Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 3
51 þegar sálmarnir eru mæltir fram eptír rjettum framburð- arreglum (declameraðir), en — undir flestum lögum — lítið sem ekkert, þegar þeir eru sungnir. þannig hafa menn hingað til getað sungið vora eldri sálma, þó á flest- um þeirra sjeu ótal braglýti, og, þótt lítið sje, ef til vill, að marka sálmasöng vorn, eins og hann er almennast, þá kann þó P. Guðjolmsen rjettan söng. Jeg hefi opt heyrt liann sýngja sálma bæði í kirkju og utan kirkju, en aldrei getað orðið þess áskynja, að honum hafi á neinn hátt tek- ist miður að sýngja þær hendingar, sem eru með skakkri áherzlu á orðunum, eða jafnvel einni samstöfu of langar, heldur en hinar, sem eru í þessu tilliti rjett kveðnar. Sömuleiðis hafa Danir getað sungið sína eldri sálma, þó í þeim komi fyrir líkar áherzluvillur og í vorum íslenzku sálmum, og vel gátu menn á eldri tímum sungið hina latínsku sálma frá miðöldunum, þótt í þeim sje hvergi nærri alstaðar fylgt reglum hinnar latínsku nprósódiu«. Jeg get þessu samkvæmt ekki annað en álitið, að það sje of harður — og þess vegna líka ranglátur — dómur, þeg- ar sálmadómarinn segir, að viðbætirinn sje að kveðskapn- um til allvíðast ekki boðlegur guðsþjónustunni, og það mun vafalaust hafa furðað fleiri en mig, þegar þeir sáu af þessum dómi, að vorir gömlu passíusálmar eru nú ekki lengur boðlegir guðsþjónustunni, t—jafnvel ekki í heima- húsum, — nema þeim sje breytt. Hið annað, sem jeg get ekki verið þessum sálma- dómara samdóma í, er það, þegar hann segir, að sálma- bókarnefndin hafi misskilið stöðu sína, af því hún hefur tekið hina nýkveðnu sálma og nokkra af hinuin eldri ó- breytta í viðbætinn, og jeg get ekki annað en álitið það öldungis óverðskuldað og mesta ranglæti, þegar hann ýmist ámælir nefndinni eða skopast að henni fyrir þetta, og jafnvel gefur í skyn, að þeir, sem í nefndinni voru, hafi fremur hlýtt mönnum en guði (bls. 144 síðara dálki). það er engin ástæða til að ætla, að nefndarmennirnir hafi leitt hjá sjer að breyta <af ótta fyrirmönnum, heldur verð- ur liver sá, sem sanngjarn vill vera, að álíta, að þeir liafi í þessu fylgt eigin sannfæringu sinni, og ekki látið það liræða sig, þó þeir vissu, að til væru þeir menn, sem mundu vilja annað. Hinir gömlu sálmar í viðbætinum eru allir lagaðir, nema það sem tekið hefur verið úr passíu- sálmum sjera Hallgríms Pjeturssonar, og fáeinir aðrir sálmar, sem flestir eru úr hugvekjusálmum sjera Sigurðar í Presthólum. Nýkveðnu sálmana mun nefndin hafa tekið óbreytta af þeirri ástæðu, að það er almennt álitið óleyfi- legt og ósæmandi, að breyta ritum eða skáldskap eptir lifandi menn, að þeim fornspurðum; en erfitt hefði verið, að leita leyfis til að breyta hjá þeim öllum, sem kveðið hafa hina nýju sálma, og mjög óvíst, að leyfið hefði feng- ist alstaðar, þó þess hefði verið leitað. Að breyta því, sem tekið var úr passíusálmunum, var, eins og nefndin mun hafa álitið, sannarlega ógjörningur, þar sem nærri hvert mannsbarn hjer á landi kann þá að miklu leyti, og elskar þá að maklegleikum fram yfir flesta eða alla aðra islenzka sálma. þessi skoðun nefndarinnar er öldungis samkvæm því, sem P. Guðjohnsen hefur látið í Ijósi í formála nótnabókar sinnar. Hann segir þar (bls. 14) um einn gamlan sálm: »jeg hef ekki getað fengið af mjer að snerla við sáhninum til nr. 7, því jeg vildi ekki eiga það á hættu, að nje hið minnsta missitist af þeirri dýr- mætu fyllingu kristilegrar trúar og auðmýktar, sem hann, má ske fremur öllum sálmum á vorri tungu, að undan- teknum sálmum Hallgríms Pjeturssonar, hefur til að bera«. þessi orð sýna það, að P. Guðjohnsea, sem bezt allra hjer á landi hefur vit á braglýtum, héfur einnig verið á því máli, eins og liinir í sálraabókarnefndinni, að varlega væri farandi i það, að breyta sálmum sjera Hallgríms; því hann álítur þá eins góða og þann sálm, sem hann vildi sjálfur ekki »snerta við«. það er líka óhætt að segja, að sá »þekkir illa íslendinga«, sem heldur, að þeirhefðu almennt unað því vel, ef farið hefði verið að breyta mikið því, sem tekið var úr passíusálmunum. f>að hefði verið vissasti vegurinn til að spilla svo fyrir þessum viðbæti, að fáir hefðu viljað heyra hann nje sjá, því betri og því alþekktari, sem sálmar eru, því viðsjárverðara er að breyta þeim til muna, og til þess eru varla aðrir vel færir en þeir, sem eru nokkurn veginn eins góð skáld og höfundarnir sjálfir. Menn hafa sjeð þess nóg dæmi bæði hjerálandi og annarstaðar, að þegar sálmum hefur verið breytt, hafa breytingarnar opt meir spillt en bætt, og þess vegnahafa þeir menn, sem bezt hafa haft vit á slíku (t. a. m. Herder með þjóðverjum og Wallín með Svíum) optast verið mót- fallnir miklum breytingum á algengum eldri sálmum. En dómarinn kennir nú, að þó menn lagfæri brag- lýtin, þurfi ekki að raska hugsuninni hið minnsta, heldur einungis. setja orðin í hendingunni í aðra röð, og hann fullvissar um það á 2 stöðum, að af hverjum 10 lýtum megi með þessu lagfæra 9. þetta er, að minni ætlun, of hermt, það er að skilja, ef lagfæringarnar eiga að vera í nokkrulagi. þó sumstaðar megi lagfæra braglýtin á þenn- an hátt, þá þarf þó víða mikið meira, ef allt á að fara vel, orðaröðin að verða nokkurn veginn eðlileg, höfuðstafir rjett settir, og áherzlan á orðunum samkvæm hugsuninni. f>að er mjög víða, sem ekki mun vera unnt að lagfæra þannig, nema með því að yrkja upp að nýju heilar hend- ingar, og sumstaðar hálf eða jafnvel heil vers. f>etta hefur sá orðið að gjöra, sem lagfært hefur hina breyttu sálma í viðbætinum; en það er ekki allra meðfæri, þó honum hafi tekizt það vel. f>að þarf meira til þess en að geta sjeð lýtin og fundið að. Margar breytingarnar, sem dómarinn stingur upp á í dómi sínum, er ljósastur vottur þess. f>ær sýna það berlega, að á honum sannast málshátturinn: »hægra er að kenna heilræðin en halda þau«, og ætla jeg að leyfa mjer að minnast á nokkrar þessara breytinga, sem hann býr til. þegar dómarinn talar um B. sálminn í viðbætinum, finnur liann að því, að í 1. hending í 1., 2. og 3. versi komi orðin: »allt« og »guð« á hina rýrustu hendingar- stuðla, eða í áherzlulausar samstöfur. En þegar hann fer að sýna, hvernig þetta hefði mátt betur fara, og yrkir í því skyni sem sýnishorn nýjar hendingar, þá get jeg ekki betur sjeð, en að honum verði á að búa til samkynja galla sjálfum; því í 1. og 2. liendingunni, sem hann býr til, lendir orðið »vel« í áherzlulausri samstöfu. Aðalefni hendinganna er ekki það, að guð gjöri allt, heldur að hann gjöri allt vel. Bæði orðin »allt« og »vel« eiga í rjettum framburði að fá næstum jafna áherzlu, en hvor- ugt má, að rjettu lagi, vera alveg áherzlulaust. I staðinn fyrir: »llans ást mjer gjörir hagnað hel, og himnesk lifi’ jeg vera«, (í sama sálmi 3. versi) býr bann til: »Hans ást minn bætir hag við hel, á himnum fæ jegvera«. f>að fer fjarri, að þetta sje nær hugsuninni í orðum postulans: »að deyja er mjer ávinningur«, heldur en hitt. Hefði orðið »ávinningur« getað komist fyrir í hendingunni, fór það óneitanlega bezt; en af því »hagnaður« merkir optast hið sama sem »ávinningur«, sje jeg ekkert á móti því, að hafa það í stað hins. f>etta: »minn bætir hag við hel« hjá dómaranum er hvorki lipurt nje skáldlegt, en liend- ingin á eptir, eins og hann snýr henni við, bæði krapt- laus og hversdagsleg. í staðinn fyrir: »stillir svo vinni’ ei mein« (5. s., 5. v.) stingur liann upp á: »svo strítt ei vinni mein«. f>essi breyting bætir að vísu úr hinni röngu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.