Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 2
106 að eins nefndir fáeinir bœir, Landau, SaarJouis og fl. með þeim landskika er verður, ef þann veg er af sneitt. |»essu lítilræði verði Frakkar að ná aptur; þeim sje að því mikill hagur, þjóðverjum enginn missir; þeir eigi að láta sjer mest umhugað, að safnast í fasta heild, sleppa öllum óþarfagrun á Frökkum, en tryggja sig að austanverðu (móti Rússum); og þar væri sá múrinn beztur, að við Weich- selfljótið risi upp sterkt og öflugt ríki (Pólland). Nærri mágeta, að keisarablaðið (Monitcur) hafi fœrl fagraskýrslu af hendi stjórnarinnar móti öllum drótt um slíkar kenn- ingar, en þó gœddi það á grun manna, að sum af »hálf- innblásnu" blöðunum fjellust á það, er sagt var um merkja- rjettinguna. |>egar eptir fundinn í Compiegne kom annar ritlingur, »Napól. 3. og Vilhjálmur Prússakonungum. |>ar er sagt með berum orðum, að það sje hvorumtveggja hið heillavænlegasta, Prússum og Frökkum, að gjöra samband sín á milli. f>ar stendur og í brjef, er keisarinn hafi rit- að konungi, þar er hann býður honum heim, og kveður það œskilegt, að þeir megi fmnast til að rœða tveir um slíkar tiltektir, er bezt megi tryggja frið norðurálfunnar. f»ar er og talað um danska málið, og leggur keisarinn ríkt á, að Vilh. kon. sjái svo fyrir, að það verði útkljáð í friði, en hann (Napól.) þori að ábyrgjast, að Danakonungur verði hinn auðveldasti til samkomulags og sátta. Eins fór fyr- ir þessum ritlingi, sem hinum, að stjórnin eigi að eins neitaði, að hún ætti nokkurn þáttí samsetningunni, held- ur hóf rannsókn móti prentaranum, af því brjef keisarans hefði verið rangfœrt. Ymsar sögur herma menn af sam- tali þtíirra, keis. og konungs, en nærri má geta, að það, er þeir hafa ráðið einslega með sjer, ef nokkuð er, muni betur geymt en svo, að hver og einn megi frá bera. Stjórnarblöð Frakka og Prússatala þann veg um, að þeir á fundinum hafi fest vináttuband bæði sín á milli og beggja þjóðanna, ogsá atburður sje til mestu tryggingar friði og þjóðsældum í norðurálfunni. Iírýningin i Königsberg fór fram með öllum þeim veg og stórdýrðum, sem títt ervið að hafa slíkar stórhátíðir, og er það alit grandgæfilega liermt í þýzkum blöðum og útlendum. En mestu gaum- gæfnina hafa erlendis-blöð sýnt af sjer við rœður Vilhjálms konungs. f>að er sjer í lagi enska blaðið vTimes“, er vegur orð konungsins með þeirri nákvæmni og ítarleik, cr því er við brugðið fyrir. f>ví þykir konungi lieldur kippa í kyn sitt og bregða býsna-mjög til konungatrúar um guðdómsuppruna og guðdómshelgi konungdómsins. í rœðu sinni til stórhöfðingja og til fulltrúanna frá báðum málstofunum fórust honum þann veg orðin: »Stjórncndur Prússlands þiggja krúnuna af guði, því ætla jeg mjer á morgun að láta rjetta mjer hana frá borði drottins og setja hana svo á höfuð mjer; þetta er það, sem táknast í orðunum: með guös náð lonungur, og í því er fólgin helgi krúnunnar, hin »ókrenkjan!ega««; og seinna: »þjer (fulltrúarnir) skuluð vera rnínir ráðgjafar, og jeg skal taka eptir yðrum ráðum«. Missmíðin, er „Timcs“ finnur á orð- um konungsins, liggja sum í augum uppi. Konungurinn talar um konungdœmið eins og sjerstaka skipun af guði, um krúnu og krýningu eins og sakramenti, ef svo mætti að orði komast, og um krýnda menn, eigi eins og þá, er einkennast og merkjast til skyldubyrðar, heldur til einberra frumtigna fyrir guði og mönnum. En þá fulltrúarn- ir! þeir menn, er þjóðin kýs til lagasetninga, þeir eiga að eins að leggja ráð konunginum. f>essi eru orðin hins mikla forstöðumanns fýzkalands, þar sem allir læra, að sagan sje nframfarir mannkynsins í meðvitund um frelsio. J>á er vjer íhugum þetta og sumt hvað annað hjá »hinni miklu og ágætu þjóð«, deltur oss ósjálfrátt í hug, það er kímnum manni varð að orði við gamlan stú- dent, er sagði til aldurs síns: »svo ungur og þó kominn þetta«. Vjer liöfum áður getið um, að Prússar kosta mik- ils kapps um byggingu herskipa og fallbyssubáta, og er mikið samskotafje til sent af öllu f>ýzkalandi. Að vísu hafa erlendisblöð gjört gys og gums að þessum tiltektum f>jóð- verja, og spáð, að þessari tilraun muni reiða eins af og hinni fyrri (1848); en eigi er nú við að dyljast, að sam- tök með þjóðverjum liafa síðan tekið þrifum, og að nú er allt lagt þeim í hendur (Prússum), er með forustu þrótt- ugra höfðingja (Friðr. L og Friðr. II.) hafa magnazt af mjófum vísi og brotizt fram til meginvalda á þýzkalandi, en til mikilla alkvæða um öll aðalmál í norðurálfunni. — Til að ágæta krýningu sína Ijet Vilhj. konungur búa til nýja orðu, er heitir »krúnuorðan«, og urðu sœmdir með 2 eða 3 menn, en einn af þeim er: h e rt og i nn af Au g u s t e n b o r g. Frá Austurrílii. Stjórn keisarans stendur í sama stímabrakinu, að halda saman hinu mikla ríkishylki, að það detti eigi í stafl. Bæði Sjöbyrgingar og Iíróatar hafa brugðizt þverir við fyrirlögum stjórnarinnar, og Ungverjar sitja við sinn keip. Hjeraða- og sveita-höfðingjar á Ung- verjalnndi hafa tekið þvert fyrir, að veita nokkurn tilstyrlc til skattaheimtinga eður útboða, svo herlið keisarans verð- ur hvervetna að sœkja út tekjurnar með atförum. Að vísu hefur keisarinn mikinn liðsgrúa í landinu (180 þús.), en sú stjórn verður erfið að lokum, þó eigi fari í verra en orðið er, og í sjálfu Austurríki eru menn farnir til að kveða upp vantraust sitt á, að svo búið muni duga, og sjá eigi annað fyrir en freista verði um nýja breytingu á alríkisskipuninni, ef þá mætti betur takast, að laða hinar margkynjuðu þjóðir í eitt alríkissamband. Frá Póllandi. þó að svo liti út um stund, að Póllendingar Ijetu leiðast til samþykkis við stjórn og um- bóta- tilraunir keisarans, þá hefur nú aptur dregið sundur með þeim. J>að er bágt að liafa sannar sögur af þessu landi, þar sem höpt verða á öllu, er til óspekta bregður, en hins vegar eigi sparaðar ýkjur og afflutningar af beggja hálfu. 1 októbermánuði hefur víða og optlega farið í bága með Póllendingum og setuliði keisarans. Seinustu frjettir segja, að 15. október, andlátsdag frelsishetjunnar Koslmtslw, hafi borgarlýðurinn í Varsjöfu og í fleiri borgum sótt í hryggðarbúningi til kirknanna (til sálumessu); dreif þegar liðið og vildi banna mönnum inngöngu í kirkjurnar. því umboðsmenn keisarans vita, að klerkar, bæði við slík tœki- fœri og önnur, láta sjer annara um, að hverfa mönnum frá en lil hollustu við keisarann. Kirkjurnar urðu aðvísu fullar, en liðið umkringdi þær og skoraði a fólkið til út- göngu; við þetta tregðuðust menn og Ijetu náttlangt fyrir berast í kirkjunum. Daginn eptir dreifði liðið sjer frá, og rjeðstþá fólkið til útgöngu, en þá urðu fjöldi manna handteknir og settir i liöpt. Síðan hefur kirkjunum verið lialdið lokuðum í Varsjöfu og víðar, en nú eru hersát- urslögin boðuð í flestum horgum á Póllandi. Tyrkir og fl. Tyrkir eiga nú í vök að verjastsem fyrri; víða bryddir á óeirðum í löndum þeirra. Servíu- menn hefja rjettar kvaðir og gengur ekki saman, en full- ur fjandskapur í orðinn með þcim (Tyrk.) og Svartfelling- um (Montenegrínum). þessir fjallbúar lúta að nafniund- ir soldán í Miklagarði, en liafa jafnan setið í vestu ná- búð við Tyrki og veitt þungar búsyfjar. llafa þeir jafnan úr fjöllum sínum og fjalladölum ráðizt til úthlaupa í byggðir granna sinna og framið þar rán og dráp með engu minni heipt en Tyrkir, er þeir hafa snúizt til hefndanna. Svart- fellingar eru hraustir menn en siðaðir lítt; og af því þeir bera nafn vorrar trúar, þá hafa kristnar þjóðir opt um verðskuldun fram lilutazt í fyrir þá við Tyrki, en Rússar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.