Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 8
152 þingi 5. d. febr.mán., er seinast leið, er hinn ákærði, Sölmundur Sveinsson, sem kominn er á lögaldur saka- manna og eigi hefur áður sætt hegningu eður lagaákær- um fyrir nokkurt lagabrot, fyrir ýmsan þjófnað, framinn í fyrsta sinn, dœmdur til að hýðast 3X27 vandarhöggum, og til að vera háður sjerlegri tilsjón lögreglustjórnarinnar um 2 ár, samt til að greiða allan af lögsókninni gegn honum löglega leiðandi kostnað, og þar á meðal í máls- fœrslulaun til talsmanns í hjeraði 1 rdd. 64 skk.; en dómi þessum hefur amtmaðurinn í norður- og austurumdœminu skotíð til landsyíirrjettarins. 1 máli þessu er fram komin lögmæt sönnun fyrir því, bæði með játningu hins ákærða og öðrum atvikum, að hann á tímabilinu frá 1858 til 1860 hafi gjört sig sekan í ýmislegum og margbrotnum þjófnaði, er lýsir sterkri þjófnaðartilhneigingu hjá honum, sem, eins og að orði er kveðið í uhdirrjettardóminum, úthejmtjr stranga hegningu, og að hann, meðal annars, hafl sumarið 1859 skorið tvæ- vetran sauð frá húsbónda sínum út í haga, þegar hann sat yflr fje hans — er sauðurinn eigi gat fylgt — sem hann þó að eins fjenýtti sjer, að því leyti, sem hann tók nokkra bita af honum heini til. soðningar, og að hann einnig veturinn 1858—59 hafi tekið hjá ferðamanni, er gisti hjá húsbónda hans, nokkuð af matvælum úr malsekk, er var í smiðjukofa læstum, á þann hátt, að hann seildist með hendinni inn um opinn- glugga á þilinu og dró upp skrána; samt að hann hafl í fyrra-vor á náttarþeli farið í búr fyrverandi húsbónda síns, • sjera Gísla Gíslasonar á Staðarbakka, inn um gat á þilinu, er gjört hafði verið á það, til að koma út sáum, og lauslega aptur byrgt fyrir, og tekið þar nokkuð af matvælum. En þó landsyfirrjett- urinn ekki geti þallizt á, að umbúningur sá, sem, af rjett- argjörðunum að ráða, var á smiðjukofa þeim og húri, er ákærði fór. inn í, hafl verið slíkur, sem ætlað er til í tilsk. ll.apríl 1840, 12. gr., sem skilyrði fyririnnbrotsþjófnaði, virðist þó að hinu leytinu hegning gú, sem í undirrjettar- dóminum er ákveðin, þegar litið er til þess, hvað opt á- kærði hefur stolið, að verknaður hans nálgast svo mjög innbrotsþjófnaði, hæfilega metin, og ber því, bæði hvað hegninguna og málskostnaðinn snertir, undirrjettarins dóm að staðfesta. Svo ber hinum ákærða einnig að greiða 5 rd. til sóknara og svaramanns við landsyfirrjettinn í málsfœrslulaun. Meðferð og rekstur málsins í hjeraði hefur verið víta- laus, og sókn og vörn þess hjer við rjettinn lögmæt. því dœmist rjett að vera: Iljeradsdómurinn í þessu máli á órashaður að standa. Til sólcnara og svaramanns við landsyfirrjettinn, málaflutningsmanns Jóns Guðmundssonar og sýslu- manns Hermanns Johnssonar borgi akærði 5 rdd. til hvors um sig í málsfœrslulaun. Dóminum að fullnœgja undir aðför að lögum. — Tíðarfarið má allt af heita gott. Síðustu daga f.m. gjörði norðanveður allhart, en það stóð eigi lengi. Til fjalla er kominn nokkur snjór, og sagðar eru jarðleysur austan úr Grímsnesi, svo gefa verði útigangspeningi. Vestan úr ísafjarðarsýslu höfum vjer nýfrjett, að þar hafi verið góð veðurátt, það sem af er vetri; fiskiafli við ísafjarðardjúp allgóður eptir jólin; hafíshroði sjest fyrir Ströndum og á ísafjarðardjúpi. 6. þ. m. reru nokkur skip hjeðan af Inn- nesjum suður í Garðsjó og fiskuðu vel, samkynja fisk og í næstl. mánuði. í dag (8. febr.) er fagurt vetrarveður, frostlítið en bjartviðri, og hafa mörg skip róið hjeðan suður. Iíaupskipið Ceres, sem kom til Hafnarf. í f. m., lagði aptur út þaðan til Barcelóna með rúm 700 skp. saltfisks, 28. f. m. rjett fyrir norðanveðrið. Eptirfylgjandi hæstu boð í spítalafiskinn 1862 eru samþykkt af stiptsyfirvöldunum: í Griudavikurhrepp 16 rd. „sk. fyrir 4skpd. biaut, eb& 1 skpd. hart - Hafnahrepp . . 17—32 — —------— —---— - Rosmhvalaneshrepp 1? — 32 — — —----— —-------------— - Strandarhrepp 20 — 16 — —-------— —-------------— - Alptaneshrepp . 17— — —-------— —-------------— - Seltjarnarneshrepp 20 — 16 — —-------— —-------------— - Reykjavíkurbœ .20 — 24 — —-------— —-------------— - Kjalarneshrepp . 16 — „ — —-------— —-------------— _ - Akraneshrepp . 18—16— —------— —---— Iíaupmaður S. Olafsson í Keflavík hefur keypt fiskinn í Grindavík ; herra V. Chr. Hákonarson í Ilafnahrepp; sjera S. B. Sivertsen í Rosmhválaneshrepp; faktor J. Jónassen í Strandarhrepp; sgnr. S. Arason í Álptaneslirepp, og glermeistari G. Zöga í Selljarnarneshrepp, Reykjavíkurbœ, í Ivjalarnes- og Ákraneshreppum. Skrifstofu biskupsius yflr Islandi, 3. janíiar 1862. H. G. Thordersen. Sakir forfalla getur eigi næsta bl. þjóðólfs komið út fyr en þriðjudaginn 11. þ. m. Jón Guðmundsson. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Ilalldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjaltatín, Jón Fjetursson, ábyrg%arma%ur. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmitljunni í Keykjavík 1862. Einar pórlbarson. 175 einnig trúi liverri helzt heimsku, sem á horð er borin fyrir þá. |>ví verður eigi neitað, að það er eitthvað mjög skop- legt í því, að tunglferðamaðurinn lætur jörðina liafa staðið eigi að eins í þúsund ár, heldur og, ef til vill, í mörg hundr- uð þúsund ár, áður en hún fór að taka ljettasóttina að tungl- inu. Mörg lög hennar eiga að liafa verið mynduð, áður þetta varð, og skorpan á að hafa verið orðin býsna-þykk, svo að dýr og jurtir lifðu á henni. »En nú gjörðist sá óttalegi viðburðurn, segir höfundurinn, »er nokkru sinni hefur fyrir komið á jörðu; þessi óttalegi viðburður var, svo sem nú skal greina: fjarskaleg eldsumbrot, óskiljan- lega mikil og áköf hristu jörð alla; húnljetti á sjer með því, að gjósa út í geiminn, og fóru með partar, sem rifn- uðu af hinu fasta yfirborði jarðarinnar. þetta eldflóð kast- aðist þangað til út í geiminn, að aðdráttarafl jarðar og miðflóttaaílið komst í jafnvægi«. Vjer minnumst sjaldan að hafa lesið jafnheimskulega og skrímslislega hugmynd sem þetta, nema ef vera skyldi þessa smás/camía-skiptingu 176 eins <7rans í decil/íón-hluti, og það þarf sannarlega meira en miðlungs-vankunnáttu til að geta ungað lienni út úr heila, sem nokkur heil brú er í. Jörðin rifnar, og gýs úr sjer bræddum hnetti, sem, eptir að hann er kaldur orðinn, er 50. hlnti jarðar, og að þvermáli V4 partur hnatt- ar vors; hversu stórt var nú tunglið, þegar það skauzt svona út úr móður sinni? sjálfsagt miklu umfangsmeira en það er nú, síðan það storknaði, því að það vita þó allir heilvita menn, að liver hlutur þenst lit við hitann, og það eigi alllítið. Rifan hefur því orðið að vera býsna- stór, og að minnsta kosti langtum stœrri en þvermál tunglsins nú er. Mundi eigi liafa komið talsvert hvilft í jarðartetrið, þar sem þessi glóandi ógnarungi sprakk út lir henni? Ilvað varð af sjónum undir þessum miklu fœð- ingarhriðum? Steyptist hann ekki inn i þessa litlu holu, sem kom á hnöttinn, þegar unginn fœddist? Vjer ímynd- um oss, að svo hefði orðið að vera. (Framli. síðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.