Íslendingur - 19.10.1861, Qupperneq 1

Íslendingur - 19.10.1861, Qupperneq 1
ANNAÐ ÁR. 19. október. Mn. (Aðsent). IJm alþingiskostnaðinn. Alþingiskostnaðarmálið er eflaust eittaf þeim alþing- ismálum, er almenningur lætur sig mestu varða. J>egar áttsliildingstollurinn dundi yfir í vor eð var, þá var eigi að undra, þótt gjaldendur ræki í rogastanz og spyrði sjálfa sig: kostar alþingi sannarlega svona mikið ? er álaga þessi rjett, eður er hún röng? og hvað eigum vjer nú að gjöra, ef hún er röng, eður með öðrum orðum of há? En þá vildi svo vel til, að þjóðblaðið hann »J>jóðólfur» barst mönn- um í hendur og sagði: »í öllum lifandi bœnum, borgið ekki nema lielminginn; það er kappnóg". J>að var full vorkunn, þótt margir liefðu fallizt á þetta Loka-ráð og sagt við sjálfa sig: »Konungsgarður er viður inngöngu, en þröngur útgöngu, og er því á valtan að róa, hvort vjer fáum það endurgoldið, er of heimt kann að vera; hafa skal því ráð, þótt úr refsbelg komi«. J>að var í sannleika merkilegt, að ábyrgðarmaður »þjóðólfs«, sem er þarað auki málaflutningsmaður við yfirdóminn, og því eins konar verk- fœri rjettvísinnar í landinu, skyldi leggja það til, sem er gagnstœtt öllum landslögum og rjetti, að óhlýðnast yfir- valdi sínu í því máli, er hvorki að guðs nje manna lög- um hefur nokkra ábyrgð í för með sjer, þótt hlýtt sje. En því var betur, að fáir ginu yflr flugu þessari, heldur luku öllu gjaldinu, og lögðu síðan málið til alþingis. J>etta var einmitt alþingismál; engum átti að vera það kunnugra en alþingi, hvað það sjálft kostaði mikið, og engum átti að vera um það annara en alþingi, að það kostaði ekki of mikið. Alþingi setti 3 manna nefnd í málið. Nefndin hafði að vísu fyrir sjer skýrslu stiptamtmanns í »ísl.« 2. ári, 27.—29. bls., er lætur vera eptir ógreiddan alþingis- kostnað 31. marz 1861 samtals 11,254 rdd., og »J>jóðólf«, er eptir margbrotna reikningsvafninga og margs konar lík- indareikuinga í 19.—20. og 24. blaði 13. árgangs kemst að því, að á sama tíma hafi staðið eptir óborgað að eins 4315 rdd. 64 skk., eður í mesta lagi 5000 rd. Nefndin gat nú engan veginn farið eptir reikningi »þjóðólfs«, með því að hann var eintómar getgátur, leiddar út úr jarðabókar- sjóðsreikningunum, sem þó auðsjeð var að höfundurinn hafði eigi gjört sjer það ómak að líta í, hvað þá heldur að skoða þá og rannsaka. Nefndin skýrði frá því í álits- skjali sínu, að til þess að skoða mál þetta til hlítar, hefði hún þurft að yflr fara alla reikninga í dagbókum alþingis frá upphafi, og bera þá saman við jafnaðarsjóðsreikning- ana og atliugasemdir reikningsstofunnar í Höfn, svo að sjeð yrði, hvort alþingiskostnaðurinn væri rjett talinn eður eigi, og hvað væri búið að endurgjalda af alþingiskostn- aðinum, og í annan stað hefði hún og þurft að yfir fara afgjaldaskýrslurnar, er alþingistollur er greiddur eptir, svo að sjeð yrði, live miklu hefði verið jafnað niður. Efnefnd- in hefði haft nœgan tíma til þessa starfa, þá hefði hún fyrst getað skýrt málið fullkomlega; en með því að hún hafði það eigi, þá stakk hún upp á, að þingið kysi tvo menn til þessa starfa. Nefncþn benti þó jafnframt á, hve mikið hefði staðið eptiróborgað 31. marz 1861, og hversu miklu hefði því átt að jafna niður þetta ár. Nefndinni telst svo til, að 31. marz 1861 hafi verið eptir óborgað af alþingis- kostnaði um 8000 rdd., þar af voru um 1000rdd., erforseti hafði eigi ávísað af alþingiskostnaði 1859, en 7221rdd. 69skk. voru taldir óborgaðir eptir síðustu skýrslu reikningstofunnar í Höfn; en þetta gjörði nefudin þó til samans einungis að 8000 rdd., Iíklegavegna þess, að hún ímyndaði sjer, að forseti mundi eigi ávísa þetta ár allt það, sem eptir stóð óávísað. J>á gat og nefndin þess, að saman við alþingiskostnaðinn 1857 og 1859 hefði verið slengt samtals 495 rdd. 35 skk., er greiddir voru í þarfir konungsfulltrúa, og landið ætti því eigi að endurgjalda, samkvæmt konungsúrsk. 23. apríl 1845 (sjá alþ.t. 1845, 22. bls.) og brjefi dómsmálast. 16. febr. 1861, er fylgdi á íslenzku með nefndarálitinu. J>ar næst athugar nefndin, hversu miklu hefði átt að jafna niður í vor eð var, og verður það svo, að þessum 8000 rdd. og kostnaði af alþingi 1861, er hún gizkar á að verða muni jafnmikill sem hann var 1859,eðurum 11600 rdd., eigi að jafna niður á þeim tveimur árum 1861/e2 og 1862/6s) eður 9800 rdd. hvert árið. Síðan segir í nefnd- arálitinu: »Nú átti að jafna niður vorið 1861 9800rdd., og 3/4 þar af á fasteignina eður 7350 rdd., og verður það um 5’/s skk. af hverjum ríkisdal jarðarafgjaldanna«. J>etta stvður nefndin á því, að eptir afgjaldaskránum frá 1859, er voru hinar síðustu, er hún hafði, hlupu öll af- gjöldin, þau er alþingistoll átti af að lúka, á 135144 rdd. 41 skk.; en þó er 5V3 skk. niðurjöfnunin lieldur há, og ætti að rjettu lagi að vera h'U, því 5V4 skk. af hverjum ríkisdal 135144 rdd. 41 skk. gefa 7290 rdd. 68 skk., en 7350 rdd. átti að jafna niðurá fasteignina. Nú er nefnd- inhafði fundið, að helzt til miklu hafði verið jafnað niður, þá ritaði liún stiptamtmanni brjef 11. ágúst, og getur þess, að hún »hafi fundið meðal annars, að heldur miklu hafi verið jafnað niður í þetta skipti«, og segir síðan: »J>ótt nú nefndin sje sannfœrð um, að stiptamtið muni taka fulit tillit til þess, að niðurjöfnunin var of háí þetta skipti, þegar það næst jafnar niður alþingistollinum, þá þykir þó nefndinni œskilegt, að það verði almenningi kunnugt svo fljótt sem auðið er; og hún getur eigi sjeð, að annað tœkifœri sje til þess hentugra, en ef stiptamtið Ijeti nú nefndina vita fyrirætlun sína í máli þessu, því þá geta þingmenn skýrt almenningi frá henni, þegar þeir koma nú heim til kjósanda sinna. Nefndin verður að ætla, að varla muni þurfa að jafna meiru niður að vori itomanda en 4 skk. á hvern ríkisdal afgjaldanna, og ættu þá allir þeir, er nú hafa greitt 8 skk., að vera lausir við gjaldið, en þyrfti að jafna 5 skk. niður ætti þeir að eins að greiða 1 sk., o. s. frv.«. J>essu brjefi nefndarinnar svaraði stiptamtmaður með öðru brjefi 13. ágúst, og segir þar í: »Út af þessu skal jeg ekki láta dragast að gefa hinni heiðruðu nefnd til þóknanlegrar vitundar, að það liggi beint við, sem sjálfsögð skylda stiptamtsins, að bœta úr því við næsta árs niðurjöfnun alþingiskostnaðar- ins, það sem í þetta skipti kynni að vera heimtað og greitt fram yfir það, sem átt hefði að vera að rjettu lagi, og þannig, að allir borgi jafnt, og að þeir fái fullt endur- gjald í næsta árs afgreiðslu, sem nú hafa greitt það að fullú, sem niður var jafnað, á þann hátt, sem nefndin hefur tekið fram. Að þessu skuli verða fullnœgt í fyllsta 89

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.