Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 4
52
álierzlu á »stillir«, eu er að öðru leyti fremur til að spilla
en bæta; því »strítt<• er í þessu sambandi bæði óþarft og
óviðfeldið. í staðinn fyrir: »lægiráalla lilið•< (5. s. G. v.)
kemur bann með: »og lægir alla’ á blið«. Jeg skil ekki,
hvernig þetta »og« á undan »lægir« getur átt við í hugs-
uninni á þessum stað »alla á 111ið« er stirt og ambögu-
legt. í staðinn fyrir: »ljenað í fyrstu hefur« (6. s., l.v.)
vill hann heldur: »í fyrstu ljenað hefur«. J>ó áherzlan
vrði þá rjett, yrði höfuðstafurinn ekki betur settur fyrir
það, heldur ver, og getur þessi hreyting ekki staðizt,
ef 1. bend. á að standa óbreytt. í þessu versi eru ann-
ars fleiri braglyti en þau, sem dóm. getur um; því í
»allt hvað« (í 3. hend.) og »almættis« (í 7. hend.) standa
höfuðstafirnir í áherzlulausum samstöfum, og auk þess er
sú áherzla, sem kemur á þessi orð, röng. Eptir bragnum
á að bera fram »allt, hvað«, en í rjettu tali væri sagt:
»allt, hvað«; og enginn maður, sem talar óbjagaða ís-
lenzku, segir: »almættis«, heldur á áherzlan að vera á
1. samstöfu þar, eins og ávalt í íslenzku. Áð vísu fræðir
dóm. oss á því, litlu síðar í dómi sínum, að í samsettum
orðum megi áherzlan vera annarstaðar en á 1. samstöfu,
svo þess vegna megi bera fram: »bústað«, »ávöxtum«;
en þetta er ekki á neinu byggt, nema eiginn hugarburði
lians. I staðinn fyrir: »furðuverk þinna handa« (6. s.,
3. v.) stingur dóm. upp á: »sem furða’ er þinna handa«.
í*að er »furða«, að honum hefur ekki getað hugsaztneitt
skárra enþetta; því, að segja, að líkaminn sje furða guðs
lianda, er efalaust málleysa. í staðinn fyrir: »lífsins guð
allsvaldandi« (G. s., 4. v.) kemur hann með: »alls lífsins
guð valdandi«, sem mjer finnst ótækt. í staðinn fyrir:
»fjall og dalur úr bylgjum brauzt« (7. s., 3.v.) býr hann
til: »úr bylgjum fjall og dalur brauzt«. þannig geta höf-
uðstafir ekki staðið, þar sem þeir eiga að vera 2 í hend-
ingu, og gegnir það furðu, að íslenzkur maður, sem þyk-
ist hafa vit ú kveðskap, skuli ekki finna það. í staðinn
fyrir: »allt, hvað þú sendir, er heill mín« (8. s., 3. v.)
kemur hann með : »allt sendir þú, hvað er heill mín«, lík-
lega til þess, að áherzla komi á orðið »þú«, sem jeg
reyndar skil ekki, að þurfi hennar fremur við á þessum
stað en i 2. hend. í sama versi. En þó þessi breyting
sje ekki mikil, þáverður þó hugsunin í hendingunni önn-
ur fyrir hana, og öllu daufari og þýðingarminni en hjá
skáldinu. Ilugsun skáldsins er: það ermjerallt tilheilla
sem guð sendir; en hugsun dómarans verður: Guð send-
ir það allt, sem mjer er til heilla. Á þessu er töluverð-
ur munur. í 9. s., 2. v. fmnur dómarinn að orðinu »full-
ríkur« vegna áherzlunnar. þetta orð í sálminum er ekki
vel valið, ai því »fiillríknr« er opt í daglegu tali = sæmi-
lega ri'kuf (sbr. fullgóður); en þó vil jeg það miklu held-
ur en það, sem dómarinn setur í þess stað; þvi mjer
fmnst fjarska óviðfeldið að segja, að guð sje »fullur nægta«,
og að það sje jafnvel einhver algyðistrúar-keimur að því.
í staðinn fyrir: »á önd og samvizku særður« (25. s., 1.
v.), sem er einni samstöfu oflangt, kemur dómarinn með:
”önd og samvizku’ á særður«, og segir síðan: »og er þá
hend. rjett«. Nei, hún er ekki rjett fyrir þessa breyt-
*n8u; því 1, »önd«, sem á að hafa áherzlu eptir hugs-
nninni, er þar áherzlulaust; 2, »og« fær áherzlu, sem því
alls ekki ber; 3, »samvizku« fær áherzlu á miðsamstöf-
una, sem er rangt. Jeg bið menn að reyna, hvort þeim
linnst viðfeldið, að bera fram: »önd og samvizku’. í
staðinn fyiir: »ekkert fannst heilt á mjer« (í sama versi)
setur dómariun: »heilt ekkert fannst á mjer«. Með þessu
lagfærir hann samstöfu-áherzluna (etymologisk Accent) ú
»ekkert«, en afiagar undir eins með því efnis-áherzluna
(logisk eða emphatisk Accent) í hendingunni; því hugs-
unin er ekki: »heilt ekkert fannst á mjer«, heldur:
• ekkert heilt fannst á mjer«. Orðið »heilt« má þess
vegna ekki vera i áherzlulausri samstöfu. Ef breyta átti
á annað borö, held jeg að betur hefði farið: »svo allt
varð sjúkt á mjer«. í staðinn fyrir: »svipan lögmálsins«
og oóttinn kvalanna« (i sama sálmi, 2. v.) setur dóm.:
»lögmálsins svipa« og „kvalanna ótti«. Eru mennþávan-
ir að bera fram: lögmálsins, kvalanna? »Líf og sál«
er ekki heldur rjett, þó hann finni ekki að því. Til þess
að breytingin yrði annað en kák, sem er verra en ekkert,
hefði þurft að breyta þessum hendingum hjer um bil
svona: »Mig svipan lögmáls lamdi á lífi’ og sálu frekt:
mig óttinn kvala kramdi, jeg kominn var í sekt«. Að
sleppa orðinu »þú« í seinustu hend. þessa sálms, er í
tilliti til sálmsins ekki rjett, fyrst sögnin »huggar« er í
2. persónu.
Auk þeirra aðfmninga dómarans, sem eru á nokkrum
rökum byggðar, — en það eru þær víðast, þar sem hann
talar um áherzlu orðanna, þó stundum fari lítið betur,
þegar hann kemur með sínar lagfæringar — auk þessara
aðfmninga eru aðrar í dómi hans, sem eru alveg ástæðu-
lausar. |>annig er það t. a. m. öldungis ástæðulaust, þeg-
ar hann fmnur að orðinu »sveit« i 1. sálmi. f»að sann-
ar ekkert, þó þetta orð komi fyrir í Blómsturvallarímum;
það getur verið eins gott og veglegt orð fyrir það. Eða
kemur það þá hvergi annarstaðar fyrir? Man ekki dóm.
eptir seinasta orðinu i nr. 257 í messusöngsbókinni? Eða
mega menn þá ekkiheldur nefna »himneskar hersveit-
ir?« Til þess að komast bjáþessu orði: »sveit« og orð-
inu »svefn«, sem í hend. á undan er haft um dauðann,
yrkir dómarinn nýjar niðurlags-hendingar, sem eru þannig:
»því eptir dauðann dýrðarvís, þá drottins upp öll skepna
rís«. Áður en jeg kýs þetta heldur en skáldsins hend-
ingar í sálminum, verður dómarinn að segja mjer, hvar
• upprisa allrar skepnu« er nefnd í biflíunni; því jeg man
það ekki. f>ó orðið »skepna« virðist á 2 stöðum í nýja
testamentinu (Mark. 16, 16.; Iíól. 1, 23.) vera haft um
mennina út af fyrir sig, þá mundu ílestir skilja svo
þessi orð: »þá drottins upp öll skepna rís«, eins og þar
væri talað um, að ekki einungis mennirnir, heldur einnig
skynlausu skepnurnar muni rísa upp; en það veit jeg
ekki til, að sje kenning biflíunnar, eða hafi nokkurn tíma
verið kenning kirkjunnar, og held jeg, að þá sje ekki
heldur vert að kenna það í sálmum.
Allt eins ástæðulaust og aðfinningin að orðinu »sveit«,
er, að minni ætlun, það, þegar dómarinn fullyrðir, að menn
muni ekki geta borið fram 10. sálminn í viðb., án þess
aö leggja »rarnmvitlausa« áherzlu á orðin. Jeg er sann-
færður um, að hver sem er nokkurn veginn læs, berfram:
- v v - V
• góðan guð lofið«, eins og í öðrum saphiskum bragar-
háttum, sem menn eru hjer á landi alvanir við, en get
með engu móti skilið, af hvaða ástæðu dómarinn heldur,
að sálmabókarnefndin, liafi lilotið að vera í vafa um,
hvernig rjett væri að bera fram þenna súlm. Að frátek-
inni tvítekningunni í upphafi og niðurlagi versanna, mun
súlmurinn vera með alveg sama bragarhætti sem þýzki
frumsálmurinn (Lobet den Ilerren). Tvítekningin mun
líta til þess, að þetta hafi átt að vera eins konar víxlsöng-
ur, eins og 2. vÁvicðist að benda til. Ilvort orðin í þýzka
sálminum bcnda til hins sama, man jeg ekki með vissu;
því jeg hef nú ekki þá bók, sem jeg hef lesið sálminn
á. Um lagið við íslenzka sálminn get jeg ekki annað sagt
en það, að þessi sálmur er með nótum í einni af vorum
gömlu súlmabókum. (Mig minnir, að hún sje frá 1G19).
Uppliaf sálmsins er þar: »Lausnarann lofið«, og eru þar