Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 7
31 þeim(»V. Th«), er íslendingsgreinina hafði ritað, ótilhlýði- legar gersakir, þá viljnm vjer leggja honum það heilræði, að hann bregði sjer hingað til bæjarins — vjer skulum vísa á húsnæði — og æfa sig hjer um stundarsakir í hóg- værð og kurteysi, áður hann ritar leiðrjettingar annað sinn í þjóðólíi. Dómar yílrdómsins mánudaginn hinn 19. maí 1862. I. í málinu gegn Einari Jónssyni. Með dómi sýslumannsins í Ilúnavatnssýslu frá 5. febr. næstl. ár er ákærði Einar Jónsson dæmdur fyrir framinn þjófnað í 15 vandarhagga refsingu, sem og til að standa allan af lögsókninni gegn honum leiddan kostnað, og hef- ur dómfelldi skotið dómi þessum til landsyfirrjettarins. J>að er bæði með meðkenningu hins ákærða og öðr- um í málinu framkomnum upplýsingum nægilega sannað, að hann hafi gjört sig sekan í þeim þjófnaði, sem í hjer- aðsdóminum er talinn og hann er ákærður fyrir, og þar sem sú honum dæmda hegning eptir málavöxtum virðist hæfilega metin, ber hjeraðsdóminn að staðfesta. Ákærði borgarþann af áfrýjun málsins leidda kostnað, og þar á meðal laun til sóknara og svaramanns hjer við rjettinn 5rd. til hvors um sig, hvar á móti laun sóknara við landsyfirrjettinn, þá mál þetta var fyrir í fyrra skiptið, scm ákvarðast til 5 rd. eptir kringumstæðunum, virðast rjettilega eiga að greiðast úr opinberum sjóði. Málsins rekstur og meðferð í hjeraði liefur verið for- svaranleg, og sókn og vörn við landsyfirrjettinn lögmæt. Pví dœmist rjett að vera : Undirrjettarim dómur á óraslcaður að standa. Sókn- ara við landsyfirrjettinn, málsfœrslumanni P. Mel- steð og verjanda 'þar, málsfœrslumanni J. Guðmunds- syni bera 5 rdd. hvorum fyrir sig í málsfcerslulaun, sem greiðist eins og annar lcostnaður málsins af liin- um ákœrða. Par á móti greiðast sýslumanni H. E. Johnsen fyrir sókn málsins ífyrra skiptið launhans, sem ákvarðast til 5 rdd. úr opinberum sjóði. Hið ídœmda að greiða innan 8 vikna frá doms þcssa löglcgri birtingu, og honum að öðru leyti að fullnœgja undir aðför að lögum. II. í málinu gegn Bjarna Bjarnasyni. Með dómi, gengnum fyrir aukarjetti í Vestmannaeyjum hinn 3. dag febrúarmán. sem leið, er liinn ákærði Bjarni Bjarnason, sem kominn er á lögaldur sakamanna, og eigi hefur áður sætt hegningu nje lagaákæru fyrir lagabrot, dæmdur fyrir þjófnað og svik í 10 vandarhagga refsingu, samt til að greiða allan af sök þessari löglega leiðandi kostnað, og þarámeðal tii svaramanns síns í hjeraði einn ríkisdal; en dómi þessum hefur hinn ákærði skotið til landsyfirrjettarins. Jafnvel þó að afbrot þau, sem upplýst er í málinu með eigin játningu hins ákærða og öðrum atvikum, að hann haft gjört sig sekan í, sjeu eigi hvert út af fyrir sig stórvægi- leg, getur landsyfirrjetturinn þó, einkum með tilliti til þess, að hinn ákærði eigi að eins hefur oplar en einu sinni gjört sig sekan í ófrómleik, heldur einnig í sviksamlegri meðferð á annars manns eign, sem honum var trúað fyrir, og af- brot hans þannig að almennu áliti eigi getur skoðazt sem livinnska, ekki annað en fallizt á þá skoðun hjeraðsdóm- arans, að hjnum ákærða beri að hegna eptir 1. og 43. gr. i tilskipun 11. apríl 1810, og þar eð hegningin virð- ist enn fremur hæfilega metin eptir tjeðum lagagieinum, l*er undirrjettarins dóm að staðfesta. lil sóknaia og svaramanns við yfirdóminn ber hinum ákærða að greiða 4 rd. til hvors utn sig. Meðferð og rekstur málsins í lijeraði hefur verið víta- laus, og sókn og vörn þess hjer við rjettinn lögmæt. Pví dœmist rjett að vera: Undirrjettarins dómur á óraskaður að standa. Til sóknara og svaramanns við landsyfirrjettinn, máls- fœrslumannanna Jóns Guðmundssonar og Páls Mel- steðs, borgi hinn álcœrði 4 rd. til hvors um sig. Dóminum að fxdlnœgja undir aðför að lögum. Tíðarfar, aflabrögð, veikindi. Síðan blað vort kom út næst hjer á undan, hefur veðurátt mátt heita allgóð, að vísu nokkuð köld og vætusöm, en all-hagstæð fyrir grasvöxt og sauðburð til sveita, en fremur óstöðug og erfið sjávarmönnum, sem þerrir þurfa fyrir alls konar fiskiföng; og víst mun saltfiskur sumstaðar liggja undir skemrndum, ef þerrir kemur ekki bráðum. Gæptir á sjó- inn hafa verið rjett í meðallagi, og mundi allvel hafa afl- azt þeirra vegna, en bæði er nú, að fiskur liefur verið fremur lítill og stopull fyrir, og svo hefur sú megna kvef- sótt dregið allan dug úr mönnum, eins til sjósókna sem annara starfa, og eru því vorhlutir hjer syðra varla telj- andi til þessa. Iívefsótt hefur hjer gengið oggengur enn, þó mun hún vera í rjenun; hún kom án efa fyrst upp hjer i Reykjavík og hjer á Innnesjum, fyrir rúmum hálf- um mánuði síðan, barst síðan með ferðafólki út um allt, bæði með sjó fram og upp til sveita, og lagði undir hvert hejmili, enda orðið mannskæð sumstaðar. í Reykjavikur prestakalli ætlum vjer, að á þessu nefnda tímabili sjeu dánir úr henni mitt á ínilli 20 og 30 manns, og í næstu sókn- um hafa nokkrir látizt; eru það mest ungbörn og gam- almenni sem dáið hafa. Mjög er liætt við, að veikindi þessi staðnæmist hjer í landi fram á sumar; þau eiga langan veg fyrir liöndum, margt er býlið, ef víða skal við koma, og nema staðar á hverju, sem að líkindum lætur; enda þekkja allir, sem til vits og ára eru komnir, hvernig lijer hagar til í landi, þegar landfarsóttir ganga, hversu hjálparlausar sumar sveitir og byggðarlög eru, og þó þessir fáu læknar, sem til eru, og einstakir menn, prestar eða bændur, sem vita meira og minna í læknis- fræði og sem mörgum heimilum verða að góðu liði, þegar veikindi ganga, þó þessir góðu menn sje á ferð cótt og dag, og leggi ótrúlega mikið á sig til að hjálpa öðrum, þá geta þeir þó ekki öllum hjálpað, og því er ver og miður, að margur deyr hjer sá, er enginn bjargar, og • svo er nú í vor og svo verður hvert vor«, nema lýður og landstjórn manni sig betur upp hjer eptir en hingað til, og gæti, hvað þetta efni snertir, betur skyldu sinnar og sóma framini fyrir hinum menntuðu þjóðum Pvorður- álfunnar, en verið hefur til þessa. Ei mátti halda ísland heimti sinn, Herfangi lengur Hörmum lostið, Bölvis Rán Beztan mög Fvrir brimgarð neðan: að móðurbrjósti, og hinn þjóðkunna og þjóðmæra geymir hjer lík G u ð m n a d B r a n <1 s s o n. Hann fæddist 21. okt. 1814; giptist 21. maí 1840, nú eptirþreyjandi ekkju Margrjetu Egilsdóttur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.