Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 6

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 6
110 — v—v— V — V — V — V —V—V — —V — V — — V —v-~v — V — V—V —v—v—v V —V - V— Yið hendingaskiptin í versinu, eins og því nú var skipt i stuðla, kemur fram kvennleg sesúra milli 1. og 2, 3. og 4, 5. og 6. hendingar og er það í sjálfu sjer ekki að lasta, en hitt er verra, að með þessu stuðlafalli, sem íslenzk- um kveðskap er eginlegt, kemur fram öldungis rammvit- laus áherzla á orðunum í 1. h. og endurtekningu hennar 3. 5. 7. og 8. hendingu, og þó er jeg fullviss um, að hver maður mun lesa versið, eins og það nú seinast var svnt. Hamingjan má vita hvern framburð útgefendurnir, eða sálmabókarnefndin hefur hugsað sjer á þessum brag. Jeg er hræddastur um, að enginn af hlutaðeigendum hafi neitt um það hugsað; og hvernig er þetta »sitt lag« sem vísað er til við sálminn? Ef menn kynnu það, þá þyrfti má ske ekki að ganga gruflandi að framburðinum, og væri þá nokkru nær. |>að væri þó víst. vert fyrir sálma- bókarnefndina, að gæta þess, að fylla ekki upp viðbœtinn með bragarháttum, sem enginn þekkir og enginn kann að syngja, og hún má ekki sleppa augastað á aðaltilgangi bókarinnar, sem er að auðga sálmabókina einkum og sjer í lagi fyrir guðsdýrkunina bæði í kirkjum og heimaliús- um. Jeg vil ekki hjer með hafa sagt, að alls engan ný- an bragarhátt megi taka inn í bókina, heldur hitt, að það verði að gjöra með hinni mestu varkárni, og trauðlega nema því að eins, að lagið sje áður komið inn í meðvit- und að minnsta kosti nokkurra manna, og það þeirra, sem menn geta verið vissir um að ekki haB orkt undir því vísur misjafnlegs veraldlegs efnis, eða má ske þess, sem hneykslar og særir blygðunar-tilfinning manna, en því er miður, að jafnvel hin svo nefndu þjóðskáld meðal vor hafa gefið af sjer ómetanlegt hneyksli með því smekkleysi að yrkja kesknis- ogklám-vísur undir alþekktum sálmalögum. |>eim af nú lifandi löndum mínum, sem kynni að liafa gjört sig seka í þessari synd og ekki þykjast geta haldið sjer frú þess konarkveðskap, viljegbendaá rímnabragina, eða þá hina fornu bragarhætti, en þess vil jeg biðja þá, að þeir hlífi sálmalögunum við þeim kveðskap, því hann hefur optar en nokkurn varir leitt huga manna að sjer, þegar þeir áttu að syngja drottni dýrð í kirkjum eða heima- húsum, og hugurinn einmitt var á góðum vegi til að snúa sjer að hinu guðlega. Jeg vil lika leiða atliuga manna að því, sem Lúter sagði, að sönglistin væri svo vegleg list, að hann fyrir sitt leyti ekki vildi vita af lienni nema í þjónustu drottins, og þó þetta kunni að vera nokkuð um of, þá er þetta samt víst, að það er hrópleg synd, að láta hana bera nokkuð annað á vængjum sjer, en þann kveðskap, sem er fagurs og siðferðislegs efnis. En — jeg er nú kominn of langt burtu frá efninu, og skal því snúa að því aptur. J>að er ekkert að kveðskapnum á sálminum nr. 10, ‘>g má hann þess vegna því síður missast, sem efni bans er tekið úr 187. Dav. sálmi (borðsálmur vor liinn gamli); ^njeghefði má ske kunnað betur við, að sálmurinn hefði verið tekinn allur, því ekki mun veita af, að samtíð vor sje minnt á borðsálminn, sem jeg ætla allvíða vera úr minni liðinn. IS'r. 11 og 12. Út á kveðskapinn á þessum sálmum er ekkert að setja, og er það gleðilegt, að þeir eru aptur teknir til náðar af sálmabókarnefndinni, því það eiga þeir skilið. Hinn síðari er sálmurinn: »Conditor álme siderum*, eða: Skapari stjarna, herra hreinn, hinn gamli lofsöngur Ambrosiusar, sem Lúter hefur tekið upp í sálasöng sinn, eins og kunnugt er af sálmasafni Lucasar Lossiusar (f. 1509, d. 1582), er safnaði öllu þess konar, er Lúter ljet eptir sig. (Framh. síðar). t Inland. Vort ástkæra Isalandið, unnar vafið friðar-bandi, á þjer lifir óteljandi allskyns fugla og skepna fjöld fram á efsta æfikvöld: þinn líf-svali ljetti andi lífsins þróttinn herðir. Von er sonum af þú elskað verðir. 2. Hátt á þínu höfði bjarta himin-ljósa geislar skarta; nóttin orkar ekki svarta upp að lita fötin þín, þú í hvíta skrúði’ er skín; þar um svo ei þarf að kvarta þína tign ei sjái hjörðin lífsins, þitt er hæli þráir. 3. Tign, alvara, unun, blíða, ógn og sterkir byljir hríða skiptist um, við ársins tíða aldaröðuls komu’ og för; svo að þoli sjerhver kjör þeir, sem guðs og þínum hlýða þrótt herðandi lögum, á sumar- blíðu og svölu vetrar -dögum. 4. Jökul-frera, fjalla-bungur, fanna, grjóts og hrauna klungur, veðra’ og hríða vetur þungur, vora forsjá, þrótt og fjör efiir, svo að engin kjör leggi’ oss æðru-orð á tungu eins og ijöllin hörðu, stöndum fast á fóstur- kærri -jörðu. 5. Fögur eru fjöllin háu, fegra varla augun sáu, árnar, dalir loðnu’ og lágu, af lyngi, grasi, blóini og skóg; sumar-unun, sæld og ró skín í daggar dropum bláu, er diilar fögur ekru-rós, þegar vakir líf og ljós, yfir skrauti urta smáu, Iss- á fögru -landi. þá er blíður balsams himin-andi. (>. |>á er fjör í þínum æðum, þar silungur lirósar gœðum, skepna’ á fold og fugl í hæðum; fram um eyjar, hólma og sker fleygir skarar skemmta sjer; verpa undir varga-hræðum, veggjum, hólum og í dœld, mettaðir af sumar-sæld, og með sœtra söngva kvæðum synda’ um eyja-bandið, Ijölraddaðir lofa guð og landið. 7. |>orska-mergð að þínum fótum þangs á beði, liafs frá rótum, fleygir sjer, a ferðum skjótum, tiska, sela og hvalafjöld, þín er biessun 'þúsundföld; er vjer hjá og á þjer njótum, elskað móður-landið; faðir þinn og vor þig verji grandi! 8. Vort ástkæra ísalandið, efli, blessi og verji grandi þig alfaðir allsráðandi: æ sje blessuð minning þíu, meðan þínum skalla skín björt um daga dýrð ljómandi, dug og giptu haldi þeir, sem elur þú um lífsins aldir! Gísli Eyjúlfsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.