Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 8
56
Áskornn.
Af því að biflíufjelagið liefur komizt að raun nm, að
hingað og þangað út um landið, einkum á verzlunarstöð-
um, liggur enn þá talsvert af ensku útgáfu biflíunnar og
N. T. frá 1807 og 1813, sumstaðar hirðingarlaust og
skemmdum undirorpið, þá biður fjeiagið hjer með sókn-
arprestana á þeim stöðurn, þar sem þetta á sjer stað, hið
bráðasta að senda viðkomandi bjeraðspróföstum og biflíu-
fjelaginu skýrslur um tölu og ásigkomulag þessara bóka,
en prófastárnir eru beðnir um að úthluta bókunum gef-
ins þar sem þeirn sýnist bezt og haganlegast í þeirrapró-
fastsdæmum, og gjöra síðan biflíufjelaginu grein fyrir því.
Stjórn liins ísl. biflíufjelags í Reykjavík, lG.júlí 1862.
li. G, Thordersen. P. PJetursson. Jón Pjetursson.
Bækur út komnar í Reykjavík síðan á nýári 1862.
1. Tíðindi frá alþingi 1861, sem vjer áður höfum
minnzt á í blaði þessu 3. ár, nr. 4.
2. »Stutt æfiágrip Ólafs Sivertsens, prófasts í
Barðastrandarsýslu og sóknarprests tii Flateyjar og
Skálmarnesmúla, R. af Dbr.« Sjera Ólafur var einn af
merkustu prestum hjer á landi um sína daga, vel
lærður maður, mesti menntavinur, stjórnsamur og
framkvæmdarsamur. Ilann var prófastur í Barða-
strandarsýslu frá 1840 til 1860; alþingismaður Barð-
strendinga á þingi 1853, 1855 og 1857. Ilann var
höfundur »framfarafjelagsins« í Flatey, sem ýmsu
góðu hefur til leiðar komið, og á nú 1130 bindi í
bókum og 308 rd. í peningum; fjelag þelta gaf út
ársritið ii Gcst Vestfirðing« sem er snoturt rit og fróð-
legt í mörgum greinum; af Gesti eru til 5 árgangar,
hinn fyrsti er kominn út 1847, hinn síðasti 1855.
Af börnum sjera Ólafs iifa 2: sjera Eiríkur Kuld,
prestur til Helgafells og Bjarnarhafnar, og liúsfrú
Katrín, kona sjera Guðmundar Einarssonar á Kvenna-
brekku. Sjera Ólafur fæddist 24. maí 1790 og dó
27. maí 1860.
3. nYikusálmar og nokkrir aðrir sálmar eptir
Guðmund G. Sigurðsson, studiosum tbeologiæ«, 46 bls.
í 12bl.br.., útgefandi Egill Jónsson í Reykjavík, kosta
16 sk. Höfundur sálma þessara er ungur að aldri,
en þó orðinn mönnum bjer á landi meira og minna
kunnur af smákveðlingum, sem eptir hann bafa sjezt
á prenti í blöðunum, og öll hafa þótt snotur. Sálmar
þessir, af hverjum þó sumir ekki munu vera frum-
kveðnir af Guðmundi, eru að voru áliti .í alla staði
þess verðir, að þeir breiðist út og verði þjóðkunnir;
þeir eru liðugir, Ijósir og hjartnæmir.
4. »Stutt leiðbeining til að lesa biflíuna sjer
til gagns, eptir R. Möller, biskup og dr. í guðfræði,
íslenzkað hefur P. Pjetursson«, 48 bls. í 12 bl. broti.
J>essi bæklingur er einn af þeim, sem bezt mælir með
sjer sjálfur og mun án alls efa ná almennri úlbreiðslu
og hylli landsmanna. Höfundur lians Rasmus Möller
biskup á Lálandi og Falstri, dáinn fyrir nokkrum ár-
um, þótti einhver mesti og bezti rnaður meðal Dana
á sinni tíð, og er frægur af ritum sínum, bæði í guð-
fræði og fornum fræðum Rómverja. Ilann er og góð-
kunnugur íslendingum af »Leiðarvísi til að lesa nýa
testamentið«, sem kom út bjer um bil fyrir 40 árum
síðan. L4n þýðingu prófessors dr. Pjeturs þurfum
vjer ekki að fara mörgum orðum; þýðingin er, eins
og við er að búast af lærðum guðfræðingi og marg-
æfðum rithöfundi á vora tungu, Ijós og lipur og við-
hafnarlaus; það er sem menn iesi frumrit en ekki
þýðingu.
Eldlil' uppi í óbyggðum. Skaptfellingar og
Rangæingar hafa flutt þá fregn suður hingað, að síðan mánu-
dag, 30. f. m., hafi reykjarmökkur geysi mikill sjestnorð-
ur af Skaptárjökii, inn í óbyggðum. þeir fullyrða, að ekki
sje bann í Skaptárjökli sjálfum, beldur lengra norður, t.
a. m. í Ódáðahrauni eða Trölladyngju, eða einhverstaðar
þar um svæði. Yjer vitum ekki meir um það. En víst
er loptíð um þessa daga og veðurlagið fremur undarlegt
og eldgoslegt. J>að er einhver dumbungur, einhver molla
yíir öllu, það er eins og byggðirnar leggi við eyrum og
sje að hlusta á ltvað gjörist þar inn frá; en engum hugs-
ast að forvitnast um hvar eldurinn er, eða hvernig hann
hagar sjer. |>að er enda líklegt, að gos þetta, hvort það
er mikið eða lítið, verði í haust kunnugra í Edínborg og
London, en í lleykjavík eða á Akureyri.
Anglýsingai'.
Föstudaginn þann 22. ágúst þ. á. Jd. 12 m. verða
við eitt einasta opinbert uppboðsþing, sem haldið verður
í verzlunarhúsum kaupmanns sál. Th. Johnsens í Reykja-
vík, boðin til sölu:
verzlunarhús kaupmanns sál. Th. Johnsens í Reykjavík
nr. 5 í Hafnarstræti með lóð þeirri, er eign þessari
fylgir.
Eign þessi verður eigi einungis boðin upp til sölu í einu,
heldur í tveimur pörtum, nefnilega:
Norðurhluti eignarinnar með nægri lóð og stakkstæði,
íbúðarhúsi með sölubúð og pakkhúsi.
Suðurhluti eignarinnar með tveimur geymsluhúsum,
af livorum annað er stórt, hentugt til verzlunar eða
breytingar í íbúðarhús, og fylgir lóð næg til húsabygg-
j inga eða kálgarðastæðis.
Upplýsingar urn söluskilmála, heimildarbrjef, o. s. frv.,
verða gefnar bjer á skrifstofunni.
ákrífstofu bæjarfögeta í Iíeykjavík, 14. júií 18K2.
A. Thonteinsori.
Föstudaginn þann 22. ágúst þ. á. kl. 1 e. m. verð-
ur við eitt einasta uppboðsþing, sem haldið verður í verzl-
unarhúsum kaupmanns sál. Th. Jobnsens i Reykjavík,
boðin til sölu.
þriðjungur af veitingahúsinu »Skandínavía« eða hinum
svo nefnda »GiIdaskála« lijer í bænurn, tilheyrandi búi
kaupmanns sál. Th. Johnsens.
Upplýsingar um söluskilmála, heimildarbrjef, o. s. frv.,
verða gefnar hjer á skrifstofunni.
Skrifstofu bæj.irfógeta í Keykjavík, 14. júlí 1862.
A. Thorsteinson.
— Fundinn skinnpungur með lijer um bil 1 '/2 pundi af
höglum á veginum milli Reykjavíkur og Eskjuhlíðar; og
getur eigandi vitjað hans hjá undirskrifuðum, móti borgun
fyrir þessa auglýsingu og þóknun í fundarlaun.
KeyHjavík, 15. júlí 1862.
E. Pórðarson, prentari.
— Ilvk. 17. júlí I dag kom austanpóstur, og segir
að öskufalls hafl' tflrðið vart austur á Síðu, og gras á vall-
lendi sje víða visnað riiður til miðs, en að elting ein hafi
staðið óskemmd eptir. Eigi vita menn enn með vissu,
hvar eldurinn er.
Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson.
Prentaílur í prentsmf&juniii í Keykjavík 1862. Eiuar párbarson.