Íslendingur - 07.06.1862, Page 3

Íslendingur - 07.06.1862, Page 3
97 Frá 16. sept. 1850 til 12. sept. 1851 voru 55 lántakendur Og 1545 bindi út ljeb. — 13. sept. 1851 til 31. des. 1852 voru 64 lántakendur og 1518 bindi út ljefe. — 1. jan. 1853 til 31. des. 1853 voru 64 lántakendur Og 1193 bindi út ljeb. — 1. jan. 1854 til 31. des. 1854 voru 58 lántakendur og 1422 bindi út ljeb. — 1. jan. 1855 til 31. des. 1855 voru 42 lántakendur og 1296 bindi út Ijeb. — 1. jan. 1856 til 31. des. 1856 voru 39 lántakendur og 879 bindi út ljeí). — 1. jan. 1857 til 31. des. 1857 voru 45 lántakendur og 1085 bindi út Ijeí). — 1. jan. 1858 til 31. des. 1858 voru 48 lántakendur og 1278 bindi út Ijeíi. — 1. jan. 1859 tii 31. des. 1859 voru 43 lántakendur og 1190 bindi út ljefe. — 1. jan. 1860 til 31. des. 1860 voru 37 lántakendur og 918 bindi út ljeb. — 1. jan. 1861 til 31.des. 1861 voru 36 lántakendur og 651 bindi út ljeb. þegar litib er á lántakendurna, verba þeir ab niebal- tali þessi 11 ár rúmlega 48 á ári,' en Ijeb og lesin bindi af safninu eins ab mebaltaii á ári nálega 1180. Gerbi niabur nú, ab 8000 bindi væri til á bókasafninu, þá þyrl'ti til ab lesa þá bindatölu rúmlega 6Va ár, meb jafnmörgum lántakendum, og jafnmikilli lántöku, og verib hefur ab meb- altali. En þegar litib er til þess, hvcrsu lántakendum befur fækkab, og bindatalan minnkab, sem lesin hafa verib einkum næstlibib ár, er aubsjeb, ab þessi áætlun kemst hvergi nærri heim. Svo er sumsje varib, ab flestar bækur safnsins standa óhreifbar ár eptir ár, abrar en skemmtibæk- ur, cba þær bækur, sem einungis eru lesnar í því skyni, þótt fræbibækur sje, og kemur þab mebfram af því, ab út- lánsfrestur bókanna er svo stuttur, ab menn sökum þess geta varla hjer í bænum notab til hlítar vísindabækur af safninu, því síbur ab öbrum lengra í burtu detti í hug ab bibja ura þær f því skyni; þess vegna eru þær flestar ó- hreifbar; en skemmtibækurnar, sem Reykvíkingar einir mega lána eptir 6. grein útlánsreglnanna, halda skemur kyrru heima fyrir. Væri nú hvorki skemmtibækur til á safninu, sem margt má segja um, hvort ab eigi ab vera þar, nje heldur fornsögurnar íslenzku, er jeg ekki óhræddur um, ab lántakendurnir týndi góbum mun betur tölunni, ef ekki væri aptur rýmkab um útlánstíuiann á vísindabókum, og gjört svo frjálslegt sem aubib væri; en um útlán á skemmtibók- um ætti alls ekki ab rýmka hjer í bænum eba í Kjósar- og Gullbringusýslu, eins og ekki sjest heldur, hvers vegna einum er gjört hærra undir höfbi en öbrum meb útlán á þeim. þab er því mín skobun, ab safnib geti ekki meb þessari tilhögun orbib landsmönnum ab því libi, sem til hefur verib ætlazt bæbi fyr og síbar af þessari þjóbstofn- un, og á ab vera, eins og þess er á hina hlibina vart væntandi, ab landsmenn hlynni ab safninu, meban svona stendur, eins og þeir annars mundu finna sjer skylt. (Framh. síbar). IJr brjeli frá inðnr-Ifliilassjslu, lö. og 24. apríl 1862. Veðurátta sumarið 1861 mátti alrnennt heita góð, allt fram að Mikaelsmessu; grasvöxtur með betra móti á túnum og valllendi, en á mýrum og flóðengi öllu lakari en sumarið 1860, semþó var álitið graslevsis ár. Af því grasvöxtur átúnum vargóður, byrjuöu heyannir meðfyrra móti, jafnvel hjá sumum í 11. og 12. viku sumars; en þá kom langur rigningakafli svo töður hröktust, fengu þó að lokum góðan þurrk, en rýrnuðu mjög. Frá höfuðdegi (29. ágúst) til sláttuloka var hagstæðasta tíð, svo allir heyjuðu vel, og var þó víðast í tóma garða að láta. Síð- an Mikaelsmessu var veðurátt umhleypingasöm allt til þorrakomu; þá komu stillingar út þorrann, en síðan hefur verið talsvert óstöðug veðurátta. í einu orði að segja geta menn ekki annað sagt, en að vetur hafl verið góður, enda þótt nokkur brös og fremur jarðbannir hafl stund og stund á honum komið; tel jeg einkum þrjú brös: hið fyrsta hjer um bil rúma viku fyrir jólaföstu, hið annað mest allan þorrann, því þá var víða haglaust, þó stillt væri veður, og hið þriðja allan marzmán. og fram í þenna, og hefur það verið harðast. Afli varð töluverður hjer með austurlandi sumarið 1861, en þó meiri um haustið og fram á vetur, gæptir bönnuðu þó að leita aflans, en samt sem áður kom talsverður afli á land við Berufjörð; en í vetur og vor hefur ekkert aflazt. Til hákallaveiða gengu frá Djúpavogi einungis 2 »jagtir« sumarið 1861, fekk önnur þeirra hjer um bil 360 tunnur lifrar, en hin hjer um bil 330 tunnur, og fluttu þar að auk talsvert af hákalli til lands; hafa þær aldrei aflað betur. Ilin þriðja, sem gekk þaðan til sömu veiða sumarið 1860, var seld 4 fjelagsmönnum í Norðfirðí og gekk þaðan, fekk emungis 70 tunnur; segja menn orsökin sje sú, að formaður væri lítt vanur og útbúníngur fremur ljettvægur. Yerðlag á íslenskri vöru var mjög gott á (Djúpavogi) sumarið 1861: hvít ull 48 sk.; mislit ull 40 sk.; tólg 25 sk.; en í haust varð hv. ull 42; mislit 32; tólg 24 sk; rúgur 9 rd.; baunirllrd.; grjón 12 rd.; kaffl 32 sk. Eptir nýár voru allar útlendar vörur settar upp, rúgur, baunir, grjón um 1 td. t\uinan, og kaffl í 36 sk. o. s. frv. ISÚ eru flestir kaupstaðir að þrotum komnir, nema kornvara er þó enn til. Yeikindi hafa gengið hjer í Múlasýslum bæði í fyrra sumar og í vetur og allt til þessa. Frá 16. jan. til 6. marz þ. á. dóu 8 manns í Papey, og er þar þó ekki nema einn bær; í Álptafirði liafa síðan 1. þ. m. dáið 10 manns, og eru í þeirri sókn þó ekki nema hjer um bil 200 manns. Lítur eigi út fyrir að þessum veik- indum muni bráðum af Ijetta, því þau taka sömu mennina aptur og aptur; skæðust verða þau á börnum og úngu fólki innan tvítugs, og nú eru börnin farin að hrynja hjer niður. Af þeim, sem dáið hafa síðan í fyrra sumar seint, nefni jeg, auk sýslumanns Jónasar Thorsteinsens, að eins tvo, nefnilega konuna Ólöfu þórarinsdóttir prófasts Erlends- sonar á Ilofl í Álptafirði, 30ára að aldri, mesta valkvendi, og varaþíngmann Sigurð hreppstjóra Jónsson á Eyjum í Breiðdal, mann mjög vel gáfaðan og mæta vel að sjer. Á Eskifjörð kom skip 15. þ. m. (apríl) frá Kaupmannahöfn, og með því Svendsen kaupmaður — hann var -lengi verzlunarstjóri Örum & Wúlfs, en nú um 2 ár lausa- kaupmaður hjer eystra í fjelagi við Ivarsen, sem fyrrum var verzlunarfulltrúi í Hafnarflrði. Nú ætla þeir að reisa verzlunarbúð á Djúpavogi, og er Ivarsens von á degi hverjum með húsaviðinn frá Noregi; ætlar Svendsen að setjast að á Djúpavogi, en Ivarsen fara milli landa. Yænta menn sjer góðs af þessu fyrirtæki þeirra. Ríbisskiildir i iiorðnrálfuuni. (Eptir Berlingatíðindum, föstud. 10. d. janúarm. 1862), þegar ríkisskuldirnar í hinum ýmsu ríkjum eru born- ar saman við tölu landsbúa, þá verða skuldirnar á hverjum landsbúa: í Bretlandi hinu mikla 2453/4 rdd., Hollandi 20074 rdd^ Frakklandi 89>/4 rdd., á Spáni 867a rdd., í Portúgal 64Vi0 rdd., Austurriki 57 rdd., Beigíu 463/4 rdd.,

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.