Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 6
54 kom til Reykjavíkur, hefur verið mjög lítið að skapi lands- manna, svo að landsmenn eru því nær hættir að senda syni sína í hann, nema Reykjavíkurbúar einir, og guð má þó vita, hvernig þeir verða, sem aldir hafa verið upp í Reykjavík, þegar þeir eiga að fara að verða embættis- menn út um iandið; jeg fyrir mitt leyti hef lítið betri trú á þeim, en útlendum embættismönnum, sem nú vofir yfir að dembt verði upp á oss, hverjum eptir annan. Undar- legt og óskiljanlegt var það, með hversu köldu blóði stipts- yfirvöldin horfðu á það, þó árlega fækkuðu þeir, sem á skólann gengju, og þó menntunin þannig væri að yfirgefa land vort, og þau mættu sjá fram á, að bráðum yrði al- gjörður skortur á innlendum mönnum til embættanna hjer á landi. Stiptsyfirvöldin sváfu og borðuðu eins vært fyrir þessu, hlóu að þeim, sem minntust á þetta við þau, og sögðu, að þetta væri ekki nema um tíma, svo mundi apt- ur fara að fjölga í skólanum, og hreifðu sig því ekki hið minnsta til að fá hrundið þessu í lag. Landslýðurinn þar á móti og bændurnir — hver skyldi trúa því? — vissi langtum betur en stiptsyfirvöldin hvað skólanum leið; þeir sáu, að þetta mátti ekki ganga svona lengur; þeir vildu ekki að menntunin skyldi yfirgefa landið; þeir sáu, hversu óhollt það er fyrir landíð, að hafa útlenda em- bættismenn; þeir fundu hið skaðlega í samsteypu margra brauða. Úr öllum áttum landsins streymdu því inn til alþingis núna seinast bænarskrár um, að skólinn yrði lag- aður nokkuð, svo menn færu aptur að senda syni sína á liann, og var bent á hið helzta, er þykir að fyrirkomulagi því, sem hann nú hefur. Alþingi tók þessu máli upp á hið bezta, og sendi konungi þar að lútandi bænarskrá. Síðan hefur ekkert um mál þetta frjetzt fyrri en nú með þessu póstskipi, sem seinast kom, heyrðist að stjórnin hefði boðið stiptsyfirvöldunum, að kjósa 5 manna nefnd til að gjöra frumvarp til nýrrar reglugjörðar fyrir skólann; hefði stjórnin sjálf tiltekið 2 af þeim, skólameistara B. Jónsson og prófessor P. Pjetursson, en hina 3 skyldu stiptsyfirvöldin kveðja, og nú heyrist, að þau sjeu búin að þessu og hafi kvatt í nefndina, auk tveggja fyrtjeðra manna, landlækni J. Hjaltalín, prófast Ó. Pálsson og máls- færslumann J. Guðmundsson1. Gefi stiptsyfirvöldunum lofaður! og vjer óskum, að nefnd þessari megi takast, að leysa þetta vandamál af hendi sem bezt, því undir því, hvernig henni tekst það, verður velferð skólans um lengri tíma komin, og því velferð landsins í vissu tilliti. Vjer getum ekki skilizt svo við þetta mál, að láta ekki í ljósi gleði vora yfir því, hversu annt að biskupin- um hafði verið um það að sögn, að fá herra Jón Guð- mundsson í nefndina, því þar með hefur þessi hái em- bættismaður landsins lýst sálarþreki sínu, og þegjandi gefið stjórninni fallega ákúru fyrir það, hvernig henni hingað til hefur farizt við þenna heiðarlega oddvita svo margra manna hjer á landi, með því aldrei að vilja veita honum sýslur nje annan starfa i stjórnarinnar þjónustu. En fremur hefur lierra biskupinn berlega sýnt með þessu, hversu mikið honum finndist til fróðleika þessa vísindavin- ar, sem sumir hafa viljað gjöra ininna úr, en skyldi, og hversu hann í þessum efnum álítur hann hafinn yfir ýmsa embættismenn í Reykjavík og þar í grend, og lýsir þetta sjer þvi fremur sem það er þó auðsært, að herra J. G. ekki getur verið skyldur að vinna launalaust fyrir stjórn- ina í þessari nefnd, en embættismönnunum virðist ekki vorkennandi, þó þeir gjöri það kauplaust. Og loksins liefur herra biskupinn með þessu látið í Ijósi — og í það er ekki minnst varið — hið fegursta dæmi upp á 1) Alþingi beiddist þess, ab 2 af iiefndarmunnum vicru búsettir embœttismenn fyrir utau Reykjavík, alþ.tíb. 1861, bls. 821. Ritst. kristilegt hugarfar, og hversu fjærstætt honum er að rækja misgjörðir sjer svndar, því allir vita, að herra J. G. hef- ur opt óþvegið komið við kaun hans áður, og mun lík- lega gjöra það eins framvegis, þegar honum ræður svó við að horfa. C+A' lísltrifaóir úr Tícylxjavíkur lœrðaskóla um lok júní- mánaðar 1862. 1. Skúli Magnússon, sonur sjera Magnúsar heitins Jóns- sonar Nordals, er síðast var prestur til Meðallands þínga; með 1. aðaleinkunn, 92 tröppum1. 2. Jónas Björnsson, sonur Björns Guðmundssonar bónda í þórormstúngu í Yatntsdal; með 1. aðaleinkunn, 92 tröppum. Ilann var að eins 1 ár í 4. bekk, en fekk leyfi stiptsyfirvaldanna til þess að gánga nú þegar undir burtfararpróf. 3. Porsteinn Jónsson, sonur Jóns bónda þorsteinssonar á Iíekki á Eyrarbakka; með 1. aðaleinkunn, 89 tröpp- um. Jón faðir þorsteins er fátækur maður, en Guð- mundur Thorgrímsen, faktor á Eyrarbakka hefur, a,ð því oss er kunnugt, mest og bezt kostað þorstein frá því hann byrjaði lærdóm ogtil þessa, og er alla daga skyidt að slíkum höfðíngskap sje á lopt haldið. 4. Jörgcn Fjetur Havstein Guðiohnsen, sonur organista og söngkenna Pjeturs Guðjóhnsens í Reykjavík; með 1. aðaleinkunn, 86 tröppum. 6. Hjörtur Jónsson, sonur sjera Jóns Hjörtssonar á Gilsbakka í Ilvítársíðu; með 1. aðaleinkunn, 80tröpp- um. 6. Friðrik Kristofer Thorarensen, sonur Odds apótekara Thorarensens á Akureyri; með 2. aðaleinkunn, 51 tröppu. Friðrik sagði sig úr skóla í fyrra vor, og var nú út- skrifaður sem utanskóla sveinn. Vjer höfum heyrt, að þéssir 4 hafi fengið skóla, eptir afstaðið inntökupróf; Iíelgi sonur Sigurðar Melsteðs prestaskólakennara, Bogi, sonur prófessors, dr. Pjeturs I’jeturssonar, og Pjetur og Brynjúlfur, synir Jóns vfir- dómara Pjeturssonar. XII athug’a fyrir sveitastjórnir þær í Borgarfjarðar- og Gullbringusýslum, sem þegið hafa lán í korni á næst- liðnum vetri. Til þess að menn geti gengið úr skugga um, hversu mikiö skal greiða í ár upp í ián það, sem fátækrastjórnir nokkurra hreppa í Borgarfjarðar- og Gullbringusýslu fengu í korni á næstliðnum vetri, auglýsist hjer með, að hver tunna af kornvöru kostar að meðaltali 9 rd. 44 sk., og að rentan af láninu til 11. júní næstl. er 2 rd. 20-| sk. af hverjuin 100 rd. í skuldinni. Sjerhverri sveit fyrir sig ber því, sam- kvæmt brjefi lögsíjórnarinnar af 12.septembr. í fyrra, að greiða nú í sumar af allri upphæð skuldarinnar og rentu þar af, sem að ofan segir. íslands stiptamtshúsi, 16. júlí 1862. * ** Th. Jónasson, settur. 1) Til 1. aþaleiiikumiar útheimtast mimist 7íl trúppur; 2. afai- eirik. mimist 32, og til 3. aþaleiukumiar miimst 15; fái uokkur niimia verímr kann rækur. Fái nokkur 96 trúppur heitir þat) ágætiseiu- kuuu, og er skjaldsjcn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.