Íslendingur - 26.02.1862, Blaðsíða 4
164
nokkur bœr geti eflzt að verzlun, eða að nokkur aðsókn
geti að honum verið, ber brýna nauðsyn til, að þar sje
góð höfn, sem sannarlega verðskuldi að lieita höfn; því
að sje eigi höfn góð, og það þannig úr garði gjör, að
ruðning og hleðsla skipa geti gengið tafarlaust, hvernig
sem veðurstaða sje, og hvort heldur er logn eða stormur,
verður það tálmi fyrir verzlunina; ruðning og hleðsla
skipanna tekur langtum lengri tíma, og verður því erflð-
ari og kostnaðarsamari, og því hljóta og vörurnar þær
hinar útlendu að verða dýrari, en hinar innlendu eru
keyptar við minna verði, því að kostnaðaraukinn verður
eigi annarstaðar tekinn. Nú sem stendur er Reykjavík
hinn eini kaupstaður hjer á landi, og þótt hún sje eigi
stór enn þá, eða mikil aðsókn að henni af kaupförum, þá
er þó hafnleysið alltilfinnanlegt, þar sem œrið fje gengur
á ári til þess, að fá vörurnar fluttar úr og í skipin, og
viljum vjer geta eins dœmis, að einn kaupmaður í Reykja-
vík, sem reyndar hefur talsverða verzlun í samanburði við
aðra kaupmenn bœjarins, mun greiða 5—6 hundruð rdd.
á ári hverju einungis fyrir ruðning og hleðslu skipa sinna.
Og liggur það ekki í augum uppi, að kaupmaðurinn verður
að leggja þennan kostnað á vörurnar, og selja þær þeim
mun dýrari? Yjer verðum því að telja það eitthvert hið
mikilvægasta mál fyrir bœ þennan, og jafnvel fyrir landið,
hve nœr, hvernig og hvar hann gæti fengið höfn þá, að
verzlun og siglingar til hans þurfl eigi þess vegna að sæta
neinum tálmunum, því að það liggur í augum uppi, að
það er eigi að eins kostnaðaraukinn við ruðningu og
hleðslu skipa á Reykjavíkurhöfn, sem til meins er, held-
ur ber það og opt og einatt við, einkum á vetrum, að
ekkert verður aðgjört að ruðningu eða lileðslu skipa
mörgum dögum saman sökum storma, eins og eðlilegt er.
þetta hafa og bœjarmenn þegar sjeð fram á, og hafa ýms-
ar tilraunir verið gjörðar til að bœta úr þessum skorti.
Sá mun hafa verið uppruninn til hafnargjaldsins, sem lagt
var á skip þau, sem sœkja til bœjarins, árið 1856. Frum-
kvöðlarnir að skipagjaldi þessu munn hafa sjeð fram á, að
nauðsyn bœri til, að gjöra eitthvað til að bœta úr ókost-
um hafnarinnar, og reyna með tímanum til að Ijetta hleðslu
og ruðningu skipa, og því stungið upp á þessu gjaldi,
í þeirri von, að hafnarsjóðurinn, sem þá var stofnaður af
þessu skipagjaldi, mundi þó eílast svo með tímanum, að
hann gæti staðizt kostnaðinn við endurbœtur nokkrar á
höfninni. Enda var þegar 1857 stórvirkjasmiður, sem
kunnáttu bar á tilbúning slíkra smíða, Fischer að nafni,
fenginn hingað frá Danmörku, til að segja álit sitt um,
199
ferð um braut sína, og biði, ef illa væri miðað, og skot-
línan illa reiknuð, naumast eptir kúlum tunglbúa, því kúlan
þarf þó altjend nokkurn tíma til að komast þessar 52000
mílur, sem eru milli tunglsins og jarðarinnar.
Næsta hlœgilegt er það líka, þegar tunglferðamaður-
inn er að tala um þessar miklu rifur á sjávarbotninum;
hann sýnist varla að vita sjálfur, hvað stórar hann vilji
gjöra þær, en þorir þó eigi að gjöra þær svo djúpar, sem
svarar eggskurni á jarðarskorpunni, því þá er bann víst
liræddur um, að Neptúnus og Phito mundu fara að fljúg-
ast á, og er vansjeð, hvað út af því hlytist. Yjer höfum
á meginlandinu bæði fjöll og dali, til gleði og gagns mörg-
um lifandi skepnum, eigi sízt manninum. Hví skyldi haf-
búum verameinuð þessi tilbreytni? Vjer vitum eigi, nema
það sje þeim líka til gagns og góða.
Allar hinar miklu ójöfnur á jörðunni, og það jafnvel
liin hæstu fjöll, eru eins og ógnarlega lítið sandkorn á
fjarska-stórri kúlu, og hið rnesta djúp í sjónum, er menn
þekkja, er ómerkjanleg rispa í kúluna.
hverjar umbœturnar ættu að vera við höfnina, hvernin
þeim mætti haganlegast fyrir koma, og liversu mikill kostn-
aðurinn mundi verða. I-Iann stakk upp á, að gjöra skyldi
kvíar við land í eystri hluta Reykjavíkur, og skyldi þær
þannig gjöra, að hjer um bil út frá miðjum Reykjavíkur-
sandi skyldi gjöra bryggju, er skipin gætu lagzt að, er
þau skyldi ferma eða aíferma, en rammgjör grjótgarður
skyldi hlaðinn frá Arnarhólslandi (fyrir austan víkina) og
vestur á víkina, og skyldi hann ganga vestur fyrir bryggju-
sporðinn, svo að hlið væri á milli fyrir skipin að fara inn
um, og skyldu þau svo liggja inni í kvíunum við austur-
hlið bryggjunnar; og með þessu fyrirkomulagi yrði aldrei
brim í kvíunum. Allt þetta verk taldi hann að kosta mundi
hjer um bil 43,000 rdd. frá upphafl.
Með því vjer erum engir stórvirkjasmiðir, þorum
vjer hvorki að kveða upp um uppástungu þessa lof nje
last; en hræddir erum vjer um, að hann hafi lagt heldur
lítið í kostnaðinn til þessara kvíagjörða; og einkum erum
vjer hræddir um, að hann hafi eigi getið sjer rjett til, hversu
rammgjörðar þessar kvíar þyrftu að vera, til að geta stað-
izt sjávargang og brim, sem einalt er allmikið hjer á haust-
um og vetrum; enda var hann því ókunnugur með öllu,
þar sem hann var eigi hjer nema fáeina daga, þegar bezt
og blíðast var um sumarið; en af því leiðir aptur, að hann
gat eigi ætlazt á, hversu mikið fje þyrfti árlega til viður-
halds skipakvía þessara; en oss uggir, að það yrði eigi
alllítið; því að enda þótt eigi sje lijer brimrót mikið í
samanburði við það, sem er við þær strendur landsins, er
blasa við opnu hafi, uggir oss þó, að trautt yrði sá garð-
ur úr grjóti hlaðinn hjer út í sjó, að Œgir fœrði hann
eigi úr lagi eða ynni honum eigi stórskemmdir, þegar
minnst varði, og yrði það þá allmikill kostnaðarauki, að
halda slíkum garði við. þessar uppástungur Fischers voru
sendar stjórninni, og hún beðin að styrkja til að hafa
fram þessa kvíagjörð, með því að lána fjeð gegn árlegu
gjaldi til lúkningar skuldinni; en það vildi hún eigi gjöra,
og fórst því uppástunga þessi fyrir.
Árið 1859 sendi útgjörðarmaður gufuskipsins, sem
hingað kemur, stórkaupmaður Koch, hingað annan mann,
til að gjöra uppástungu um, hvað lielzt mætti gjöra hjer,
til að greiða fyrir ruðningu og hleðslu skipa. þessi mað-
ur stakk upp á, að gjöra skyldi bryggju út frá landi, er
gengi svo langt út á liöfnina, að nóg yrði dýpi fyrir kaup-
för að liggja við hana, hvernig sem sjáað væri, meðan
þau væru fermd og affermd; en uppástunga þessi reynd-
ist síðar óhafandi, með því að hann hafði talið sjávar-
200
En svo vjer tökum oss í munn orð tunglferðamanns-
ins sjálfs, viljum vjer enda með því, að segja eins og
hann, að nú sje nóg talað um þetta skrípalega drauma-
rugl, er hana hefur boðið lesendum sínum. Sofi hann
vel og rólega, og njóti betri drauma í annað skiptið, svo
liann eigi þurfl að sœkja að »Norðra» með draumórum
sínum.
Ritab í janúar 18fi2.
J. Hjaltalín.
Tvö systkin í Parísarborg.
Allir, sem hafa heyrt Parísarborg nefnda, og nokkuð
þekkja tit, mega geta því nærri, að margt munikoma þar
fyrir lögreglustjórnina, og sumt eigi mjög fagurt; en hins
vegar flnnast þar og þau dœmi, að kalla má aðdáanleg og
fögur í alla staði. Og svo bar þar við nú fyrir skemmstu,
að stúlkubarn eitt ungt, lítið vexti, fátœklegt, en þó hrein-
lega til fara, var dregið fyrir dórnarann og kært fyrir
lausamennsku. Stúlkan hjet Lucile. Dómarinn byrjar