Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 6
118 hann hefur hverjum einum veitt; þá hjálpaði Andrjesi þrek, skynsemi og guðs-ótti til að harka af sjer, þegar hann fjekk aptur rœnu, og berjast karlmannlega; fjekk hann sjer þá fyrir bústýru ágæta konu, Halidóru Ólafs- dóttur, ekkju eptir Ellert skipara Schram, en gekk að eiga hana haustið 1849, en sjálfur dó hann eptir langt og strangt helstríð — sem hann bar með einstakri karl- mennsku og stillingu — hinn 7. maí 1862. A. V. Fjeldsteð var mesti þrek- og hugvitsmaður, svo hjá lionum voru samfara karlmennska og nytsamleg ráð; greind lýsti sjer í öllu tali hans, hugvit í hverju, sem hann að hafðist; auk þess að allar smíðar hans lýstu hug- viti, voru þær fagrar og trútt gjörðar; við allar veiðar í sjó og vötnum var hann hin kœnasta, hœfnasta og lipr- asta skytta. Fyrirsjón hans, atorku, greind og frarnkvæmd i allri bústjórn, reglusemi á heimili, samfara sannsýni og góðsemd í öllu atlæti við hjúin, mátti orðleggja, enda ástunduðu hjúin að reynast honum holl. Báðum konum sínum var hann ástúðlegasti maki og börnunum umönn- unarsamur faðir. Kœnleik hans og dugnaði er það að þakka, að lax- veiðin í Hvítá er nú orðin yfirgripsmikill atvinnuvegur, enda byrjaði hann það smemma vestra, að verða frum- kvöðull og hvatamaður ýmissa aflabragða. Hvítárvellir hafa jafnan verið höfðingjasetur, en bera eptir engan aðrar eins menjar og hann, hvorki hvað reisu- lega hýsingu, rœkt eða ákomnar veiðar snertir. Fátt gaf hann sig að annara högum, en um það Ijet hann sjer annt, að aliir í byggðarlaginu verzluðu trúlega pundi sínu, Iiver eptir vitiagorku; »manninum«, sagði liana, »er það ætlað og hann er til mikils ákvarðaður*, enda vöntuðu ekki hjá honum hyggileg ráð, væri þeirra leitað; til þess, að hver gæti orðið sem nýtastur fjelagsmaður, til þess stuðlaði hann með ráðum og dáð. X. X. M y s o u l i s d a r k (eptir Byron). Láttu nú strengi gýgju gjalla, geigvænu myrkri felst mín önd; svífa lát ástar-óminn snjalla að eyrum mjer frá þinni hönd, og búi von í barmi sárum blítt hana veki kvakið þitt; lát hvarminn döggvast huldum tárum, svo höfuð þau ei brenni mitt. Lát strengi lýsa sorgum sárum, nú sízt er gleðilag mjer kært, því jeg þarf út að ausa tárum, ellegar brestur hjarta sært, hjarta, sem nagar harður tregi og livíldar flnnur engan stað; þess stund er komin, ef þú eigi með ástarrómi lífgar það. J e g. Áður á lífsins lciðir mín ljúfa starði önd, sem þá á hafrót horfir lialur af auðri strönd. Nú er jeg böls af bárum borinn um æfistraum ; ®gja mjer ógnir margar, en allt er þó líkast draum. Senn er leiðinni lokið, lúin og vegmóð önd, mjer munu öldur aptur að óminnis varpa strönd. KrUtján Jónsson. Höfundur Ijóðmæla þeirra, sem hjer eru prentuð að framan, höfum vjer heyrt sagt að væri ungur maður norð- ur á Grimsstaðafjöllum, fátœkur mjög og heilsulítill, gæti því lítið gengið að vinnu, enda væri hugur hans allur í bókum, og að hann læsi allt, hvað hann kœmist yfir. Hann kvað skilja þýzka tungu og enska, og mun að miklu leyti hafa kennt sjer þær sjálfur. Ljóðmæli Byrons (frb. Ilærons) lávarðar, hins nafnfræga enska skálds (-j-19. apríl 1824 í Missolonghi á Grikklandi) þykja ekki auðskilin; má það því allmerkilegt heita, ef bóndadrengur á Islandi, sem eigi hefur verið settur til mennta, les slíka rithöf- unda, sem Byron er, og skilur þá. Er þetta nýr vottur þess, hvílík námfýsi sumum alþýðumönnum vorumergef- in, og live sárt það er, hversu sumir hjer á landi eru svo aðþrengdir af fátœkt og ýmsum öðrum atvikum, að þeim er bægt frá að ganga þann veg, er gæti orðið, hver veit til hvers gagns og sóma fyrir fósturjörð vora. það er engin furða, þótt slíkum mönnum daprist hugur, er þeim er sýnt svo sem í ráðgátu fram á þá leið, er nátt- úran sjálf hafði bent þeim að ganga, en hin óblíðu kjör lögðu blátt bann fyrir. Slíkt er athugavert. Og þeir, sem til þess eru settir, að frœða menn á íslandi, þeir ættu jafnan að hafa vakandi auga á öllum þeim ungling- um, sem mjög eru námfúsir, og ættu að gjöra sitt til að styðja og styrkja slíka menn á einhvern hátt til lærdóms. Allir vita, sem nokkuð þekkja til hjer á landi, að margir af vorum mestu og beztu frœðimönnum eru komnir af fátœku bœndafólki. En liver getur talið alla liina, sem guð hefur gefið ágætar gáfur, en sem ekki hafa komizt á menntaveginn, heldur setið heima og lítið lært, mornað og þornað upp eins og kuldastrá, af því enginn tók þá að sjer og bjargaði þeim, meðan tími var til? IVitn. 1 blaðinu »Islendingi« 3. ári, nr. 10, 4. október, bls. 75, »eptirskript«, hefur einhver, er á eptir nefnir sig X, farið með þau ósannindi og geílð þau út í almenning, að jeg hafi »í Fjeldsteðsinálinu bókað greinilega það, sem hefði átt að hafa farið fram fyrir sættanefndinui í því«. Jeg segi, að þetta sjeu helber ósannindi, þar eð sátta- bókin hjer ber það með sjer, að um sættir í Fjeldsteðs- málinu fjölluðu allt aðrir en jeg, nefnil. formaður minn lijer, presturinn sjera Jón sál. Benidiktsson og herra J. Haníelsson á Grundarfirði, því þá var jeg prestur í Nes- þingum. Hið sanna er, að jeg að eins, fyrir ítarleg til- mæli eins af viðkomendum, hef staðfest útskript af nefndri sættatilraun, og því gat jeg ekki vel neitað, jafnvei þó mjer kynni að hafa fundizt forlíkunarhaldið yfir höfuð, eptir því sem bókin með sjer ber, ekki sem formlegast, eður samkvæmt hinni tilvitnuðu tilskipun 20.janúar 1797. Jeg vona nú, að enginn góður maður lái mjer, þó jeg vilji leiðrjetta þetta, því fremur sem greinin virðist skrifuð í einhverjum kala-anda til mín, og mundi fleirum en mjer þykja liart, að láta þannig beinast að sjer með úhugnaði fyrir það, sem maður alls ekki er valdur að; og margur mundi í mínum sporum hafa krafizt, að hin heiðr- aða ritstjórn blaðsins leiddi í ljós nafn þessa lierra X, svo að almenningur vissi, að liann — mnaðurinn sá« — er ósannindamaður í þessari grein, úr því hann fór að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.