Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 7
175 28. októberm. í vetur, eptir hálfsmánaðarlegu í tauga- veiki (Typhus). I vor sem leið var hann á þingaferðum um sýsiu sína, fór þá einhvern dag yfir illfœrt vatnsfall, og sat votur á manntalsþingi því, er hann hjelt samdœg- urs ; upp frá því var hann lasinn, svo að hann tók aldrei á heiium sjer, en maður fjörugur og harður, og gaf sig ekki fyr en í fulla hnefana, annríki nóg og ónæði í erfiðri svsiu; þegar þar á ofan bœtist hinn liættulegasti sjúk- dómur, taugaveikin, en læknishjálp, ef til vill, engin eða lítil, þá er eigi kyn, þó lífið láti undan, og jafnvel hraustir œskumenn annaðhvort missi heilsu, eða láti lííið með öllu. Og hjer má með sanni segja, að þessi embættismaður kembdi eigi hærurnar. Hunn var fœddur 9. nóvemberm. 1826, og varð þannig að eins háiffertugur. Hann út- skrifaðist úr Bessastaðaskóla árið 1846, varð sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1853, kvongaðist 1855 yngstu dóttur Melsteðs amtmanns, Pórdísi, sem nú harmar ástríkarx mann og föður tveggja ungbarna sinna. En þeu eru margir nær henni og fjær, sem syrgja lát þessa góða, glaðlynda og örugga manns: fyrst og fremst móðir hans (ekkja hins nafnfræga iandlæknis Jóns Thorsteinsens), er nú sviptist bezta syni og líklegustu ellistoð sinni, þar næst systkin, og aðrir venzlamenn, og loksins sýslubúar hans, sem unnu honum og virtu liann sem góðan dreng og dugandi yfirvald. Hann bjó að Eskjufirði, en er jarðaður að Hólmum íReyðarlirði við hliðinaádr. Gísla Brynjúlfssyni. •þ Jón bóndi Guðmundsson var fœddurl789. Yar hann náskyldur Hallgrími lækni Jónssyni, sem nú er ný- dáinn í Skagafirði. þegar sjera Jónas sál. Jónsson var prestur á Nesi í Aðalreykjadal, var Jón hjá honum ungl- ingur um nokkur ár, kom sjer jafnan mæta-vel og þótti mannsefni. Nokkur ár var hann ræðismaður í Presthól- um bjá sjera Stefáni Lárussyni Scheving; þaðan kvong- aðist hann og gekk að eiga Guðnýju Sigurðardóttur frá Grímsstöðumá Fjöllum, góðan kvennkost af góðum komna. Reistu þau bú á eignarjörðu Jóns, Brekku í Núpssveit, eignuðust þar 2 efnilega sonu; annar þeirra dó 12 ára á að gizka. Optast var Jón hreppstjórans í Núpsstaðasveit önnur hönd. Ef um nokkur vandamál var að gjöra, sem sýslumaður eigi sjálfur kom til, ljet hann Jón með leið- sögn sinni útkljá það cður undir búa, svo að málið gæti reglulega komið undir aðgjörðir sýslumanns. Frá Brekku íluttu hjón þessi að Borgum í þistillirði; þar varð hann hreppstjóri, og einn af þeim, sem sýslumaður kanselíráð j>órður Björnsson hafði mestar mætur á. llvað lengi hann gegndi hreppsljórnar- og sættagjörðarmanns-embætli, maa jeg ekki, en 1837 fjekk prestur sjera Yernharður j>orkels- son hann til að fara með sjer vestur að Hítarnesi, því annan þekkti hann ekki honum hreinskilnari á þessari öld eða betur fallinn til að koma sjer við ókunnuga en Jón, óhræddur um, að eins mundi hann kynna sig hjer og þar. j>etta reyndist og, því eptir að hann hafði verið 3 ár ræðismaður i Hítarnesi, búið um hrið á eignarjörð sinni Ölviskrossi, verið með konu sinni hjá syni sinum kvonguðum, Ásbirni í Haukatungu — sem svo var upp- alinn, að ætíð var harin foreidrunr sínnm til sóma og gleði — búið að nýju á Emmubergi á Skógarströnd, fylgdi hann elskaður og tregaður af öllum, sem þekktu hann, syni sínum eptir austur í Skaptafellssýslu, hvar hann dó haustið 1861. Við lækningar fjekkst hann með læknis- leyfl með góðri heppni, einkum eptir að hann kom aust- ur. Árið 1858 dó kvennValið Guðný kona hans, sem enga skepnu gat auma litið án meðaumkunar. Engra minntist Kári eins opt á Bergþórshvoli eins og Njáls og Bergþóru. V. Th. l'i[ú Kv;efi7. sem fylgdi þessum minningarorííuin eptir J. GuS- mundsson, getum vjer ekki tekií) vegna rúmleysis. Kitn. 4. r VIGFUS GUDMUNDSSON1 Eptir guðs boði gekk nú til hvíldar hinn góðfrœgi Vigfús Guðmundssonur ; eptir stríðið sigrað í stundarheimi kórónu dýrðar krýnist á himnum. llann var hugljúíi hvers, er þekkti, guðhræddur, siðsamur, gestrisirm, stilltur, hófsamur, hreinskilinn, hjartagóður, glaðvær, greiðugur og göfuglyndur. dáinn 31. janúar 1862. flann var elskulegasti ektamaki, ástríkur faðir og fósturfaðir, búhöldur góður, bœnda prýði, sveitar sómi, sannkallað mannval. Við syrgjum þig, vinur, en samfögnum með þjer, því Kristur hinn algóði þig kallaði og mælti: »Komdu blessaður, barn míns föður, og eignast það ríki, sem frá upphaft var þjer fyrirbúið*. Sælir eru þeir, sem friðinn semja, því þeir munu jiðsbörn kallaðir verða. L) þessi morkismaÍJur var faibir sjova Guíimundar Vigfússonar í MelstaiT. 221 þjóðunum, engin verzlun og engin sölubúð til. Við urð- um því að búa allt til, sem við þurftum, frá stofni. Ef á tigulsteini þurfti að halda til húsabyggingar, þá varð fyrst að fara útá skóg, fella eikur, saga borð, smíðatrje- mót til að mynda steinana á. Hurðir og gluggar í hið tilvonandi hús stóöu laufguð á rótum sínum í skóginum; húsin verða menn að gjöra reisuleg og stór, svo hinum innlendu mönnurn þyki nokkuð að þeim kveða, annars leggja þeir rýrð á húsin og oss, senr búum í þeim; en það er œrið kostnaöarsamt að reisa slík hús frá stofni; landsmenn þar geta litla aðstoð veitt við þá húsagjörð, þó þeir vilji, enda er þeim svo undarlega farið, að þeir geta engan hlut gjört hornrjettan eða ferstrendan; allt verður kringlótt og sivalt í höndum þeirra; þeir bvggja sjer kringlótt hús eins og allar Betjúana-bjóðir gjöra. Jeg reisti mjer þar 3 liús á ýmsum tímum og öll stór; sjálfur varð jeg að hlaða hverjum steini, höggva og telgja til hverja spýtu, sem í þau hús fóru. þegar konan er búin að inala mjölið, þá er að gjöra brauð úi því, og þá 2*22 er í skyndi búinn til bökunarofninn úr hellum og leiri. Önnur aðferð er sú — og væri vel ef menn í Australiu tœkju upp þann sið, því þá yrði brauð þeirra betra — menn kinda eld á sljettri jörð; þegar hún er orðin heit, setja menn brauðdeigið í pönnu á heita jörðina, eða ofan á öskuna heita, eins og hún er, og hafa enga pönnu, hvelfa katli þar á ofan, þjappa öskunni allt um kring ketiiinn og leggja glœður á hann ofan; sje nú súrdeig við haft og brauðið lálið standa eina eða tvær kiukkustundir í sólar- hitanum, þá verður það bezta brauð. Sjálf bjuggum við okkur tii smjör; steinkrukku höfðum \ið fyrir strokk; kerti steyptum við í formum; sápu gjörðum við úr viðar- ösku eða saltjurtaösku; það er engin frágangssök að verða þannig að taka allt lijá sjálfum sjer; menn flnna þá til hinnar sömu ánœgju, sem Alexander Selkirk, er hann af hugviti sínu gat fundið hvert ráðið eptir annað, eitt öðru betra og hagkvæmara, og aldrei finna menn betur, hve gott er að eiga konu, en þá, er menn sjá hvern hlut- inn cins og sprelta upp af öðrum milli handa duglegrar,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.