Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 3
107 hafa stælt þá upp til berlegs ójafnaðar og mótgjörða. N'ú er þeirn lent í stríð sarnan, og hafa Svartfellingar cest til uppreistar grenndarhjeruðin. Soldán hefur sent Ómar jarl (Pascha) með her móti þeim; enað því er seinast hef- ur heyrzt, liafa Tyrkir farið nokkrar svaðilfarir fyrir fjalla- mönnum. Fyrir skömmu ferðaðist Grikklandskonungur til ættmanna sinna á þýzkalandi, en seldi ríkisstjórnina í hend- ur drottningu sinni, er meðallagi er vinsæl í Aþenuborg; einn dag, erhún reið að lierskoðun, hleypti stúdent einn, af góðum ættum, úr kúlubyssu á hana, en missti, eins og slíkum mönnum er tamast. I fyrstunni var hann sagður óráðsmaður og vitstola, en seinna hefur upp graflzt, að hann hafl eigi verið einn um hituna. Ítalía. Drjúgum hefur nú umbœtzt, því fyrir dugn- að og kœnsku Cialdini eru nú hjeruðin á Púli hreinsuð af reyfurum og illþýði. Seinasta tilraunin, er Franz kon- ungur hefur gjört, var sú, að spánskur fyrirliði, Borjes að nafni (fylgisforingi hins fræga hershöfðingja Cabreru), lendi með flokk manna í Calabríu, espaði til uppreistar í umboði Franz konungs, og kvað það eigi meira en manns- verk, að reka af höndum sjer hina útlendu gripdeildar- menn og guðníðinga. Borjes varð ekki auðnudrjúgari en allir hinir ófagnaðargestirnir, er Franz kon. og páfi hafa gjört út til usla og óspekta á Púli; landslýðurinn dauf- heyrðist við eggingunum, en herlið Viktors skundaði til fundar, og urðu þar skjót umskipti, að Borjes komst í herkví áður en varði, og var hann þar tekinn höndum og skotinn með flestum sinna manna. Nýlega hefur páfl haldið eina af hinum alkunnu ávarpsrœðum (allocution) til kardínálanna. Jós hann þar fádœma-saur á mótstöðu- menn sína, jafnaði saman herdeildum Yiktors konungs og vargaskreiðum Átla konungs, og bar upp á þær öll þau hryðju- og grimmdar-verk, er sveinar hans og Franz kon- ungs liafa hvervetna verið að staðnir. Hann lýsti sig og stjórn sína hreina af öllum launráðum, og kvað slíkt sak- argiptir lygara og mótstöðumanna kirkjunnar; en þeim yrðu menn að synja allra sætta og samþykkis, o. s. frv. }>að er stakleg sjón, segir »Times« (eða á þá leið), að sjá aldraðan mann, er segist vera hleytamaður af hálfu frelsarans, af hálfu friðarboðans, — er segist vera höfuð þeirra, er jóta trú kærleikans — að sjá hann standa og ausa út bölbœnum og bitrustu haturs-orðum gegn óvin- um sínum, að heyra hann án blygðar og með postulleg- um svip hlaða saman lygum og lognum sakargiptum, en bera at' sjálfum sjer dagsannar sakir, er öll norðurálfan hefur fengið og leitt Ijósustu rök að. Stjórn Viktors kön- ungs lætur eigi þreytast að knýja á Napóleon keisara, að hann láti lausa ltómaborg. Iíeisarinn lætur hvergi bifast. Nýlega sendi Viktor konungur til hans Ilalazzi vin hans, og þá er sagt, að þeir hafl stutt málið af alefli frændi keisarans og vildustu ráðgjafarnir, Ferúgny og Morny. J>að kom allt fyrir ekki, en sagt er, að Eatazzi hafi látið vel yfir förinni, þvi orð keisarans hafl hnigið að fulikomn- asta samþykki við stjórnarstefnu ítala, að því undanteknu, að sleppa llómaborg, »fyr en tími sje tii þess kominnu. Sagt er og, að hann sje því með öllu samdóma, að ríkis- vald páfa verði að hverfa. Sumir segja og, að ítalir mætti heldur reyna sig móli Austurríki og freista að ná Fen- eyjum, en hrapa að Rómaborg. Sama hefur og Kossuth í Ijósi látið nýlega í ensku blaði; hann vill, að ítalirbein- ist að með Ungverjum. Eigi skortir þá á Ítalíu, er þann veg líta á málið; en meðan Ricasoii er við völd, mun varla ráðizt austur á bóginn. Nýlega flutti sendiboði páf- ans í Parísarborg keisaranum þakklæti fyrir vernd hans og gæzlu á Rómaborg, leifum páfaríkis. Keisarinn svar- »ði, að sjer Yœri það harðla kært, að vera í vináttusam- þykki við páfann, en vinfenginu mætti páfl bezt lýsa í með því, að hlýðnast hollum og vandlega huguðum ráðum. |>að lítur þannig eigi svo út, sem liin líkamlegu vopnin bresti til viðurlialds ríki páfans, en þar er þó komið, að hin and- legu taka að bregðast og bila. Nýlega hefur einn af nafnkenndustu guðfrœðingum, Fassaglia að nafni, og til skamms tíma prófessor í Rómaborg, ritað ritling þess efnis, að páfinn yrði að losast við byrði veraldlegs valds, og láta sjer liið andlega hlíta. þegar er ritlingur þessi var »út kominn«, mátti Passagli eigi um frjálst höfuð strjúka; ensk frú skaut skjóli yflr hann, uns hún með aðstoð kon- súls Ítalíu-konungs gat skotið honum undan yfir takmörk páfaríkis. Var við honum tekið með mesta fagnaði í borg- um, er liann lagði leið sína um, og lýsti hann því yfir í rœðum sínum, að Ítalía yrði nú að lialda fram stefnunni, en til samþykkis við páfann þyrftu þeir eigi að hugsa, því hann væri um horfinn Jesúmönnum og fœri að eins þeirra ráðum fram í hvivetna. Frá Amerílcu (Bandaríkjum). Hjer hafa engin stórvægis-tíðindi í gjörzt; nokkrar orustur hafa þeir átt, og hafa Lincolns menn orðið drjúgari. En engin um- skipti hafa á orðið; megin-stöðvum halda hvorirtveggju sem áður. Sjóvirki eitt (Hatteras) á ströndum Virginíu unnu skip norðurmanna, og hafa suðurmenn eigi getað náð því aptur. Er nú hætt við, að þeir megi kenna harð- ara á, því auk þeirra skipa, er liggja fyrir höfnum og banna flutninga, hefur Lincoln nýlega sent allmikinn skipaflota til suðurstrandanna. Við Lexington í Missouri vörðust norðanmenn móti miklu ofurliði og hjeldu stöðvum sínum. Seinna (5. okt.) lenti herdeildum saman við Pótómakfljót- ið, nálægt Cheat Mountain, og urðu suðurmenn að láta undan síga. Seinast hefur heyrzt, að einn af hershöfðingj- um Lincolns, Stone að nafni, rjeðst yfir fljótið og hjelt suður til fundar við sunnanmenn hjá bœ þeim, er Lœs- burgh heitir, en varð að hörfa aptur norður yfir fljótið. En um sama leyti hafa norðanmenn borið efra skjöld í Missouri bjá borginni Frederichstown móti 5000 þús. sunnanmanna. Althng-asemd um verzlun Islands og ReylcjavikurhUfn. |>að eru nú þegar liðin sjö ár, síðan tilskipunin 15. dag aprílmánaðar 1854, um verzlunina á Islandi, komút, og væru því öll líkindi til, að menn hefðu gjört sjer ljósa hugmynd um, hvernig ástatt væri með hana hjer á landi, hvað ábótavant væri, og hver ráð helzt væru til að efla hana, og koma meira fjöri í hana, en enn er komið, fyrst og fremst í Ileykjavík, aðalbœ landsins ; en enn þá eru engiar uppástungur um það í ljós komnar; alþingið gjör- ir ekkert, nema að biðja um verzlunarstaði á ýmsumvík- um og vogum; það virðist svo, sem það ímyndi sjer, að allar framfarir, sem af frjálsri verzlun getur leitt, sjeu undir því komnar, að landsbúar þurfi sem skemmst að fara, til að verzla, og að þá muni allt komast í það horf, sem œskjandi væri, ef að eins verzlunarstaðirnir fái að myndast, þar sem hverjum einstökum liaganlegast þykir, og að bezt væri, að verzlun mætti reka skildagalaust hvar sem er í kring um allt land; og það er til allrar vonar, að margir landsbúar hafi þessa skoðun, því að það er búið að prjedika og rita svo mikið um það, hve heilla- drjúg slík verzlun mundi verða. Vjer erum nú sannfcerðir um, að þessi skoðun er skökk og helzt til eintrjáningsleg; en vjer höfum hvorki tíma nje löngun til að fara lengra út í það mál að sinni. En vjer viljum að cins rita fátt eitt um það, hvernig vjer ímyndum oss að helzt mætti

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.