Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 7
103 ar maður varð honum samferða, er Jónas heitir, og er kenndur við Bústaðí. Veður vesnaði, er á daginn leið, og gjörði kafald; villtust þeir og skiidu í hríðinni; Jónas ljet fyrirberast um nóttina undir skúta einum og komst með illan leik, þegar morgnaði daginn eptir, að Lœkjar- botni. Leitaði síðan Gunnars daginn eptir og fann ekki. Síðan hefur mikill mannsöfnuður verið gjörður út, til að leita Gunnars, en hann er ófuudinn. Föstudag 31. okt. var gott veður að morgni, og reri almenningur til fiskjar, en er kom fram um hádegi, hvessti á svipstundu af norðri og gjörði ofviðri; hjeldu þá allir til lands, og náðu sumir ekki sinni lendingu að kveldi. I>á fórust 3 bátar í sjóinn: einn af Akranesi með 3 mönn- um á; annar af Vatnsleysuströnd með 3 mönnum; hjet formaður á þeim bát þórður Jónsson frá Ilöfða; hinn þriðji var frá Halako'ti í sömu sveit; formanninum (Gunnari Er- lendssyni) varð bjargað, en hásetar drukknuðu báðir. fannig fórust hjer 8 menn í sjóinn. Sama dag hrakti tvo báta, að sögn, upp undir llólsberg syðra; menn korn- ust þar af með því móti, að sigið var niður til þeirra og þeim þannig bjargað, en annar báturinn fór í spón. Skömmu áður, en þetta varð, týndist maður úr Keflavík, að því ermennætla, fram af Hólsbergi; hafði hann gengið þangað með byssu sína á áliðnum degi, en hans hefur eigi síðan orðið vart. Sauðfje hefur komið hingað til Reykjavíkur í haust með meira móti; hefur hin enska verzlun, einkum keypt margt skurðaríje, er hún lætur salta og sendir utan með póstskipi. Verðlag hefur verið þannig: 1 Ip. af kjöti á 1 rd. til 1 rd. 16 sk.; mör á 18sk. pd.; gæran á 1 rd. til 1 rd. og 16 sk.; hvít haustull miin nú vera seld á 36 sk. til 40 sk. pd., og tólg á 22 sk. pd. Kornmatur mun að lík- indum orðinn lítill bjá kaupmönnum, nema ef vera skyldi lijá Siemsen, síðan kornskip hans korn á dögunum frá Arkangel. — 21. okt. þ. á. andaðist á iMeðalfelli í Kjós húsfrú Ragnhildur Magnúsdóttir lögmanns Olufssonar, en systir Finns etazráðs Magnússonar. Hún var fœdd að Meðal- felli 1. sept. 1786, giptist 20. jún. 1818 Einari presti l’álssyni, er síðast var prestur Reynivallabrauðs, og dó 1830. jþau hjón áttu 8 börn; önduðust 3 þeirra á unga- aldri, en þó nokkuð á legg komin, en 5 eru á lífi, brœð- ur þrír og systur tvær. Ilúsfrú Ragnhildur var allan sinn aldur á Meðalfelli, óðalsjórð sinni, nema 4 ár inun hún hafa dvalizt á jþingvöllum. Allir, sein þekktu þessa heið- urskonu, munu kannast við, að það er sannmæli, sem segir í grafskript þeirri, er eptir hana var gjörð, að hana prýddu: »gáfur, guðrœkni, geðstilling inesta, þrek í lifs- þrautum og þolinmœði. Hreinlyndi, tryggð og hjartagœzka, einurð og blíða þar bjuggu saman«. Póstg’öng’iir og blaðasendingar með póstum. |>að hefur einatt verið sagt, að margt gangi miður en skyldi hjer á landi, en eitt af því, sem nú gengur bjer einna-iakast, eru póstgöngurnar og sitthvað, sem þar að lítur. fað er nú fyrir sig, að póstar koma aldrei nje fara á fastákveðnum tímum, en hitt er verra, þegar þeir annaðhvort sjást hjer ekki nema á missira-mótum, eins og nú hefur átt sjer stað uin norðanpóstinn; hann hef- ur ekki sjezt hjer í Iteykjavík síðan á öndverðu sumri sem leið, ellegar þeir eru látnir ganga þá leið um land- ið, sem ver gegnir, eins og nú er sagt um vestan póst, að hann sum sje eigi að ganga vcstur Bröttubrekku, íyrir innan Ilvamtnsfjörð og iU að Staðarfelli, ú lells- strönd, þangað sem hinn setti amtmaður Vestfirðinga nú býr. |>að er sagt, að töskuna eigi ekki að opna frá því í Stafholti fyrenvesturá Staðarfelli. J>ví má ekki póstur- inn ganga nú sem áður frá Stafholti vestur með fjöllum, vestur að Miklaholti ? þar væri vel til faliið að taskan væri opnuð, til þess að brjef kœrnust fljótt og vel út í Staðar- sveit, að Rúðum og út í Ólafsvík. Frá Miklaholti ætti svo, eins og áður var, póstur að ganga inn yfir Kerlingar- skarð til Stykkishólms; þar skyldi taskan aptur opnuð og tekin þau brjef, er þaðan gætu fljótlega breiðzt til beggja handa inn og út með Breiðafirði, og sömuleiðis til Flat- eyjar; því optar munu ferðir verða úr Slykkishólmi vest- ur í eyjar heldur en frá Staðarfelli, sem er miklu af- skekktara. Með því fyrirkomulagi, sem nú er á, er illa sjeð fyrir brjefum og sendingum með pósti til og frá vesturhluta Mýrasýslu, allri Ilnappadalssýslu og allri Snæ- fellsnessýslu. Vjer vonum svo góðs til hins drenglynda manns, sem nú gegnir amtmannsembættinu vestra, að hann ráði bót á þessu. Ilann veit sjálfur eins vel og vjer, hversu áríðandi það er, að þessum fáu póstgöngum, sem vjer búum nú að, sje sem haganlegast fyrir komið, svo að sem flestir hafi gleði og gagn af. Hann veit eins vel og vjer, að eitt hið bezta ráð, til að deyða allt þjóðlíf og allar þjóðframfarir, eru strjálar og óvissar og erfiðar samgöngur og andbælislegar póstgöngur um löndin. En svo er annað atriði, sem vjer verðum að minnast á, og það er það, að nokkrir af umboðsmönnum vorum og á- skrifendum hafa sagt oss, að blöðin liggi stundum langa tíma á póststöðvunum, og sje þar misjafnlega fyrir þeim greitt, og enn fremur, að blöðin komi stundum skemmd úr töskunni, og þannig hefur það fyrir komið, að oss hafa verið send þau aptur frá áreiðanlegum mönnum illa út- leikin. Vjer getum eigi gjört hjer annað við að sinni, en vinsamlega beðið alla þá heiðruðu menn, er töskurn- ar opna, að gjöra svo vel að búa vel um það, sem eptir er í þeim og lengra á að fara, svo það hristist ekki til og frá í töskunum og höggvist í sundur, ef t. a. m. pen- ingabögglar eru þar saman við, sem vel getur verið; en láta hitt ekki liggja lengi hjá sjer, sem þeir taka upp úr töskunurn, heldur koma því sem fyrst á framfœri. Ilitt hvort- tveggja lýsir hirðuleysi, og er mótgjörð bæði við oss, sem blöðin sendum, og við kaupendur vora út um landið, sem blöðin vilja sjá og lesa. Og þegar allt kemur til alls, er hjer eigi um annað að rœða, en að breyta eptir hinu al- menna boðorði: »|>að sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það eigið þjer líka þeim að gjöra«. Merkileg loptsjón. I ensku blaði, sem heitir «Sidney Morning tlerald«, segir svo: Laugardag 12. júlí í sumar lagði jeg til hafs frá Launceston; skipið heitir »Lady Dennison«. Við höfð- um fyrstu dagana andviðri, og þriðjudagiun næstan þar á eptir vorum við staddir á 38° 30' norðurbr., og 149° 50' austurlengdar. Sá dagur varð oss minnistœður. Vjer sá- um sverðfisk geysimikinn vexti optar en í eitt skipti rjett víð skipið, og þar að auki marga fljúgandi fiska (eða flug- fiska), sem sumir Ientu á þilfarinu; en um hádegisbil komum vjer auga á skýstrokk einn mikinn, en hann var i fjarlægð, og stóð oss því enginn geigur af honum. Litlu síðar sáum vjer annan skýstrokk ákaflega mikinn fyrirferðar; hann stefndi á oss þvera. Hann var í lögun eins og ógnarlega stór ormur, sem næði frá hafi tilhim- ins, og sogaði skýin ákaflega að sjer. Svo fór, að vjer komumst óskaddaðir frarn hjá þessum sogjötni. En þá gátum vjer að líta reykjarmökk mikinn skarnmt eitt frá

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.