Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 4
172 erum orðnir eptirbátar hinna menntuðu þjóða. Gæti rit- korn þetta vakið athygli landa vorra á ýmsum matvælum og hagkvæmari notkun þeirra, þá er tilgangi vorum náð. I>að, sem vjer höfum ritað, höfum vjer sagt í góðum til- gangi, og þótt ritkorn þetta sje miður fullkomið en vera skyldi, þá vonum vjer svo góðs til landa vorra, að þeir taki viljann fyrir verkið. Ritaí) í janúar 1862. J. Hjaltalín. Enn nú eitt orð nm vörnverknn á ís- landi. Eigi verður því neitað, að þeir menn, sem hugsað hafa um hag þessa lands og viljað eíla framfarir þess, hafa, bæði fyr og síðar, bæði utanlands og innan, gjört þetta mikilvæga atriði, sumsje vöruverkunina, að umtalsefni, og hvatt landsmenn á ýmsar lundir til þess, að vanda sem ^bezt alla viiruverkun; því verður heldur eigi neit- að, að áminningar þeirra hafi endur og sinnum borið nokkra ávexli. þannig vitum vjer eigi betur, en að salt- fislcsverkun hjer á Suðurlandi tœki talsverðum bótum, ept- ir að umkvörtun og auglýsing sú, sem fiskikaupafjelagið í Barcelona á Spáni gjörði 8. nóv. 1846 um hina óvönd- uðu verkun á íslenzkum saltfiski, kom almenningi hjer fyrir sjónir; og má lesa auglýsingu þessa í »hugvekju um vðruverkun« í Reykjavíkurpósti l.ári, bls. 97—105; enda er sú hugvekja í alla staði þess verð, að hún sje lesin að nýju. En allt um það, þótt þetta efni hafi opt og tíðum verið brýnt fyrir mönnum, þá virðist oss eigi vanþörf á, að minnast enn einu sinni á það, fyrir því, að hjer er ekki um smámuni að gjöra, heldur miklu fremur um eitt hið mesta nauðsynja-og velferðar-mál þjóðar vorrar. Vjer treystum því, að landar vorir gefi þessu mikilvæga atriði góðan gaum; því, eins og vjer sögðum, hjer er að rœða um eilt hið helzta nauðsynjaefni, um gagn og hagsmuni landsins, um sóma og álit hinnar íslenzku þjóðar. Eða eru ekki hagsmunir vorir og efni, sómi og álit á förum, ef það óorð kœmist á varning vorn, að hann væri ekki boðlegur, ekki kaupandi, af því hann væri svo illa vand- aður? Væri það ekki hörmulegt lil frásagna, ef íslenzkri vöru yrði vísað frá einhverjum markaði út í löndum, af því hún þœlti ekki boðleg? Og þó vantaði lítið á, að þannig tœkisttil fyrir oss á Spáni árið 1846, að því er salt- íiskinn snerti. I »Varningsbók« Jóns Sigurðssonar, sem vjer óskum að sem flestir lesi, sjá menn, að ull og hjsi hjeðan frá landi er sumstaðar í útlöndum í svo Iitlu áliti, að það má ekki tæpara standa. Menn verða um fram allt að hafa hugfast, að aðrar þjóðir eru oss svo ólíkar; þær reyna til með ýmsu móti að vanda varning sinn, keppast hver við aðra í því, að verða ekki aptur úr, eins í vöru- verkun, eins og í öðrum hlutum, og þess vegna feru þær vandlátar að vöru eins við oss eins og við sjálfar sig. Vjer eigum að vísu erfitt Islendingar, þar sem vjer erum svo einmana og langt frá öðrum þjóðum, og getum því ekkí eins hœglega borið oss og störf vor saman við aðr- ar þjóðir og störf þeirra, og sjeð hvað oss líður; en þó gætum vjer miklu meira gjört, en vjer gjörum í þessu efni, ef hugurinn væri vakandi og fjörugur hjá oss, framfara- löngunin föst og alvarleg, og sómatilfinningin lifandi og öflug í brjóstum vorum; en vjer erum svo daufir og fram- takslausir, og úrræðalitlir, og rígbundnir við venjuna, hvernig sem bún svo er. Enginn heilvita maður finnur að því, þótt vjer höldum fast við góða venju, en hitt er einfeldnislegt og rangt, að fylgja vondri venju; en það köllum vjer vonda venju, að bregða ekki út af uppteknum hætti, t. a. m. í vöruverkun, þótt mönnum sje sagt og sýnt, að þessi upp- tekni háttur, þessi forna venja sje skaðleg og röng, af því hún spilli vörunni í augum útlendra þjóða og rýri hana í verði. Og nú vantar eigi það, að mönnum sje bent á, hvernig betur megi verka vöruna, en hingað tii hefur verið gjört hjer á landi. Lesi menn vel og vand- lega það, sem ritað hefur verið um það efni, t. a. m. nú seinast í »Varningsbókinni«, og menn munu komast að raun um, ef því er fylgt sumu, sem þar er bent á, þá kemst breyting á til hins belra. Vjer viljum geta þess, að nýlega höfum vjer sjeð nokkrar »reglur um fiskverkun«, sem faktor Guðmundur Thorgrimsen á Eyrarbakka hefur látið prenta, ogsemhann mun ætla að út býta meðal manna fyrir austan fjall, er íiskiafia stunda; er það vel og drengilega gjört af hon- um, að vilja leiðbeina mönnum til þess, sem er gott og gagnlegt, og vjer óskum þess og vonum, að kaupmenn vorir hjer syðra leggist aliir á eitt í þessu efni, og gjöri hvað í þeirra valdi stendur, tii að hvetja menn og leiðbeina í svo áríðandi efni sem vöruverkun er, þeim sjálfum og landsmönnum til gagns og sóma. Vjer skulum enn fremur geta þess, sem með fram gaf oss tilefni til að rita grein- arkorn þetta, að vjer höfum fyrir skemmstu sjeð kafla úr brjcfi frá kaupmanni einum, er verzlun hefur hjer á landi; brjefið er ritað í Kaupmh. snemma í des. mán. árið sem leið, og þar segir hjer um bil á þessa leið: »Sárt er til 215 ini. þegar Livingstone hafði kynnt sjer tungu og siðu þessara þjóða, þá settist hann þar að hjá þeim, kvong- aðist dóttur Moflats, og fjekk mann til liðs við sig, og tók að boða heiðingjum kristna trú og kenna þeim betri siðu. Einatt ber það til í löndum þessum, að villidýr verða œrið nærgöngul, og gjöra það ilit, er þau geta. Ein- hverju sinni bar það til, að Ijón gjörðu mikinn skaða á fjenaði manna í því byggðarlag, er Livingstone var. Menn gripu til vopna og bjuggust að vinna Ijónin; Livingstone var einn í för þeirra; komst hann þá í krappan leik og segir svo frá: »Jeg hafði skotið Ijón eitt, en meðan jeg var að hlaða byssuna aptur, heyrði jeg dýrsorg; jeg leit við og sá ljón koma stökkvandi; það greip tönnum í herð- ar mjer, svo jeg fjell við, og hrötuðum við þannig ofan fyrir brekku þá, er jeg stóð á; ljónið urraði hryllilega við eyra mjer og hristi mig allan, eins og þá hundur hristir völsku, er hann liefur náð. Ilöggið, sem jeg fjekk, þegar Ijónið greip mig, gjörði mig ailan scm agndofa; það kom yíir mig eitthvert magnleysi, líkast því sem oss virðist j 216 koma yfir mús, þegar köttur hremmir hana. Jeg fanu hvorki til sársauka nje ótta, en sá glöggt og vissi það, sem gjörðist í kring um mig; jeg var eins og sjúklingur sá, sem brugðið er deyfandi lyfjum fyrir vitin; hann sjer hnífinn og skurðinn, sem læknirinn sker, en finnur eigi til sviðans. þessi undarlega værð, sem á mig kom, var eigi sjálfum mjer að þakka; hristingurinn eyddi hræðslunni, og jeg horfði óttalaus á hið ólma villidýr. Að öllum lík- indum fer öllum kvikindum þannig, er óargadýrin drepa, og það er gœzkurík ráðstöfun skaparans til þess að minnka kvalir dauðans. Jeg sneri höfðinu lítið eitt við, því dýrið þrýsti svo fast að hnakkanum á mjer, og þá sá jeg, að það starði á Mcbalve, einn af fjelögum mínum; hann stóð skammt eitt frá, mundaði byssuna og miðaði á ljónið; tinnulásar voru á byssunni; járnin hlupu bæði, en hvor- ugt kveykti í púðrinu; ljónið sleppti mjer, hóf sig á lopt og beit Mebalve í lærið. Maður var þar sá, er jeg hafði eitt sinn bjargað undan buffal-nauti1; hann hljóp til og 1) Buffalo á ensku, Bóffel-oxe á. dOnsku, rettiÆur austau af lud-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.