Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 3
147 bjer hafi tíðkazt við fjðrugrasa-hlaupið. Að borða hann liráan, virðist oss hroðalegt og óráðlegt, en hitt getum vjer vel ímyndað oss, að nœgilegt sje að láta hann, eptir að liann er vel afvatnaður í köldu vatni, liggja lítinn tíma í sjóðandi vatni, og borða hann svo til búinn, líkt og sa- lat með fiskmeti eða kjötmat, eins og áður er á drepið. Vjer ímyndum oss yfir höfuð að tala, að af ýmsum sölvategundum, og auk þess líka einkanlega af marikjarn- amim, mætti til búa ágætt viðmeti, ef menn fœru með sæjurtir þessar á líkan hátt og »salat«, að því eina und- an skildu, að þær ætti fyrst annaðhvort að sjóða nokkuð eða dýfa þeim í sjóðheitt vatn. Reynslan yrði sjálfsagt að kenna matseljum vorum, hvernig þetta mætti til búa haganlegast eptir þeim efnum, sem fyrir hendi eru, en það verðum vjer að ætla, að hinar vanari matreiðslukonur vorar mundu finna hið hagkvæmasta í þessu efni. Konur virðast nú hjer á landi fremur en áður að ætla að fara að stunda matreiðslufrœðina, og er það bæði þarft og nauðsynlegt. Matreiðslubók sú, sem nýlega er prentuð á Ákureyri og samin er af P. A. N. Jónsdóttur, er sann- arlega þörf bók, og vonandi, að hún glœði löngunina til enn fremur að stunda matreiðslu-kunnáttunn, og laga hana eptir efnum þeim, sem til eru í landi voru. Nú þótt þetta sjeu helztu manneldissæjurtir á landi voru, sem hjer er frá skýrt, þá eru þó enn nokkrar teg- undir, sem vjer vitum með vissu að hafa má til mann- fœðu, en þær eru þessar: 5. Scetiþari, beltisþari eða þarabelti, sem í þang- frœðisbókum ýmist er kallaður «Fucus saccharinus« eða »Laminaria saccharina, og hefur þannig hjá sumum sama nafn sem sölin, sem hann þó í öllum skapnaði er mjög ólíkur. Ilinir eldri sæjurtafrœðingar, er kölluðu sölin «Fucus saccharinus«, nefndu þennan þara »Fucus Bal- theiformis«, og með því nafni er hann nefndur hjá Bjarna Fálssyni. Af þara þessum eru hjá oss þrjár tegundir, og heitir hin fyrsta, eins og vjer nú sögðum, «Lamina- ria saccharina«; hin önnur •Laminaria buttata«, og hin þriðja »Laminaria latissima«, en engin tilsvarandi teg- unda-nöfn höfum vjer á þeim á vorri tungu. Leggurinn á þara þessum er optast stuttur og sívalur; laufið er ó- skipt, sverðmyndað, bylgjótt á röndunum og dökkgult á lit, með tveimur dökkum hlykkjóttum rákum, og er hver- vetna fjarska-langt og breitt. Hann greinist við það frá marikjarnanum, að liann hefur engin blöð á leggnum og blaðleggurinn gengur eigi langt eptir blaðinu. Oddur Hjaltalín segir um hann, að hann megi fullvel jeta, og 165 levsinu. Stundum eru þeir tímarnir, að þjóðunum er einkum stjórnað með óskum sínum, og stundum hlýða þær, einkum og sjer í lagi af ótta. Eptir því sem hvor þessara fýsta er ríkari, eptir því Ieita þjóðirnar einkum frelsis eða hœlis. {>að er sá leyndardómur stjórnfrœð- innar, sem mest er í varið, að láta sjer eigi skjátlast, hverjar sjeu óskir þjóðanna ríkastar. Ferð Norðra til tunglsins. þegar menn á fyrri öldum sáu halastjörnur, þá áttu þær ávallt að boða einhver stórtíðiudi og vera ills-viti. þær voru taldar eins og einhver hirtingar-vöndur drottins, er hann hjelt á lopti, til að liræða mannkynið. \mist fylgdi þeim styrjöld eða sótt og manndauði, eða að minnsta kosti lát einhvers mikils manns. Undir eins og þær fóru að sjást á himninum, urðu allar kerlingar skelkaðar, og spáðu öllum illum tíðindum; því að þær þóttust vita, að þessi hirtingarvöndur mundi eigi til einkis reiddur vera. þegar stjömufrœðin sýndi, að þær voru eins konar hnett- að hann á Færeyjum sje talinn með beztu borðrjettum. Efnafrœðingar hafa í honum fundið talsvert sykurefni, og Johnston efnafrœðingur segir, að hann hafi í sjer fólgið mest mannasykur af öllum þarategundum. Yjer vitum eigi gjörla, hvort þetta er alveg áreiðanlegt, því oss er eigi grunlaust, að Johnston sökum hins mikla glundroða, sem er á nöfnunum, kunni að hafa blandað saman mari- kjarnanum og beitisþaranum. Eigi að síður má það sjá af öllum hinum nýjari þangjurtabókum, að beltisþarinn er talinn að hafa í sjer allmikið nœrandi efni. Lyngbye segir og, að sjeu blöðin þurrkuð, án þess að vera mikið afvötnuð, og því næst mulin í dust, þá sje dustið sœtt á bragðið. Vjer höfum hvergi getað fundið, að hann hafl verið hafður til inanneldis hjer á landi, og eru þó öll líkindi til, að hann sje langtum hollari og meir nœrandi en ætiþang það, er menn hafa lagt sjer til munns í harðær- um. Vildu menn reyna þarategund þessa til manneldis, ætti hana að matreiða allt að einu og marikjarnann. 6. Beimaþari (Fucus loreus) er af M. Stephensen nefndur meðal ætiþangstegunda, og Bjarni Pálsson segir, að hann hafi verið borðaður hjer í hallærum. Nafn hans er komið af því, að blaðið á þönglinum skiptist eins og í tilskornar leðurreimar, en þöngullinn sjálfur er ein teg- und af hrossaþönglinum. Jeg efast um, að hann sje not- andi manneldi, en fyrir skepnur má hann vel við hafa á- samt öðrum þarategundum. 7. Kerlingareyra. þannig ætlum vjer að kallaður sje hjá oss hinn efsti hluti af hrossaþönglinum, þar sem leggurinn og blaðið kemur saman, en hið eiginlega nafn hrossaþöngulsins er «Fucus digitatus« eða fingraþari. Magnús Stephensen og Björn Halldórsson segja, að hann sje talinn með ætiþangstegundum, en vjer ætlum hann til þess lítt nýtan; að minnsta kosti er engin ástœða til, að leggja sjer hann til munns, á meðan hinar betri þara- tegundir liggja ónotaðar. 8. Ætiþang; klóþang (Fucus nodosus) hefur verið hin almennast jetna þangtegund í öllum harðærum, en þetta er einhver bin minnst nœrandi þangtegund, sem til er við strendur vorar, og oss furðar því alls eigi á, að þeir, sem hafa átt að lifa á þessum þangtegundum, er hjer hafa tíðkazt, hafi dáið úr hor og harðrjetti. Vjer teljum þessa þangtegund öldungis ónotandi til manneldis. 9. Sölvamœður (Fucus ciliatus) líkjast mjög sölun- um, og kallast af hinum nýjari þangfrœðingum »Sphœro- coccus«\ hafa menn af þeim tvær tegundir: »Sphœro- coccus laciniatus«, sem er nokkru stœrri, og »Sphcero- 166 ir, þá batnaði nú ekki um sel, því að þá kom sú hug- mynd upp, að þær mundu reka sig á jörðina, og brjóta hana í óteljandi mola, svo að allt fyki út um geiminn, jörð og haf, menn og skepnur, og allt hvað á jörðunni hrœrist. Nú vesnaði úm fyrir kerlingunum, því svo hræddar sem þær voru við vöndinn, þá urðu þær liálfu verri, þegar hver halastjarna átti að boða dómsdag og eyðileggingu alls hnattarins. J>að var raunar illt að búa undir styrjöld- um, sóttum og hungurdauða, en það gat þó svo farið, að maður kœmist af, og slyppi nokkurn veginn með lieila há út úr þeim kröggum. En eyðilegging jarðarhnattarins, hún var verri, því að það var engin von að sleppa með heila brú út úr því ragnarökkri. En það voru eigi að ein9 gamlar kerlingar, er báru þessa hræðslu fyrir halastjörn- unum, heldur urðu og jafnvel þessir miklu herrar jarðar vorrar lafhræddir við þær; Karl 5. flúði þannig »ndan einni þeirra inn í klaustur, og lifði þar í föstum og bœna- lialdi. það mátti raunar segja um þessa halastjörnuhræðslu,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.