar- og áhugamál bæði lýðsins og þingsins, enda
ætla eg að alþingi hafi aldrei borizt fleiri og almennari
bænarskrár um þetta málefni en nú; annað mál er það,
livort hin tilbreytta meðferð og niðurstaða þingsins að
þessu sinni hafi orðið sú, að hún megi fullnægja lands-
mönnum og sannfœra konung vorn og stjórn lians frem-
ur en að undanförnu.
Eg vildi að þetta yfirlyt mætti færa sönnur á að al-
þingi 1861 hafi haft mörg og mikilvæg verkefni til með-
ferðar, enda stórmiklu afkastað, eigi fjölskipaðra en það
var. Árangur og ávextir flestra þessara verka vorra liggja
of fjærri til þess, að nokkrum sje fært að leggja á þau
eindreginn og óyggjandi dóm nú þegar, vjer vonum að
kjósendur vorir og landslýðurinn miði kröfur sínar til al-
þingis og hvers einstaks þingmanns við hinar ytri og innri
tálmanir, er eigi verða yfirstígnar, nje burtu rýmt, nema
smámsaman, fyrir þrek og þolgæði og eindregin samtök
allra hinna vitrari og betri landsmanna; og vjer treystum
því, að vor mildasti konungur og stjórn hans láti smám-
saman sannfærast um hinarmörgu og verulegu nauðsynj-
ar þessa lands og veiti íslendingum sjálfum þá hluttekn-
ingu til að ráða úr þeim nauðsynjum og rjetta hag vorn,
er vjer höfum mátt sakna svo tilfinnanlega, þá hluttekn-
ingu og atkvæðisrjett um málefni þessa lands, sem hefur
jafnan verið og æ mun reynast einkaskilyrði fyrir viðreisn
og viðgangi hverrar þjóðar sem er, bæði stœrri og smærri.
Að þessu marki og miði hafa nú að vísu stefnt all-
ar tillögur vorar og störf á þessu þingi, vjer getum allir
stjækt oss við þá meðvitund, að vjer höfum haft heillir og
framfarir vorrar ástkæru fósturjarðar fyrir mark og mið.