Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.12.1861, Blaðsíða 8
112 Verðlann fyrir ritgjörðir um framfarir íslands. í auglýsingu frá deild ltins íslenzka bókmenntafjelags j- Kaupmannaltöfn 23. maí 18G0 var boðið , til aðsendafje- laginu ritgjörðir »nm f'ramlarir Sslands, eða einkanlega: um hin beztu meðul til að lcoma upp jarð- rcelctinni; til að greiða fyrir vörujlutningum og samgöng- •um um landið; til að efla pjóðmegun og hagsæld Islend- inga«. Fyrir hina beztu ritgjörð um þetta efni var boðið til verðlauna fimm pund steiiing, sem herra Bligh Peacock i Sunderland á Englandi hefur sent fjelaginu í því skyni, og fyrir ritgjörð þá, er næst gengi hinni beztu, varboðið prjú pund sterling, sem annar Islands vinur hefur sent til fjelagsins. Eptir auglýsingunni barst fjelaginu í vor er var rit- gjörð nokkur, sem auðsýnilega var samin til verðlauna þessara. IVitgjörðin var skrifuð í fjögrablaðabroti, og á aptasta blaði hrotinn upp faldur á ská, og lakkaður sam- j an, en engin einkunn með. Utan á brjefið var skrifað tii I forseta deildarinnar í Kaupmannahöfn, Jóns Sigurðssonar, og þar hjá »þjóðmálefni«, en engin einkunn fylgdi. Ilitgjörð þessa hafa embættismenn fjelagsdeildarinnar lesið, en verið samdóma um, að hún gæti engum verð- launum náð, þar eð hún var bæði mjög stutt, og hafði að eins snert við efninu í almennum orðatiltœkjum, en ekki rannsakað eða fœrt reglulegar sönnur á mál sitt um neitt það, sem hjer var umtalsefni. En þar eð ritgjörðin gat ekki unnið verðlaun,hefur faldurinn ekki verið opnaður, þar sem nafn liöfundarins mun geymt vera. Stjórn Qelagsdeildarinnar hefur þess vegna ályktað, að bjóða mönnum á ný, á sama hátt og fyr og með sömu kjörum, til að senda deild hins íslenzka bókmenntafjelags í Kaupmannahöfn ritgjörðir »umframfarir Islands«, og um fyrgreind atriði, og getum vjer þess sjcr í lagi: 1., að höfundinum er frjálst að dylja nafn sitt ef hann vill, eða senda það á lokuðum seðli, sem fylgi rit- gjörðinni og sje með sömu einkunn og hún. 2., að höfundurinn á ritgjörðina eptir sem áður, þó hann vinni verðlaunin, svo að þau skerða alls ekki þau laun, sem hann kynni að geta fengið fyrir rit sitt, þegar það yrði prentað. 3., þess er óskað, að ritgjörðirnar yrðu komnar fje- laginu í hendur ’innan ársloka 1862. Kaupmannahúfn 31. október 1861. Jón Sigurðsson. p. t. Forseti í deild bókmenntafjel. í KauproannahófH. Auglýsing-ar. — Frá ýmsum, sem safnað hafa fyrir okkur kaupend- um að »Skýringum yflr nokltra staði í N. T.«, sem komu út næstliðið vor, hafa oklcur fyrst borizt boðsbrjefin apt- ur næst liðið haust, og frá einu prófastsdœmi ekki fyr en í október í vetur, þó við sendum boðsbrjefin frá okkur liaustið 1860. En þar eð þessi boðsbrjef komu svo seint til okkar aptur og ekki fyr en aflt upplagið var þrotið, getum við því miður ekki fullnœgt ósk þessara, sem síð- astir komu. Við biðjum því bæði hina velæruverðugu presta og aðra heiðraða herra, sem safnað liafa áskrif- endum, en sem við enn þá annaðhvort enga úrlausn höf- um getað gjört, eða ekki að fullu og öllu, að gefa okkur sem fyrst vísbendingu um, hvort þeir vilji fá áðurnefndar »Skýringar« og live mörg exemplör. f>ví þá munum við láta prenta á ný, svo fljótt sem auðið er, eins mörg ex- emplör og nœgilegt er. Jafnframt skulum við og geta þess, að jafnvel þó stjórnin hafi styrkt þetta rit með veg- lyndi, treystum við okkur ekki til að halda því á fram, nema með því móti, að hinir heiðruðu áskrifendur einuig leggi sitt til að styöja það, og greiða því götu, með því að standa okkur sem fyrst skil á andvirðinu, svo við í tœkan tíma getum borgað prentun og annan kostnað sem útgáfu og útsendingu ritsins er samfara. |>ar eð við nú enn þá eigum útistandandi meiri hlutann af andvirðinu, biðjum við hina heiðruðu menn, sem safnað hafa fyrir okkum áskrifendur, og fengið hafa ritið frá okkur, en ó- greidda eiga enn þá borgunina, að senda okkur hana sem fyrst með áreiðanlegum ferðum. Reykjavík, 2. des. 1S61. Pjetur Pjetursson. Sigurður Melsleð. — í Lundúnum verður að vori komanda, 1. maí, opn- aður marlcaður eður safn af alh konar hlutum, víðs vegar frá um allan heim, bæði ósmíðuðum og óverkuðum, eins og náttúran sjálf framleiðir þá, einnig af smíðum og iðn- aðargripum af öllu tagi, tilbúnum matvælum o. fl., eptir því sem í hverju landi gjörist og bezt má verða, og lief- ur öllum þjóðum verið boðið til að senda þangað sitthvað þess konar, svo vandað ogfágætt, sem framast má verða. Stiptamtið hefur útvegað hjá stjórninni nokkurt fje til þess að hjeðan frá Islandi gæti gjörit tilraunir til að senda til Lundúna-markaðarins ýmsa þessleiðis hluti, til- búna og ótilbúna, er gætu þótt merkilegir, og liefur kvalt oss undirskrifaða í nefnd til þess að gangast fyrir því. En af því þessu var hreift lijer svo seint, má ganga að því vísu, að þó tilök væru um að litvega hjeðan um- fangsmeiri gripi, t. d. smíðar úr trje eða járni o. fl., þá fáist eigi rúm fyrir þá á markaðinum, af því eigi varð lagt undir í tíma. f>ar í móti verðum vjer að telja upp á, að rúm fáist fyrir smávegishluti, verkaða og óverkaða, handyrðagripi úr prjóni og saum, silfursmíði og annnð smágripasmíði. Yjer leyfum oss því að skora á landa vora, að senda oss hingað til Reykjavíkur, fyrir 1. marz 1862, hluti og gripi, einkum af því tagi, er vjer nú nefndum, svo fásjeða og vandaða, sem framast værikostur á, og í vel vönduð- um umbúðum. Eigi verður lijer lagt út verð fyrir grip- ina sjálfa, en hver sem sendir, má setja á þá verð, ef þeir yrðu falaðir á markaðinum og síðan keyptir þar; svo að annaðhvort verður þeim aptur skilað jafngóðum eða verði fyrir þá. En full borgun fyrir umbúðir, flutnings- kostnað og ábyrgðargjald (»Assurance«) leggjum vjer lijer út, og komum gripunum aptur til eigandanna, ef þeir ganga ekki út í Lundúnum, þeim kostnaðarlaust. Nákvæmari skýrslur og auglýsingar koma í næstu dagblöðum. Heykjavík 22. nóvember 1851. A. Thorsteinson. Ó. Fálsson. Jon Guðmundsson. Látúnshúinn tóbaksbaukur, með staf á stjettinni, fannst í haust á Arnarvatnshæðum, og getur eigandi vitjað hans til min. Keykjnvík, 28. iióvember 1861. Oddur V. Gíslason. fSrff" Næsta hlað af 14. ári PjóðóJfs 4.—5. blað, kemur út þriðjud. 10. þ. mán. Jón Guðmundsson. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Pjetursson, óbyrgWmaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentalur í prentsmi%junni í Ueykjavík 1861. Einar þó ríiarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.