Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 5
173 þess að vita, hversu illa fiskurinn frá Faxaflóa þolir geymslu, hve vandlega sem hjer er um hann búið. Hins vegar má segja um flskinn af Vestfjörðum, að bæði hefur liann betra útlit, og svo þolir hann miklu betur geymsi- una, enda selst hann lijer 6—7 rd. betur hvert skpd. í- smákaupum öllum, heldur en sunnanfiskurinn. J>að er sárt að sjá, að nú pegar, í des. mán., er næstum því hver og einn fiskur af liinum sunnlenzka með einkennúm, er benda til þess, að hann ætlar að skemmast; meira en helmingur er farinn að taka í sig bletti, svo að tals- vert af honum er orðið svart bæði á fisk og roð, rjett eins og að hann heföi legið í moldu; þessir skemmdu fiskar finnast. inni í miðjum stakki, þar sem hvorki hefur komizt að lopt nje væta, og þessi spiiling breiðist út um stakkinn til hins mesta skaða; af þessu leiðir, að óorð kemst á sunnlenzka fiskinn og kaupmönnum er búið tjón«. J>etta eru ekki góðar frjettir, en því miður munu þær vera sannar, því maðurinn, sem ritað hefur, er hinn áreiðan- legasti í orðum. En hverju er nú þetta að kenna? það er áríðandi spurning, og þess verð, að betur væri rann- sökuð. Er það eingöngu að kenna miður vandaðri með- ferð á fiskinum hjá kaupanautum þessa manns hjer í landi, eða er það af annari orsök? Vjer getum eigi leyst úr því, sízt að svo stöddu, en þó mun varla geta hjá því farið, að meðferðinni á fiskinum hjer í landi sje það að noklcru leyli að kenna. En liins skulum vjer einnig geta, — því það er í alla staði þess vert, að menn gefi því gaum — að vjer höfum eigi alls fyrir löngu heyrt einn reyndan og greindan kaupmann segja, að vera mælti, að þessar skemmdir á fiskinum væru því að kenna, að sumt af salti því, sem hingað er flutt frá Englandi, sje svo Ijett í sjer og kraptlítið, að það sje ó.nýtt til frambúðar, bæði í fisk og kjöt; það frjósi í frosthörkum, og þábráðniþað eigi, og renni eigi inn í fiskinn fyr en seint og síðar meir, og þá sje hann orðinn gamall og saltið gagnslaust, og þá sje skemmdin vís; þar á móti sje spánslca salt/ið miklu þyngra í sjer og miklu lcröptugra; það frjósi eigi, þótt hitt frjósi, og þegar það sje við haft, sje helzt að var- ast, að salta eigi um of, svo fiskurinn saltbrenni ekki. Vjer drepum að eins á þetta, en skorum á góða menn, sem vit hafa á slíkum hlutum, að láta álit sitt í Ijósi. Hvað hjálpar það, þó vjer drepum á eitt eður annað í blaði voru og vekjum máls á því, ef allir aðrir þegja? þá fyrnist þegar yfir þann hlut, þó hann sje þess maklegur, að margt væri um hann ritað og rœtt; en ef fleiri máls- metandi menn láta einnig til sín heyra, þá er þó heidur vonandi, að menn veiti hlutnum eptirtekt, og að sú eptir- tekt nái til verkanna og beri einhvern ávöxt. Dóitiur yfirdótnsins. Mánudaginn 13. janúar 1862, málsfœrslumaður ,1. Guð- mundsson skipaður sóknari gegn Birni Kristjánssyni. það má álítast nœgilega sannað, bæði með eigin játn- ingu hins ákærða Björns Kristjánssonar og eins öðrum at- vikum, að hann eitt sinn í sumar, er leið, hafi hnuplað smjörbita, er lá upp á hyllu í tómthúsi nokkru, sem hann hafði verið sendur inn í, og hefur smjörbiti þessi verið virlur á 66 sk., og eigandinn fengið hann aptur. Fyrir þetta tiltœki sitt er hinn ákærði, sem tvisvar áður hefur verið hegnt fyrir þjófnað — í fyrra sinn eptir undirrjettardómi úr Skagafjarðarsýslu 13. sept. 1842 með 15 vandarhagga refsingu, og í seinna skiptið eptir þessa rjettar dómi 22. maí 1848 með 4 ára festingarerfiði, og þar að auki i 3. sinn með undirrjettardómi í Vestmanna- eyjum 12. júní 1860 verið sektaður um 6rdd., samkvæmt 30. gr. í tilsk. 11. apríl 1840 — nú dœmdur við auka- rjett í Vestmannaeyjmn 8. nóvember, er seinast leið, fvrir 3. sinn framinn þjófnað til 4 ára betrunarhúsvinnu; auk þess, að lúka alian af sökinni löglega leiðandi kostnað, og þar á meðal til svaramanns síns 48 sk., en þessum dómi hefur liinn ákærði skotið lil landsyfirrjettarins. þegar meta skai saknæmi þessarar yfirsjónar hins á- kærða virðist hún, er hið tekna að eins numdi 56 skk. og voru matvæli ein, eiga að heimfœrast undir grundvall- arregluna í 30. gr. í tilsk. 11. apríl 1840, þar eð þvílíkar gripdeildir, er vor eldri lög, ergiltu hjer á landi um marg- ar aldir, nefnduhvinnsku, í mótsetning við verulegan þjófn- að, og lögðu við mjög væga hegningu, skoðast enn nú þann dag í dag hjer á landi ekki sem þjófnaður í almenn- ings-áliti, sem í þessu atriði, eins og skiljanlegt er, ekki hefur breytzt við tilsk. 11. apríl 1840, 30. gr., sem ein- mitt innleiðir í Danmörku sem almenna reglu aðskilnaðinn milli verulegs þjófnaðar og þess, er vjer köllum hvinnsku eður hnupl (undtaget Tyveri); því þó það sje vitanlegt, að tjeð lagagrein gangi út frá nokkuð þrengri og takmarkaðri hugmynd um hvinnsku, en sú er, sem vakir og hefur vak- að í meðvitund manna hjer á landi, þá er þó hitt með öllu auðsætt, að lagagrein þessi, heimfœrð upp á þetta land, hlýtur að skiljast samkvæmt almenningsálitinu hjer, en eigi í Danmörku, eins og undirdómarinn þó hefur skilið hana, því það verður þó auðsjáanlega að vera al- 217 lagði spjóti á ljónið; en er dýrið íjekklagið, ljet það Mebalve lausan, greip þennan mann í öxlina og hnykkti honum und- ir sig, en i þeim umsvifum datt ljónið dautt niður; kúl- urnar, sem skotið hafði verið í það, höfðu svo unnið á því, að því var eigi lengur líft. Allur þessi atburður stóð eigi lengur en nokkrar mínútur, og var að eins fjörbrot og dauðateygjur ljónsins; það hafði rnolbrotið upphand- legg minn og ellefu tannaför sáust á honum eptir það; sárin eptir ljónstennur eru líkust þeim, er menn fá af byssuskotum«. þessi iitla saga, sýnir eptirtekt og hugar- far Livingstones. Hann veitir öllu athygli og sjer alstað- ar vott um gœzku skaparans. þannig bendir hann mönn- um hjer lil þess af sjálfs síns reynslu, hversu rnenn og skepnur, er lenda í gini villudýranna, muni kveljast minna landi er afarst.'rvaxu) nautakyn suríur í ír.ndum, einatt manneygí) og hin y'estu viíiureignar sokurn afls og rirrulbis. Bison-naut (vísundar) eru minni lúttast en á Póllandi, austur í Kákasus og í Amoríku. Moskus-naut, or vjer bófum minnzt áí „uorburfórum1', er lriri þritrja Tilliuauta tegund. 218 en margur hefur ætlað. Hann er, eins ognærrimá geta, hinn náttúrufróðasti maður, og þegar hann er að tala um landslag og aldini þau, er hann sá á ferðum sínum um suðurálfu, þá hnígur frásögn hans jafnan að því, lil hverra nota það eður það sje, eður mælti en fremur vera, og hvernig megi endurbœta það eður það, svo það verði mönnurn að en meiri notum. Á einum stað getur hann þess, að í Kalahari-eybim'órk — það cr afarmikil eyði- mörk vestur í land frá Iíolobeng, þar sem Livingstone hafði þá aðselu — vaxi jurtategund ein, og á rótum henn- ar sitji hnúðar, eins konar jarðepli; í hnúðum þessum eða hnútum er vökvi, sem nœrir jurtina og heldur henni við, þótt hiti og þurrkar gangi missirum saman. Ein af jurt- um þessum heitir Lerosjúa, og er sannnefnd lífsbjörg þeirra, er búa á eyðimörkinni; grafi menn undir það alin niður með jurt þeirri, koma menn ofan á þennan rótar- hnúð, sem er á stœrð við barnshöfuð og fullur af sval- andi vökva, eins og næpuvökvi; kemur slíktsjervel í liit- anum, sem þar er. En er önnur jurtategund sú, er Mo-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.