Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 3
75 2. Hvi ei dauðinn lilífði þjer ættarvon í aldaheimi, andlát þitt á marargeymi aldrei íirnist, ástvin, mjer: gegnum banabylgju leið andi þinn að ljóssins lindum, lifið þar í œztu myndum áfram rennur eilíft skeið. 3. Man eg, Bjering, brosið þitt, man eg augað meginblíða, man eg hjartað kærleiksþýða ávallt fast við óðal sitt, man eg guðlegt gáfnaljós sálar þinnar, svipti vinur — sorgum þrungið hjarta stynur, œgir fal þess unaðsrós. 4. Mannúð þín og menntablóm alla náði að sjer laða, engilhreina lundin glaða þekkti ekkert hrœsni hjóm; fögur sál i fögrum bjo líkamshjúpi stutta stundu, stjarna skær, sem lýsti grundu, burt með þínum bana fló. 5. Frændur þig og fósturláð lengi trega, látni vinur, lagarbára sollin stynur dulið er oss drottins ráð, en vjer felum forsjá hans harma vora og hugi sára, hann í gegnum mökkva tára sýnir oss bjarma sólarlands. 6. Sæll ert þú i sólarheim, nú eru losnuð líkamsbundin, líta mun þín frelsuð öndin dýrðarundrin guðs í geym, en vjer þreyjum þinn á fund, áfram ber oss œfistraumur, opt er skammur lifsins draumur, gott er að vakna’ af grafarblund. G. G. Sigurðsson. Bókafreffn. »Litil varningsbók handabœndum Og búrnönnum á íslandi, samin af Jóni Sigurðssyni, Khöfn 1861« í Sblaða broti og á rúmum 9 örkum, heitir bœkl- w ingur einn nýkominn á prent. Vjer leyfum oss að benda löndum vorum á bók þessa, hvetja þá innilega til að eign- ast hana og lesa, og um fram allt, að hugfesta sjer margt af því, sem þar er sagt, því, að vorri ætlun, er það ein- hver hin þarflegasta og bezta bók, sem í mörg ár hefur komiðáprentá vora tungu. Bókin erfróðleg og skemmti- leg, auðskilin hverjum manni, og rituð af því fjöri, þeim áhuga fyrir framförum íslands og þeirri kunnáttu og snild, sem hinuin nafnfræga höfundi er svo ríkuglega veitt. þeg- ar vjer litum til þess áhuga og framfara löngunar, sem nú er vöknuð meðal landa vorra, þá efumst vjer eigi um, að »Varningsbókin« breiðist mjög fljótt út um land vort og verði lesin til gagns og ánægju af mörgum manni. Einmitt slíkar bœkur, sem þessi er, riður oss íslendingum nú mjög á að eignast og lesa, því þær frœða oss um marga hluti, sýna oss framfarir og apturfarir vorar, kosti og galla, og benda oss svo vel á búnaðarástand vort og atvinnuvegi í ýmsum greinum; en það er eigi nóg að eign- ast þær bœkur og lesa, það þarf líka að sýna það í verki, að vjer viljum bœta hag vorn og taka oss fram í nyt- samlegum efnum, svo vjer verðum ekki á eptir öllum þjóð- um. Hvað veldur þvi, að sumir menn hafa alla jafna ó- hreina og illa verkaða vöru, bæði í kaupstaðinn og til annara, er þeir eiga við að skipta, en aðrir rnenn úr sama byggðarlagi, ef til vill, hafa góða vöru og vel verkaða? Ilvað veldur því annað en illur vani og ómennska, og skaðsamlegt skeytingarleysi um það, sem er rjett og gott og fagurt! |>að er andleg óhreinindi og sóðaskapur hug- arins, sem kemur í Ijós hið ytra í vinnu vorri, í meðferð hlutanna og í útlátum við aðra. Sá maður, eða sú kona, sem hefur næma tilfinningu fyrir þvi, sem er fagurt og gott og rjett, lætur þetta ásannast í verkunum; vönduna:*- semi hugarins gjörir hreinar hendur; hrein hönd lætur úti hreinar vörur; hrein vara á skilið að verða, ogeropt betur borguð, en hin óhreina og illa vandaða; vel borguð vara eykur efni manns; og svona getur það stígið koll af kolli, einstökum mönnum og heilum þjóðum til frama og velgengni. J>egar vjer hugleiðum, að oss er veitt eitt hið mesta og bezta verzlunarfrelsi við allar þjóðir, að vjer höfum þær vörur að bjóða, sem allar Norðurálfuþjóðir, og enda fleiri, bljóta að þarfnast og sækjast eptir, þá er ekki annað eptir, en að vjer af vorri hálfu, reynum til að hafa nóg til af þessari þarfavöru, og að hafa hana velverkaða, hreina og þokkalega. Aldrei mun oss skorta kaupendur og skiptavini af öðrum löndum, ef oss skortir eigi hug og dug til að reka af oss vondan vana og vondan sóða- skap, sem spillir allri verzlun og öllum viðskiptum, og heldur oss í fátœkt og deyfð og niðurlægingu. Vjer eig- um, eins og segir á einum stað í »varningsbókinni«, að leyta allra ráða til þess að gjöra varning vorn girnilegan og eptirsóktan, þvi þar eptir fer verðið ; einungis skildings munur á einu pundi af ull, er fyrir allt iandið 16,666 rd. 64 sk. virði«, eptir pundatölu ullar þeirrar, sem fyrir skemmstu fluttist hjeðan af landi; og slíkt hið sama má segja um hverja aðra vöru. Vjer biðjum því landa vora, er vjer unnum alls góðs, og langar svo til að farið gæti fram í öllu góðu, að þeir lesi þessa bók og láti ásann- ast í verkinu, að þeir vilji keppast við aðrar þjóðir f and- legum og líkamlegum framförum; það er sjálfum oss til gleði og gagns og sóma, og það eru þær beztu þakkir, er vjer getum goldið hinum ágæta höfundi »varningsbókar- innar«, því hann liefur bæði vel og lengi varið sínum beztu kröptum tit að vekja oss af deyfd og doða, og knýa oss áfram til þess marks og miðs, sem oss er fyrir sett sem öðrum siðuðum þjóðum. Vjer skulum að Iyktum geta þess, að bók þessi er gefin út á kostnað dómsmálastjórn- arinnar. (Aðsent). Blessaður íslendingur! farðu nú að taka til starfa, það er orðið framorðið, og sjáðu til að fá sem flestu komið í lag, áður en veður spillizt, svo að ekkert verður aðhafzt. Jeg ætla nú að minna þig á eitt, áf því mörgu sem þú hefur nú að hugsa, en mjer virðist að þú um of hafir látið liggja í þagnaðargildi. Er ráðsmaðurinn, sem nú er, og þú kallar æzta embættismann vorn Íslendínga, sá sem vera skal, eða eigum vjer að vænta annars? Allir vita, að stiptamtmannsembættið liefur nú stað- ið laust yfir heilt ár, en að því hefur verið gegnt af æzta dómaranum í yfirdóminum. Jeg er nú að vísu eng- inn lagamaður, en eitthvað finnst mjer samt sem áður ó- viðkunnanlegt í því, að sameina svona til lengdar stipt— amtmanns- og jústitiarii-embættið, og nær er mjer að ætla, að jeg gæti komið með ýmislegt, sem að minnsta kosti oss bændunum getur eigi skilizt betur, en mæli móti slíku fyrirkomulagi, að gjöra svona leik að því, að láta sama manninn gegna liinu æzta umboðslega embætti hjer á landi, og um leið sitja i hinu æzta dómarasæti. Einu sinni sagðir þú, ef mig minnir rjett, að það væri einhver hin

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.