Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 8
104
oss á hafinu ; en hafið var þá stórsjóað og stormur
livass. Mjer varð það á, að kalla til skipstjórans, og
segja: »f>arna kemur gufuskip, og stefnir beint á oss»,
en áður jeg sleppti orðinu, sá jeg, að það var óskapleg-
ur hvirfilvindur, og hringiða á sjónum, svo allt var í
hvítu löðri, og fór svo fljótt á fram, að svara mundi 15
mílum dönskum á einum tíma. |>að var undrunarverð
sjón. ímyndi menn sjer ógnamikinn ketil, hjer um bil
100 álna að þvermáli, fullan af vatni, sem ólgar og hver-
ar og sendir fjarskalegan gufumökk upp í loptið; ímyndi
menn sjer enn fremur, að ketill þessi stefni á skip vort
með fleygiferð, vindinn œðandi og loptið skýbólstrað.
Skipsforingi vor Mac Kinlay sá hættuna vofa yfir, og hið
sama sáum vjer allir. Skipinu hafði verið haldið í vestur
útnorður; nú var þeirri stefnu breytt í skyndi og stvrt
norður og austur. En í sama vetfangi breytti skýstrokk-
urinn líka sinni stefnu, og svo gekk það, að vjer hjeld-
um í ýmsar áttir, og eptir því sem vjer breyttum stefnu
skipsins, eptir því fylgdi skýstrokkurinn skipinu. Um síðir
sluppum vjer undan þessum ófögnuði. En það var ekki
nema stundarfriður. Jafnskjótt komum vjer auga á ann-
an skýstrokk engu minni, sem œddi að skipinu, en þó
fór svo, að hann þyrlaðist fram hjá skammt eitt fyrir apt-
an skipið. |>á sást enn að nýju einn skýstrokkur koma,
og annar til, og á þessu gekk, svo að á hjer um bil 20
mínútum gengu 9 skýstrokkar fram hjá oss, og hver af
þeim var meir en nógur til að granda skipinu og oss
öllum, hefðu þeir hitt það. En það, sem mjer þótti
einna-merkilegast af öllu þessu, var, að þegar skýstrokk-
ar þessir voru allir komnir fram hjá oss, staðnæmdust
þeir hljeborðsmegin við skipið, hjer um bil i ’/4 mílu
fjarlægð, hækkuðu á sjónum, og, að því er oss virtist,
mögnuðust meir og meir, og þá var því líkast, sem tung-
ur seildust úr skýjum ofan, mœttu skýstrokkum þessum á
miðri leið, og soguðu vatnið gríðarlega til sín í lopt upp.
l)r. Livingstone hefur sagt, að forsjónin hagi því svo af
mildi sinni, að sá maður, sem villidýr hefur hremmt sjer
i klœr, hann finni ekki til neinnar hræðslu. Jeg hygg,
að forsjónin sýni mönnum alstaðar slíka mildi, þegar stór-
kostlegur háski vofir yfir. Jeg má segja fyrir mitt leýti,
að þessi sjón var svo stórkostleg, að öll hræðsla hvarf
frá mjer, og svo sem til merkis um það, get jeg sagt,
að meðan skýstrokkarnir gengu fram hjá skipinu, og því
nær snertu bugspjótið, þá var jeg að mæla stœrð þeirra,
«g hvað fljótir þeir væru í förum.
i
Yerðandi norn, er verum skapar aldur,
virðir lítils heimsins makt og fje,
fær þinn enginn fyrir komizt galdur,
þó frægur bæði og hreysti gœddur sje,
skeiðrúm sitt við skapadag þeir enda
því Skuld ógoldin heimtar eigu sín
í þínum dimma dularfaðmi lenda,
hvar dagsins bjarmi fagur aldrei skín.
Sálin fer til sólar efri heima,
en sjálf þú ræður líkams vistarför,
þú sveimar eins lík um sjóar víðu geima,
hvar súgandi alda burtu numdi fjör,
en annnrs þornar upp á jarðarbaðmi,
hvar anda hreppti voveiflega tjón.
en þriðja býr þú ból í móðurfaðmi,
hvar byrgir myrkur þögult vina sjón.
Svalbrjóstuð Rán, þú sinnir nornadómi,
og svifist ei að skera lífs á þráð
0S l53® mitt þá œska stár í blómi,
afl og þrek, sem Ijeði drotlins náð;
hvað margan ekki hoskan þegn í dauða
hefur dregið netið þitt í ár; ~
og hvað marga eptir skildir snauða
ekkju, sem með börnum felldi tár.
f>vi er mjer leitt, að líta þínar dœtur,
þó Ijómi röðull fagur yfir unn,
sje jeg þar mitt í svörtum skugga nætur
svífandi verur yfir marargrunn;
ríkir þar sorg, en sjest ei mót til gleði,
því sólbjartur dagur hvarf í móður skaut,
en endurminning áður þess sem skeði
endurskoðar farna lífsins braut.
f>ví er mjer sorg, að sjá þig, marar-gyðja,
sviplegan veittir mörgum þegni deyð,
sviptir þú Gísla Gísla frægan niðja
gjeðprúðum burtu miðri fjörs af leið.
Sárt var það böl, að sjá á bak þjer, vinur,
svipanna farinn burt í myrkan heim;
angráðu hjarta af því margur stynur
ættingi þinn, sem býr við kaldan geim.
Allvel þú stýra öldu-skiði kunnir
yfir bláa sækónganna leið,
og hræddist ekki hót, þó svalar unnir
hart við gnúði súð á smárri skeið,
drenglyndur, varst og dagfarsgóður bæði
dugnaður, þrek og stilling var þjer Ijeð;
fátœka ljeztu finna hjálpargœði,
foreldra styrk og viui tryggða-geð.
Veit jeg hið mœra mun ei burtu deyja
mannorð, sem að eptir ljeztu þig;
enn þótt að hnípinn hjer jeg verði þreyja,
og horfi fram á lífs ógreiðan stig,
og örlaga kraptur ör í sundur slíta
ástarbönd um stutta megni tíð,
fær það mig kætt, að frelstan aptur líta,
fegins á landi mun jeg þig um síð.
Gunnar Guðmundsson.
í 7. nr. þ. árg. höfum vjer getið um nokkrar ný-út-
komnar bœkur; síðan hefur verið prentað auk blaðanna,
nýtt upplag af Lærdómsbókinni, markaskrá yfir fjármörk
bœnda í Barðastrandarsýslu, skólaskýrslan fyrir árið 1861
—62, grafskriptir: yfir Sigríði Gnðbrandsdóttur úr Bisk-
upstungum, Einar bónda Guðmundsson af Rangárvöllum,
M. Jónsdóttur úr Reykjavík, Ólaf Ólafsson frá Lundum í
Borgarfirði, R. Magnúsdóttur /rá Meðalfelli t' Ivjós, R.
Guðmun/jsdóttur úr Mýrasýslu, og ýmislegt fleira; nú er
verið að prenta útleggingu af brjefttm Hóratsíusar fyrir
bókmenntafjelagið, og bókaskrá yfir bókasafn latínuskólans.
— þegar að því var komið, að Isl. væri ferðbúinn úr
prentsmiðjunni, barst hingað sú barmafregn, að skip af
Akranesi með 13 manns hafi farizt, 10. þ. m., skammt
eitt norður af Seltjarnarnesi. Skip þetta ætlaði að flytja
noröanpóstinn, kaupmann P. Tœrgesen og, að sögn,
einhverja sveitamenn og varning, af Akranesi til Reykja-
víkur, 3 mílur vegar. J>að hafði lagt af stað aflíðanda
miðdegi í hvössu norðanveðri. Skipið hafði verið ágætt
og formaður duglegur, Tómas bóndi Zoega, en veður varð
ófært er á ieið daginn. Fram hjá Nýjabœ á Seltjarnar-
nesi hefur í gær (ll.þ. m.) rekið á land talsvert af skips-
flökum, 5 eða 6 koffort, og herra landfógetinn, sem hefur
opnað þau, hyggur að flest eða allt, sem pósturinn hafði
meðferðis, sje þannig, og lítið skemmt, á land rekið.
Vjer vitum eigi enn nöfn á fleiri mönnum, er farizt hafa
á skipi þessu. _____________
Óveitt prestaköll: þönglabakki, Garðurí Keldu-
hverfi, Fjótshlíðarþing, Hjaltabakki, Álptamýri, Kálfafell á
Síðu, Staðarhraun i Mýrasýslu.
Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson.
Preutabur í preutsmiíjimui í UeykjavíU 18G2. Eiuar pórtarson.