Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 7

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 7
111 Innlentlar frjettir. f>egar blað vort komút hjer næst á undan (12. nóvember) gátum vjer þess, að póstskipið væri þá ókomið; svo liðu nokkrir dagar, vestan- og norðan-póstar voru báðir komnir, og menn biðu og margir voru orðnir smeikir um, að Arktúrus væri frá með öllu. En er alla varði sem minnst, kom hann á áliðnum degi 18. nóvember, eptir 14 daga ferð frá Kaupmanna- höfn. Megn mótviðri og enda skemmdir á skipinu á leið- inni hjeðan til Skotlands höfðu tafið fcrð þess. Ymsir af ferðamönnum þeim, er með því fóru hjeðan (3. október), höfðu farið á land í Skotlandi, og skilizt þar við skipið; þannig varð Bertel Guunlögsen eptir í Edinborg; Pjetur Eggerz fór til Sunderlands — það er kaupstaður auslan á Englandi; en Gísli Brynjúlfsson hjelt suður til Lundúna og þaðan til Parísar. Á skipinu komu nú (18. nóvember) hingað að eins fáir ferðamenn, nefnil. jungfrú Iirisfjana Thomsen, — móðir hennar býr hjer í lleykjavík og er ekkja Thomsens heitins kaupmanns, er lengi stóð hjer fyrir Flensborgara-verzluninni; Jón Ásgeirsson, sonur Ásgeirs alþingismanns á þingeyrum; hefur Jón dvalið um tíma í Noregi og ferðazt þar suður og norður, og kynnt sjer búskap Norðmanna; Sigurður Einarsson, sonur sjera Ein- ars prófasts í Stafholti; hann hefur lært verzlunarfrœði í Kaupmannahöfn; verzlunarmaður Ilall, og einn danskur skipstjóri, Mörch að nafni. Skipið flutti hingað nokkuð af kornvöru til ýmissa kaupmanna, þó munu nú korn- föng vera lijer af skornum skamti, en mjölið — sem stiptamtmaður keypti að Siemsens verzlun, og sem stjórn- in lánar fjeð fyrir, og áður er minnzt á, — bœtir mikið úr matarskorti þeim, er annars mundi hjer verða, og er þó eigi sjeð fyrir endann á því, livernig fer um bjargræði manna hjer í næstu sveitum, þegar fram á líðurveturinn. Skipið fór hjeðan aptur 26. nóvember og margir ferða- menn utanáþví; þarámeðal teljum vjer kaupmennina M. Smith, A.Thomsen, V. Fisher, 0. Möller, OlsenfráBíldudal, enska lækninn, sem út kom hingað í haust, og svo skipbrots- menn af Eyrarbakka og fráSkeljavík, og höfum vjer minnzt áðuráþá skipskaða. Eptirþví, sem hjer hefur viðrað síð- an, ætti póstskipinu að hafa byrjað vel, því hjer hafa gengið einlægir norðanvindar, þangað til í fyrrinótt (2. des), að veður breyttist við tunglkomuna, og gekk til landsuð- urs með fjúki og síðan rigningu og stormi. Frostharkan hefur verið mikil, og það svo, að eigi vita menn dœmi til, undir 50 ár, að Skerjafjörður hafi verið genginn frá Skildinganesi yfiríBessastaðanes í nóvembermánuði, enda er sagt, að frostið hafi nú náð 15°G., eneigi vitumvjer, livort satt er. Nú hefur um langan tíma eigi orðið róið til fiskjar, og er mikið mein að því, því alllíklega fiskað- ist, vikuna áður póstskipið koin, á öllum Innnesjum. Menn reyndu og hákallaveiði um þær mundir, og fjekk skip P. Ottesens 6 hákallameð 5 y3 tunnu lifrar, og nýtt hákalla- skip úr Reykjavík, fjekk eittlivað þar á borð við, og lágu þó varla úti nema eina nótt. Iljeðan úr Reykjuvík verður að sœkja hákallinn út og norður á Akurnesingamið, lijerum bil 5 vikur sjávar, og er það langur vegur í skammdegi; er því naumast hugsandi til fyrir Seltjerninga og Álptnes- inga annað, en að liggja við á Akranesi, eða þá upp á Mýrum. þaðan ætlum vjer væri vel tilfallið að reyna há- kallaveiði, og er það næsta eptirtektavert, að Mýramenn, sem sumir eru þó allvel efnaðir og góðir sjómenn, skuli eigi reyna slíka veiði, því allir vitaþó, hvílík ábatavon er af henni, ef hún heppnast. Suður í Garðsjó er enginn efi á, að opt mundi mega hafa mikinn arð af hákallaveiði, ef hún væri stunduð þar með kunnáttu og fvlgi. Oss er spurn lil Innnesjamanna, einkum Álptnesinga og Selljern- inga, hvort eigi niundi ntega með öflugum niðurburði, einhverstaðar hjer nær, hœna hákallinn að sjer, og búa til háltallamið, því vitað höfum vjer menn gjöra það í öðr- um landsfjórðungum, og hafa gott af. En hvað sem um annað er, þá er það víst, að hafa ætti þiljur aptur og fram í slíkum skipum, svo skjóls og hlífðar mætti þangað leita í illviðrum og hörkum, sem opt má búast við hjer undir landi. — Hjerar í Viðey. Vjer höfum víst eigi getiðþess fyr, sem þó er nýmæli, að í sumar sem leið, fjekk August kaupmaður Thomsen í lleykjavík nokkra hjera frá Fær- eyjum á gufuskipinu, og hleypti þeim á land í Viðey. Vjer höfum heyrt, að 6 mundu vera þar á lífi, og eru þeir nú, eins og rjúpan, búnir að taka litaskiptum og orðnir hvítir. Ef lieppnin er með, eiga þeir að geta fjölg- að þar; þeir muni gjóta 3 á ári og eiga allt að 6 ung- um í senn, mun svo vera tilætlað, að þeim verði hleypt á land að sumri, ef þeir fjölga vel og nást. |>að væri beinlínis hagur, efþeir yrðu almennir hjer áiandi, því kjöt þeirraer hvervetna talið sælgæti; má og vera, að einhverri sauðkind yrði það til friðar, ef nóg væri til af hjerum í landinu, því tóan mundi þá endur og sinnurn gefa sig við þeim og ekki geta á meðan snúizt við sauðfjenu. Til Færeyja hafa lijerar verið nýfluttir frá Noregi, og fjölga þeir þar svo þúsundum skiptir. Að þeir geli lifað bjer í landi er vafalaust, því þeir lifa norðast á hnettinum, þar sem eng- inn maður getur bústaði átt sökum gróðurleysis og kulda. — Nú er búið að prenta 62 arkir af Alþingistíðind- unum, og er koniið aptur í 32. fund, er var lialdin 3. ágúst þ. á., en fundirnir eru alls 49. — f Sjera Páll prófastur Pálsson í Hörgsdal, prestur að Iíirkjubœjarklaustri á Síðu varð bráðkvaddur 31. okt. þ. á. hjer um bil hálfsjötugur að aldri. (Útlagt eptir Berlingatíbindum). Hin islenzka fjárliag-snefnd. Eptir boði konungs vors hefur dómsmálaráðgjafinn 20. sept. þ. ú. gefið út svolátandi erindisbrjef til ófursta A. F. Tschern- ings, etazráðs Ocldgeirs Stephensens, prófessors V. Bjerr- ings, kanselíráðs C. Nuzhorns og skjalavarðar Jóns Sig- urbssonar: »|>að sje yður vitanlegt, að oss með sjerlegu tilliti til þess, b.'I'ði að fjárhagsnefnd þjóðþingisins optar en einu sinni liefur lýst því vfir, að œskilegt væri, að fjár- hagssambandi milli Islands og konungsríkisins yrði komið fyrir á hagkvæmari hátt og fastari fót, en nú á sjer stað, og einkum þannig, að alþingi gæti fengið ályktunarvald yfir tekjum og útgjöldum íslands, enda þótt að því ræki, að skjóta þyrfti árlega íil af íjárhirzlu konungsríkisins fast ákveðnu tillagi um úkveðið tímabil, og1 að alþingi hefur að sínu levti farið liinu sama á flot, þar sem þingið eink- um í þegnsamlegri bœnarskrá frá 4. ágústmán. 1857 licf- ur beðizt þess, að alþingi yrði allramildilegast veitt álykt- unarvald í fjárhagsmálum íslands, og að íslandi yrði um ákveðið tímabil veitt ákVeðið fjártillag af ríkissjóðnum — hefur allranáðugast þótt hlýða, að kveðja yður í nefnd, og skal yðvart starf vera, að rannsaka allar ástœður þessa máls og síðan gjöra uppástungu um fast ákveðið fyrir- komulag á fjárliagsstöðu ísiands við konungsríkið. þess vegna er það vor allramildasti vilji og fyrirskipun tii yðar, að þjer breytið þessu samkvæmt, gangið í nefnd, og þú Tscherning sjert forseti licnnar, en dómsmálaráðgjafa vorum skuluð þjer skýra frá áliti vðar og uppástungum. Gjörið, sem vjer höfum yöur boðið, og verið í guðs friði.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.