Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 6
102 að sœkja prestsvígslu á útmánuðum veturinn eptir, og var vígður á pálmasunnudag 1821. Hjer um mánuði eptir, að jeg kom frá vígslu, andaðist Jón prestur, og þjónaði jeg því einn Yallanessókn til þess í fardögum 1822, og hafði þangað lil heimili á Ketilsstöðum. þetta vor gekk jeg að eiga fyrri konu mína, þórnnni Einarsdóttur, fátœka bóndadóttur úr Skriðdal, sem jeg hafði trúlofazt, þegar jeg var á 18. árinu, tók til min móður mína, sem jeg hafði komið fyrir hjá hálfbróður mínum, meðan jeg var á Ketilsstöðum, og flutti að Hóimum í Reyðarílrði, sem jeg var fenginn til að þjóna, meðan doktor G. Brynjúlfs- son, er hafði fengið þetta brauð, gat ekki tekið við því. Á þessu ári sálaðist móðir mín. Um haustið 1822 fjekk jeg aðstoðarprestsþjónustu í Dvergasteins- og Fjarðar- sóknum, hjá Salamoni presti Björnssyni, og flntti að Dvergasteini vorið 1823. jþar var jeg aðstoðarprestur í 10 ár. Árið 1832 var mjer veitt Kolfreyjustaða-prestakall, og flutti jeg þangað í fardögum 1833 með konu minni, sem áður er nefnd. Með henni átti jeg 7 börn: Önnu, fœdda 20. sept. 1823; Ólavíu, 16. nóv. 1825; Pál, 8. marz 1827; Kristínu, fœdda í júlí 1828; Sigríði, fœdda í apríl 1832; Helga, fœddan 19. okt. 1836 (þessi 3 næst- nefndu sáluðust öll á 1. ári); Önnu }>órunni, fœdda 11. júní 1839. Árið 1848, 30. janúar, andaðist fyrri kona mín. Árið 1849 giptist jeg aptur jþorbjörgu Jónsdóttur, Guð- mundssonar gullsmiðs á Vattarnesi, sem þá var tvítug að aldri; með henni hef jeg eignazt tvö börn: Jón, fœddan 20. marz 1850, og Kristínu, fœdda 28. marz 1855«. Á öndverðu ári 1861 gengu megn veikindi og mann- skœð í Múlasýslum; var sjera Ólafs þá sem optar vitjað til sjúkra, og hlífði hann sjer þá ekki, heldur en hans var venja; en þar kom, að hann fjell sjálfur i valinn og reis ekki á fœtur framar. Hann andaðist á Kolfreyjustað 4. dag marzmánaðar 1861; frjettist lát hans hingað til Reykjavíkur 9. maí, sama dag, sem vinur hans Páil amt- maður Melsteð andaðist í Stikkishólmi. f>að, sem jeg hef fyrst fundið prentað eptir sjera Ólaf, eru vímr þær, sem lesa má í Klaustupósti 1819, bls. 143; því næst mun vera „brjef frá Austfjörðum,, í 2. ári Fjölnis, sem jeg veit eigi betur en að sje eptir hann. }>á, »sjö föstuprjediltanim, prentaðarí Viðey 1844; á þær var lagð- ur kaldranalegur dómur í »nýjum fjelagsritum» 5. ári; ritaði sjera Óiafur, »athugasemdir« gegn þeim ritdómi og ljet prenta í Kaupmannahöfn 1847. Enn fremur hefur liann samið «nýtt beena- ogsálma- kver«, prentað í Reykja- vík 1853, og »andtegt sálmasafn«, prentað á Akureyri 1857. Ekki hef jeg sjeð fleiri ritgjörðir en þessar, sem nú voru nefndar, frá hans hendi, en líklegt þykir mjer, að fleiri rit- lingar sjeu til eptir hann, þótt eigi hafi komið á prent, því að honum var mjög ljúft að gjöra aðra hluttakandi í því, sem sjálfum honum bjó innanbrjósts; þó honum væri ekki svo liðugt um mál, var honum mjög Ijett um ritandann. Hinn ágæti öldungur, sjera Jón þorsteinsson, fyrrum prestur til Reykjahlíðar og Skútustaðar við Mývatn, síðan til Kirkjubœjar í Ilróarstungu, og nú á Hólmum í Revðar- firði, orkti eptir sjera Ólaf Ijóðmæli á latínska tungu; set- jum vjer þau hjer til þess, að benda hinum yngri mönn- um áfagra íþrótt, er feður vorir og forfeður kunnu mæta- vel; því er miður, að hinir uppvaxandi menntaraenn í landi voru hafa lagt þessa fögru íþrólt fyrir óðal. In funus domini Olavi Indridi filii, pastoris Iíolfreyju- stadensis, denati 4to die marlii 1861. !Sos Olavum Indrididen busto sepelire decebat, Præstantisque viri nos meminisse decet. Gratus herus, clarus præsertim mysta, maritus, Eximius natis perstitit esse pater. Musarum cultor celeber, celeberque poéta Multiscii nomen promeruisse potest. Religionis amans fundebat carmina sacra Cætibus ut Christi dimanet inde salus. Invalidis semper morbos relevare sategit Sollerti studio, dum data vita fuit. Omnibus inque modis miseris succurrere et ægris Alterutrinque lubens gestiit ore, manu; Quam, quæso, famam meiiorem linquere posset Noster in hoc mundo? hanc reliquisse juvat. Immemores nunquam vestrum spectare sepulchrum Nos volumus, donec huc via nostra feret. Optime pastorum! te hic somnus cingit amœnus, Enthea pars cœlo, laudat amatque deum. ★ ★ * Hos fecit versus defuncti verus amicus Et viduæ et liberis optima quæque precans. Tnnlemlar frjettir. Tíðarfar hefur verið hið lakasta allan októbermánuð, stormar og úrfelli úr ýms- um áttum, en varla sjezt sólbjartur dagur eða lygn frá morgni til kvelds. Rúmri viku fyrir vetur gjörði hart norðanveður með mikilli fannkomu til sveita, svo sum- staðar var blindbylur frá því föstudaginn 17. til þriðjudags hins 21. okt.; fennti þá víða fje til fjalla, en náðist flest aptur. Víða varð illt til haga, og skepnur eru farnar að hrakast, sem við er að búast, ef ekki er því betri hirð- ing höfð á þeim. Sjávarbœndur hafa sjaldan getað róið fyrir stormi, og hefur því mjög lítið aflazt, sem von er; en án efa er fiskur fyrir í Faxaflóa. Síldarhlaup mikið kom hjer inn á Reykjavíkurhöfn laugardag 1. nóvember, og hefði hjer þá verið veiðarfœri og áhöld til, þá er ekki hœgt að segja, hversu mikill afli hefði fengizt; einn mað- ur átti hjer lítilfjörlega »vörpu«, og í hana náðust eitt- hvað um 17 tunnur af síldinni, og svo var sú veiði á enda. Væri ekki reynandi fyrir efnamenn í Reykjavík, að koma sjer upp síldarneti, einu eðafleirum? veranokkrir menn í fjelagi, ef einn gæti ekki áorkað. Nágrannar vorir í Ilafnarfirði eru oss miklu fremri í þessari greín, og hafamjög margir haft gottaf sildar-og upsaveiðum þeirra, eins og alkunnugt er. Vera má, að Ilafnarfjörður liggi betur við slíkri veiði, en Iteykjavík, en allt uin það, þá getur enginn neitað því, sem til þekkir, að síldin kemur opt meiri eður minni hingað upp í landsteina, og mætti þá að miklu gagni verða, ef veifcarfœrin væru til, og vel væri að dugað af bœjarbúum. Hvalrekar hafa nokkrir orðið hjer sunnanlands í haust, og að líkindum allir í októbermánuði. þannig höf- um vjer frjett, að hval hafi rekið á Landeyjasandi, á Berg- þórshvolsreka, og liggur sú jörð undir Oddastað. Annan hval rak á Nesi í Selvogi; hann var að sögn nálægt 40 álnum á lengd. Hinn þriðji hvalrekinn var í Krísivík; það var að eins spik og rengi, sem þar rak, en kjöt og bein fylgdu ekki; var sagt, að það hefði numið allt að 400 vættum, er þar kom á land. Vart hefur og orðið við nokkurn trjáreka með útsjónum hjer sunnanlands; en lengra höfum vjer ekki að frjett. Slysfarir hafa orðið með meira móti hjer syðra. Maður týndist hjeðan úr Reykjavík, miðvikudaginn 29. okt., Gunnar að nafni, sonur Gríms heitins Melbys, (er í sumar dó), á tvítugs aldri. Hann hafði verið sendur þann dag til að sœkja kindur upp að Lœkjarbotni; svo heitir nýbýli eitt efst í Seltjarnarneshrepp undir Selfjalli. Ann-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.