Íslendingur - 21.10.1862, Blaðsíða 3
83
þeir koma ihann? Hver skynsamleg ástœða verður fund-
in til slíkra greina, og þeirra, er vjer þegar nefndum.
Ábyrgðarmaður þjóðólfs hefur mikil svigurmæli um þessa
skólagöngu Ileykjavíkurpilta, og þykistfinna líklega margar
ástœðurtilað hafa á móti þeim, þótt hann eigi komi nema
með eina, sem er hans hvggjuviti samboðin, nefnilega þá,
»að í seinustu lög munu Reykvíkingar bugsa upp á prest-
skap til sveita eða leita á prestaskólann«. það er þó að
minnsta kosti hverjum einum ljóst, að ástœða þessi er
getgáta ein út í loptið, sem við engin rök á að styðjast.
j>ví að í fyrsta lagi er það, að fleiri embættismanna þarf
við, en presta einna; það þarf líka t. a. m. sýslumanna;
og nú eru fleiri sýslur lausar að tiltölu, sem enginn sœkir
um, en prestaköll. Læknar hafa eigi verið taldir ofmargir
hjerálandi hingað til, og þó eru nú 3 lækna-embætti laus,
sem enginn fæst í, og fylli Ileykvíkingar þessi skörðin, og
fylli þau vel, þá verðum vjer að telja, að þeir leysi fullkom-
lega sínar hendur. I öðru lagi er það, að enginn þeirra
embættismanna, sem nú eru búsettir í Reykjavík, er bor-
inn og barnfœddur í Reykjavík, og er það Ijós sönnun
þess, að það eru eigi Reykvíkingar einir, sem sœkjast
eptir embættum þar; enda er það í eðli sínu, að menn
sœki um emba;ttin, þótt þau sjeu í Ileykjavík. í þriðja
lagi er það, að Reykvíkingar sœkja eins um embætti uppi
í sveitum, eins og aðrir, og mætti nefna til þess mörg
dœmi; þannig var t. a. m. Jónas heitinn Thorstensen,
sýslumaður i Suður-Múlasýslu, Reykvíkingur að uppruna;
lijeraðslæknir Jón Finsen er embættismannssonur úrReykja
vík; þeir brœður, prófastur sjera Ólafur Johnsen á Stað
á Reykjanesi og prófastur sjera Guðm. Johnsen á Arnar-
bœli eru Reykvíkingar; sjera þórður Jónassen til Möðru-
vallaklausturs er embættismannssonur úr Reykjavík, og
núna síðast í sumar ljet einn Reykvíkingurinn, sjera Steinn
Steinsen, vígjast til prests upp í sveit, og þegar litið er
til Íslendinga, sem erlendis hafa embætti fengið, þá mun-
um vjer ekki eptir nema einum tveimur Reykvíkingum,
sem þar hafa embætti, en miklu fleiri ofan úr sveitum,
svo að ekki sannar það neitt; og nú er að eins einn úr
Reykjavík, er embættispróf hafi tekið, embættislaus. j>annig
falla öll þessi rök Jóns Guðmundssonar um þetta efni um
sjálf sig; en hitt ræður að líkindum, að Ileykvíkingar eigi
sœktu um embætti uppi í sveitum, meðan þeir engir voru.
En honum nœgir eigi að eins, að bera á borð fyrir les-
endur sína þetta og annað eins, svona blátt út í Ioptið,
heldur verður hann að bœta við hreinum og beinum ó-
sannindum, til að villa sjónir fyrir almenningi, og gjöra
49
og það dró Hallmund til dauða, en um j>óris afgang er
ei getið; ei er sagt frá bœ hans.
I Bárðarsögu nefnir þórishöfða, sem fyr segir; má
vel ske hann hafi í helli búið uppi við dalbotninn, eða
þar nálægt, því Grettissaga segir, að hvert kveld, er hálf-
rökkið var, hafi verið hóað ^pp í dalnum (heyrði Grettir
hóað upp í dalinn, segir sagan). j>að er, sá sem hóaði,
var ofarlega í dalnum, eða við dalbotninn. Item að þá
stökk fje allt til hins sama bóls, en ei er til húss sagt,
má og ei fje hans alllangt farið hafa, er það heyrði jafn-
an hljóð hans, hver svo voru stór, að dundi í björgum
öilum, hafi hann ei verið þess meiri raddmaður. Nú hef-
ur þetta fyr gjörzt, en Grettir svo frá sagt, að sá dalur
hafi verið luktur jöklum öllu megin; það má ei svo skilja,
sem hvergi hafi á honum dyr verið, því að gil fjell úr honum,
segir Gr,- en ekki valn rennur upp úr dal nokkrum,nema
áður sje fullur. Ueldur að úr dalnum sjálfum hafi ekkert
sjeð umhverfis nema jökla eina, og að þennan dal hafi
úr engri átt sjá mátt, hvorki fyrir vestan af Kaldadal,
Reykjavík og Reykvíkinga óvinsæla meðal landsmanna.
j>annig segir hann í neðanmálsgrein í 30.—31. blaði j>jóð-
ólfs þ. á., bls. 131, að »alls einn hafi gengið á presta-
skólann af þeim Reykvíkingum, sem útskrifazt hafa frá
lærða skólanum um næstundanfarin 10—12 ár«. En þeir
eru þó fjórir: Oddur Gíslason, Isleifur Einarsson, sjera
Steinn Steinssen, og þorsteinn Egilsen. Auk þess hafa
2 siglt til Kaupmannahafnar, verið þar nokkur ár, og
gengið síðan á prestaskólann: Helgi E. Helgasen, sem
gekk þar undir burtfararpróf, og Theodor Thorstensen,
sem eigi entist líf til þess. En þeir, sem nú dvelja í
Höfn við bóknám, eru að eins 5, og sá sjötti hefur þegar
af lokið embættisprófi, og eru því 6 hvoru megin; því að
þann teljum vjer frá, sem borinn er i Danmörku af dönsk-
um foreldrum, enda þótt hann gengi hjer í skólann. Til
þess nú að geta alls, þá er enn einn Reykvíkingur, sem
siglt hefur til háskólans í Kaupmannahöfn, en orðið sök-
um veikinda að hverfa þaðan aptur; það er sonur Jóns
Guðmundssonar sjálfs. j>að er sannarlega undarlegt, að
hann skuli hafa látið þennan son sinn ganga í skólann,
fyrst honum þykir það svo ísjárvert, að margir Reykvík-
ingar gangi í hann; það er undarlegt, að hann skuli gjöra
það sjálfur, sem svo lítur út fyrir að honum þyki næsta
athugavert; en ætla honum þyki sonur sinn landsmönnum
óþarfur, ef hann verður læknir hjá þeim? því að eins
lætur liann bann líklega læra læknisfrœði, að honum mun
eigi þykja það, ef ráða skal af þvi, hversu annt hann
þykist láta sjer um velferð landsins. En þótt fleiri Reyk-
víkingar sigldu, en gengju á prestaskólann, þá er það næsta
eðlilegt, þar eð flestir þessara Reykvíkinga eru synir em-
bættismanna, og það hinna œðri, s.em eðlilegt er að vilji
leita sonum sínum sem mestrar menntunar að auðið er.
j>að er annað dœmi upp á fljótfœrni og sleggjudóma
j>jóðólfs, þar sem hann segir í 30.—31. blaðinu, á bls.
129, »að um hin næstu 8—10 árin geti ekki út skrif-
azt nema fimm árlega í mesta lagi«. Nú er skólatíminn
6 ár, en eigi 8 eða 10, og veit hann því nú þegar, hversu
margir muni koma hin næstu 2 árin, þ. e. 5 hvort árið.
Mikil er vizkanl! hann veit fyrir óorðna hluti, og er orð-
inn hinn forvitrasti maður?! En vjer þykjumst nú geta
sagt, að miklu meiri likindi sjeu til, að næsta ár muni að
minnsta kosti 8—10 koma í skólann, en að þeir verði að
eins 5. En geturhann sagt með nokkurri vissu, að næstu
6 árin muni eigi verða stúdentar, nema 5 á ári? Alls
ekki; því að hann getur með engu móti vitað, að enginn
komi hin næstu árin svo undirbúinn, að hann geti setzt
50
nje fyrir sunnan af Skjaldbreið, nje að austan af Kjöl,
nje að norðan úr Geitlandi, heldur jökul einn, hvaðan
sem til væri litið, og því væri dalurinn í jöklum luktur.
f>ess og annars, að fannskaflarnir skúttu fram yfir dal-
brúnirnar, sem segir í Grettissögu. Gefur hjer og um
raun vitni, að menn sjá þangað ei, nema jökul úr öllum
þessum áttum, en engan dal, hver þó á, eptir sögunni,
þar inniluktur að vera; og hjer fyrir bæði er hann og
verið hefur flestum mönnum ókunnugur, en hafaþójafn-
an margar gátur veríð um, hvort dalur þessi mundi þar
vera eður ei, eða mundu þetta vera lygar einar, sem
mörgum er títt, að efa nú hinar fornu frásögur, ef þeim
þykja ei alllíklegar, og fá ei sjálfir raun að komizt, eða
og ef væri, hvar þá mundi vera helzt, eða hvern veg þar
mundi nú umhorfs, eða hvort þar mundi enn mennskir
menn vera og haldast viljandi svo á laun, og lifa við fje
þar eða úr afrjettum, og annaðhvort þangað reka, eða
annars túlka fje þangað, með fjölkynngi og fornum brögð-
um, og að sönnu er mönnum kunnugt, hvað ólíklega mikið