Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 5
101 Af móskurði til sjómanna, og svo af skógi og afhrísi, skal landsdrottinn hafa einn þriðjung soðningarkaups, en ábúandi tvo þriðjunga: einn fyrir starf sitt, að hann aflar eldiviðar, annan fyrir eldgagnslán og soðningarómak. Excipe: á Yestfjörðum fylgir ketill skipi við ísafjörð, og engin leiga af katlinum (þar leggur hver skipsögn sjálf eldivið fyrir sig): Á Rauðasandi tekur sá, sem ketil leggur til soðningar, 5 fiska af hverjum manni; id quod intolerabile«. Sölvatekja skal gilda til landskyldar svo mörg hundr- uð árlega, sem 2/3 liinna burtseldu sölva og burt ljeðu sölvafjöru gilda marga aura. J>riðjung skal ábúandinn cignast, og gjalda þar fyrir tíund af fjörunni, en gjöra landsdrottni skil fyrir sinn hlut; en sölvatekju fyrir sjálf- an sig skal hann frí hafa. Um fjörugrös skal vera, sem áður er um söl áskilið. Eggvers og dúntékju eyjar kunna með engu móti á vissan taxta að setjast. Landskyld af þeim árleg skal vera tveir þriðjungar af öllum dúninum. Einn þriðjung skal leiguliðinn eignast og cgg öll, þar fyrir, að hann skal leita eyjarnar, hirða dúninn og fœra landsdrottni, á- samt annari landskyld; þar með skal og leiguliði gjalda tíundir af eyjunum fyrir svo mörg hundruð, sem tveir þriðjungar landsdrottins gjöra marga aura í dúninum. Lundatekja og kofnatekja skal giida, sem áður er skrifað um fuglveiði á fjöllum. [NB. á lausu blaði) : »Observatio universalis: Um allt það, sem in ca- nonibus nostris er settur taxti á óbyggð lönd, að þau skuli heita ogtíundast svo mörg hundruð, sem tveir þriðj- ungar þeir, er landsdrottinn hefur af ávöxtum, gjöramarga aura, það allt á að lagfœrast, svo að þau óbyggðra Ianda hlynnindi heiti svo mörg hundruð, sem landsdrottinn fær margar x álnir í landskyld á ári, ut supra um laxveiði«. t §»jera Olafnr Imlriðason. Sá, sem ritar línur þessar, var fyrir rúmum 30 árum barnaðaldri, og átti þá heima austur í Múlasýslum. Ilann minnist enn á fullorðins-árunum hins fagra Fljótsdals- hjeraðs og hinna góðu manna, sem þar voru þá, og sem hann kynntist við. Margir þeirra eru nú fluttir hjeðan á burt til hins ókunna lands, og einn á meðal þeirra er sjera Ólafur Indriðason, en þá var hann ungur og upp- vaxandi, fjörrnaður hinn mesti, bæði til sálar og líkama, hneigðist þó mjög til bóka,og las allt það, erbann komst höndum yflr; hann var góðglaður í viðmóti og gaman- samur í orði, og dró það oss, scm yngri vorum, til hans; hann ljet einatt fjúka í kviðlingum, og þó hann gæti verið vel kýminn og meinyrtur, þá beitti hann mjög sjaldan því vopni, og, án alls efa, því sjaldnar, sem honum jókst aldur og vizka. Forlögin höguðu því svo, að hann staðnæmdist þar eystra, en leiðir mínar lágu hingað suður; við sáumst eigi síðan 1828, nema litla stund dags árið 1834, en brjef hafa margopt gengið milli okkar þangað til í fyrra, að dauðinn leyfði eigi þau við- skipti lengur. {>að mun því fáum skyldara eða ljúfara en mjer, að rita nokkur orð um sjera Ólaf, úr því ekki er lengur kostur að rita honum, og gjöra vildi jeg mitt tii að halda minningu hans á lopt, þótt bann reyndar sjálfur hafi með ritum sínum reist sjer álitlegan minnis- varða. J>að er ekki ofhermt, þóttsagt sje, að sjcra Ólafur hafl verið einn af hinum merkustu prestum þessa lands á þeirri tíð, sem hann var uppi, enda hafði hann margt til þess. Ilann var góður gáfumaður og gáfumar einkar-fjöl- hœfar, fróðleiksástin frábær, og mun eigi auðvelt, að fylgja bókmentastraumi tímans betur, en hann gjörði, á jafnafskekktum stað og þeim, sem liann bjó á alla æfi; hann hefur eflaust verið einna-bezt að sjer af öllum sam- tíðamönnurn hjer á landi, sem eigi höfðu komizt til út- landa og náð þar meiri menntun; kennimaður var hann sagður með binum beztu; hann var gott skáld og hefur margt kveðið; mun hann einkum, hinn seinni hlut æfinnar, þegar hugur hans bneigðist, hvað helzt að hinu œðsta og fegursta, hafa lagt fyrir sig sálma-kveðskap; er til eptir hann allmikið sálmasafn, og þar að auki mikill fjöldi ann- ara kveðlinga, sem vel eru þess verðir að haldið væri sam- an og forðað frá glötun; hann hafði allgottvit á lækning- um, og varð með því móti einnig mörgum að liði. Hvað dagfar hans og hegðun snerti, var hann einhver hinn skemmtilegasti, viðkunnanlegasti og siðprúðasti maður; þyrfti einhver liðs við, var hann fús til hjálpar í orði og verki; skyldurœkinn og reglumaður hinn mesti; ástríkur konu og börnum. J>að er víst, að því lengur sem menn þekktu hann, því betur varð hver og einn að sannfœrast um, að hann var sannur mannvinurog rjettnefnt valmenni. Eins og hann var rnikils metinn og ástsæll af sóknar- börnum sínum og öllum, sem kynntust honum, eins hef jeg hevrt, að yfirboðarar hans hafi haft miklar mætur á honum, og það veit jeg með vissu um þá tvo, Hallgrím prófast Jónsson á Hólmum og Ilelga biskup Thordersen. Hin helztu atriði æfi sinnar hafði sjera Ólafur ritað sjálfur, og fannst það eptir hann látinn, en sjera Hallgrímur prófastur sýndi mjer þann góðvilja, að senda mjer það, og er það prentað hjer orðrjett. »Jeg er fœddur á Borg í Skriðdal (þingmúlasókn í Suður-Múlasýslu) 15. dag ágústm. 1796. Faðir m. hjet Indriði Ásmúndsson, bóndason úr Eyjaflrði, hreppst. 1786 — 1811 (settur lögsagnari í Sms. árin 1799 og 1801). Ásmundur var Helgason, bróðir Jóns Helgasonar, er var sýslumaður í eystri Skaptafellssýslu frá 1758—1798 (langafi sjera Brynjólfs í Vestmannaeyjum), og Björns Ilelgasonar, föður Benidikts bónda, er lengi bjó að Hvassa- felli í Eyjafirði. Móðirm. hjet Kristín Andrjesdóttir, kynj- uð úr Vopnafirði, af ætt sjera Ólafs Guðmundssonar (blinda), er lengi var prestur að Sauðanesi. Jeg ólst upp hjá for- eldrum mínum, þangað til jeg var 15 ára; þá var mjer haustið 1811 komið til kennslu hjá Sigfúsi presti Finns- syni ú J>ingnnila, og hinn næsta vetur hjá Guttormi pró- fasti Pálssyni á Hólmum. Vorið 1814 missti jeg föður minn, og hefði jeg þá neyðzt til að hætta við lærdóm, ef f prófastur sjera Guttormur hefði eigi haldið á fram þeirri I góðvild, sem hann hafði upp tekið, að halda mig og kenna mjer á vetrum fyrir mjög litla borgun, og þó leyfa mjer að vera heima á sumrum tii aðsloðar móður minni, er komin var á sjötugs - aldur, einstœðingur og bláfátœk. Árið 1816 var jeg svo lieppinn, að komast snöggsinnis í kynningu við þáverandi sýslumann í Suður-Múlasýslu (síð- an amtmann) P. Melsteð, er liann var ú þingferðum sín- um; sá fundur okkar dró til þess, að hann falaði mig sjer til aðstoðar við skriptir vorið 1817, og tók mig upp frá því algjört að sjer, kenndi mjer á vetrum, efldi svo vel, sem auðið var, framfarir mínar í allri menntun, sótti fyrir mig um ölmusu í Bessastaðaskóla, þó eigi hefði það þann árangur, er mjer gæti að notum komið, þar jeg fjekk eigi ncma hálfa ölmusu, en skorti efni. Sendi hann mig því, þegar hann lijelt mig fœran til, undir lærdómspróf Geirs biskups Vídalíns, er útskrifaði mig 16. júh' 1819. Að því búnu veik jeg aptur að Ivetilsstöðum til velgjörara míns, sem árið 1820 útvegaði mjer aðstoðarprests-þjón- ustu bjá Jóni presti Stefánssyni í Vallanesi; fór jeg svo

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.