Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 3
115 hverfur glórsýran óðar úr vatninu, ef það er látið síast gegnum gróðurjörð, með sama móti og sagt var. Nú liefur maður þynnta brennisteinssýru og glórsúrt múrlím runnið þar í, og lætur þetta síast gegnum sáld fullt af gróðurjörð, þá tekur hún þegar sýruna til sín. Eins fer um stækindaborna glórsúra kljáhvítu leysta í kolsýrðu vatni, glórsýran og stækindin verða eptir í jörðunni. Iíol liafa að mörgu leyti líkar áhrifur á ýms bráðin sölt; þau draga í sig litarefni og söltin úr lagartegundum þeim, er þar hafa runnið í. J>að liggur mjög nærri að lialda, að áhrifur livors um sig, kolanna og jarðarinnar, komi af sömu orsök; hjá kolunum veldurþessu hinn efn- islegi samdráttarkraptur, er gengur út frá yfirborðinu; hjá jörðunni veldur þessu, sanngirnisaflið í efnunum, er hún samstendur af. En hjer af leiðir þó, að verkanir hvors um sig eru í mörgu falli öldungis ólíkar. Gráhvíta og gljáhvíta eru efni mjög svo lík í eðli sínu, einnig sölt þau, er verða til af þeim, hafa margar einkunnir saman. Gulserkjuð gráhvíta (Chlorkalium) hefur sömu krystallögun og matsalt, sem er gulsterkjuð gljáhvíta (Chlornatrium). Bæði þessi sölt eru mjög svo lík á bragðið, og svo að því, hve auðvelt þau leysast í sundur. |>eir, sem ekki þekkja því gjör á efni þessi, gjöra naumast greinarmun á þeim, en jarðvegurinn aðgreinir þau fullkomlega. Láti maður saitpækil — matsalt bráðnað í vatni — síast gegnum gróðurjörð, þá fer pækiliinn í gegnum jörðina, án þess hún taki nokkuð af honum til sín; en liafl maður þar á móti látið gulsterkjugráhvítu renna í vatninu, þá verður gráhvítan eptir í jörðunni, en gul- sterkjan hverfur í gegnum hana með vatninu og hefur þá tekið saman við nokkuð af múrlími því, er fyrir var í henni, jörðunni. Jörðin samþýddist gráhvítunni, en gljáhvítunni ekki. Landplöntur vorar hafa allar í sjer gráhvítu, gljá- hvítan finnst að eins sjaldan í ösku þeirra. Eins er þótt gljáhvítan sje samlöguð saltpjeturs- eður brennisteinssýru, jörðin samþýðist henni lítt; en sje gráhvíta í fjelagi við sýrur þessar, þá skilur jörðin hana þegar frá þeim. J>að er rjett eins og jörðin haíi vit á, að velja sjer efni fyrir grösin. Tilraunir, er gjörðar hafa verið, til að komast eptir, hve miklu ákveðinn mælir af jörð gæti tekið á móti af ýmsum frjóefnum, hafa sýnt, að 1 vallardagslátta (900 ZZ fm.), er hefur 10 þumlunga þykkan jarðveg, getur tekið á móti hjerum bil 3025 pundum af gráhvítu, sund- urleystri í vatni, og haldið þeim föstum í sjer til nautnar fyrir grösin. Onnur tilraun, gjörð í sama skyni, sýndi, að 1 vallardagslátta með jafndjúpum jarðvegi gat tekið á móti 1600 pundum af glórsúrri kljáhvítu og stækindi í fjelagi. Mögur leirjörð, með múrlími, gat tekið á móti jafnmiklu. Af þessu má marka, hve sterkan krapt jörðin hefur til að draga að sjer og halda í sjer 3 hinum nauð- synlegustu grasafrjóefnum. Ef jörðina vantaði þetta, þá mundu þessi mjög svo auðleysanlegu efni skjótt þvættast úr henni með vatninu. Ur stæku ldandi og taðlög (Aile, mykjuál?) dregur jörðin allt stækindi, alla gráhvítu og glórsýru, og ef nóg jarðarmegn erfyrir, þá nær vatnið engu af þeim með sjer. En þess ber að gæta, að áburðurinn verður að komast saman við jörðina, eigi hún að geta dregið i sig frjóefnin úrhonum. Vjer biðjum lesendur vora að muna eptir, að það varð að hella stækindisvatninu yíir jörðina, sem var i sáldinu, til þess að hún, jörðin, gæti dregið stækindið i sig. I>essi kraptur jarðarinnar til að taka á móti og geyma frjóefnin, hefur þó sín takmörk, vjcr eigurn hjer við stækindi, gráhvítu, glórsýru og tinnusýru. Sjerhver jörð hefur sitt eðli; láti maður þessi efni, í vatni leyst, saman við jörðina, þá tekur hún til sín ákveðinn mæli, en hitt, sem þar er fram yflr, fer burt með vatninu, og má finna það með venjulegum prófefnum (Reagentier). Sandjörð tekur minna, en eins mikið af mergiljörð, og hún aptur minna en leirjörð, en þessi mismunur jarð- tegundanna í að taka til sín efnin er eins mikill, eins og þær eru sjálfar ólíkar. Maður veit, að þær eru liver ann- ari ólíkar; það er eigi ólíklegt, að sumt hvað í búnaði vorum standi í nánu ogákveðnu sambandi við þetta mis- munandi afl, með hverju hinar ólíku jarðtegundir taka til sín áður nefnd efni. J>að er ekki ólíklegt, að því betur vjer lærum að þekkja þetta samband, að vjer þá fáum betri og áreiðanlegri leiðbeiningu til að dœma verð og gœði túna vorra og akra. Oss grillir að eins til framfara þeirra, er hjer af má leiða fyrir búnaðinn, en nú sem stendur er engum unnt að segja, til hve mikils þær geta leitt. Merkilegar eru áhrifur þær, er lífsefnarík jörð (þ. e. jörð, sem rík er af efnum úr hinni lifandi náttúru o: grasa- og dýraríkinu), hefur á áður nefndar leysfngar. Leirjörð og sömuleiðis límjörð (kalkjörð), sem lítið er í af lífsefn- um, eður mold, tekur til sín alla gráhvítu og tinnusýru úr vatninu, sem þær eru leystar í; moldarjörðin þar á móti tekur að eins til sín gráhvítuna, en tinnusýruna ekki. J>etta, er nú var sagt, minnir ósjálfrátt á þær áhrifur, sem fúnaðar grasaleifar hafa á grös þau, er mikla tinnusýru þurfa til vaxtar síns, eins og t. a. m. er um sef og brok, er einkum sprettur á súrum mýrum og blautum. Sje mergill borinn á, hvar þessi grös spretta, hverfa þau bráð- um og aðrar jurtir, betri til fóðurs, koma í þeirra stað. Til þess að moldarjörðin fái eðli til, að taka jafnt á móti tinnusýrunni og gráhvítunni, þarf eigi annað en blanda hana með litlu af óslöktu múrlími, fær hún þá þegarþetta eðli. Fyrst nú jörðin tekur stækindi, glórsýru, gráhvítu og tinnusýru úr leysingum sínum, eður vatninu, sem efni þessi hafa Ieyst í sundur í, þá er ómögulegt, að regn- vatnið, sem á jörðina fellur, geti leyst þau úr henni apt- ur. Jörðin geymir þessi efni óleysanleg fyrir vatnið, en þó undir eins þannig ásigkomin, sem bezt hentar hinum sjúgandi rótum grasanna. llótarþræðirnir smjúga bein- línis inn í rifur og holur steinanna og vefa sig gegnum jarðkögglana. J>essir fínu rœtlingar eru það, sem leysa frjóefni jarðarinnar til þeirrar fullnustu, sem nauðsynleg er til þess þau geti gengið inn í grösin; þau fá með þessu móti það lag, sem grösunum sambýður. I þessari viðureign jarðarinnar og frjóefnanna sjá- um vjer eilthvert hið merkilegasta náttúrulögmál. Grasa- lífinu er ætlað að þróast í hinu yzta jarðlagi, og með yfrið vísdómsfullu móti er leifum grasanna gefið eðli til, að safna og geyma í sjer öll þau efni, sem eru skilyrði fyrir því, að lif þetta geti verið til og elnazt til nytsemdar fyrir dýralífið. J>etta eðli varðveitir frjóvsemi jarðarinnar, enda þótt hún liggi stundum undir óhagkvæmum áhrifum og kringumstœðum, að því er mönnum sýnist. I kring um Múnchen ertt sljettur miklar og víðar, með að eins 6 þumlunga þykkum jarðvegi ofan að kastmalarbotni, sem lætur vatnið fara gegnum sig eins og sáld. Gæti nú regn- vatnið leyst þau frjóefni úr jörðunni, er hún í sjer hefur, eður fær með áburðinum, þá væru þau þegar horfin, er regn kœmi og jörðin fyrir löngu úrþvætt og örfrjó; án þessa fastheldnis- og geymsluafis mundi jörðin ekki geta slaðið á móti hinu leysanda afli lopts nje lagar. Tœkju grösin efni sín frá leysingu eður efnunum leystum í valni, þáhlytuþau, samkvæmt útslættinum gegn- um blöðin, að taka til sin, hvað sem leysingin legði þeim, hvort sem þau þyrftu þess eður eigi; nœring þeirra væri

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.