Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 1
ÞRIJÐJA ÁR.
15. desemb.
M
II in helztu skilyrði fyrir graslífinu, og
samband gróður jarðarinnar við nœringar-
efni grasa vorra.
(Ágrip af ritgjriríi í Dinglers Politic. Journal. Ritai) á þýzku af
Justus I.iebig, snúib af Gubmundi Olafssyni jarþyrkjumanni).
Allt, sem lifir og vex, þarf jafnan nokkuð til að lifa
af og leggja í vöxtinn. Svona er og þessu varið með
grösin, þau þurfa efni til að haldast við og spretta. J>essi
efni eru fœða grasanna, nœringar- eða frjóefni þeirra.
|>au eru upprunalega komin frá loptinu eður jörðunni;
þau eru í eðli sínu eldfnn eður eldföst (óeldfim). J>essi
liin eldfimu efni verða eptir í öskunni, þegar þau eru brennd.
J>essi efni eru einkum: glórsýra (Phosphorsýra), gráhvíta
(Kalí), tinnusýra (Iíisilsýra), brennisteinssýra, múrlím (kalk),
kljáhvíta (Magnesia), járn og matsalt, það er samsett af
gljáhvítu (Natron) og gulsterkju (Chlor). J>etta eru nú
öskuefni grasanna og gjöra þau þann hluta þeirra, er af
jörðu eru komin.
J>að má nú óhætt álíta það sem staðreynt, að efni
þessi eru frjóefni og því öldungis nauðsynleg grösunum
til nœringar. Ilin eldfimu efni grasanna eru kolsýra, vatn
og stækindi (Ammoniak), og eru þau grösunum jafnómiss-
andi og hin. Af öllum þessum efnum rnyndar lífsafi það,
sem grösunum er íbúandi, líkami þessa. Ekkert eitt af
efnum þessum hefur í rauninni meira gildi, eður er meira
vert en annað fyrir grösin, þau eru öll jafnómissandi, og
þ ó eigi vanti nema eitthvert eitt af þeirn, þá eru hin til
engra nota. J>á að eins má jarðyrkjumaðurinn vonast
eptir ávexti af jörðunni, er hann hefur bœtt henni það vant-
aða efni, og þá að eins á hann fullkominn gróður vissan,
er öll þessi efni eru fyrir í jörðunni í hœfiiegu megin og
ásigkomulagi, og í rjettum jöfnuði og samböndum.
Kolsýra, vatn og stækindi eru jafnan fyrir í loptinu,
og draga grösin þau til sín í gegnum blöðin; þau finn-
ast og optlega í jörðunni, og taka grösin þau þaðan gegn-
urn rœturnar.
Öll hin efnin heyra steinaríkinu lil (námu eður næm-
lingaríkinu ?).
J>au bin loptlegu efni eru í eðli si'nu reiknl og hreif-
anleg, og geta því fœrzt úr einum stað í annan, en slikt
mega steinefnin þar á rnóti ekki.
Á sumum stöðum í suðurhluta Yesturheims vaxa
grös, þótt þar komi eigi regn í mörg ár samfieytt; grösin
tuka þar loptefnin beint til sín frá loptinu og dögginni;
sýnir þetta, að svo mikið geti verið til í loptinu af efnum
þessum, sem grösin þurfa til fullkomins vaxtar og þroska.
Megin það, sem er í loptinu af þessum frjóefnum,
er mjög svo lítið í samanburði við allt loptið í lopthafinu.
Ef maður hugsar sjer alla kolsýruna, sern til er í loptinu,
komna í óblandað lag utan um alla jörðina, þá mundi það
naumlega verða 8 feta þykkt. Stækindið komið í lag á
sama hátt mundi varia nema 2 stráum að þykkt. Grösin
draga óaflátanlega til sín kolsýruna og stækindið úr iopt-
inu, og mundu því efni þessi skjótlega eyðast úr því, ef
skaparinn hefði eigi sjeð svo um, að þau kœmu þangað
jafnfijótt aptur og þau eyðast, enda mundi öllu grasa- og
dýra-lífi vera lokið, ef þessi ómissanlegu frjóefni þrytu.
Allur lifandi skapnaður varir í rauninni eigi lengi og
hefur skamma tilveru. Menn og skepnur lifa af grösum,
og lt'fsaflið breytir þeim (grösunum) aptur í það, er þau
upphaflega voru; sömu breytingum eru allir líkamir grasa
og dýra undirorpnir, þá er þau deyja; hin eldfimu efni
þeirra verða öll aptur að kolsýru og stækindi; bæði þessi
efni eru loptltígs eðlis og hverfa aptur í loptið, og verða
aptur nýjum kynferðum grasa og dýra til vaxtar og við-
gangs.
Menn sjá nú, að tilvera og viðurhald lífsins er endi-
lega undir þvi komin, að þessi hin loptlegu efni komist
aptur og aptur í hið upphaflega ásigkomulag sitt; um þetta
hefur og skaparinn annazt og búið í því skyni til mikla
hringferð, er varir án afláts og án mannsins tilstuðlunar,
en sem hann þó getur tekið þátt í.
Hvervetna þar sem korn og aðrar matjurtir vaxa á jörð-
unni, þá eru þar jafnan fyrir menn eða dýr, sem neyta þeirra
og eyða þeim; óraskanlegt náttúrulögmál liðar þau aptur
í sundur og fœrir þau í sitt fyrra loptlega ásigkomulag.
Loptið er aldrei í kyrrð ; enda þótt blæjalogn sje, þá erþað
í hreifingu, ýmist upp eður niður; það, sem grösin taka
frá því þessastundina, fær það þegar aptur annað veifið á
öðrum stað frá hinni óþverrandi uppsprettu.
Af þessu virðist það vera auðráðið, að jarðyrkjumað-
urinn þurfi mjög svo sjaldan að vera hræddur um, að
rœktunarjurtir hans fái eigi nóg af hinum loptlegu frjó-
efnum. Til er mikið og voldugt náttúrulögmál, er sjer um,
að bæði skógar og jarðyrkjumaðurinn hafi jafnan gnótt af
efnum þessnm ; hjá hvorumtveggja safnast opt miklu meira
fyrir af þeim eldfimu grasafrjóefnum, en allar þær jurtir
þurfa, er vaxa mega á jörðum þeirra, og þetta án þess,
þeir þurfi að hafa hið minnsta ómak fyrir.
J>egar bóndinn verður var við, að korn hans eður
matrœtur — rófur og jarðepli — vilja eigi spretta, þá
má hann eigi ætla, að þessu olli skortur á kolsýru og
stækindi. Haun getur og hœglega orðið viss um, að þessu
er þannig varið; vilji hann að eins neyta skynseminnar
og taka ofurlítið eptir, sjer hann, að sumar jurtir, t. d.
jarðepli og rófur, spretta illa, þar sein smári sprettur vel
í næsta reit. Smárinn gæti nú ómögulega sprottið, fremur
en aðrar jurtir, ef hann hefði eigi nóg sjer til framfœris
af frjóefnum; því fráleitt væri að ímynda sjer, að loptið
yfir srnárablettinum heiði meiri kolsýru og stækindi að
bjóða, en loptið yfir rófu- og jarðepla-akrinum. Öldungis
eins er þessu varið um jörðina. Sú jörð, sem lítið gaf
af sjer af kola- og holdgjafjakynjuðum efnurn (kohlen und
stickstoffhaltige Bestandtheilen) í korni og hálmi, mundi
enda án áburðar hafa gefið af sjer 4 — 5 sinnum nreira,
ef á henni hefði verið rœktað töðugresi eður einhver
önnur fóðurplanta.
Forðabúrið (loptið sem sje), sem byrgir grösin upp
með efni þessi, var jafnopið hvorumtveggja ávöxtunum;
að kornið vanþreifst, kom eigi af því, að þau efni vantaði,
er loptið átti til að leggja; nei, þar var þvert á móti svo
mikið af þeim til, að 5 — 6 sinnum meirunam, en kornið
þurfti, en þessi ofurgnœgð var til engra nota.
Eitt frjóefni er gagnslaust, sje einhvers af hinum
113