Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 6

Íslendingur - 10.09.1861, Blaðsíða 6
78 Allir hinir háttvirta þingmenn hafa unnið að þingstörfun- um með eindrægni og þolgæði, þó að nefndarstörfin hafl komið næsta misjafnt niður; á einstöku þingmenn hafa ofhlaðist störfin svo, að einstakan dugnað og þolgæði hefur þurft til að leysa af hendi svo umfangsmikil verk. Mjer virðist þess megi eigi láta ógetið, að tveir virðulegir þing- menn: þingmaður Borgfirðinga og hinn konungkjörni vara- þingmaður, hafa verið kosnir í allan helining nefndanna og það í flcst hin vandasömustu og umfangsmestu mál, og þar að auki liaft framsögu á hendi í mörgum þeim málum, elju og dugnaði þessara manna og annara fram- sögumanna í málunum er það mest að þakka, að málin liafa unnizt og afgreiðzt svo greiðlega og þinginu tekizt að afkasta því, sem afkastað er. Eg má því votta fram- sögumönnum málanna og svo öllum þingmönnum miklar og innlegar þakkir fyrir góðan og mikilvægan þátt, er þeir hafa átt að samvinnu vorri, því jeg ætla það eigi of- sagt þó jeg segi, að hún hafi aldrei greiðlegar gengið en nú og með betra samkomulagi en á þessu þingi hefur verið. jþetta hefur ómetanlega ljetí mjer störf mín, og gjört mjer þau Ijúf og þægileg, er jeg heíi jafnan átt að mæta velvild og umburðarlyndi jafnt allra þingmanna, og það eins úr þeim flokki, er jeg þó hefði, ef til vildi, get- að búizt við minni alúð eða nokkurri mótspyrnu til lmnda sjáifum mjer. Ilinum heiðruðu þingskrifurum kann jeg og mínar innilegu og beztu þakkir í nafni þingsins og sjálfs mín, fyrir þá eljun, alúð og þolgæði, er þeir hafa lagt fram við hin áríðandi og vandasömu skrifarastörf, einkanlega þeim lieiðurs mönnum, er nú skipa skrifarasætin. liinrt vel- æruverðugi varaþingmaðr Barðstrendinga hefir með óþreyt- andi þolgæði og vandvirkni leyst af hendi sinn hluta skrif- arastarfanna frá upphafi þings og til þessa dags, en hinn lieiðraði þingmaður Snœfellsnessýslu gegnt þessum störfum allan síðari liluta þingtímans eptir að þingstörfin hafa bæði aukizt og vandast, auk nefndarstarfa og framsögu í þing- málum, með þeim lipurleik og verklægni, sem lionum er svo eiginleg. Einkanlega votta jeg hinum háttvirta varaforseta innilegt og hjartanlegt þakklæti fyrir þá mikilvægu aðstoð og leiðbeiningar, er hann enn sem fyrri hefur látið bæði öllu þinginu í tje og sjálfum mjer, og fyrir tryggð þá og velvild, er hann enn hefur sæmt mig með bæði innan þings og utan. Hinn háttvirti liöfðingi, sem hefur skipað konungsfull- trúastólinn á þessu þingi, hefur eigi síður í þessari mik- ilvægu stöðu sinni, heldur en annari embættistöðu og hjer á þingi auðsýnt þinginu alla þá mannúð og einlægni, sem honum er svo eiginleg, ljett þinginu meðferð málanna og með mikilsverðum leiðbeiningum sínum, og þar að auki með nærgætnislegum undirtektum sínum undir hæfilega Iengingu þingtímans, er gjörði það mögulegt að afkasta því, sem nú er afkastað. Fyrir allt þetta votta jeg honum virðingarfyllstu þakkir í nafni þingsins og sjálfs mín og eins má jeg sjálfur tjá honum mitt innilegasta þakklæti fyrir ljúfmensku hans og velvilja við mig og fyrir það umburðarlyndi og aðstoð, er hann hefur látið mjer svo ljúf- mannlega i tje við störf mín. Í>egar vjer nú þannig skiljum, háttvirtu herrar og al- þingismenn, að afloknu dagsverki, þá má sú meðvitund styrkja oss alla, að þótt uppskeran og ávextir verka vorra liggi fjær, þá hafi einn og sami áhugi, ein og sama ástin knúð oss og ráðið orðum vorum og tillögum, en það er ástin á vorri kæru fósturjörð og einlægur og sterkur á- hugi á því, að efla sanna heill hennar og framför. }>essi áform vor og verk biðjum vjer hinn algóða guð að blessa og að hann haldi verndarhendi sinni yfir íslandi og hin- um íslenzka lýð». Alþingi var slitið eptir 7 vikna setu (l.júlí—19. ág.); er það að vísu langur tími, ef eingöngu er litið til þess, að lögin (tilskip. 8. marz 1843 g 39) hafa að eins ákveð- ið 4 vikur til þingsetu, en þegar á hinn bóginn er að- gætt, bæði hve mörg mál, og suin mestu vandamál, voru lögð fyrir þingið, og líka hitt, aðnú vantaði á þing nokkra af hinum beztu liðsmönnum þess, þá er sannast að segja, að 7 vikna tíminn er ekki of langur. J>ingið er ekki liáð — eins og allir vita — nema annaðhvort ár, og er þá við að búast, úr því nokkur áhugi er vaknaður í landinu, að safnast muni saman svo mikið umtalsefni bæði frá stjórninni og þjóðinni, sem nœgirfáum mönnum um frek- an hálfan annan mánuð, ef það skal kallast nokkur frá- gangur á málunum, og annað sœmir þó ekki alþingi, og af öðru hefur landið ekki gagn. Nú var það svo á þessu alþingi, að alþingisstörfin hlóðust mjög á suma menn, svo furðu mátti gegna, að þeir skyldu getaleyst þaunokk- urnveginn af hendi. Menn sátu stundum á þingi 8—10 stundir á dag, þess á milli sátu menn á nefndarfundum, sömdu nefndarálit, álitsskjöi til konungs o. s. frv. Vjer þorum að fullyrða, að tíminn var notaður eptir því sem varð, einungis getum vjer þess, að oss virðist, að stund- um hefðu umrœður mátt vera nokkuð styttri, en urðu, þegar einungis var um það að gjöra, hvort kjósa skyldi nefnd í eitthvert mál eður eigi; en hægra er reyndar að tala um slíkar málalengingar, en varast þær, helzt fyrir þá, sem eru æfðir þingmenn og vel orðfærir. En hvað sem um þetta þing er að segja, þá má telja því það til gyldis, að vorri ætlun, að því heppnaðist engu síður, en hinum fyrri þingum, að verða samhuga og samtaka um flest þau mál, er fyrir það voru lögð, og hlýtur sh'kt að vera gleðifrjett hverjum góðum íslendingi. Og á hverju ríður oss nú fremur, fámennri og fátœkri þjóð, eins og vjer erum, en að vjer sjeum vel sáttir og verðum vel sam- taka til góðra hluta? enda er oss þá framförin vís. Yjer ætlum svo ekki, að þessu sinni, að fara fleiri orðum um alþingi, en drepa munum vjer smámsaman á sum afhin- um merkari málunum, er nú komuþar fyrir, og hjer ein- ungis geta þess, að úr því alþingi átti eigi að auðnast lengur að sjá Melsteð amtmann í konungsfulltrúa sæti, þá má kalla það lán, að jafngóður maður og hæfur var til að skipaíþann sess, sem jústítiarius þórður Jónasson. Hann gegndi konungsfulllrúa störfunum, eins og liann kom þó að þeim óundirbúinn, og innanum allt sitt margbrotna em- bættisannríki, með því fjöri, mannúð og lipurleik, sem honum er gefið, og einsogvænta máttiaf jafn íjölmennt- uðum og reyndum embættismanni sem hann er. En eins og hann kom vel fram á þingi, eins treystum vjerþví, að hann mæli sköruglega fram með þjóðmálefnum vorum við stjórnina og reynist þannig þjóð vorri og þingi vel bæði hjer og þar. Nú er búið að prenta 24 arkir alþ.tíðindanna og kom- ið aptur í 14. fund; alls voru fundir 49. Tíðindin verða að líkindum viðlíkalöng nú eins og 1859. Eins og kunn- ugt mun vera eru allar gjörðir þingsins tvíritaðar; annað ritið, eða önnur þingbókin er send utan til stjórnarinnar, en annað ritið er geymt i skjalasafni alþingis hjer í lleykja- vík; nú mun vera búið að senda utan rúma 20 fundi. Hvað hinni dönsku þýðingu þingbókarinnar líður vitum vjer eigi. (AÖsent). (Framh. sjá »ísl.« nr. 7.bls. 52). 4. sálmurinn er lýta-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.