Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 8
80 sáum hvílík vandræði af því mundu leiða, þá snjerum við okkur til stórkaupmánns P. C. Knudtzom í Ivaupmarina- liöfn og beiddum, að lrann af veglindi sínu og mann- kjærleika vildi nú rjetta sveit okkar hjálparhönd ineð því að gjefa henni einhvern framfærisstyrk, þessari beiðni svaraði hann meðbrjefi dagsettu 12. þessa mánaðar, hvar með hann gjefur sveitinni 20 tunnur af korni. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf vottum við honum sveitarinnar vegna. okkar innilegasta þakklæti. Rosinhvalaneshreppi 27 júlí 18(50. Arni Þorvaldsson, Sveinb. Þórðarsson. (hreppstjúrar). Tíðarfar hefur verið ágætt allt fram á þenna dag, og heyannir gengið að óskum, heyin hjer syðra eru all- staðar afbragðs góð og sumstaðar, einkum fyrir austan fjall, í mesta lagi. Fiskiafli er við og við nokkur, og hef- ijr nú um stund helzt aílast nokkuð af háfi og stútungi. — Póstslcipið fór hjeðan 14.ágúst og var 6 daga norð- ur til Akureyrar, því það varð fyrir norðanveðri og lá um hríð á Dýrafirði. Af Eyjafirði mun það hafa farið bráð- um eptir hinn 20. f. m. þeir Dr. Grímur Thomsen og Englendingarnir, sem norður fóru Sprengisand, voru komn- ir á Eyjafjörð og munu hafa farið utan með póstskipinu, höfum vjer þetta eptir lausakaupmanni einum, er sjóveg kom hingað af Eyjafirði og seldi Fischer kaupmanni vöru- leyfar sínar, þar á meðal baunir og rúg, bvorttveggja góða vöru, rúgið á 9 rdd. tunn., baunir á lO rdd. — Þjóðverskir ferðamenn 5 að tölll komil hingað 1. þ. mán. frá Noregi, og ætla að skoða Ileklu og Geysi, eigi vitum vjer nöfn þeirra allra, en talinn er prófessor Carl Vogt þeirra helztur. J»eir eru náttúrufrœðingar. — þeir Tsak Sharp og Ásöjörn Kloster, »kvekararnir« sem vjer áður höfum minnst á, liafa farið lijer víða um land í sumar og haldið bjer og hvar roeður) sumstaðar fyrir fjölda manns, og hefur mönnum alstaðar geðjast vel að þeim, enda eru þeir báðir sagðir mestu ágætis menn. Fyrst fóru þeir austur í Árnessýslu. þaðan norður í land allt til Eyjafjarðar og út í Grímsey, þaðan vestur sveitir, og komust vestur í Dali og út í Stykkisliólm, og siðan hingað suður. Eptir það lögðu þeir enn af Stað austur á sveitir, og eru nú þar eystra. Skólapiltur Matthías Jó- kumsson hefur verið með þeim í: ferðum þessum, sem túlkur þeirra, og lagt út rœður þeirrafyrir almenningi jafn- óðum og hinir hafa flutt þær. Alenn rnega ekki ímynda sjer, að menn þessir lesi rœðurnar upp af blöðum, eins og hjer á landi tíðkast, heldur tala þeir allt upp úr sjer og af vörum fram, eins og andinn blæs þeim í brjóst í hvert skiptið. — Herra yfirkennari Björn Gunnlaugsson er nýkominn austan frá þíngvöllum, er liann hafði dvalizt þar yikutíma til þess að mæla þar hinn forna alþíngisstað, búðastœði öll, afstöðu o. s. frv., mun þetta starf lierra yfirkennarans að líkindum síðar meir koma almenníngi fyrir sjónir, því vjer efum alls eigi, að það verði gjórður reglulegur upp- dráttur vfir þenna nafnfræga þingstað, sem hver íslend- ingur ætti að sjá. Sigurður málari var og í þessari för með herra B. Gunnlaugssyni. Ileyrt höfum vjer að starf þetta sje gjört fyrir fornfrœðafjelagið. — Fyrir hjer um bil viku síðari fór Pjetur Ottesen á ytra-IIóími í hákaílalegu vestur á sömu stöðvar, sem hann fjekk hákallinn í vetur er var, og fjekk 11 hákalla mcð 10 tunnum lifrar. Síðan hefur ltann gjört aðra tilraun til að fara í legu, en sökum ógæfta ekki fengiö nema 1 liá- kal. Tvenniraðrir Akurnesíngar fóru einnig um þær mundir í legu en fengu lítið. þ. 7. þ. m. lögðu að sögn 4 skip af stað frá Seltjarnarnesi, þégar menn heyrðu fregnina af Ottesen, en þá gjörði sunnanátt og sjávarylgju, svo þeim notaðist ekki að liggja, komu því daginn eptir, og höfðu ekkert fengið. En vel er þó að slíkt er reynt, og sýnir það meiri áhuga en verið hefur um tíma nú að undan- förnu. — það er ný lunda að faktor G. Thorgrímssen hefur að sögn keypt um 300 nauta, látið slátra þeim, og ætlar að senda kjötið utan með Ingólfi, það er skúta hjer um bil 14 lesta, er Eyrarbakkakaupmenn eiga og á bráðum að fara til Iíaupmannahafnar. Sagt er að þeir hafi gefið frá 8—10 sk. fyrir 1 pnd. af þessu nautakjöti. Vjer geymum oss að segja nákvæmar álit vort um þetta fyrirtœki; það hefur að vísu sína kosti, en það hefur og í för með sjer ókosti, sem, eins og nú stendur á verzluninni eru mjög verulegir. Ang-Iýsing-ar. Presturinn sjera þorsteinn Jónsson á Grænavatni liefur til prestaskólasjóðsins geflð 40—fjörutíu-ríkisdali silfurs, fyrir hverja gjöf jeg hjer með votta lionum innilega þökk. Iíeykjavík 16. d. ágústm. 1861. P. Pjetursson. þeir, sem fá vilja ljósmyndir (Photographie) geta feng- ið þær hjá mjer, eptir að póstskip er komið næsta sinn og skal jeg leitast við, að leysa myndirnar svo af hendi, að hlutaðeigendum líki sem bezt. þeim, er kynnu að vilja, gefst einnig kostur á að læra af mjer að taka þess- ar Ijósmyndir, bæði «Positive« og »Negative«. Reykjavík 2. agúst 18(5!. G. Guðbrandsson. Höldur, búnaðarrit norðlendínga og austfirðínga. Utgefandi kand. Sveinn SMlason. Prentað á Akureyri 1801. Fæst til kaups hjá prentara Einari þórðarsyni í Beykjavík, og kostar 48 sk. þeir sem kaupa 5 expl. í einu, fá það sjötta ókeypis. Yjer munum síðar í blaði voru, minnast á rit þetta. Frá Kaupmannahöfn er nýlega kominn bæk- língur, sem kallaður er, Sagan af Heljarsló ðarorustu, er kostar 28 sk.; og fæst hjá sama manni sem Höldur, og með sömu kjörum; þessi bæklíngur er samin af hinu alkunna skáldi, kand. Benidikt Gröndal. GÚgf3" Yerzlunarþjónn þ. S. Guðjohnsen á Seyðisfirði af- hendir Íslendíng, og tekur við borgun fyrir hann í stað J. Blöndals. Prestalcöll. Yeitt, síðan seinasta blað vort kom út 13. f. m. Kol- freyjustaður, (laust fyriruppcjöf skólak. Jens Sigurðssonar) sjera Hákoni Espólín á Stærra-Árskógi. — S. dag Desja- mýri, sjera Finni þorsteinssyni á þaunglabakka. Óveitt: Stærri-Árskógur í Eyjafjarðars., að fornu mati 10 rd. 1 mrk 4 sk. — þaunglabakki í þíngeyjarsýslu, að fornu mati 12rd. omrk lOsk. — Skeggjastaðir áLanganesströnd- um í Norður-Múlas., að fornu mati 5 rd. þessi brauð eru auglýst 15. f. m. Útgefendur: Benidiht Sveinsson, Einar Þórðarson, Tlalldór Friðrihsson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson. ábyrgtaruiaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjolmson. Prentabur [ prentsmiíijuiini í Ueykjavík 1861. Einar þúrbarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.