Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 5
109 þar, eptir beiðni ábúandans og eigandans herra E. V. Fjeldsteðs,aðskoða húsa- og jarða-bœtur, semhann hefur gjört á þessari jörð sinni. Yið skoðun bœjarhúsanna 'fundust þau að vera ramm- lega byggð, rúmgóð, og þiljuð stofa, og baðstofa með reisifjöl, og vel og þokkalega frá öllu gengið. Samanbor- in við hin eldri bœjarhús, sem áður á jörðunni voru, og sjá má á eldri úttektum, þá eruþaumeiren tvöfalt stœrri; sama er að segja um fjárhús og úthýsi, sem allt er í góðu standi, og fjósið mikið vel vandað og handa 6 kúm. Túnið útrœktað um 400 ferh.faðma og sljettað í því á ýmsum stöðum 321 ferh.faðmar, vel tatt, og gefur það nú af sjer, í stað þess að það áður var álitið 2 kúa tún, fóður handa 4, eða 120 hesta, í stað þess að áður gaf það af sjer rúma 50. Af túngarði úr grjóti hafa verið hlaðnir 46 faðmar og er hann sterklegur vel og tvíhlað- inn. Ilestarjett 16 faðma á hvern veg, hlaðna vandlega úr torfi og grjóti, og brúkuð eptir hentugleikum fyrir all- an búsmala á sumrum, til þess að hann1 ei gangi í túni eða engjum um nætur. Jörðin var áður álitin slœgna-og engjalaus, en nú liefur jörðin fullkomið slœgjuland, svo að í bærilegu grasári fást af jörðinni c. 300 hestar út- heys, og þetta hefur komið af því, að passað var að slá allt svo að sina fœri úr, og með að bera á engjar bæði þang og annan slíkan áburð, sem ei brúkasthjer í sveit- um til túnsáburðar. Af kálgörðum befur l\erra Fjeldsteð hlaðið 2, báða 94 ferli.faðma til samans, sem báðir eru í góðri rœkt, sömuleiðis 3 jarðeplagarða upp í brekku í fjallinn 90ferh. faðmar til satnans á stœrð, og sem líka eru í góðri rœkt. þegar maður yíir höfuð skoðar það, sem herra Fjeld- steð hefur gjört á þessari jörð sinni, og sjer, hvað vel hann hefur frá því öllu gengið, og veit, að hann hefur unnið þetta að mestu aleinn, og sem einyrki með fjölda barna, má maður segja, að hann hafi miklu afkastað, og gefið mönnum hjer í sveit lofsvert eptirdœmi. Forrjettingunni var þar með lokið. ut supra. B. Thorarensen. J. Daníelsson. Jón Jónsson. Itjett útskrifað af Snæfellsnessýslu þingbók. Vitnar B. Thorarensen. (L. S.) ♦ * Tilgangur minn var, með að óska ofanskrifaðrar skoðunargjörðar, og auglýsa hana svo, að jeg álitist verð- ugur, til að mjer yrði veittur styrkur, af vesturamtsins búnaðarsjóði eður landbústjórnarfjelaginu í Kaupmanna- höfn, til að fájarðyrkju-verkfœri, eður annað verkfœri, sem jeg kysi, til frekari framkvæmda jarðabótunum, hvað mjer enn hefur þó ekki auðnazt að fá. Skrifaí) í oktúber aí) Hallbjarnareyri 1861. Eggert Vigfússon FjeJdsteð. (AÍÍsent). Vestfirðingurinn í J>jóðólfi, nr. 39—40, bls. 164, sem gegnir áskorun minni í fsl. til útgefara þjóðólfs, hefur óheppilega tekið sjer í munn hið fagra sannmæli: »Sann- leikurinn er sagna beztur«; hann hefur viljað reyna til að breiða með þessu yfir það, sem útgefarínn hefur sagt, og jeg hef kvartað yfir. En jeg skal segja ykkur báðum, bæði þjer, Vestfirðingur, og líka honum, sem er svo illa farinn, að þurfa að brúka þetta þitt forsvar, sem lýsir því berlega, að pjer pyltir ekhi sannleikurinn sagna beztur, þó hann sje það, því í forsvari þínu eru eptirfylgjandi orð og málsgreinir ósannandi: »Og vill þá sannleikurinn koma þannig í ljós«; »að öllu saman bornu«; »þó aldrei framið afglöp í embættis- verkum«; »en allt gekk þó reglulega til« ; »svo honum skeikaði ekki«; »jóladaginn skeikaði það, að hann mundi ekki nafn konu einnar«. |>að var satt, en það var mikið meira,----------»en það gekk yfrið tregt«; »loksins gjörði liann heimboð nokkrum þeirra«; »og eptir nokkrar púns- kollur af sopnar«; »mun það hafa lagazt« ; «daginn cpt- ir«; »að hinir 9 hafi sagt, að þeir ekki hafi skrifað undir nema nokkuð af því, sem í brjefinu stóð« ; »það máfull- yrða, að þar var ekkert lagt í lágina«; verða þá 12setn- ingar í greininni ósannar. »Ósannindi þau, sem sýslum. ekki hafi viljað taka til bókar og nokkrir hafi gengið á móti« o. s. frv., veit jeg ekkertum, en hvað var það »lygaþvættings slúður«, herra? Jeg veit ekki til, að neitt af því, sem fram borið var, yrði rekið til baka, eður sje hrakið enn þá? Rjettarprófið og þingvitnin eru óræk vitni, sem geta bezt borið vitni um það, og mun hvorugt sanna, að Vestfirðingurinn segi þetta satt; hann hefur því ekkert sannað af því, sem jeg hef skorað á útgefara þjóðólfs að gjöra; það er neyð að verða að brúka svoddan forsvarsmann, hvers lygi aptur rekst, þegar sönnu mœtir, af því, að sannleikurinn er sagna beztur. G. Guðbrandsson. (Aðscnt). (Framhald sjá ísl. nr. 10., bls. 79. Nr. 10. Hjer er bragarháttur, sem jeghef ekkifyrri sjeð á íslenzkum sálmi, og lítur út fyrir að vera tilbreyt- ing af hinum svo nefnda sapphiska bragarhætti. Ef fyrsta liending væri ekki tvítekin og seinustu hendingu sleppt, þá er sá bragarháttur (sapphicum) kominn að lengd og hendingaskipun til, en niðurskipunin á löngum og stutt- um samstöfum í hverri hendingu er, sem von er á, öll önnur, vegna þess, að versstuðiar hins sapphiska bragar- háttar yrðu næsta sundurleitir frá eðli liinna norrœnu tungu- mála, sem að ætlun minni hafa ekki aðra bragarhætti eig- inlega sjer, en jamba- eða trokkea-bragi. Sje það látið gilda, að bragur þessi sje tilbreyting af hinum sapphiska brag, eins og óneitanlega liggur næst að taka hann eptir eðli íslenzkra bragarhátta, þá verður kveðskaparlegur fram- burður lians, eins og hjer er sýnt, við hliðina á sapphisk- um brag: sálmurinn. 11:—vv V \vv — V — V — V —vv —vv V vv— V—V — V —vv — vv V vv— V—V — V —vv II:—vv V I — vv — V sappb. bragur. 1 u Tr — v\- I v — n>*— jþessar beinagrindur bragarháttanna sýna það, er jeg ný- lega sagði, að bragarháttur þessi er ekki annað en til- breyting af hinum sapphiska, og framburðurinn á hinu fyrsta versi sálmsins, eins og stuðlum þess er skipað hjer, verður langtum eðlilegri fyrir málið og jafnvel framburð hugsunarinnar í versinu, þrátt fyrir þessa samsetning tví- liðaðra og þríiiðaðra hendinga stuðla, sem er islenzkum brag óeiginleg, heldur en ef versið væri sundurliðað og framborið samkvæmt því, sem auðsjáanlega er ætlazt til með því, að skipta yersinu í 8 hendingar, eða rjettara 9 að meðreiknaðri endurtekningu 1. liendingar þannig:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.