Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 1
f ANNAÐ ÁR. 8. febrúar. M Um notkun ýmtsleg-s manneldis, sem nú liggur 1»v i nær ónotað lijá oss. IV. (Framliald). 4. Maríkjarni (Fucus csculentus; La- minaria esculenta) hefur lengi verið þekktur á landi lijer og talinn meðal ætiþangstegunda. Bjöm Halldórsson segir um hann: »{>essi sjávarávöxtur er haldinn bezturaf öllum ætiþarategundum; því hann er bæði þeirra meyrastur og smekkbeztur; hann er matbúinn sem ætiþang, er síðar mun sagt verða. Neðri partur marikjarnans er kallaður bjalla, og er hún etin tilbúin sem hann. Einstaka menn eta þennan fjöruávöxt vorn hráan i fjörunni, og kalla þeir það að nógu gott1". Síðar í grasnytjunum flnnum vjer aptur talað um eetipara, og á það að vera um ætiþara yflr höfuð; en þar er komizt svo að orðum: »f>essi þari finnst opt innan um annan þara í sjávarhrönnum og telst lijer víða einn bezti partur þess, sem vorra kirkna mál- dagar kalla fjörugœði; hann er: Iteimapari; áður talinn bls. 138. Kerlingareyra; áður talið bls. 51. Marikjarni; áður talinn bls. 109. Bjalla; hún er neðri partur marikjarnans. Allar þessar tegundir matbúast eins og ætiþang, og allar þær eru betri til manneldis, en ætiþangið, sem einasta lengir líf manns í hungurstíð2«. J>etta sýnir ljóslega, í hvaða uppáhaldi þessar æti- þangstegundir voru á fyrri öldum, er þær hafa verið taldar með hlunnindum og þeim niður raðað í flokka eptir gœð- um sínum, og það jafnvel eins nákvæmlega, eins og efna- frœðingar mundu gjöra nú á dögum. Björn Halldórsson tekur það fram, að sölin, fjörugrösin og marikjarninn sjeu hinar mest nœranði þangtegundir, og þetta gat hann eigi vitað, nema eptir gamalli reynslu sín og annara; menn gátu þá samt sem áður eigi stutt slíka reynslu á efnis- frœðislegum tilraunum, heldur hafa menn orðið að nota 1) Sjá Grasnytjar lijarnar Halldúrssonar bls. 14-1. 2) Sjá Grasnytjar bls. 232. sinn eiginn meltingarkrapt til að geta komizt að því sanna, og leiðir þá beinlínis af því, að nálegaallar þangtegundir hafa verið borðaðar. Björn talar og um, að ætiþang sje borðað í harðindum af fátœku fólki, og líkt hið sama má sjá af ferðabók þoirra Bjarna og Eggerts, en það er ein- hver hin lakasta og minnstverða þangtegand til manneld- is, eins og síðar mun sagt verða. Magnús heitinn konferenzráð Stephensen hefur í rit- gjörð sinni um þangtegundirnar, sem áður hefur verið um getið, gjört sjer mikið far um, að lýsa marikjarnan- pm, og skýra frá, hvernig hann mætti til manneldis við hafa, en lýsing hans og uppdráttur, sem með henni fylg- ir, er óheppileg, því að hún nær að eins yfir þá tegund marikjarnans, er vex í Eystrasalti. Myndin, sem hann hefur af honum, er tekin úr «Flora Danica«, og á þess vegna alls eigi við þá tegund, er hjá oss finnst. Yjer segjum þetta engan veginn til að niðra verkum þessa lærða merkismanns, því að það er auðskilið, hvernig sá glundroði, er hjá honum finnst í þessu efni, er undir kominn. Ilann hefur skrifað ritgjörð sína um þangteg- undirnar í Danmörku, og hefur þess vegna að mestu leyti hagað lýsingu sinni á þeim, eins og þær finnast í Eystra- salti, og hann hefur sjeð þær dregnar upp í «Flora Da- nica«, en hann hefur vantað sýnishorn frá Islandi til samanburðar. Eins og vjer höfum áður á drepið, er sæ- jurtafrœðin (Algologie) auk þess enn þá svo mjög á ring- ulreið, að fáir grasafrœðingar munu jafnvel á vorum dög- um fullnuma í henni. Náttúrufrœðingurinn Mohr, er ferðaðist hjer um land- ið 1780, virðist nákvæmlega að hafa tekið eptir marikjarn- anum og öðrum þangtegundum; fer hann um hann svo felldum orðum: »Marikjarninn finnst illa dreginn upp í «Flora Danica«, og þó þessa vest í Trondhjems Selskabs- Skrifter, og þar er hann kallaður »Fucus pinnatus«. þessi þangtegund er samt sem áður hin bezta ætiþangs- tegund, bæði fyrir menn og skepnur; sumir borða hana hráa í fjörunni, eigi að eins til að seðja sig á, heldurog ífit Uppreistartilraunin í Strasborg'. (Brot af Guizots Memoirer). (Niðurlag). Um sama leyti fengum vjer fregnir um, að undirforingi nokkur í 1. riddarasveitinni, er hafði setu í Vendome, hefði sama daginn, 30. dag októbermánaðar, stefnt saman nokkrum fjelaga sinna í veitingahús eitt, og hefðu þeir þar tekið það ráð, að blása til brautfarar nótt- ina eptir, hafa liendur á fyrirliðum hersveitarinnar og embættismönnunum, og kveða upp með þjóðveldið. Sveit- arforinginn hafði fengið vitneskju um ráðagjörðir þessar, meðan á mótinu stóð; bauð hann þegar að höndla undir- l’oringjann og alla þá fjelaga. En er þeir voru settir í varðhald, skaut undirforinginn á annan undirforingja, er skyldi gæta hans, með skammbyssu, og varð það þessbani, en undirforinginn komst við það undan; reikaði hann all- an daginn þar í grennd við bœinn, en kom aptur um nótt- ina til Vendome, og gafst sjálfkrafa á vald óvina sinna; var hann þá orðinn hálfringlaður og huglaus. J>að hefur opt verið sagt, að þessi hin vesallega tilraun hafi ekkert 162 átt skylt við uppreistartilraunina í Strasborg. En öll eru líkindi til, og jeg hef ástœðu til að ætla, að því sje eigi þannig varið. Ráðagjörðir vorar um það, hvernig fara skyldi með bandingjana, tóku eigi langan tíma. þegar llortensia drottning fjekk að vita, hvernig farið hefði fyrir syni sín- um, skundaði hún til Frakklands, og nefndist öðru nafni. Hún nam staðar í grennd við Parísborg, í Viry, hjá her- togakonunni frá Ragúsa, og ritaði þaðan konungi og Mole', og bað svni sínum griða. llún hefði sannlega eigi þurft þess. f>að var þegar áður af ráðið, að leggja eigi mál konungssonar f dóm, heldur skyldi senda hann til Banda- rikjanna í Yesturheimi. Iíonungur var fastráðinn í því, og það varð að ráði með öllum ráðhemmum. Af mjer er það að segja, að jeg lief aldrei hvorki þjónað NapoUon keisara hinum fyrsta nje lofað hann, en jeg met mikil- leik og hugvit, og það endaþóttmig taki það sárt, hvern- ig það sje notað, og það er eigi ætlun mín, að heimildir slíks manns til þess, að honum sje gaumur gefinn, eigi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.