Íslendingur - 08.02.1862, Blaðsíða 5
149
menn hafa enga ljósa liugmynd um ætlunarverk dýranna
fyrir manninn. Maðurinn er þannig gjörður af náttúr-
unni, að liann þarf þæði dýrafœðu og grasafœðu, ef hann
á að halda fullum kröptum. Dýrin eru af skaparanum
ætluð til að vera nokkurs konar milliliður milli jurtafœð-
unnar og mannsins; þau eru, ef vjer mættum svoað orði
komast, matreiðslu-vjel fyrir manninn. Maðurinn getur
eigi lifað af eintómum jurtum, þeim er grasbíturinn lifir
á, en grasbítirnir búa til fyrir manninn blóð og kjöt úr
jurtunum, og það er einmitt þelta, sem hann þarfnast
ásamt jurtafœðunni. J>að, að eyða ungviði á framfara-
skeiði, er því liið sama, sem að brjóta í sundur þarílegt
vjel, er mönnum hefur verið i hendur fengið.
Vjer ímyndum oss nú raunar, að mörgum búmönn-
um hjer á landi muni þykja það óráðlegur búlinykkur, að
vera að eyða nýmjólkinni í kálfana; en þetta gjöra menn
þó erlendis, þar sem mjólkin er fullt eins dýr og hjer,
og hafa ávinning af. Menn gefa reyudar kálfum aldrei
nýmjólk erlendis, heldur -að eins undanrenning, því kálf-
ar þrífast vel, þótt þeir fái engan rjóma, en hin velgda
undanrenning er jafnan blönduð cinhverju hinu ódýrasta
mjölefni, sem fyrir hendi er, t. a. m. úrsáldi úr mjöli,
soðnum kartöplum, róum, káli og þangmauki eða fjöru-
grasamauki. Að kálfar og grísir þrífist vel á slíku, fltni
og vaxi, svo að þeir þyngjast um 2 til 3 pund á dag,
þegar á líðúr, hafa menn.nœgar sannanir fyrir. jþannig
verða þessi ungviði að kjöttilbúningsvjeli, og kjötið, sem þau
gefa af sjer, er Iangtum meira vert en maturinn, sem
þau hafa eytt, á meðan þau lifðu.
Oss virðist, að menn hjer á landi liafl nœgar sann-
anir fyrir því, hversu nœrandi þangtegundirnar eru fyrir
fjenað vorn og hesta, og þó fá skepnur vorar þær aldrei
eins matreiddar, eins og þær ættu að vera, heldur mega
þær sjálfar vera að týna þær liálfrotnar, leirugar og sendn-
ar úr fjörunni1. Hvað mundu þær þá eigi geta gjört, ef
þær væru rjettilega undir búnar, og þannig_gefnar skepn-
unum til fœðu? Vjer ímyndum oss, að menn muni svara
þessu, að það sje eigi til neins, að vera að matbúa eða
að krydda fyrir skepnurnar fœðu þeirra, en það er ein-
1) J>a% ber opt vib, aíi fjöruhestar veikjast og deyja stundum
snöggiega, og halda margir þetta komi af því, ab þeir jeti í sig ein-
hverja eitraíla þangtegund; þetta er samt sem átiur eigi svo aí> skilja,
ab þangtegundirnar sjeu eitraW í sjálfu sjer, heldur er þab af því,
aþ annaþhvort hefur þangih veriþ farib aþ rotna eþa skemmast, et)a
skepnan moh því hefur jetiþ í sig sand, leir eþa anuan óhroþa. þannig
höfum vjer sjet) hest, sem dó í fjörunni, hafa þarinana fulla af sandi
og óhroþa, og líkt getur fyrir komií) á fjenu.
169
í nótt eins og nœstu nótt, og hún getur komið hvern dag
og hverja nóttsemvill, meðan hún erókomin. Tarna var
sannarlega verra bragðið, og nú skulum vjer alls eigi lá
neinni kerlingu, allra sízt nokkúrri norðlenzkri kerlingu,
þó hún eigi bágt með að sofa.
Ha! hvaða skurk er að tarna? hvaða niður er þetta?
ætla jörðin sje að rifna? ætla sjórinn sje farinn að ólga
yfir löndin? ætla menn sjeu farnir að hrapa ofan í eldinn ?
J>etta eru nokkuð hræðilegar spurningar um miðja nótt af
kerlingu, sem heyrir sjóarnið, eða skrölt, og þó skulum
vjer hjer eptir eigi lá neinni hjartveikri rjetttrúaðri kerl-
ingu, þótt hún spyrji svona, ef hún trúir á »Norðra«, eða
hefur lesið hans liálærðu ferð til tunglsins, sem sjá má í
liinu merkilega blaði hans 15. og 31. d. októberm. 1861.
En eitt er gaman og annað alvara; vjer mundum alls
ekki þrátt fyrir allar »aðsendingar« Norðra til oss, hafa
fundið oss skylt að gjöra gys að því, þó ritstjóri hans
hefði tekið upp í blað silt einhverja vísindalega náttúru-
skoðun, þótt oss hefði þótt eitthvað að henni að finna,
mitt hinna nýrri tíma reynsla, sem er búin að sanna hið
gagnstœða, og menn vita nú með fyllstu vissu, að ali-
dýrin vaxa og fitna því fljótar og betur, sem fœða þeirra
er hagkvæmlegar til búin eptir ákveðnum reglum, allt
samkvæmt náttúru og eðli dýranna.
Svo sem dœmisögu upp á það, hversu fje geti fitn-
að af sölum, getur Magnús Stephensen í riti sínu um
sölin um kaupmann einn, er alið hafði veturgamla kind
á sölum. Á kjötið af henni að hafa verið fjarskalega
feitt, og hún hafa skorizt með liálfum þriðja fjórðung
mörs.
Auk þess, sem nú er talið, má þangtegundirnar nota
til þangbrennslu, saltgjörðar og ýmissa lyfja, samt til á-
burðar á tún og garða; en með því slíkt liggur nokkuð
fjær þeim tilgangi, er ritgjörð þessi álti að hafa, þykir
hjer eigi hlýða, að skýra það í henni.
Vjer endum þá þennan kafla af ritgjörð vorri um
ætiþangstegundirnar með þeirri innilegu ósk, að þær mættu
vekja löngun hjá löndum vorum, að nota þær betur hjer
eptir en liingað til. Vjer vitum og megum skilja, að
skaparinn hefur gefið oss þær í vísdómsfuilum og gœzku-
ríkum tilgangi, og að það því er ábyrgðarhluti fyrir oss,
að nota þær eigi sem bezt og mest, samkvæmt tilætlun
gjafarans. (Framh. síðar).
Segllljiráíínrilin í Þjóðólfi og íslendingi.
í 17. nr. ísl, nú fyrir skemmstu höfðum vjer getið
þess, »að sagt væri, að nú mundi lokið þeirri ráðagjörð,
að leggja segulþráðinn yfir Atlantshaf« o. s. frv., »en í
slað þess ætti nú að leggja hann yfir Beringssund« o. s.
frv. Litlu síðar kom »þjóðólfr« út, 9.—10. bl. 14. árs,
og þar, sem hann minnist á segulþráðinn, segir hann,
»að þetta muni heldr fulthermt af »Islendingi« og gripið
úr lausu lopti'i; vpetta muni að eins laus ráðagerð eðck
hollálegging fárra manna enn sem komið er«. það er
nú fjærri oss að ætla, að þjóðólfur hafi viljað gjöra oss
þær gersakir, að vjer hefðum ofhermt eða ranghermt þessa
frjett, eða án allrar ástœðu sagt frá henni; en þó verður
því eigi neitað, að það er mjög hœgt að misskilja svo
þessa grein þjóðólfs, einkum þessi orð: »og mun það
gripið úr lausu lopti«, eins og þetta væri einber hugar-
burður eða tilgáta sjálfra vor, sem gefum »íslending« út.
Vjer finnum oss því skylt, að skýra þetta nokkuð gjör
fyrir lesendum vorum. Vjer viljum þá geta þess, að
vjer höfum þessa fregn eptir »Berlinga-tíðindum« 5. nóv-
ember 1861 nr. 259. Berlingur segist hafa það eptir
170
en þegar hann einnig í vísindanna nafni fer að bera á
borð fyrir menn aðra eins vísindalega »skröksögu«, eins
og hann hefur meðferðis í »Norðra« 15. og 31. d. októberm.
árið sem leið, þá mega Iesendur vorir eigi misvirða, þótt
vjer hendum gaman að henni í fyrstu, en síðan skulum
vjer reyna að hrinda henni með alvarlegri ástœðum, eptir
því sein föng eru á.
Vjer vonum, að lesendur vorir vorkenni oss, þótt vjer
verðum Iatir á, að fara að klifra upp í tunglið, enda mund-
um vjer ekki verða nærri eins fljótir á oss og ferðamað-
urinn hans »Norðra«; því hann segir, að það hafi ekki
lengi á því staðið, og má það annaðhvort vera af því, að
liann er stórstígari en vjer, eða að hann hefur farið á
vængjum vindanna. Fjarlægð tunglsins frá jörðunni að
meðaltali er nærfellt 52 þúsundir mílna. j>að er þó dálítill
spotti, og varla hleypur nokkur það á lítilli svipstundu.
Reyndar er það satt, að þegar vjer stöndum fyrir hinum
stóra stjörnusjónauka, sem lávarður Koss hefur gjöra látið,
og sem spegillinn (Uefi.ector) í er 40 fet að þvermáli, þá