Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR.
»|>ar eð nefnd sú, sem var sett í sumar, til þess að
yfirvega og segja álit sitt um nauðsynlegar breytingar og
betra fyrirkomulag við hinn lærða skóla, hefur orðið þess
áskynja, að þegar sje rituð og send yðar heiðraða blaði
»íslendingi« grein um aðgjörðir nefndarinnar og þau nið-
urlagsatriði þar mcð auglýst að mestu eður öllu, sem
nefndin hefur að vísu þegar gjört uppkast til að nokkru,
en engan veginn eru enn þá alráðin eður endilega sam-
þykkt sem niðurlagsatriði í álitsskjali til stjórnarinnar, —
þá verðum við hjer með að lýsa yfir við yður, háttvirti
herra ritstjóri íslendings, að eins og enginn vor nefndar-
manna hefur neina siðgœðislega nje lagalega heimild til
að auglýsa á prenti þessar eða aðrar aðgjörðir nefndar-
innar, allra-sízt fyr en þær eru alráðnar og leiddar til
lykta, án allrar nefndarinnar samþykkis, eins hefur enginn
okkar nefndarmanna gefið neinum manni, hvorki meðal
sjálfra vor eða fyrir utan oss, leyfi til að auglýsa neitt af
aðgjörðum nefndarinnar enn sem komið er. Vjer vonum
líka og fulltreystnm, að þjer, herra ritstjóri, finni það eigi
síður en vjer, hve illa það á við og hve ískyggileg áhrif
það má hafa á málið sjálft og aðgjörðir nefndarinnar, ef
farið væri nú þegar að hefja blaðadeilur og kapp um ó-
unnin verk og álit nefndarinnar, eins og þetta mun óheyrt
í öðrum löndum. Vjer verðum, herra ritstjóri, af þessum
rökum að leggja niður forboð móti því, að þjer auglýsið
í hlaði yðar að svo komnu neitt um aðgjörðir nefndarinn-
ar, þau niðurlagsatriði, sem þegar eru að nokkru rœdd,
eður annað.
Heykjavík, 13. október 18R2.
P. Pjetursson. J. Ujaltalín. J. Guðnmndsson.
J. Sigurðsson. Ó. Pálsson.
Til
ritstjóra blaðsins íslendings«.
Um leið og vjer látum brjef þetta frá liinni háttvirtu
skólanefnd koma fyrir almennings-sjónir í blaðinu »ís-
lendingi«, finnum vjer oss skylt, að gjöra við það fáeinar
athugasemdir.
það er nú sannarlega engin býsn, þótt slíkir menn,
sem hjer eiga hlut að máli, vilji leggja allt kapp á, að
verk þeirra, er snertir endurbót hins lærða skóla vors,
bíði hvorki haga nje hneisu af blaðinu íslendingi nje öðr-
um. Aptur gegnir það furðu, ef þeir sýna ofwr-kapp og
gjörræði í athöfnum sínum, því eins og hitt styður og
styrkir málið sem andlegt velferðarmál fyrir land vort, eins
mun hið síðara verða því til hins mesta tjóns og hnekkis.
Vjer viljum nú ekki fá oss til orða, að brjef þetta
hlýtur að vera byggt á einhverri tilhœfulausri flugufregn.
Slík undirrót, hvöt, eður áslœða, — eða hvað sem menn
'ilja nefna það — er nú orðin svo glæsileg og algcng
vara meðal vor íslendinga, að sá mun varla svo mikill
meðal vor, að hann purfi að kynoka sjer við því, að
byggja á henni hinar mikilvægustu vonir sínar, já, al~
menn og einstök velferðarmál11 Ililt er dagsanna, að
engin ritgjörð um það efni, sem brjef nefndarinnar hljóð-
ar um, er komin oss til handa þann dag í dag. Svo
það er þó í raun og rjettri veru hyggt á völtum fœti.
En hvað liður þá brjefinu sjálfu, sem svona er undir
komið? }>að mega nú allir sjá og lesa, en eins og vjer
viljum vera góðfúsir lesarar þess, þannig biðjum vjer og
almenning, að gjöra slikt hið sama.
Eptir orðunum leggur brjefið forboð á, að rita megi
um aðgjörðir nefndarinnar í íslendingi. Með þvívjeruií-
um, að hin háttvirta nefnd hefur aðra krapta í fyllri mæli,
en þá lögfrœðislegu, og með því að hún að minnsta kosti
hefur af sjálfri sjer engan fógeta, sem geti gjört slíkt for-
boð, þá getum vjer þess til, að með orðinu forboði sje
að eins átt við yfirlýsing þess, að það sje án alls leyfis og
vilja nefndarinnar, að ritað verði um aðgjörðir hennar í
blöðunum, hvort sem þetta kemur nú til af því, að hún
þykist hafin yfir álit og dóm annara út í frá, eður hún
er smeik um, að aðgjörðir hennar verði eigi varðar, eða
jafnvel um þær talað á prenti, nema í þrætu og keppni.
En hvað hefur nú þessi yfirlýsing við að styðjast?
Yjer ætlum ekkert, alls ekkert, nema ímyndað vald, eða
sannarlegan veikleika nefndarinnar, sem hún býr sjer sjálf
til, og enga verulega þýðingu getur haft nema fyrir hana
sjálfa.
þennan misskilning á stöðu sinni og starfa vonum vjer
að hver og einn góður drengur fyrirgefi nefndinni. Hann
afsakast við mannlegan breyskleika, sem einnig varð að
vera kjörinn í þessa nefnd með öðru góðu; en það liggur
þó berara fyrir heilbrígðri skynsemi, en frá þurfi að segja,
að engin nefnd í öðrum löndum mundi í heild sinni bjóða
sjer slíkt andiegt gjörræði gegn gildandi lögum um rit-
frelsi sem þetta,og varla, þótt hún ætti að vera sýnishorn
af ramm-katólskum eðar gamal-rússneskum kúgunarofsal
Nei! Vjer biðjum hina hátlvirtu nefnd og ráðum henni
í mesta bróðerni til þess, að fara ekki slíku fram við »ís-
Iending« nje önnur blöð, ekki einu sinni við hinn aum-
asta kotkarl á íslandi! Hamingjan gefi, að aðgjörðir
hinnar háttvirtu nefndar og tillögur sjeu sem viturlegastar
og landi voru í bráð og lengd, fyriralda og óborna, sem
heillavænlegastar; vjer þekkjtun þær ekki, enn sem kom-
ið er; en hvernig sem þær eru lagaðar, munu þær varla
vera upp úr því vaxnar, áð skrifað og skrafað verði um
kost og löst á þeim, og á það munum vjer hætta, hve
nær sem oss verða sendar ritgjörðir um þetta efni, eður
vjer viljum sjálfir rita um það.
En svo nú að livorki vjer nje aðrir þurfum að vaða
í villu og svíma, eins og hin heiðraða nefnd því miður hefur
gjört í brjefi sínu, þá skorum vjer á hana í nafni allra
Islendinga, sem þetta mál vissulega snertir, að luin sem
allra-fyrst auglýsi sjálf í öllum blöðum þessa lands
að minnsta kosti niðurlagsatriði sín, því án alls efa munu
þau nú svo á vegi stödd, að þau þoli skammdegisbirtuna.
Ritnefndin.
Jeg hef allt til þessa þagað við öllu því, sem útgef-
andi þjóðólfs hefurlátið yfir mig dynja í blaði sínu, enda
þótt sumt af því hafi verið mjög svo nærgöngult og meið-
andi, svo að enda bœjarfógetinn hefur, að jeg ætla tvis-
var sinnum, sent mjer blaðið í því skyni, að jeg mundi
9?