Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.11.1862, Blaðsíða 3
99 Nú er skógur svo nœgur, að hann má, fyrir utan kolgjörð þá, er nú var sögð, gilda til amboðabótar, í hrip og meisa, hrífuhöfuð og kláfa, etc., að frá teknum klyf- berum; þá skal hann vera ij cr og gilda til landskyldar 12 áh Raptviðarskógur, sá er nœgur er til uppreptis í áður talin hús, sem á xx cr jörð skuli vera, svo að máttarviðir allir sjeu af greni, en uppreptið af birki allt, og hús öll gjörist að nvju, sá skógur skal vera ij cr í landi. Engin skal landskyld af gjaldast, því að landsdrottinn er skyldur viðu til að fá. Nú er skógur svo neegur, að hann má vara um lang- an aldur til raptviðar; þá skal hann virðast til svo margra hundraða, sem hann má vinnast til margra ára til upp- reptis í hús öll, að nýju gjör, á xx cr jörðu, og er sá iiij cr, sem nœgir eittsinn á tvær tuttugu hundraða jarð- ir, eður tvisvar á eina, etc. ex proportione. Af raptviðarskógi má leiguliði fyrir utan landsdrottins orðlof alls ekkert hafa, nema það eitt, er hann þarf til umbóta klyfberum sínum, og skal hann þá ekki fleiri en fimm hafa á xx cr jörðu; en rapt þann, er af stofni vóx, þeim er bóndinn hjó til klyfberabótar, skal hann' birkja og hirða til húsabótar. Engin er þar landskyld af, ef ábúandi neytir svo haglega, sem bezt gegnir skógi. |>að heitir amboðabót, að meira er fornt en nýtt í amboðum, sem bœtt skulu kallast. En ef jafnmikið er hvort, nýtt og fornt, í hripi eður kláf, þá skal leiguliði gjalda landsdrottni verð fyrir, helming þess, er svo bœtt amboð virðast. En ef meira ernýtt, en fornt í amboðum, þá skulu þau heita ný, og hafa verið fornt í lagt. jþau öll skal landsdrottinn eignast, og bóndinn ekkert hafa fyrir starf sitt, nema það allt, er bóndinn hefur í svoddan máta bœtt að amboðum sínum í þá xij mánuði. Yirðist ekki meiri skógaryrkja, en 9 ál. nemi, þá er leiguliði sýkn saka. Nú liefur hann af illgirni spillt skógi til amboðabótar eður gjörðar, missi amboð fyrir ekki og bœti þó skógar- spjöll að löguna. Rifhrís til kolgjörðar, það sem gefur á ári vj tunnur kola, skal vera j cr í landi, og gjalda landskyld af 6 ál. Hvergi má leiguliði selja kol af jörðu, hvort sem þau eru af skógi tekin eðuraf rifhrísi, nema landsdrottinn leyfi. Svo lengi sem kolskógur og hrísrif vinnst til áður sagðra gagnsmuna um árið, svo lengi skal það telja svo, sem nú var mælt, og ekki fremur, fyrir jafnmiklar yrkjur. En sje það svo af nœgð, að það megi gagnast stœrra búi til sinna þarfa, þá skal jafn vera taxti, sá, að hverjar vj tunnur kola gildi j cr skóg, og sje af honum árleg land- skyld 6 ál. Kolskóg allan og skóg til amboðabótar og rifhrís allt skal landsdrottinn sjálfur líunda svo sem fastaeign aðra; raptviðarskóg allan skal og landsdrottinn sjálfur tíunda, og tíunda sem dautt fje, þriðja hvert hundrað, því að þar er alls enginn ávöxtur af. Laxveiði og silungs fyrir heimalandi og fyrir annara löndum, svo nær að heim og heiman má fara samdœgris, með því hún er óviss, þá er ómögulegt á henni að setja vissan taxta til hundraðatals. Landskyld af henni skal vera: 1, ’.iver sextándi eður hver tuttugasti flskur af óskiptu; það skulu allt vera meðalfiskar af veiðinni. 2, landshlutur af öllum fengnum síðan, þegar skipt er. Nú er landsdrottinn í fjarska, og verður honum ekki fœrður þessi hlutur; þá skal vega lax og silung blautan, svo sem hann er úr vatni fenginn, óslœgðan með höfði og hala; skulu hverjar 5 merkur af laxi gilda einn fisk, og hverjar 10 merkur af silungi gilda einn flsk eður hálfa alin; skal þá ábúandinn eignast þennan feng, en gjalda landsdrottni verð fyrir í landaurum að vorlagi. Net skal áhúandi til leggja, og taka netshlut sjálfur; en ef hann hefur ei, þá skal landsdrottinn leggja uet til, og eignast þar með netshlut, en hann skal leiguliði ann- aðhvort varðveita til handa landsdroltni eður kaupa með áður sögðum taxta; en net er hann skyldur að hirða og ábyrgjast við fúa og öðrum handvömmum sínum. Nú veiðast færri flskar í senn en 16eður20, þáskal vega veiðina alla óskipta og reikna landsdrottni þar af Vls eða 1/2o hlut, og skipta síðan honum hlut, sem áður seg- ir, ut œqua proportio servetur. Laxveiði og silunga, sem á fjöllum er, eðursvofjarri leigubóli manns, að eigi ná menn heim og heiman sam- dœgris, skal með sama móti skiptast, sem nú var mælt, en þriðjung allan af því, sem í hluta landsdrottins fellur af þeirri veiði, skal leiguliðinn eignast ókeypis, fyrir það hann flytur feng til byggða. Frjálst á landsdrottinn að bjóða þar um öðrum, ef hann vill, og er þá leiguliði við skilinn við ábyrgð á hluta landsdrottins. Eggver á fjöllum og fuglveiði skal með sama móti skiptast, sem áður er uin laxveiði talað, að landsdrottinn skal eignast 16. eða 20. hvert egg og fugl afóskiptu, og síðan landshlut fullan; en ef hann er í fjarska, þá skal leiguliði eignast það allt af hlut landsdrottins, sem eigi þolir að geymast óspillt, svo sem egg og fuglakroppa, og skal gjalda þar í mót landsdrottni verð í landaunjm og eptir venjulegum landtaxta: 20 álptaregg fyrir 5 álnir, gamal-álptarkroppur á 5fiska; en hami og fiður skal hann hirða og fœra landsdrottni með landskyld. Fuglveiði skal slillast að því hófl, sem lögbók vottar, að eigi spillist eggver af. Sjerhvert ár, sem landsdrottinn fær með þessu móti í landskyld af afla þessum, hvort sem er af eggveri, fugl- veiðum, laxveiði eður silungsveiði, fullar x álnir, þá skal hann tíunda þennan kost jarðar sinnar j c.; en fái hann xx ál., þá ij c., ef xxx ál., þá iij c., et sic consequenter. Ekki skal reikna til tiundar það, sem hjer í milli verða kunna stakar álnir. Hefur þá landsdrottinn til ágóða 9 ál. af hundraði hverju, en geldur í tíund tíundu hverja alin ágóðans, svo sem til er ætlað frá öndverðu að vera skuli tíund af ávaxtarfje; hœc enim est proportio tíundanna gömlu, að gefa tíunda hlut alls ávaxtar síns árlega, frá því að maður er í skiptitíund, en þangað til er proportio inœqualis, að lianda hófi. Exemplum esto: maður á v málnytukúgildi, leigan af þeim er xij ál. af hverju; það er til samans Ix ál. eður x aurar; þar af skal hann í tí- únd gjalda vj álnir, þ. e. tíundi eyririnn, en eigandinn skal behalda ix aurum; vid. Iíb. 15og statutam Gissurar biskups hina fornu. Meltak er ekki mögulegt á vissan hundraðataxta að setja, því að á því verður svo stórkostlegur munur, að ó- mögulegt er á meðal að gezka; þar með fer melvöxtur á sumum jörðum stórlega til þurðar, en á sumum mikillega vaxandi. Landskyld af því skal vera sjerhvert ár tveir þriðj- ungar af því, sem melurinn kostar, og skal hjer reiknast eptir hestatölu, 1 al. fyrir hvern melhest með lögklyfjum. Einn þriðjung skal eignast ábúandi og gjalda þar fyrirtí- und af meltaki, en fœra landsdrottni verð fyrir sína tvo þriðjunga. Skal meltakið reiknast svo mörg hundruð til tíundar, sem landsdrottins tveir þriðjungar verða margir aurar; svo að þar sem falla 18 hestar mels, þarskalvera ij aura landskyld af. Eyri liinn þriðja tekur leiguliði og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.