Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 8
32 J>eim varð fjögra sona auðið; þrír sakna með móður sinni, — en hinn ýngsti, Guðmundur, elskulegt barn á 5. ári, andaðist 29. okt. 1861, og sefur hjer í sömu hvílu og faðirinn. — Iíann varð alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýsluinnbúa ár 1849, og síðan á hverju þingi; þjóðfundarmaður ár 1851; hreppstjóri i Vatnsleysustrandarhreppi alls um 14 ár; sáttasemjari þar fjögur síðustu árin. Hann drukknaði ll.okt. 1861. Ilann var fgjn líkur að skarpskyggni, djúphyggni, reglusemi, friðsemi, fróðleiksást, föðurlandsást, þreklyndi, stöðuglyndi, skyldurækni, trúrækni. Hann var meginstoð sveitarfjelags síns — atlivarf ótal margra — snillingur í orði og verki. J>ín skal minning geymd ógraíin, Góði vinur, lengst oss hjá, Og um aldur hærra hafin Hæsti’ en boði’, er rís um sjá! íslands saga alla daga Innir þinni snilli frá. Og þótt gleymist fljótt á foldu f’lest hið bezta’, er vannstu hjer, |>egar einnig orpnir moldu Eru þeir, sem kynntust þjer: Allt það skráð, svo aldrei máist, Eilífiega’ á himnum er. Sjálfur þar með soninn kæra Svífur þú að stóli hám — Barn jeg sje þig flekklaust færa Föðurs upp að líknarknjám — Ó, hve blíðleg elskan þýða Undan Herrans Ijómar brám ! St. Thórarensen. Alpingistí%in din 1861 eru nýkonvin út frá prentsniújulini 1 Keykjavík. Tíriiulin sjálf eru 115 arkir, en ýms registur, þar á metial eitt yflr bokasafn alþingis, reikningar yflr þingkostnaþ, nokltur brjef frá alþingislorseta, lagafrnmvbrp, lagabor) og reglugjbrþir stjórnarinnar mill— um þinga 1859 og 1861, fyjgja sem vibbætir á 16y3 brk; eru þannig tíþindiu bii met) vibbaiti 151 þ'., brk, og kostar þetta tilsamans 1 rd., en innhept 1 13 hepti 1 rd. 26 sk., og er þaþ dæmalítiþ gjafverb á bók, enda ótrúiegt annab en hún fljúgi út. Bókin fæst hjá Einari kaupm. Bjarnasyni í Keykjavík. Aug-lýsingar. 4— Heiðruðu kaupendur og útsölumenn »Islendings«! Auðsýnið mjer þá velviid, að skrifa mjer við fyrstu hent- ugleika, um það, að hvað mörgum expl. af 3. árg. blaðs- ins þjer hafið kaupendur, hvað mörg expl. jeg má senda hverjum, á hvaða stað, og með hverjum pósti. I sama máta bið jeg sjcrhvern þann, er framvegis vildi gjörast kaupandi eður útsöiumaður blaðsins, að skrifa mjer um það hið allrafyrsta, og tiltaka þar, livað mörg expl. að hann mundi geta selt. Sá, sem selur 7 expl. og stendur skil á andvirðinu, fær hið 8. í sölulaun. And- virði árgangsins er l rd. 48skk. Einnig bið jeg hina heiðruðu ferðamenn, sem koma hingað til bæjarins, og sem geta gjört mjer kost á, að taka af mjer brjef og blöð, móti borgun, að gjöra svo vel og koma til mín á skrifstofu íslendings, sem er í húsi Odds sál. Guðjónssonar. Reykjavík, 17. inaí 1862. Guðbranclur Guðbrandsson. Alla kaupendur og útsölumenn »íslendings« biðjum vjer upp frá þessu að halda sjer að öllu leyti til herra borgara Guðbrandar Guðbrandssonar lijer í Reykjavik um útsendingarblaðsins, og sömuleiðis frá byrjun þessa árg. greiða honum einum alla borgun fyrir blaðið, með því hann liefur tekið að sjer alla umönnun fyrir útsendingu þess og heimtingu borg- unarinnar. Útgefendurnir. — J>ar eð eg sje þess hvergi ennþá getið í blöðunum, vil jeg ekki undanfella lijer með að minnast þess: að herra Agent og Ilidd. af dbr., Ilans A. Clausen í Kaup- mannahöfn, gaf enn á ný í fyrra vetur 20 tunnur af korni til útbýtingar meðai hinna bágstöddustu þurfa- manna í Neshrepp utan og innan Ennis í Snæfellsnes- sýslu, og fjelagi hans herra A. Sandholt enn frem- ur í sumar er leið, 7 tunnur af korni hinum fátæk- ustu i tjeðum hreppum; hverjum gjöfum sóknarprestur- inn útbýtti með ráði viðkomanda hreppstjóra, samkvæmt undirlagi gefendanna. |>annig hafa nú velnefndir höfð- ingjar, með því sem áður er getið, á 2 árum gefið ör- eigum í Neshreppum, Breiðuvík og Staðarsveit, samtals 57 tunnur af matvöru. Og er þetta þeirra vegiyndi og mannelska því hrósverðara, sem þeir sjálfir áttli áður tals- vert fé í láni hjá ýmsum þeim öreigum, er nutu gjafar- innar. J>að mun óhætt að segja, að þessar gjafir komu sjer svo vel, í hið minnsta I Nes-hreppum, að margir hungraðir og munaðarleysingjar hjeldu fyrir það samalíf- inu, þar sem í öll önnur skjól var fokið með mannahjálp I viðvarandi aflaleysi og harðæri. J>að er bæði gott og lofsvert, þegar einhver gefur fje til opinberra stiptana, til vísindaeflingar o. fl.; en slíkar gjafir sem þessa, verður þó að álíta enn þá lofsverðari. Og sælir eru þeir, sem guð hefur gefið líknarfullt hjarta með nægum efnum — Sælla er að gefa en þiggja — J>að er sárt að horfa á börn, sem gráta af liúngri, að sjá sinn bróður neyð lýða, en geta ei líknað til hlítar, það vita þeir sem það hafa reynt. Og þess vegní er mjer það svo geðfellt að geta hins áminnzta höfdingsstriks, sem þó bezt lofar sig sjálft í hinni rausnarlegu gjöf, er hann ekki mun láta ólaunaða sem hefur sagt: »Húngraður var eg, og þjer gáfuð mjer að eta o. s. frv«. Setbergi, 10. apríl 1862. Arni Böðvarsson. — Frá prestinum sjera G. Einarssyni á Kvennabrekku höfum vjer meðtekið 20 (tuttugu) rd. r. m., sem eru gjaíir til biflíufjelagsins úr hans sóknum. Fyrir þessar gjafir vottum vjer hjer með honum og hinum öðrum gefendum innilega þökk í fjelagsins nafni. Enn fremur eru til bijlíufjelagsins komnar þessar gjafir: úr Yestur-Skaptafellsýslu, Kálfafellssókn 1 rd. 24 sk. Og Þyldcvabœjarld.sólm 1 rd. 32 sk., sendar sem árleg tillög, og vottum vjer hjer með I fjelagsins nafni gefend- unum innilega þökk fyrir þær. Reykjavík, d. 17. maí 1862. H. G. Thordersen. F. Pjetursson. Jón Pjetursson. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveihsson. Preuta'fcur í prentsmiísjumji í Ueykjavík 1862. Eiuar pórfcarson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.