Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 4

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 4
108 efla verzlun landsins, og koma henni í eðlilegast horf, og kynni það þó að verða til þess, að einhverjir aðrir fœru að velkja þessu máli fyrir sjer, og einhver þau ráð yrðu fundin, er að minnsta kosti yrðu eigi árangurslaus. Ekkert land er það, er byggt sje af siðuðum þjóðum, hvort það er stórt eða lítið, er nokkuð kveði að, að það hafi eigi einhvern þann aðalbœ, er töluvert bein hafi í hendi, og mikinn afla eptir öllum ástœðutn landsins, þar sem verzlunin hafi meginsetur sitt, að jeg komist svo að orði, og dragi því farmenn að sjer og útlenda verzlunar- menn fremur öðrum liöfnum landsins; og það væri því eitthvað sjerstaklegt og næsta undarlegt, ef verzlun íslands eins ætti að geta blómgazt án þessa. Reykjavík er helzti verzlunarstaður hjer á landi; en ef vjer lítum á verzlun hennar, aðsókn kaupfara til hennar og fiskiveiðarnar, verð- ur hver einn að játa, að hún er næsta skammt á veg komin í þessum efnum, en það er líka víst, að hún mun aldrei ná neinum verulegum þroska, meðan sveitabúnað- urinn og fiskiveiðarnar eigi taka meiri framförum en liing- að tii, og þetta er eigi rekið með meiri fyrirhyggju en nú er. |>eir, sem lifa eingöngu eða því nær á sjávar- afianum, þeir þurfa þilskip, til þess að geta leitað fiskj- arins út á djúpið, eða jafnvel annarstaðar í kring um landið á vorum og sumrum, eins og aðrar þjóðir. Meðan þeir hafa að eins báta sína og sexæringa, geta þeir eigi lang.t undan landi farið, en geta að eins sætt fiskiveiðum, er skammt þarf að leita. En auk fiskiveiðanna gætu þeir og notað þilskip sín til þess, að flytja á varning sinn og nágranna sinna til verzlunarstaðanna, og mundu þeir fá þann flutning að fullu borgaðan; því að það liggur í aug- um uppi, að kaupmönnum verður það langtum kostnaðar- minna, að verzla á einum stað, heima hjá sjer, þótt þeir kaupi vörurnar við bærra verði, heldur en, eins og nú á sjer opt stað, að verða að sigla á ýmsar hafnir, og þær sumar langt í burtu, þótt þeir gefi talsvert minna við varn- ingnum; því að milliferðir þessar eru bundnar miklum kostnaði, svo sem er t. a. m. skipaleiga, kaup afhending- armanna, hafnsögumanna kaup, skulda-eptirstöðvar, auk margra annara útgjalda, og verður sá kostnaður opt 1000 —1500 rdd. af hverju 30 lesta skipi; en sá kostnaðurinn mundi mestur hverfa, ef verzlunin og verzlunarkeppnin gæti átt sjer stað að eins á fáeinum stöðum, t. a. m. hinum sex aðalhöfnum landsins, meðan vörumegnið er eigi meira í landinu, en það enn er, og þá mundu lands- búar fá meira fyrir varning sinn, en þeir fá, meðan verzl- unin er eins strjál og hún nú er. f>á mundu og kaup- mennirnir geta safnað nokkru talsverðu af ýmsum tegund- um hinnar íslenzku vöru, og líka betur byrgt sig að út- lendum vörum; það er með öðrum orðum, að verzlunin yrði rekin hjer á sama hátt og hún er rekin annarstaðar um alla norðurálfu heims, og viljum vjer þessu til skýr- ingar nefna einn stað, en það er Björgvin í Noregi. jþví nær allar vörur frá Ilálogalandi og Finnmörk hafa hingað til verið fluttar til Björgvinjar á sumrum í þrennu lagi. í fyrstu ferðinni eru fluttar leifar af þurrkuðum fiski frá ár- inu á undan, og eru í þeirri ferðinni þetta 50 til 70smá þiljuskip. Nokkru síðar er önnur ferðin farin, en þáferð iara að eins fáein skip (Mellcmstevne). Önnur aðalferðin er farin frá því í miðjum ágústmánuði þangað til í miðj- um seplembermánuði, og eru það 80 til 100 þilskip,.sem þá ferð fara, og þá er fluttur fiskur sá, sem fjekkst vet- urinn á undan, þetta 40 — 50 þúsundir skippunda, auk lýsis og hrogna. Margir af þessum flutningsmönnum eiga hundrað vikur sjávar að fara til Björgynjar, einungis til að verzla varningi sínum sjer í hag; og þó fá þeir þess- ar ferðir borgaðar, með því kaupmenn geta látið sjer nægja, þótt ábatinn, sem þeir hafa, sje eigi mikill, þegar þeir þurfa eigi neitt fyrir að hafa, og varningurinn er flutt— ur heim til þeirra, og þeir því þurfa engan annan kostn- að að hafa, nema afferma skipið. En þetta er næsta ó- líkt verzlun vorri hjer á landi, sem er svo rekin, að Is- land getur aldrei neinum verulegum framförum tekið, verði engin breyting á verzluninni. Til þess nokkrar verði fram- farirnar, verða landsbúar við að hafa alúð, atorku og fram- takssemi, sem þeim er framast auðið, í hverju einu, sem þeir geta sjer gagn gjört með; en kaupmennirnir verða að hafa fasi og áliveðið verð á varningi sínum, og hið sama fyrir alla undantekningarlaust; en jafnframt hljóta þeir að gjöra þann mun á góðum varningi og laklegum, sem vera ber, og gefa meira fyrir þann hinn góða varn- inginn, heldur en hinn ljelega; og fari bæði kaupendur og seljendur þannig að, mun sú raunin á verða, að ó- vandaðar eða Ijelegar vörur munu sjaldan hafðar á boð- stólum, og af því hafa bæði landsbúar og kaupmenn hagnað. Yrði verzluninni hjer á landi þannig hagað, að aðal- kaupstaðir landsins verði samdráttarstaðir fyrir meginverzl- un landsins, þá mundi raunin sýna það á fárra ára fresti, hversu slík verzlun yrði landinu heillavænleg. En þá yrði og að af nema verzlun lausakaupmanna, eins og henni er nú háttað og fyrir komið, enda mundi hún hverfa að mestu leyti af sjálfu sjer; enda er hún í raun rjettri óeðlileg, og af henni leiðir, að verzlunin hjer á landi er næsta þýðingarlítil fyrir önnur lönd, og það mun hún verða, meðan verzlun lausakaupmanna er háttað eins og nú er; því að erlendum kaupmönnum mun fæstuin til hugar koma, að senda skip til Islands, til þess að liggja þar í 4 mán- uði eða jafnvel 6, og flakka frá einni höfn til annarar, út í tóma óvissu, hvort þeir geti selt varning sinn eða eigi. Allt öðruvísi mundi fara, ef erlendum kaupmönnum gæfist kostur og fœri á, að verzla við kaupmennina, sem í land- inu væru fyrir, og gætu samið við þá, að þeir tœkju all- an farminn, og ljetu sig fá aptur farm, helzt af einni ís- lenzkri vÖru, eða þá á móti peningum eða víxlbrjefum. Ef verzluninni væri svona varið, þá þyrfti skipið eigi að liggja í höfninni, nema að eins stuttan tíma, liálfan mán- uð í hæsta lagi, í stað margra mánaða, ef það ætti að leita fyrir sjer af annari höfninni á aðra, uns bœndur liefðu keypt allan farminn svona smátt og smátt, eins og lausakaupmenn nú fara að, og sem hefur afar-mikinn kostn- að í för með sjer, en það er auðvitað, að þann kostnað verður að leggja á vörurnar, og þær að verða við það dýrari, og með því bíða bæði kaupmenn og landsbúar tjón. En það er eigi að eins þessi hagnaður, að útlendi varningurinn yrði ódýrari, sem landið liefði af því, ef verzlunin kæmist í þetta horf; það hefði og annan hagn- aðinn af þessu fyrirkomulagi, og í hann væri meira varið, þann, að margir kaupmenn mundu setjast hjer að, þar sem megnið af þeim hefur nú aðalbólfestu sína í Iíaup- mannahöfn, en við það mundu á skömmum tíma komast upp reglulegir kaupstaðir, þar sem verzlun og siglingar, iðnaður og vinnu-afli mundu aukast og eflast, svo að ís- lands mundi þó getið meðal verzlunarmanna erlendis, þar sem þess að litlu eða engu verður getið, meðan verzlun- in er eins á strjálingi og hún nú er. (Framh. síðar). XJtskript af Snœfellsnessýslu pingbúli. Ár 1855 þann 3. júní var sýslumaðurinn í Snæfellsnes- sýslu til staðar á Bjarðarbóli í Eyrarsveit, ásamt hrepp- stjóra J. Daníelssyni og bóndanum Jóni Jónssyni, til þess

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.