Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 2
98 eigi láta ummæli þess svo búin standa; en nú hefur út- gefandi þjóðólfs að nýju í síðasta blaðinu árjettað með því, að brigzla mjer um, að jeg skoraðist undan að borga það, sem mjerbæri að borga til fátœkra, og ummæli hans í þessu efni bera á sjer þann liinn sama hatursblæ, sem svo margt annað, sem hann hefur borið á borð fyrir mig. Jeg tel það skyldu mína, þótt jeg reyndar gjöri það móti geði mínu, að bera hjer hönd fyrir höfuð mjer, ekki í þeirri veru, að jeg getibúizt við, að útgefandi "þjóðólfs« taki nokkra rjettlætingu gilda frá minni hálfu, jeg get miklu heldur átt von á hinu gagnstœða, heldur hins vegna, að jegs eigi, eins og þó höfundurinn augsýnilega ætlasttil, þurfi að standa sem minni maður í augurn annara út í frá, sem þekkja eigi til málsins, en sem jeg ætlast til, að dœmi hlutdrœgnislaust um það, þegar það liggur fyrir, eins og það er í raun og veru. Jeg vonast líka til, að geta leitt rök að því, að það er jafnan hálfsögð sagan, þeg- ar einn segir frá, og að einnig þessi áburður útgefanda »þjóðólfs« hafi, eins og svo margt annað, sem hann hef- ur svívirt mig fyrir í augum landa minna og annara fjær og nær, öllu fremur sína aðalrót og undirstöðu í hatri því og eineltingu, sem hann augsýnilega leggur mig í, en í því, að jeg með rjettu eigi það skiiið, þótt mjer, eins og öðrum, í mörgum greinum sje ábótavant; en því er líka, það er satt bezt að segja, haldið afdráltarlaust á lopt af útgefanda »þjóðólfs«. Spurningin í þessu máli er sú, livort jeg, meðanjeg er settur stiptamtmaður, eigi, auk þess, sem á mig erjafn- að sem aðra bœjarbúa, líka að gjaida til fátœkra eptir eigin mati, eins og jeg hefði konunglegt veitingarbrjef fyrir stiptamtmannsembættinu (því að stiptamtmaðurinn, biskupinn og amtmennirnir hafa rjett til þess, að meta útsvar sitt til fátœkra eptir eigin geðþótta), eða hvort bœjar- fulltrúarnir, sem jafna öllum útgjöldum, og eins útsvarinu til þurfamanna bœjarins, niður á bœjarbúa, eigi að gjöra það. »þjóðólfur« heldur hinu fyrrafram, jeg hinu síðara. Jeg segi, að jeg sem settur stiptamtmaður hafi engaiaga- lieimild, rjett eða skyldu til, að skamta mjer sjálfur út- svar til fátœkra, heldur eigi bœjarfulltrúarnir að gjöra það, og að þeir því enga heimild hafl haft til þess, að vísa fátœkranefndinni til mín um sjálfviljuga gjöf fram yfir það, sem þeir hafi sjálfir á mig jafnað ; því að það ligg- ur að minni ætlun í augum uppi, að þegar bœjarfulltrú- arnir jöfnuðu niður á mig, sem yfirdómara í landsyfir- rjettinum, útsvari eptir efnum og ástandi, áttu þeir að taka til greina viðauka þann í launum, sem jeg hef, með- an jeg gegni stiptamtmannsembættinu, og hækka að því skapi útsvar mitt, og þetta hefur líka verið gjört að und- anförnu, þegar einhver af embættismönnum bœjarins hef- ur verið settur til að gegna einhverju öðru embætti um stundarsakir, eins og t. a. m. er landfógeti Finsen var settur assessor. En jeg verð líka að líta svo á, að fulltrúarnir hafi gjört þetta; að minnsta kosti virðist mjer útsvar mitt fyrir yfirstandandi ár bera það með sjer i samanburði við útsvar annara embættismanna hjer í boenum; en sje það ekki, og jeg borgi of lítið, þá er það ekki mjer að kenna, heldur bœjarfulltrúunum, sem áttu aðjafna á mig útsvar- inu; þetta sagði jeg líka bœjarfógetanum í vor sem leið, og tók það um leið fram við hann, að það hefði verið jafnað á sliptamtmannshúsið eða embættið, auk gjaldsins af húsinu sjálfu, 16 rd. aukaútsvari, sem jeg gæti eigi sjeð að 19. gr. tilsk. um stjórn bœjarmálefna í Reykja- vík gæfi neina heimild til; því að eptir þessari grein eru að eins tveir gjaldstofnar, sem jafnað verði gjöldum á: hús eptir ferhyrningsmáli þeirra, og efni og ástœður gjaldþegnanna (um tíund er hjer naumast að tala). Jeg hef borgað í bœjargjöld, samkvæmt niðurjöfnun bœjar- fulltrúanna, fyrir þetta ár 52 ríkisdali 19 skk., og er það miklu meira, en nokkur annar embættismaður hjer í bœn- um borgar; því að af 3 þeirra, sem bezt eru launaðir og mest borga í bœjarsjóð, og hafa tveir þeirra auk launa sinna talsverðar tekjur af fasteignum sínum, og jeg held jeg megi líka fullyrða talsvert minni útgjöld en jeg, borg- ar einn að öilu samtöldu 39 rdd. 49 skk., annar 31 rd. 13 skk., og hinn þriðji 23 rdd. 41 skk. það verður því engan veginn með sanni sagt, að jeg haíi eigi borgað minn skerf í bœjarsjóð á borð við aðra embættismenn hjer í bœnum; og það fer fjærri, að það sje af því, að mig muni um að borga 5—lOrdd. meir, en jeg þannig hef borgað (því að meiri gæti mín sjálfviljuga gjöf til fátœkra eigi orðið, ef hún er miðuð við það, sem stipt- amtmennirnir að undanförnu hafa gefið hjer til fátœkra), að jeg borga eigi þessa umrœddu sjálfviljugu gjöf, sem af mjer er heimtuð, til fátœkrasjóðsins, enda veit jeg eigi, nema jeg hafi gefið fátœkum eins mikið og þessu nemur, heldur af því, að jeg sje alls enga skyldu á mjer liggja til að borga meira, en á mig hefur verið jafnað, og sem jeg ætla, þegar á allt er litið, sje fullt eins mikið að tiltölu, og jafnað hefur verið á aðra embættismenn hjer í bœn- um; og sje það eigi svo, þá er það bœjarfulltrúunum að kenna, sem eigi hafa gætt skyldu sinnar, og þeir hafa þannig alls enga heimild til, að skipa öðrum að heimta af mjer, að jeg skuli bœta úr því, sem þeim hefur sjezt yfir eða ógjört látið. Svona liggur þá í þessu máii, og get jeg því eigi betur skilið, en að brigzlyrði »þjóðólfs«, aðjeg vilji svíkj- ast undan þurfamannagjaldi og ganga á undan öðrum í því, sje í alla staði ófyrirsynju og ástœðulaus áburður, runninn af sömu rót og uppsprettu, sem allt það er runnið, sem hann í þessu pjóðblaði sínu hefur hingað til látið streyma út yfir mig, til þess að svívirða mig sem mest hann gat í augum allra, sem nokkuð þekkja til mín, fjær eða nær, hann veit hezt sjálfur, af hverjum og hversu hreinum hvötum; en mjer er eigi vitanlegt, að jeg geti haft neitt verulegt til saka við hann, nema ef það skyldi vera það, að jeg góðgjarnlega studdi að því, að stiptamt- maðurinn, sem þá var, legði með því við stjórnina, að hún leysti hann úr banni því, sem hún hafði á hann lagt og alkuunugt er, og að jeg með meðmælum mínum átli verulegan þátt í því, að hann yrði settur málaflutnings- maður við landsyfirrjettinn, og það svo verulegan, að jeg þori að fullyrða, að hann, eins og þá stóð á, hefði eigi orðið það, að minnsla kosti eigi í það skipti, sem hann varð það, án minna meðmæla, sem jeg að öðru leyti þá áieit að hann ætti skilið. J>að er til gömul saga um mann, sem fann frosk á förnum vegi, uðframkominn af kulda. Uann Ijet froskinn í barm sjer, og hugðist gjöra gott verk; en hvernin fór? þegar froskurinn lifnaði við, beit hann manninn í brjóstið fyrir bragðið. Ksykjavík 3. dag nóvemberm. 1862. Th. Jónasson. (Eptir uppkasti, sem liggnr »ib jarl&abókarskjiil Árna Magnússonar á tiirni; virbist vcra eptir Pál Yídalín). (Framhald, sjá »ísl.« nr. 12, bls. 93—95). f>að sltógarland, sem gefur um árið ábúandanum vj tunnur kola, skal vera j cr í landi, og gilda til landskyld- ar 6 ál. J>að eru bjargleg kol fyrir xx oe bú.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.