Íslendingur - 18.07.1862, Blaðsíða 7
55
Mannalát. Síðan blað vort kom seinast út höfum
vjer frjett að þessir prestar sjeu látnir: Emeritprestur
sjera Sigurður Sigurðsson fyrrum á Bæisá, Reynivöllum,
og síðast á Auðkúlu, 88 ára. Sjera Björn Þorláhsson
prestur til Höskuldstaða í Húnavatnssýslu, og sjera Ólaf-
ur Magnússon til Einholts i Ilornaíirði; báðir þessir munu
hafa verið á 50 aldri; hinn síðar nefndi andaðist á ferð
út í Landeyjum.
Inj^ibjör^ Jasonsdóttir
ógipt, en öldruð á Ilólum í Biskupstungum, -J- vorið 1861.
1. frábæru næmi,
f>á hjer forðum farsælu minni,
ferða neitti iðni og eljun
Henderson enskra aðra að fræða.
haukur klerka, 4.
kvaðst hann á fróni Eins var hún orðvör
fundið þrjá hafa, og sískemmtin,
er helga ritningu fremri að fróðleik
hefði bezt lesið. flestum sprundum;
2. hún var því hugþekk
Ein meðal þeirra hverjum manni,
var Ingibjörg, fengu fund hennar,
jafnoki fróðra, færri en vildu.
Jasonsdóttir. 5.
j>að hefur síðan Nú er hún kölluð,
sannað mengi að kvöldi dags,
að ei var slíkt of lof, umbun að taka,
er ínnti hinn vísi. í æðra heimi,
3. livorja þeir einir
Guðrækni fylgdi hlotið geta,
greind og stilling er baráttn góðri
hennar ágætu barizt hafa
eðlisgáfum, G. Torfason.
*• f»ing,vallaf(mdnr.
í f»jóðólfl, 10. júlí þ. á. N. 28—29 skorar ritstjórinn,
herra Jón Guðmundsson á landsmenn, að þeir komi til
fundar að Þingvöllum við Öxará föstudaginn 15. dag
ágústmánaðar næstkomandi, til þess að ræða, einkum um
tvö alsherjarmál: Máðamálið og stjórnarbótarmálið. Vjer
leiðum hjá oss, eins og vant er, hið fyrra málið, en hvað
hiðsíðara, stjórnarbótarmálið, snertir, þáviljumvjer
biðja menn að hugleiða »tíð og kringumstæður«. Nú er
einmitt tíð og- kringumstæður til að vaka og vinna, og
reyna að fá nokkru góðu komið til leiðar, og það má nú
takast, ef menn halda saman i góðri einingn, leyta þess
og bera það fram með greind og stillingu, en þó dreng-
lyndi og djörfung, sem mönnum þykir nú helzt vanta og
landið helztviðþurfa; en landið vantar og þarf að fá hyggi-
legtfyrirkomulag á stjórn siirni; fyrr en það
kemst í kring, verðnr hjer alt í káki og sundurlyndi og
framfaraleysi. En til þess, að undirbúa slíkt, er öldungis
ómissandi að góðir og greindir menn úr ýmsum hjeröð-
um landsins komi saman á einn stað, hittist að máli og
komi sjer saman um hvað gjöra skal og livers biðja ber.
I>ess vegna er þingvallafundr sá, er alþingisforseti vor á
síðustu þingum, nú hefur boðað, í mesta máta nauðsyn-
legur, og vjer vonum þess fastlega að landar vorir gefl
góðan gaum að þeirri áskorun og kjósNmenn fljólt og vel
til fundarins. Sjái stjórnin að vjer sjeum afskiptalausir
og látum oss litlu varða hvernig allt veltist og livað við
oss er gjört, svo heykist hún í öllum framkvæmdum oss
til handa; en sjái hún, að vjer sjeum vakandi og viljum
áfram og vitum hvað vjer viljum, svo má ganga að því
visu, að hún verður öruggari í málum vorum, og þá mið-
ar eitthvað áleiðis. Vjer leyfum oss að setja hjer niður-
lagsgreinina úr þjóðólfl eins og útgefandi hans hefur orð-
að hana:
»Vjer vitum að konungur vorhefur lieitið oss stjórnar-
bót aptur og aptur, »svo fljótt sem kringumstæð-
urnar leyfði«, og hefur konungur og stjórn hansjafn-
an sett þetta mál í samband við fjárliagsmálið. En ann-
aðhvort er það nú eður aldrei að i>kringumstæðunrar«
leyfl, og meir að segja knýji til þess að láta stjórnar-
bót vorri verða framgengt hið allra bráðasta; vjer vit-
um að 2 embætti landsins standa enn óveitt, annað á
3. ár, en hitt á annað ár, og verðurþó eigi annað sagt
en að um bæði embættin hafl verið sótt.
Víst má fulltreysta því, að liver góður íslendingur
beri þessi velferðarmál lands vors fyrir brjósti sjer og
vilji vinna að því sem öruggast og hver sitt framleggja
að þeim verði ráðið sem fyrst og sem happalegast til
lykta, og sendi því hvert lijerað að minnsta kosti 2
kjörna fulltrúa á þann jþingvallafund, er jeg nú
leyfl mjer að boða til löndummínum; jegvonaað heilt
lijerað telji ekki á sig að greiða þeim 2 mönnum sóma-
samlegan farareyri, er það k\'s til fundarins. Alþingis-
maðurinn eður varaþingmaðurinn eða sýslumaðurinn
skorar á hvern hreppstjóra að gangast fyrir kosningu á
kirkjufundi, senda sjer atkvæði og skuldbindingu til
þess, að farareyrinn skuli greiddur að rjettri tiltölu úr
þeim hreppi, en þingmaðurinn eða sýslumaðurinn telur
síðan saman atkvæðin með 2 valinkunnum mönnum er
hann kveður til þess, og sendir þeim sem flest hafa
hlotið atkvæðin, fulltrúabrjef til jþingvallareiðar; er von-
andi að þar að auki sæki fundinn allir þíngmenn og
varaþingmenn ef ekki væri þeir kjörnir, embættismenn
og aðrir góðir menn þeir er vilja«.
Skýrsla frá hús- og bústjórnarf\elagi suðuramtsins.
Ilinn 5. dag júlímán. 1862 var haldinn venjulegur
ársfundur fjelagsins, Forseti gjörði grein fvrir efnahag
fjelagsins og skal þess getið, að eptir skýrslu í J»jóðólfi
frá 28 fehr. þ. á. N. 12—13, átti fjelagið í sjóði 4574
rd. 16 sk. þá voru og fjelagar að tölu 106. Síðan vetr-
arfundur var haldinn (28. jan. þ. á.), hafadáið þessir fje-
lagsmenn, Kolbeinn hreppstjóri Árnason og Bjarni bóndi
Helgason í Borgarf.sýslu og tómthúsmaður Grímur Biarna-
son í Reykjavík. þessir gengu í fjelagið : Hermann sýslu-
maður Johnson, Vilhjálmur Kr. Hákonarson, óðalsbóndi
á Kirkjuvogi, og Ketill Ketilsson hreppstjóri á Ivotvogi.
Fjelagið veitti Guðmundi jarðyrkjumanni Ólafssyni 25 rd.
lán til að kaupa fyrir jarðyrkjuverkfæri. Til fulltrúa fje-
lagsins í Reykjavíkur umdæmi var, í stað yfirdómara B.
Sveinssonar, kosinn faktor A. P. Wulff; til embættismanna
fjelagsins um næsta ár voru þessir kosnir: forseti Ólafur
prófastur Pálsson, gjaldkeri, málaflutníngsmaður Jón Guð-
mundsson, skrifari, Páll Melsteð málaflutníngsmaður.
Eeykjavík, 8. jtílí.mán. 1862.
Ó. Pálsson.
Gjafir til biflíufj elagsins eru enn fremur inn-
komnar: frá presti sjera Guðm. Einarssyni á Kvenna-
brekku úr hans prestakalli 20 rd.; frá presti sjera Páli
Matthiesen á Iljarðarholti 10 rd.: frá presti sjera j>orl.
Stephánssyni úr Undirfells og Grímstungusóknum 9 rd. 32
sk. og frá presti sjera J. Melsteð úr Iílausturhóla, Búr-
fells og Úlfljótsvatnssóknum 8 rd.; fyrir hverjar gjaflr vjer
hjer með vottum gefendunum innilega þökk.
Reykjavík U. jólím. i862.
Stjórnendur bijlíufjelagsins.