Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 4
r
)
100
geldur tíund af ij ce; það er 1 V$ al.; hefur hann þá 44/5
ál. fyrir það hann tekur afgjaldið saman af ij c. og fœrir
landsdrottni.
Frjálst á landsdrottinn að bjóða hjer um öðrum, og
gjalda sjálfur tíund af, en hafa skal þó leiguliði meltak til
sinna búsnauðsynja, svo sem honum þarfnast, og þriðj-
ung þar af ókeypis.
ISú faer eigi leiguliði meltak selt, því vel er œrt, og
vilja fáir kaupa; þá skal hann bjóða mönnum meltak að
kirkju eður annari samkundu, með venjukaupi, og ef hann
fær þó eigi kaupmenn að heldur, þá er það landsdrottins
skaði, og skal ábúi gjöra honum orð, meðah enn er mel-
skurðartími nœgur. jþá skal landsdrottinn koma svo kaupi
sínu, sem hann fær við komizt, og ábyrgist, hve gögnugt
verður. En ef hann fær enga kaupmenn, þá skal leigu-
liði skeraláta slíkt, sem hann megnar, og hirða mel sem
bezt, og eignast hann þá tvo þriðjunga fyrir starf sitt, en
landsdrottinn einn þriðjung. Eigi er leiguliði skyldugur
þann þriðjung með verði að kaupa, en gjalda skal hann
tíund af svo mörgum hundruðum, sem sá landsdrottins
þriðjungur nemur mörgum aurum, eptir hestatali.
Fjallagrös er og alls ekki mögulegt til vissra hundr-
aða að taxera, því að hversu mikil að þau sjeu í vissum
plázum, verður ei rannsakað; menn vita og ekki, hvað snart
þau upp aptur vaxa; hitt er sannreynt, að þau fara mjög
til þurðar, þar sem þau eru iðulega tekin.
Landskyld af þeim kann og engin viss að setjast á
annan veg en að:
llver hann tekur grös á annars manns jörðu, hann
skal gjalda þeim í hönd, sem á jörðu byr, tólfta livern
fjórðung af þeim öllum grösum, er hann hefur í hins
landi tekið, og fœra þau öll til sýnis heim til ábúanda;
þar skal vega þau og áður sagðan toll afhenda. En ef
sá leynir af, er grös héfur tekið, þá eru grös uppnæm
ábúanda. En ef hann heldur eigi grösum til skila og
leynir ábúanda því, að hann hafi grös sótt, þá skal hann
tvígjalda grösin, er hann prófast sótt að hafa, og vinna
eið, að hann ekki tók meiri grös, en þá segir hann frá.
Allt slikt, er með svoddan móti gelzt til ábúanda
lögsóknalaust, skal í þriðjunga deilast; hafi landsdrottinn
tvo, en leiguliði þriðja, og gjaldi þar fyrir tíund af svo
mörgum hundruðum, sem landsdrottins tveir þriðjungar
verða að auratali.
En sá skal taxti á fjallagrösum,að þau þurr og þrí-
vinsuð kosti hver vætt eyri; er þá hver þriðjungur 1 ’/*
fisk eður s/4 alin. Hefur þar með sá, er grös hefur sótt,
af hálfri annari vætt 8V4 al. fyrir sitt ómak, og haga þar
að aukáfjöllum, þar sem grös erutekin. Hvort aðleigu-
liði skuli grös með verði leysa, þau er landsdrottni til
falla, eður svara þeim in natura, veri sem þeim semur,
þó svo, að leiguliði neyðist ei til lengra flutnings en fyr
skilur.
Grös til eigin þarfa sinna má hver ábúandi ókeypis
í sínu leigulandi taka, en þó ekki tiiað selja öðrum, nema
landsdroltinn leyfi.
Nú eru grös svo þrotin, að þau vinnast eigi þeim til
gagns og þarfar, sem á jörðu býr, eður landsdrottni, þótt
hann vildi brúka. þá má landsdrottinn neita mönnum
grasatekju, þeim er ei búa á þeirri jörðu, sem grös á, en
hvergi má hann hærri grasatoll taka en fyr segir, af þeim
neinum, sem brúka, meðan hann hefur eigi forboð við lagt.
En ef einhver brúkar í forboði eiganda, þá eru grös hans
uppnæm.
Selveiði, sem leigulöndum fylgir, skal taxerast, eins
og fyr er um laxveiði skrifað: að landsdrottinn skal hafa
1, 1/10 se,sP'ki öllu og selskinnmn, og 2,
landshlut. En hjer er að observera: að landshlutur af
selveiði er altíð fimmtungur veiðinnar. Raison: því að
ekki þarf til selaveiði nema tvo menn, bát og nót. þetta
allt gjörir fjóra hluti, og er þá landshlutur hinn fimmti
alstaðar, þar sem selveiði er með nótlögum brúkuð.
Uppidráp á sel skal gefa landsdrottni hlut einn, og
þar að auki '/20 hlut veiðinnar.
Hrognkelsaveiði skal taxerast eptir því sem áður er
um silungsveiði og laxveiði skrifað.
[NB. þetta er á lausurn miðum, sem fyrsta uppkast:
• Landskyld af sjávargagni skal vera:
1, Hver tuttugasti fiskur af öllum feng, sem á land
kemur, af óskiptu.
það ef 5 procento, minna má það ei vera, utrius-
que sors fortunæ commissa. Iíann ske flestir, et vel
maxime regiorum conductores, vilji hjer með ekki nœgj
ast, og vilji absolut, að vera skuli hver 15. fiskur af ó-
skiptu, það er 62/3 procento, hærra má það ómögulega
vera, sed et hic utriusque fortuna fontunæ commissa,
semper æque gravis, æque tolerabilis erit, hvort sem ár
er hart eður gott til sjávar.
2, J>egar nú svo er skipt, hvort sem af skal ráða að
verði 5% eður 6%%, þá skal enn skipta landsdrottni
hlut einn af hverjum róðri af öllum feng, sem álandhans
kemur.
3, f>etta hvorttveggja skal leiguliði meðtaka strax i
fjöru, hirða það svo sem sitt eigið, þurrka og varðveita,
til þess að kominn er landskyldar-skildagi, og afhenda
með landskyld. Fyrir þetta starf skal leiguliði hafa höfuð
öll og sundmaga reikningslaust«.
NB. Ilvort inntöku-skipa undirgipt í verstöðum skal
vera jöfn, hvort sem aflast meira eður minna?
Átroðningur af fólki erjafn, og soðning, sem hvort-
tveggja gelzt í þjónustukaupi til ábúanda.
Yergagnabrúkun er ekki jöfn, því minni er beitutekja,
þá sjaldróið er, minna óræsti að slori og dálkum, þá lítið
fiskast, minna rúm íburt tekið af litlum feng en miklum.
Contra: vissir garðar liggja til hvers skips; þeim skal á-
búi við halda, og kostar hann jafnt ómak. Yissar búðir
uppi að halda kostar eins mikið, hvort sem fiskast vel
eður illa.
011 sín eigin skip skal hver ábúandi hafa undirgipt-
arlaust fyrir leigulandi, svo lengi sem hann hefur ekki á
þeim nema sína eigin vinnumenn.
Nú hefur hann aðkomandi sjófólk: þá skal consi-
derera eldiviðartak og búðir. Búðir, inquam., því að ef
þeir liggja allir í leiguhúsum hans, sem á hans skipum
róa, þá er búðatollur til landsdrottins enginn. Eldiviðar-
taksins consideratio quintuplex est: eitt er af móskurði,
sem aldrei grœr aptur; annað af skógi, sem seint eður
aldrei vex aptur; þriðja af rifhrísi, sem aidrei vex aptur,
en feyir hverja þúfu, þar sem rifið er; fjórða af reka-
þönglum, sem óvissir eru; fimmta af fjöruþangi, sem
væntandi er að árlega grói aptur.
Skipa undirgipt til landsdrottins verður engin, þvi að
landshlutur og V20 óskiptu gjalda undirgipt og land-
skyld í einu. Víst her honum búðarleiga, og fyrir það,
sem rótast jörð til naustagjörðar.
Soðingarkaup og búðarleiga verður af litlu og miklu.
Hvað skal landsdrottinn hafa fyrir eldiviðartak til soðn-
inga sjömanna; því það er meira en heimabóndaþarfnar.
Hvað skal hann hafa af búðarleigu, þar sem hann
leggur viðu til?
NB. Jörð hans líður usla til torfverka, að við halda
búðinni.
NB. Hvað lengi munu Suðurnes geta þolað torfuslann ?