Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 28.12.1861, Blaðsíða 5
117 vildu syna oss þá góðvild, að svara áður nefndum spurn- ingum og senda oss. Ritst. — Vilji mennn fá skýra og nokkurn veginn yfirgrips- mikla hugmynd um það, hvernig ísinn almennt rekur að og frá landi, þá verða menn fyrst að þekkja hjer um bil aðalstefnu hafstraumanna kring um það. Jeg er nú því miður of ófróður um þetta, og veit einungis, að hjerfyrir Norðurlandi er töluverður straumur vestan fyrir Horn- strandir, og svo með flötu landi austur fyrir Langanes, en beygist þar suður með Austurlandinu og verður þar enn þá stríðari, heldur en hjer er fyrir norðan, (en ef til vill mjórri). Fyrir sunnan og vestan veit jeg ekki hvern- ig straumum hagar til, en jeg ímynda mjer, að einhver grein af flóastraumnum (the guifstrcam) liggi vestanhallt sunnan að íslandi og kljúfl sig um það, svo að fyrir vest- urlandi liggi straumurinn norður með landinu, og fram- hald af honum sje straumur sá, sem jeg nefndi fyrir norðan og austan. Aptur gjöri jeg ráð fyrir, að megin- hluti flóastraumsins slái sjer austur með landinu að sunn- an og komi til vegar sunnanstraumi í liaflnu milli Islands og Noregs, en að af þessu leiði austanstraum norður í íshaflnu, og norðurstraum suður með austurströnd Grœn- lands. í stuttu máli: Jeg ímynda mjer, að kring um strendur íslands liggi fremur mjór hafstraumur eða hring- svif sólarsinnis, en að aptur sje í höfunum fjær landinu meginstraumur í öfuga stefnu, eða rangsœlis. En hvort sem nú nokkuð er hœft í þessari getgátu minni eða ekki, þá mun það ætíð reynast mjög merkilegt atriði í veður- frœði íslands, að þekkja nákvæmlega hafstraumana, því auk þess, sem þeir hafa yflrgnæfandi áhrif á hafísinn, sem öllum er kunnugt hversu mikið gjörir að verkum, til að spilla veðuráttufari á landi voru, þá hafa þeir líka í sjálfu sjer beinlínis áhrif á loptslagið; þannig vita menn t. a. m., að einhver hin helzta orsök til þess, að loptslagið í Nor- egi er svo milt, í samanburði við önnur lönd á sömu breidd, er einmitt flóastraumurinn, sem liggur að landinu, og um straum þennan segir A. v. Humboldt, að menn verði að leita eptir upptökum hans og undirrót fyrir sunn- an Góðrarvonarhöfða, þó hann fái ekki nafn sitt fyrri en hann kemur út úr Mexikóflóanum (the gulf of Mexico) um Bahamasundið. Jeg get þessa sem dœmis upp á það, að menn mega ekki vera of nærsýnir, þegar leita skal upp orsakir til veðuráttufarsins. Jeg skal nú leitast við að svara með fám orðum því, sem jeg get svarað af spurningunum í íslendingi: 1. Hvað opt hafís hafi komið að Norðurlandi á þessari öld, get jeg ekki í fljótu bragði komizt eptir, en þetta má víst auðveldlega finna í ýmsum ritum, t. a. m. fyrir hin fyrstu 15 ár af öldinni í Tíðavísum sjera fórarins í Múla, síðan um nokkur ár í Klausturpóst- inum, o. s. frv. Jeg veit annars, að hjer eru til gamlir menn, sem hafa haldið dagbœkur í fjölda mörg ár, og mætti finna mikið í þeim um þetta efni, ef tíminn leyfði, en mörgum þykir líklegt, að ísaárin muni hafa verið nær tvöfalt fleiri en hin íslausu hjer norðan- lands. 2. Mikil reynsla þykir lijer vera fyrir því, að ísinn reki trautt að Norðurlandi, svo miklu nemi, án þess vest- an eða norðvestan átt hafl áður gengið um hríð á þeim vetri. 3. Sannreynt er það, að bæði stormar og straumar ráða ferð íssins, og veitir ýmsum betur, eptir því hver öflugri er, en að jafnaði ráða straumarnir meiru, því bæði er miklu meiri hluti ísjakanna niðri í sjónum, og svo eru líka straumarnir stöðugri en vindarnir; það er því ýmist, að ísinn rekur fyrir straumi móti vindi, eða undan hvössum stormi móti straumnum, ef hann er ekki mikill, en í báðum þessum tilfellum rekur ísinn dræmt; leggist aptur stormur og straum- ur á eitt að reka ísinn, þá miðar honum furðanlega fljótt á fram. það segir sig sjálft, að sje straumurinn vestan, en stormurinn norðan, þá rekur ísinn til norð- austurs, meira eða minna skáhalit eptir því, hvort aflið er sterkara. 4. Og með því svona stendur optastá, þegar ísinnrek- ur hjer að á vetrum, þá er algengast, að hann komi úr norðvestri. 5. ís sá, sem bjer rekur að Norðurlandi, er ýmist flatur ís eða borgarís, og kemur mönntim ekki saman um, hvor muni algengari, en sjaldan koma hjer ákaflega stórir jakar í samanburði við þá, sem stundnm sjást við Grœnland; þannig þykja það fádœmi, að fyrir 33 árum stóðu tveir jakar grunn á sjötugu djúpi norður og vestur af Siglunesi; urðu þeir þar eptir, þegar annar hafís fór um vorið, og sátu kyrrir fram yfir Mikjálsmessu; var um sumarið dreginn mikill fiskur kring um jaka þessa, sem allur var blindur á öðru auganu. Jakar þeir, sem djúpt rista, eru líka furðu háir, og mun ekki fjærri sanni, að hæð þeirrauppúr sjónum sjeviðlíka mörgfet, eins og þeir ristamargra faðma djúpt, eða með öðrum orðum: að % af allri hæð jakanna sje ofan sjávar; en engu að síður er þó sá hluti, sem í kafl er, miklit meiri en % að rúm- máli, því eðlilega snýr niðttr sá lilutinn, sem þyrigst- ur er og mestur fyrirferðar, en rýrasti hlutinn upp. 6. Ekki virðist hvalagangan að landinu fara eptir því, hvort ís er nærri eða fjærri, heldttr fer hún ein- göngu eptir síldargöngunni, því hvalirnir fylgja sild- inni eptir jafnt og stöðugt, eins og eðlilegt er. það hefur reyndar opt borið við, að síld hefur hlaupið inn á firði, skömtnu áðttr en hafís hefir rekið að, en ekki virðist þó síldargangan og ísrekið standa í neinu sambandi. 7. það sýnist bæði fara eptirvöxtum hafíssins og stefnu straumanna, hvað lengi hann Iiggur við landið. þeg- ar ísinn er mjög mikill, fylgir honum meiri kuldi og frost, og frýs hann því fljótar saman, einkum inni á löngum og mjóum fjörðum; þá eiga líka vindarnir örðugra með að róta honum til. Sje aptur einung- is lítið af ís, þá er hann á sífelldu reiki fyrir vind- um og straumum, getur því ekki frosið saman, svo landvindarnir eiga hœgra með að fœra hann á burtu. Straumarnir gjöra annars, eins og áður ersagt, mest til að reka ísinn; en þess ber að gæta, að . standi vindar lengi af sömu ált, þá hafa þeir mikil áhrif á straumana. 8. Af því reynsla þykir vera fyrir því, að ísinn komi varla, nema vestanátt hafi gengið áður til hafsins þann vetur, þá álíta menn, að ísinn komi frá Grœnlands- óbyggðttm; en eptir því sem vindar og straumar eru juisstríðir, rekur ísinn fyr eða seinna á vetrinum og fjær eða nær landinu austur eptir hafinu. Reki hann nærri landinu vegna norðanáttar eða annara orsaka, kemur liann fyrst við Ilornstrandir, en gangi land- vindar, svo ísinn reki djúpt fyrir, verður hans opt fyrst vart við Langanes og Sljettu, og snúist þá í millibilinu veðurstaðan til norðausturs, getur í fljótu áliti virzt, að ísinn komi úr þeirri átt. 9. það má ráða af því, sem sagt er í næstu grein, að íslaust getur verið fyrir Norðurlandi, svo langt sem atigað eygir, þó hafís sje kominn við Langanes og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.