Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 13.03.1862, Blaðsíða 8
176 Jjnters-varðinn í Worms. Forstöðunefnd Lúters-varðans í Worms hefur með hrjefi 7. okt. f. á. viðurkennt móttöku þeirra 1,234 rdd. 22 skk., sem lienni voru sendir hjeðan með brjefi mínu 15. september 1859, og sem voru þau samskot lands- manna hjer til minnisvarða Lúters, sem til þess tímavoru til mín komin. Jafnframt þessu hefur hin sama nefnd sent mjer fjórðu ársskýrslu sína um athafnir sínar og fram- gang fyrirtœkisins, og af þeirri skýrslu sjest, að nefndina vantar en oerið fje, til að koma varðanum upp í fy%ir- huguðu formi, enda verður hann frábært listaverk, ef efnin væru nœg fyrir hendi, til að fullgjöra liann. En fil þess að höggva skarð í kostnaðinn, hefur nefndin látið gjöra uppdrátt, sem hún hefur sent mjer 1 expl. af, af fram- hlið minnisvarðans, eins og hann á að verða, og standa þar á stöplum mynd Lúters og annara hinna merkustu mátt- arstólpa siðabótarinnar. J>ennan uppdrátt lætur nefndin selja, en ver peningunum aptur til minnisvarðans. Nefndin lrefur og mælzt til þess við nrig, að jeg gjörði löndum mínum kunnugt, að uppdráttur þessi fengist til kaups hjá herra bóksala F. A. Brockhaus í Leipzig fyrir 15 Sgr. eða 54 kr. Rheinisch, það er lijer um bil 4 til 5 mörk í dönskum peningum. Af því jeg býst við, að þeir kynnu að vera nokkrir hjer á landi, sem mundu vilja eignast uppdrátt þennan, álít jeg hœgast fyrir þá, að slá sjer saman fleiri, t. d. úr heilu prófastdœmi, og að einn þeirra pantaði svo mörg exemplör af honum, sem nœgði handa prófastdœminu eða hjeraðinu, hjá einhverjum bóksala í Kaupmannahöfn, sem hœglega mundi geta fengið hann frá þýzkalandi. Jeg vil jafnframt geta þess, að ef 10 expl. eru keypt, fæst hið 11. ókeypis. Nefndin vonar, að hjer á landi verði gjörður góður rómur að þessu máli, og að menn muni kaupa uppdrátt- inn, sjálfum sjer til ánœgju og fyrirtœkinu til eflingar. En með því nefndin hefur í ársskýrslum sínum þakklát- lega viðurkennt hinar góðu undirtektir Islendinga undir hina fvrri áskorun hennar, og að þeir hafi lagt drjúgan skerf til minnisvarðans, fer hún ekki fram á frekari til- lög við oss, en áður eru komin, þó hana vanti enn mik- ið, enda ber svo vel í veiði, að hjer hafa smámsaman, síðan 1859, safnazt fyrir nálægt 160 rdd. í þessu sama skyni, sem jeg mun senda nefnd þessari næsta sumar. Skrifstofu biskupsins yftr Islandi, i2. febrúar 18(52. II. G. Thordersen. Veöurátt og nfLabrögð. Eptir blíðviðrið, sem gekk allan næstl. mánuð, breyttist veðrið þegar í byrjun þ. m. Var hart norðanveður fyrstu dagana og frostið náði 11°R. Að eins 6. þ. m. var logn, en síðan hafa gengið austan og nú síðustu 2 dagana útsunnan og vestan stormar, og fram undir í \iku hefur verið snjóhrakningur í lopti, og fallinn er talsverður snjór fjalls og fjöru í millum ; en sjómenn vorir kalla það gott fiskigönguveður. Róið var alstaðar af Inn- nesjum 6. þ. m. og fiskaðist þá lítið; síðan hefur verið gæftaleysi. Suður í Höfnum var sagt góðíiski um fyrri lielgi, og farinn að fiskast í Iíeflavík netafiskur. þannig var sagt, að einn hefði fengið þar 200 fiska í 11 neteptir nóttina; í Garði og Leiru hafði og þorskur fengizt á fceri, en að sögn allur krœktur. Alstaðaðar austanfjalls var og lárið að fiskast þá seinast frjettist. Tvö skip úr Reykjavík fengu nokkra hákarla rjett fyrir norðanveðrið, síðasta dag f. m. Prestaköll. Veitt: Holtsprestakall í Rangárvallasýslu 24. fehrúar sjera Birni þorvaldssyni. Stóradalsprestakall í Rangár- vallasýslu s. d. sjera Jóni Bjarnasyni. Óveitt: Stafafell í Austur-Skaptafellssýslu, metið 37 rdd. 12skk., auglýst 25. febrúar. Meðallandsþing í Vest- ur-Skaptafellssýslu, metið 22 rdd. 32 skk., auglýst s. d. Eptir brjefi lögstjórnarráðherrans 13. febrúar 1861 fær presturinn til Langholts 110 álnir eptir kirkjukúgildin borgaðar in nalura, eða eptir því verði, sem er á þeirri vörutegund í verðlagsskránni. Reykholt í Borgarfjarðar- sýslu, metið 68 rdd. 64 skk., auglýst 4. marz. Emerit- presturinn í hrauðinu nýtur árlega ad dies vitœ, 1. eptir að hafa skilað stað og kirkju í tilbærilegu standi, tveggja fimmtu parta af brauðsins vissu tekjum, hvar upp í reikn- ast afgjaldið af kirkjujörðinni Breiðabólstöðum. 2. að helmingi veiðirjettar i Laxfossi í Grímsá móti eptirmann- inum, og kosti sjálfur til veiðanna að því skapi. 3. frjálsr- ar íbúðar í því húsrúmi, sein hann á sjálfur á staðnum eptir samkomulagi við eptirmanninn. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Vriðrikison, Jón Jónsson Hjaltalín, Jón Fjetursson, ábj rgísarmafcur. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í preiitsmifbjuiim í Reykjavík 1862. Einar párfbarson. 223 liygginnar og starfsamrar konu. Sumum kann að þykja einhver æfintýra-og skáldabl-ær áslíkum búskap sem þess- um; en þannig líður æfin fram í starfsemi og góðverkum, og þá æfi geta góðir menn veitt sjer heimá á ættjörðu sinni. Einn dagurinn getur lýst hinum öllum. Við vor- um árla á fótum, því kveld og, morgnar og nætur voru fögur og hressandi, þar sem við bjfuggum við Kolobeng, þó ákaflega væri heitt á daginn ; þó rnátti eigi kalla þær stundir svalar; þær voru einmitt mátulega kælandi, og við sátum opt fram á miðnætti án þess að fá kvef eður hósta. Afhallanda miðjummorgni, milli 6. og7. stundar, hjeld- um við morguntíðir og tókum árbita, því næst byrjaði tilsögnin í skólanum; buðum við þangað þeim, er þiggja vildu, gömlum og ungum. Um elleftu stund var þeirri tilsögn lokið, og kona kristniboðarans gætti lnis og barna, en hann sjálfur tók sjer önnur störf í hönd, annað- hvort sem járnsmiður, eða trjesmiður, eða garðyrkjumað- ur fyrir sig, eða hina innlendu menn, sem þess þurftu við; væri þeim leiðbeint eða hjálpað í þessu, þá rjettu þeir 224 okkur aptur hönd í okkar garði; þannig kom greiði móti greiða og vinna fyrir vinnu. Einni stundu eptir miðdegí gekk konan til barnaskólans og sagði þartil hundrað smá- börnum; börnunum þótti mjög vænt um þá tilsögn, en foreldrar þeirra ljetu þau að öðru leyti ganga sjálfala; auk þess kenndi konan mörgum smástúlkum að sauma. I þessum skólum og við þessa tilsögn voru þau hjón (Li- vingstone og kona lians) liðlangan daginn til sólseturs. Eptir sólarlag var maðurinn vanur að ganga inn í bœjar- þorpið og tala við menn um ýmsa hluti, ýrnist um ver- aldlega, ýmist um andlega; þrjú kveld í viku, eptirmjalt- ir, þegar dimmt var orðið, var guðsþjónusta haldin, og eitt af þessum þremur kveldum sögðum við þar að auki tilheyrendum okkar frá ýmsum hlutum veraldlegs efnis, og sýndurn þeim myndir og sýnishorn af þeim hluturo til skilningsauka. (Framhald síðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.