Íslendingur - 10.09.1861, Page 4

Íslendingur - 10.09.1861, Page 4
76 helzta stjórnar-grundvallarregla, að dómsvald og umboðs- legt vald væri sem mest aðgreint hvort frá öðru, og þetta skilst mjer að satt sje, þó jeg sje fáfróður. Að vísu sje jeg nú, að yfirdómara- og stiptamtmannsembættið eruekki orðin eiginlega sameinuð enn þá, þó sami maður hafl verið látinn gegna þeim núumhríð, en hvernig ájeg að skilja, að það sje samt rjett, að sami maður gegni þeim em- bættum, sem sjálf mega ekki sameinast, og því segir stjórn- in þá ekki hreint og beint út, að þau embætti skuli sam- einast hjer á landi, sem eptir rjettum stjórnargrundvall- arreglum, og eptir þvi sem við gengst í öðrum löndum, ekki mega sameinast? Með þessu móti gæti þó unnist það tvennt, að minnsta kosti einum embættismanni bjer á landi yrði þó líklega launað viðunanlega, og að stjórnin ekki þyrfti á hinn bóginn að draga til helminga af þeim embættislaunum, sem þó allir álíta of lág, eins og sagt er að nú eigi sjer stað um stiptamtmannslaunin. Hver mundi annars vera ástæðan fyrir því, að láta Jústitiarius þrælka í jafnörðugu og vandasömu embætti, sem stiptamt- mannsembættið kvað vera, fyrir hálf laun, þar sem það er þó í almæli, að menn hlífist við að sækja um þetta embætti sakir launaleysis? Oss veslings-bændunum virð- ist, að stjórnin leggi hjer, stjórnsemi, rjettlæti og peninga skrítilega á sömu vog, og það vonum vjer, að þess verði ekki lengi að bíða, að stjórnin láti þessari samblöndun linna. Jeg fyrir mitt leyti vildi nú helzt stinga upp á því, að jústitiarius þórður Jónasson yrði gjörður að stiptamt- manni vorum; því þó sjá mætti eptir því, að missa hann úr yflrdóminum, þá verður því eigi neitað, að það er hvort- tveggja, að stiptamtmannsembættið er hið mest umvarð- anda embætti hér á landi, enda mun óhætt að fullyrða, að engin sje því nú betur vaxinn af íslendingum en hann, að gegna því, svo bæði stjórninni og landsmönnum líki, eins og hann líka er elztur af þeim Islenzkum embættismönn- um, sem um þetta embætti geta sótt, jeg segi Islending- um og íslenzkum embættismönnum, íslendingur minn, því hamingjan forði oss frá því, að fá útlendan stiptamtmann; vjer erum búnir að sjá það til hlítar, að útlendir stipt- amtmenn munu ætíð verða lijer til lítils gagns, og vjer Islendingar mættum vera orðnir saddir af þeim. ílvað líður nú amtmannsembættinu vestra? Ilvað lengi skyldi stjórnin láta sama embættismanninn gegna því, og sýslu- mannsembættinu í Dalasýslu? það er sagt, að þar spar- ist ríkissjóðnum einnig hálf amtmannslaunin, og skárri er þó þessi samsteypan en hin þarna syðra í sjálfam höf- uðstaðnum. Hvað verður þá loksins um allar þessar sýslur, sem lausar eru? Betra ætlum vjer bændurnir, að einhver blessaður hreppstjórinn meðal vor væri settur til að gegna þeim, þó ekki sje gott, hehlur en að veita þær einhverj- um dönskum vesæliugi, sem hjer þekkir ekkert til laga eður landsháttar, og sem vjer eigi skiljum. Um læknaembættin tala jeg nú ekki, það er eins og stjórnin sje búin hreint að gleyma því, að menn þurfi hjer á landi að leita sjer lífs og heilsu, eins og menn gjöra annarstaðar í heiminum I I þetta sinn get jeg ekki skrifað þjer fleira eður fjölorðara, því kaupmaðurinn minn er orðinn uppiskroppa með pappír, en geti eg nálgast úr næsta kaupstað svo sem eina örk, þá skal eg skrifa þjer rækilega, annars vona jeg, að þú munir sjálfur tala um þessi og þvíumlík málefni, scm land vort varðar svo mikils. S. S. Innlendar frjettir. Alþingi 186 1. Vjer höfum fengið leyfi konungsfulltrúa og forseta til þess, að láta prenta í blaði voru ræður þær, er þeir hjeldu hver um sig að þinglausnum 19. f. m., er þá 1. Ræða konungsfulltrúa (Justitiarii Th. Jónassens). »Heiðruðu alþingismenn, fulltrúar íslendinga! f>jer hafið nú, heiðruðu alþingismenn, lokið ætlunar- verki yðar í þetta skipti, og hverfið nú hver um sig apt- ur til yðar heimilsstarfa, ■— en þegar þjer þannig eruð búnir að leysa af hendi jafn þýðingarmikinn starfa, sem þjer nú hafið leyst, getur ekki hjá því farið, að alvarleg- ar tilfinningar hreifi sjer í brjóstum yðar, því hver sá, sem lýkur einhverju því verki, sem miklu varðar og mikils er um vert, fer að því búnu í huganum yfir það og hugsar um, hvernig hann mimi hafa lokið því, og bera jafnframt undir það lögmál, sem ritað er í hans og hvers manns brjósti, og þá getur varla hjá því farið, að hann finni með sjálfum sjer, að í ýmsu hafi orðið ábótavant; — það er ekki gefinn neinum manni sá andans styrkleikur, nje held- ur það fjör og sálarþrek, að hann ætíð sje jafn vakandi og jafnt fyrirkallaður, að viljinn allajafna sje óháður ann- arlegum áhrifum; en þó þessu sje þannig varið, liggur þó að hinu leitinu mikill hugfrói í þeirri meðvitund, að hann hafi unnið verk köllunar sinnar með hreinum og einlægum vilja, aldrei misst sjónar á skyldunnar boðum, þó sjónin hafi stundum verið daprari en ella. þannig lít jeg á þessari stundu, heiðruðu alþíngis- menn, á rnina hluttekníngu í störfum yðar, og þó jeg finni með sjálfum mjer, hvað ófullkomin hún hafi verið, segir þó meðvitund mín mjer, að viljinn hafi verið einlægur, þó hann haíi verið veikur í framkvæmdinni. Jeg gekk að köllun minni með áhyggju og kvíða, en þjer hafið hver og einn, og allir sameiginlega, tekið viljann fyrir verkið, og get jeg ekki nógsamlega vottað yður í orðum þakklæti mitt og einlæga viðurkenningu fyrir þessa mannúð yðar og umburðarsemi mjer til handa. Störfum yðar er nú lokið í þetta skipti, og lokið þann- ig, að jeg dirílst að fullyrða, að þjer fyrir þjóð og stjórn hafið fyllilega rjettlætt og uppfyllt allar sanngjarnar vonir, og að vísu get jeg fullvrt, að þetta þíng, hvorki í starf- semi nje í sannri föðurlandsást, nje lieldur í einlægum og hreinum vilja að láta sem mest gott af sjer standa, liafi staðið á baki undangengnum þingum, ef ekki þeim fremur, og það sem mest er vert, þitigið liefur unnið í eindrægni, allir að sama marki og miði, að gagni vorrar elskuöu fósturjarðar. Stjórnarfrumvörp þau, sem þjer hafið haft að rœða í þetta skipti, hafa að vísu ekki verið mörg eða umfangs- mikil, en einstök þeirra, og tel jeg þar til einkum frum- varpið um hjúalögin og frumvarpið um lausamenn og hús- menn, hafa þó útheimt nákvæma og ítarlega yfirvegun; jeg vona og það komi fram siðar og ásannist, hversu mikils stjórnin metur þingsins góðu og skynsamlegu tillögur og uppástungur viðvíkjandi þessum frumvörpum og hinum öðrum, sem yður i þetta skipti hafa verið fengin til yfir- vegunar. {>að hafa einnig komið fram og verið rœddar til lykta á þessu þingi fleiri þegnlegar uppástungur, sem miklu varða, og sem jeg ekki efast um, að margar hverj- ar muni fá náðuga áheyrslu. Jeg get því ekki sagt ann- að, en að þingtímanum, þó hann í þetta skipti sje orðinn í lengsta lagi, hafi verið vel varið, og mikið af liendi leyst með þeim kröptum, sem þingið átti yfir að bjóða, og á hinn heiðraði forseti þingsins þar i mikinn og góðan þátt, sem skylt er að viðurkenna; því hann hefur með þeirri honuin eðlilegu starfsemi, verklægni og elju mjög svo stutt og ílýtt framkvæmdum þíngsins, og þannig ennfrem-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.