Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 07.06.1862, Blaðsíða 6
30 ári, þaðan enn með foreldum sínum að Litlugröf, þá á 11. ári, þaðan fór hann frá foreldrum sínum eins og vinnu- maður að Hrafnabjörgum í Hörðudal til Teits bónda Halld- órssonar, þá á 22. ári. j>aðan fórhann vorið 1832 og byrj- aði búskap ásamt með dóttur tjeðs Teits bónda, jómfrú Guðrúnu, sem er nú eptir hann harmþrungin ekkja, þar eð hann giptist henni samæris um haustið, að Blöndu- ltlíð í Hörðudal, en síðan flutti hann búferlum vorið 1833 að Litlafjalli í Borgarhrepp, þaðan vorið 1837 að Fróð- húsum, vorið 1842 frá Fróðhúsum að Tandraseli, og frá Tandraseli vorið 1860 að Hatigum í Stafholtstungum. Jón sálaði Sigurðsson var kosinn hreppstjóri í Borgarhrepp vorið 1844, hverju embætti hann gegndi til þess hann fluttist úr sveitinni áður nefnt ár 1860. Sem annar full- trúi Mýrasýslu var hann kosinn til þjóðfundarins 1851, og síðan hefur hann verið alþíngismaður fyrir Mýrasýslu, tvívegis kosinn, og má af því marka, að kjósendur hans hafi haft þá tiltrú til lians, að hann mundi, fremur öðrum, bæði þekkja þarfir fósturjarðar sinnar og einnig ltafa viija, þrek og skynbragð á, að leggja það eitt til mála, sem hann meinti koma mundi þjóð og stjórn að sem beztum notum, enda mun þetta hafa svo reynzt. Jón sálaði Sig- urðsson var með skynsamari mönnum og vel fróður í fornum og nýjum ritum, sem og lögfróður og skáld gott. Djarflyndur var hann og frjálslyndur í tali og fram- gangi, þrekmikill og staðfastur í hugsunum sinum og framtakssamur í öllu, er hann tók fyrir, og urðu því margir til að leita ráða hans í ýmsu, og var ávallt fremstu hjálp- ar hans að vænta, ef hann tók annars málefnið að sjer, því hann gjörði sjer ávallt að skyldu, að verða þeim að sem mestu liði, sem leituðu hans, og horfði ekki í, þó þetta fylgi sætti stundum óverðugu álasi. í hreppstjórn sinni, sem hann hafði á hendi í 16 ár, var hann næst- um afbragð að dugnaði, stjórnsemi, reglusemi og hjálp- semi, vegna hvers hann sætir nú af hreppsbúum og fleír- um, sem þekktu hann, þakklátrar endurminningar og virð- ingar. Sem ektamaki var hann bæði ástúðlegur og um- liyggjusamur, og á heimili stjórnsamur og eptirlitasamur. Barna varð honum einungis auðið að eignast með kon- unni eina dóttur, sem andaðist missirisgömul, en hann tók til fósturs af skyldmennum konunnar 3 börn á unga- aldri, og gekk þeim að öllu leyti í föðurs-stað, hvað hann sýndi meðal annars með því, að sjá svo um, að þau öll yrðu njótandi þeirra hjóna sameginlegra eigna eptir þeirra dag. Hann var maður sjer í lagi trúrækinn og vandi heimilismenn sína til guðrækni og kristilegrar hegðunar. Ilann var einhver mesti gestrisnis- og góðvildar-maður heim að sækja við bæði æðri og lægri stjettarmenn, auð- uga og fátæka, því hann fór aldrei í manngreinarmun, eins og hann var sjálfur frásneiddur öllu prjáli ogyGrlæti. Opt leitaði ekkjan og hinn munaðarlausi styrks hjá hon- um, og munu engir fátækir hafa farið synjandi, ef hann gat liðsinnt þeim með nokkru móti. Frá barndómi var hann bugaður af heilsubresti, en samt hafði hann sæmilega heilsu frá 20 til 40 ára aldurs, enda sparaði hann þá ekki vinnukrapta sína. Hann var formaður í mörg ár fyrir skipi suður í Leyru og Keflavík, og þótti nýtasti maður til þess, enda varð það, að hann sökum framkvæmdar og fyrirhyggju sinnar taldist, á síðari árum sínum, með efn- aðri mönnum í sveitinni, þó hann byrjaði búskap fátæk- ur. A seinni árum sínum var hann mjög þjáður af brjóst- veiki, sem fór loksins svo í vöxt, að bann, svo að segja síðan á næstliðnum jólum var tíðast, og seinustu 5 vik- urnar algjörlega í rúminu, en hjelt samt óskertu ráði og rænu fram að síðasta andartaki, og bjó sig með stöðugri þolinmæði og öruggri trú til drottins náðar, nndir dauða sinn. Ilann hafði lengi, svo að segja, dregizt með dauð- ann í mæðinni, sem hann bar fyrir brjósti sjer, og þó þrekmikið eðli veitti honum lengi mótstöðu, þá hlaut þó þetta að láta loksins undan. Og þegar hann sá, að mót- spyrnuna fór að vanta, svo að hann gat ekki lengur haft fellivist og að kararlegan fekk honum einnig þrauta, þá bjóst hann til hvíldarinnar, sem nú er orðin, í reglu trú- arinnar, fól sig í tíma frelsaranum, í hans heilögu kveld- máltíð, og beið undir iðulegum bænum og andvörpun- um lausnartímans, sem að bar miðvikudaginn þann 9. þ. m. (nl. apríl). eptir heyrðan húslestur um friðþægingar- dauða frelsarans, fyrir hvern hann þakkaði og hneig síð- an, um nón*-bil, í þetta dauðans-dá, með einhverju hæg- asta andláti. Ljúf mannprýði liflr hjá guði kórónu dýrðar krýnd á himnum Prestekkja Madme. |i o rdi 8 Grísladóttir, fædd 29. júlí 1792, giptist 30. júli 1817 GUNNLÖGI presti G U N N L Ö G S S Y N I, dáinn 29. ágúst 1860 á 69. aldursári, tveggja barna trúföst móðir. Hún Mannval mesta; gædd afbragðs gáfum; ágætt skáld aldar; menntuð og margfróð; háttprúð og hugljúfl allra; og börnum sím var: Öreiga aðstoð; aumra huggun; góð og guðhrædd; sinnar stjettar sómi og prýði; ástúðlegasta ektakvinna; m bezta móðir. f>ú, hin sæla! þitt á enda er stríð! unninn sigur! andi þinn til hæða er nú hafinn, og þar nýtur gæða dýrðlegra, hjá drottni, um alla tíð :,: Aumir harma; allir sakna þín; minning þinna mun í heimi vara manndyggða; þú, fríð. hjá engla skara, :,: frelsarans í faðmi blíðum skín :,: Ei með manna, en engla-túngu, þú lofar höfund lífsins nú, í friði, lærir speki og útvaldra siði, :,: af því hjer varst ætíð guði trú :,: Sælir eru miskunsamir, því þeir munu miskun hljóta. Sælir eru hreinhjartaðir, því þeir munu guð sjá. Matt. 5, 7-8. Svo setti sofnaðri sóma-konu Jaliob Fimbogason. — í þjóðólfi frá 20. maí þ. á. stendur ofurlítil grein, sem á að vera leiðrjetting þess, er »ísl». hafði meðferðis hjerna á dögunum um Jón heitinn Guðmundsson, sem fyrrum bjó á Ölviskrossi. Að því leyti sem þessi þjóð- ólfsgrein segir, að Jón heitinn hafi ekki átt Ölviskross, þá er það að vísu satt, því sú jörð var þá, þegar Jón bjó þar, og er að líkindum enn, ein af jörðum Arnarstapa um- boðs, og kunnum vjer höfundi greinarinnar þökk fyrir þá leiðrjettingu. En að þvi leyti þessi sami höfundur stígur feti framar, gefur oss tvíræða áminningu og gjörir manni

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.