Íslendingur - 07.06.1862, Qupperneq 1

Íslendingur - 07.06.1862, Qupperneq 1
ÞRIÐJA ÁR. 18®§0 7- J6ní- M 4 Um jafnaðarsjóðfna, eptir alþingismann Arnljót Ólafsson. Fagnrt heiti og gott nafn hefur jafnan þótt kostur góður, hvort sem það hetdur er hlutar heiti eður manns, þá fer eigi hjá því, að það gangi í liugskotsaugu manna, líkt og fögur ásýnd gengur mönnum í augu. í líferni manna og sögu þjóðanna koma fram margir þeir viðburð- ir, er mjög svipa til leiksögunnar um Saladín hinn heppna og Múrað hinn óheppna. Múrað trúði því að liann væri illu heilli borinn, fyrir því að hann bar þetta ógæfunafn, og honum varð að trú sinni, með því ’að líf hans var ein- lægur hrakfallabálkur. Fyrir þessar sakir sækjast menn og jafnan eptir að gefa hlutum og viðburðum, hugmynd- um og málefnum sínum góð nöfn og »girnileg til fróð- leiks«. Frelsi, þjóðerni og almenníngsálit eru hin vin- sælustu orð og hin geðfelldustu hverjum manni; fyrir því ber hverr ræðumaður og rithöfundur þessi orð í skjaldar- merki sínu, hvort sem hann skilur þau eður eigi, skilur þau vel eður illa, og hvort sem hann vill orðum þessum vel, eður hann hefur þau að skálkaskjóli eigingirni sinnar. íslandi fylgir sú óliamingja að hafa nafn hart, sem kunn- ugt er; hver erlendur maður, er heyrir ísland nefnt, fær í sig kuldahroll, og hyggur að landið sé óbyggilegt sakir isa og kulda, og þó er ís hér sjaldnar en fyrir Labrador- (Uellulands)ströndum, og eigi optar en norðan til í Kanada (Marklandi), hvað þá heldur en umhverfis Grænland. En Eiríkur rauði kunni það kænskubragð að gefa gott nafn, þá er hann fann land fyrir vestan haf, kallaði liann það Grænland, »því at hann lét þat menn mjök mundu fýsa þangat, ef landit héti vel«. Hefði nú eigi ættleggur Ei- ríks rauða orðið aldauða, þá mundi jeg liafa sagt, að ein- hverr af niðjum hans hefði fundið nafnið jafnaðarsjóður, og líklega mun það hafa verið einhverr orðprúður Vest- íirðíngur, því hverr sem lieyrir nafn þetta álengdar, hann hlýtur að verða harðla glaður við, því »allur er jöfnuður- inn góður«, og dettur þegar í hug, að þetta muni vera rjettlœtissjóður, fyrir því að jöfnuður í álögum er rjett- læti. En ef alls er gætt, þá mun sjóður þessi svo draga nafn af jöfnuði, sem lucus a non lucendo, eður hann ber svonafnmeð rjettu sem orðið »ofljóst« í refhvörfum. En nú er bezt að láta nafhið eiga sig, því jeg segi fyrir mig að mjer þykir jai'nan nafnið eitt litlu skipta, en vil leitast við að rannsaka merkíngu þess, og fyrir því ætla eg mjer nú að skýra frá hver lög sje fyrir jafnaðarsjóðagjaldinu. þetta er að vísu eigi nema tilraun, en jeg liugga mig við það, að aðrir bæta þá við, sem betur kunna. Jafnaðarsjóðirnir eru engin gömul stofuun hjer á landi. það má nú þykja svo sem sjálfsagt, að þeir sjeu eigi eldri en ömtin og amtmennirnir, er eigi hafa enn kembt hær- urnar á landi hjer, og sumir spá þeim heldur eigi langra lífdaga. En það kemur eigi mál við mig. Með tilskipun 15. xnaí 1770 var landinu fyrst skipt í tvö ömt eður landstjórn- arumdæmi; var Norðlendínga- og Austfirðíngafjórðúngur í Norður- og Austurumdæminu, en Sunnlendínga og Vest- firðíngafjórðúngur í Suður- og Vesturumdæminu’. Síðan 1; Skiptíug þessi má þykja uokkuÍ uudarleg, er þess er gœtt, voru Skaptafellssýslurnar lagðar til Suður- og Vesturum- dæmisins með konungsúrskurði 12. maí 1783, sbr. kon- ungsbrjef 19. maí s. á. En Vesturumdæmið var greint frá Suðurumdæminu með konungsúrskurði G. júní 1787. í Jónsbók eður rjettarbótunum er hvergi, það jeg veit tii, talað um kostnað glæpamála, eður nokkurn þann kostnað, er jafnað væri niður á alþýðu. Síðan mála- ferli voru tekin eptir norsku lögum, þá munu sýslu- menn hafa tekið kostnað sinn af búi sakamanns, eptir norsku laga 1—22—2 (d. 1. 1—23—2), eður af borgun- armanni hans, eður þá að sýslumaður hefur ekki fengið, ef sakamaður átti ekki fjár, og gat engan fengið til að handsala fyrir sig. Arið 1736 (s. konungsúrsk. 26. mar/. þ. á.) fengu sýslumenn í umboð óvísaeyri konungs fyrir helmíng verðs, og þá mun það hafa verið álitið, að sýslu- menn ætti í þess notum að hafa þennan kostnað sjálfir, svo sem áður hafði verið, ef sakamaður gat eigi borgað. þá voru það orðin lög í Danmörku, að jafna skyldi niður á ömtin kostnaði öllum af þjófa iiaálum og ræningja, víg- sökum og innibrennum (tilsk. 20. ágúst 1723 og 26.sept. 1732, og var það litlu síðar gjört að lögum í Noregi með (tilsk. 12. febr. 1745). Nú leið þó eigi á löngu, áðursýslu- menn tóku að kvarta undan þessum kostnaði, enda breytt- ust þá lögin frá því sem áður vnr, svo að sýslumenn hlutu að geyma og fæða sakadólga sína miklu lengur en áður. Umkvörtunum þessum lauk svo, að tukthúsið var sett á Arnarhól hjá Reykjavík, sem nú er orðið að stiptamtshúsi. Tuktlmsið var sett með konungsúrsk. 20. marz 1759* 1 (sbr. kgsbr. 20. marz og rkbr. 27. marz s. á., kgsúrsk. 4. júní 1764 og kgsbr. 6. febr. 1767). í konungsúrskurði þessum er svo sagt, að sýslumenn skuli fá endurgoldinn varðhalds- og fæðiskostnað þeirra manna, er dæmdir eru dauðasekir, frá alþíngisdómi og þar til þeir eru drepnir, en sýslumenn skulu kosta þá sjálfir, sem áður, þar til dómsorði er á lokið í alþingisdómi, ef sakamenn eiga eigi fé til. Konungur tók að sér að endurgjalda sýslu- mönnum, þar til tukthúsið komst á, og gat hýst þessa sakamenn. það var og ákveðið, að sýslumenn skyldi fá endurgjald fyrir sakamenn þá, er dæmdir voru til betr- unarhússvinnu í Kaupmannahöfn frá þvi er dómsorði var á lokið á alþíngi og þar til þeir komust utan; skyldi sýslu- maður hafa 24 sk. kúrants fyrir karlmann viku hverja, en 16 sk. fyrir kvennmann. Tukthúsið var síðan aftekið með konungsbrjefl 3. mai 1816. Annað merkilegt lagaboð um aí> landinu var svo skipt miili lógmanna, a% annarr \ar jafnan lóg- niatur norban og vestan, en hinn sunnan og austan. 1) Skattur sá, er lagbur var á landsbúa til tukthússins, er merkiieg- ur í mörgum greinum: paíi fyrst, at> haun var rjettur tckjuskattur, og þaí) aunab, a?) hann var lagbur jafnt á alla landeign, á bænda jarbir og konungs og á alla jarbeigri aíira; skyldi eigaudi greiba 2 sk. kúrants af hverjum SO álna landskuldar og l1/, sk. af kúgildi hverjn. Sje Ilú þotta gjald borih saman vií) alþingistollinn og peníngaverí) nú á tím- um, þá verþur þab um I'/j sk. af hverjum dal afgjaldanna. pá var og tukthústollurinn nierkilegur fyrir þá grein, a?) konnngur lagUi sjálf- ur svo ríflega til sakamaniiakostnabar, fyrst eptirgjaldife eptir allan ó- vísau sakeyri, sem nam 131 spesíudal, síbau allt eptirgjald eptir píng- eyraklaustur, 178 rd. 72 sk., og jörbina Arnarhúl, svo og toll af öllum sínum jörUuiu. pá er og frúþlegt ab sjá af skýrslum tuktbústolisius, hversu mikil landskuld og leigur voru á landi hör af öllum jörlnim. 25

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.